Vísir - 22.04.1927, Page 3

Vísir - 22.04.1927, Page 3
VlSIR I ðOOOOOOOOOOOOOOCOOOOOOOÖO; XXX s^oooooocoooocoooooooooooc Sölubúð Ein af bestu sölubúðum bæjarins er til leigu 14. maí. Sérstaklega hentug fyrir vefnaðarvörur. Aliar uppl. i sima 1317 eða 1400. 2QðOOQOOO(ÍCOOOOO»OOa»OCfHKKXXÍOOQOOOOOOQOQQ00000000006« á tunnum fyrir útflutningssíld. Einnig hefir verið talað um a'ð vér þyrftum að fá rildsmerki á sildina til að fyrirbyggja það að síld sú, sem veidd er og verk- uð utan landhelginnar, verði seld á erlendum markaði sem íslensk síld verkuð í landi. Er augljóst að slíkt er betur framkvæmanlegt, ef tunnugerð- in er i landinu. J. L. Kartöflur. Órvals tegundir af norskum kartöflum komu meS e s. Lyra. VerSa seldar sérstaklega ódýrt í'dag og & morgun. Eggept Kpistjánsson & Co. Simar 1317 og 1400. Ianlendar Sðnaðnr. Sfldartunnugerð á Siglufirði og Akureyri. Síðan um aldamót höfum vér Islendingar saltað síld til út- flutnings og á siðari árum hefir það aukist svo, að nú nemur útflutningur vor af saltaðri og kryddaðri sild alt að 200,000 Junnum á ári, að meðaltali 3 siðustu árin. Nú er það kunnugt, að nær Jjví allar þær síldartunnur, sem notaðar eru liér á landi, eru fluttar inn, fullgerðar, frá út- löndum. Fáar þjóðir mundu hafa un- að sliku og einkum þar sem svo hagar til viða hér, að bjargræð- ístíminn er að eins 3—4 mán- uðir, en hinn tíma ársins er fjöldi fólks atvinnulaus. Rétt er þó að geta þess, að byrjað hefir verið lítilsliáttar á tunnugerð hér á landi, en þess Iiefir lítið gætt. Nú hafa þeir alþingismenn- írnir, Bernharð Stefánsson, Björn Líndal og Jakob Möller borið fram á Alþingi breyting- artillögu við fjárlögin 1928, þar sem farið er fram á heimild fyrir stjórnina til að veita Bræðrunum Esphólín 70,000 kr. lán, til þess að reisa fullkomna feildartunnuverksmiðju á Siglu- firði og endurbæta tunnuverk- smiðju er þeir eiga á Akureyri, gegn tryggingum er stjórnin metur gildar. Var tillaga þessi feld við 3. umræðu fjárlaganna í neðri deild, með eins atkvæðis mun. En þess vænta menn, að fjárveitingarnefnd efri deildar taki málið upp og beiti sér fyrir því við umræður fjárlaganna í efri deild, því mikil nauðsyn er á þvi, að flytja þessa atvinnu- grein inn i landið. Einnig er vert að geta þess, að bræðurnir Esp- hólín hafa fengið töluverða