Vísir - 02.04.1927, Blaðsíða 3
VISIK
Messur á morgun.
I dómkirkjunni kl. 11, síra
Bjarni Jónsson, ld. 2 barna-
guðsþjónusta (sr. Fr. H.), kl.
5, síra Fr. Hallgrímsson-
1 fríkirkj unni kl- 2, síra Ámi
Sigurðsson. Kl. 5, síra Haraldur
próí'essor Níelsson.
1 Landakotskirkj u hámessa
kl. 9 árd. Ivl. 6 síðd. guðsþjón-
usta með prédikun.
í að'ventkirkjunni ld. 8 siðd-
O. J. Olsen: Ræðuefni: pegar
syrtir að.
Sjómannastofan kl. 6 síðd-,
guðsþjónusta.
Veðrið í morgun.
í Reykjavík o st., Vestmanna-
eyjum i, Isafiröi o, Akureyri 2,
Seyöisfiröi 2, Grindavik 2, Stykk-
ishólmi I, Grímsstöðum -f- 6, Hól-
-um i Hornafirði o, Þórshöfn i Fær-
eyjum 2, Angmagsalik -f- i, Kaup-
auannahöfn 3, Utsira 3, Tynemouth
2, Hjaltlandi 4, Jan Mayen o st.
— Mestur hiti í gær 6 st., minstur
~ 2 ; úrkoma 0,5 mm. — Grunn
lægð við Vesturland og Norður-
land. Kyrt veður i Norðursjó. —
Horfur tvö næstu dægur: Suður-
land, Faxaflói, Breiðafjörður: 1
dag og i nótt: Breytileg átt. Élja-
gangur. Véstfirðir og Norðurland :
í dag og í nótt: Hægur vestan.
Dálítil úrkoma. Norðausturland og
Austfirðir: I dag og í nótt: Vest-
læg átt. Sennilega hreinviðri. Suð-
austurland: I dag og í nótt: Hæg-
ur vindur. Úrkomulítið.
Skipafregnir.
Gullfoss fer frá Leith i dag, á
ieið hingað.
Goðafoss er í Stykkishólmi.
Brúarfoss fór frá Fáskrúðsfirði
1 gær, til útlanda.
Lagarfoss fór frá Kaupmanna-
höfn i gær.
Esja var á Vopnafirði í morgun.
Af veiðum
kom Menja i nótt, en Hávarður
ísfirðingur í morgun.
Leikhúsið.
Eeikfélagið sýnir Afturgöng-
ur eftir Henrik Ibsen annað
kveld kl. 8. Aðgöngumiðar seld-
ir í dag og á morgun. Sjá augl.
Kvikmynd
af myndagerð hjá Lofti Guð-
mundssyni verður sýnd sem auka-
mynd í Nýja Bíó í kvöld og næstu
kvöld. — Myndin sýnir hvernig
Loítur tekur my.ndirnar, framkall-
ar, stækkar o. m. fl. — Þetta er
önnur kvikmynd, sem sýnd er af
ísl. iðnaði; sú fyrri var af Smjör-
líkisgerðinni. — Er ekki ólíklegt,
að margan langi til að sjá þessa
kvikmynd frá Lofti.
Botnia
fer héðan kl. 6 í kveld, til Ak-
ureyrar, Meðal farþega verða: síra
Helgi Hjálmarsson, Guðm. T.
Hallgrímsson læknir og frú hans,
Sigurður sýslumaður Sigurðsson
og frú hans, Ragnar Ólafsson,
Kristín Sigfúsdóttir, skáldkona,
Hreinn Pálsson, söngvari, síra
Guðm Guðmundsson 0g frú hans,
síra Björn O. Björnsson, Anton
Jónsson, Jón E. Sigurðsson, H.
Henriksen og frú hans, Árni Þor-
kelsson frá Geitaskarði, Finnur
Jónsson, póstmeistari, Isafirði, o.
fl.
I.úðrasveit Reykjavíkur
leikur á Austurvelli kl. 3)4 á
morgun, ef veður leyfir.
Aðgöngumiðar
að síðasta samsöng Karlakórs
K. F. U. M. á morgun sem óseld-
ir lcunna að vera í kveld, verða
seldir á morgun frá kl- 11 f- b.
í Nýja Bíó. — Samsöngurinn er
á morgun kl. 4 e. b.
Un&lingast. Unnur.
Fundim á morgun kl. 10 árd.
Listasafn
Einars Jónssonar er opið á
sunnudögum og miðvikudögum kl.
1—3-
Kr. 2.50
kosta aðgöngumiðarnir að gesta-
móti Ungmennafélaganna í Iðnó
í kvöld, en ekki kr. 4.50, eins og-
stóð i augl. hér í blaðinu i fyrra-
tíag.
St. Víkingur nr. 104
stofnar til skemtifarar suður á
Alftanes á morgun. — Fargjald
kostar kr. 2.50 (ekki 2 kr.) báðar
leiðir.
Guðm- Kamban
sýnir leikrit sitt Vér morð-
ingjar kl. 3 á morgun í Iðnó.
Sjá augl.
Ritaukaskrá
Landsbókasafnsins er ný-
komin út- — ]>ar segir svo
í formála: „Við árslok. var
bókaeign safnsins talin 116520
bindi, en handrit 7821 bindi. Af
prentuðum ritum hefir safnið
á árinu eignast 1944 bindi, þar
af, auk íslenskra skyldueintaka,
925 gefins, en gefendur 110.
Stærsta gjöfin er enn frá há-
skólabókasafninu í Osló, með
tilstyrk herra Thor Odegards.
Handritasafn Landsbókasafns-
ins hefir á árinu aukist um 39
bindi. par af 25 gefins....Af
útlánssal voru lánuð um 5900
bindi.“
Áheit á Strandarkirkju,
aflient Vísi: 20 kr. (gamalt á-
heit) frá M.
Gjöf
til drengsins á Sauðárkróki,
afh. Vísi 1 kr- frá Siggu litlu-
SKÁLAR Á LANGANESI.
—o—
Sem kunnugt er, eru Skálar
á Langanesi ein hesta veiðistöð
á Austurlandi. Sumar eftir sum-
ar hafa 4 menn á árabát veitt
þar frá 100—150 skippund í 3%
mánuð, frá júníbjTjim til miðs
septembers, hafa þó sjálfir beitt
línur sínar, slægt fiskinn og
borið hann upp brattan bakka á
aðgerðarstaðinn, og hafa til
þeirrar erfiðu vinnu eytt löng-
uin og dýrmætum tíma- — Síð-
astliðið sumar var á Skálum
bygð bryggja frarn af bakkan-
unx og út í sjó, méð gufuvindu
og hentugum útbúnaði — krana
— til lijálpar við útskipun og
uppskipun, svo menn geta nú
með hægu móti á fáum mínút-
uin losað bátana og komið fisk-
inum á aðgerðarstaðinn. Hvað
Með ss. Goðafossi fáum við:
,HOLSATIA‘-haframjöl í 50 kg. léreftspokum-
Verðið mjög lágt.
Ef þær 130 konur, sem heiðruðu
rithöf. Kristínu Sigfúsdóttur
með því að borða með henni
mat og drekka með henni kaffi,
skildu það, að þær heiðruðu
liana á eðlilegri liátt með því að
kaupa og lesa bækur hennar, þá
væri markaðui’inn þó nxeiri en
hann enn er orðinn. pað hafa
ekki eixn selst 130 eintök af síð-
ustu bók hennar, „Óskastund-
inni“, hér í Reykjavík, og veit
eg þó um nxarga karlmenn, sem
hafa keypt hana. Eg get glatt
yður með þvi, góðu frúr, að eg
hefi nóg af bóldnni lxanda yður
—- og fleiri bókum Kristínar —.
Eg voixa því að þér komið strax
í dag, sérstaklega þegar svo bag-
ar til að bókin kostar miklu
nxinna en nxatur og drykkur
eina kvöldstund og hxxn er jafn-
nxikil eign eftir,þóaðþérgleypið
liana í yður nxargar kvöldstund-
ir og íxieira að segja þó að bóndi
yðar og börix geri bið sanxa-
þetta sparar sjómönnum milda
vinnu og mikinn timaerómetan-
legt, og nxun ekkj of mikið sagt
að afli þeirra gæti orðið % meiri
vegna tinxa þess er þeir geta
spai-að með notkun þessara
áhalda. —- Áður var að eins
mögulegt að hafa þar til veiða
árabáta, nú mun hægt að hafa
þar vélbáta, alt að 4 tonna stærð,
sem di’engir yrðu á land með
gufuvindunni. — Uppsáturs-
svæðið er ekki lengur takmark-
að, því að með brvggj uáliöldun-
um er hægt að taka bátana upp
á bakka og þá jafn hentugt upp-
sátur þar senx niðri í fjöru. —
Sjá auglýsingu á öðrum stað í
blaðinu. Adv.
Merkur maður í Færeyjum
skrifar kunningja sínum hér í
bæ á þessa leið: —
Lýðskóli Færeyinga — För-
oyja fólkaháskúli, — átti 25 ára
afmæli í fyx-ra. Hafa mörg
huxjdruð F æreyinga stundað nám
í skóla þessum. Flest öll árin
liefir skólinn notið opinbers
styrks frá ríkinu. En í vetur
þverneitar kenslumálaráðherra
Dana, Byskov, um styrlc til skól-
ans, og ber við að skóhnn sé
um of færeyskur, geri færeyskri
tungu of hátt undir höfði, standi
sjálfstæðismeginn í stjórnnxál-
unx o. s. frv.
Fyrir 10—12 árum var lækna-
skortur mikill í Færeyjum. Stóð
Færeyingunx þá til boða is-
lenskur læknir. Lögþingið sam-
þykti þá i einu hljóði að sækja
urn leyfi Danastjórnar til þess
að íslendingar með læknisprófi
frá Háskóla íslands gætu feng-
ið læknisembætti í Færeyjum.
Danastjórn neitaði. þrjxi ár í röð
sendi Lögþingið sömu beiðnina
til stjórnarinnar, en henni var
altaf synjað.-----
Síðastliðið haust var framúr-
H. Benediktsson & Go.
Sími 8 (3 linur).
byrjar í dag.
Hvergi úr meira að
velja.
ÍSLANDS LÆGSTA VERÐ.
Saltkjöt, stórhöggið, af dilkum,
verður selt á 45 aura % kg.
Hafið þér heyrt það ?
VON og BREKKUSTlG 1-
skarandi duglegum lækni fær-
eyskum veitt læknisembætti í
Suðurey. Datt engurn annað i
Jiug, lxvorki honum né öðrum,
en að hann mundi sitja í þvi em-
bætti ,meðan honum sýndist. En
nýskeð (í fehrúar) tólc að kvis-
ast, að þegar i haust hefði verið
búið að lofa embætti þessu
dönskum læknisnema, er eigi
liefði lokið prófi, og að Færey-
ingui'inn ætti að eins að halda
embættinu, þangað til sá danski
liefði tekið læknispróf.
]?að fréttist brátt, ,að orðróm-
ur þessi var á fullum rökum
bygður, og að rétt var skýrt frá
öllu. Sendu þá allar lxrepps-
nefndinar í lænisumdæmi þessu
bænarbréf til hlutaðeigandi
stjórnarvalda í Danmörku og
fóru þess á leit að mega llalda
lækni sínum, er hefði reynst
þeim svo ágætlega, og þeir alls
ekki vildu missa. En beiðni
þeirra reyndist árangurslaus
með öllu. Hinum færeyska
lækni er sagt upp frá 1- apríl þ.
á. og hleypur danski læknirinn
þá í skarðið.-----
-----Svo nxá brýna deigt járn
að bíti. Dönsk stjórnmálabi’ýni
hafa tíðum reynst furðu góð,
þar sem síst var til ætlast. Og sá
kernur dagurinn, að þau nudda
inn á stálið i Færeyingum!
TRÉSMlÐAFÉLAG
REYKJAVlKUR.
Síðasti skemtifundurirm í
kveld á þessurn vetri í
Kirkjutorgi 4 kl. 8 y2.
Stjórnin.
K. F. U. M.
Á morgun
Kl. 10: Sunnudagaskólinn.
— 2: V-D-fundur.
(Stór skemtifundur).
— 4: Y-D-fundur.
— 6: U-D-fundur.
Almenn samkoma kl.
(Fórnarfundur).
Allir velkomnir.
Ylfingap
æfing á morgun kl. 9 f. h.
MætiS á Grettisgötu 6.
Væ2*ingjaj»
æfing á morgun kl. 10 f. h.
Mætið hjá K. F. U. M.
BARNAFATA VERSLUNIN
á Klapparstíg 37. Nýjar
vörur. Sanngjarnt verð.
Kaldár Ijiiffengu
dpykki.
Sími 444. Smiðjustfg 11.
Lekidusleikor
verður nú á mánudaginn 4. april
kl. 9 í Iðnó fyrir alla nemend-
ur Ruth Hanson lika einka-
tímanemendur. Aðgöngumiðar
fást hjá H. S. Hanson
Laugaveg 15.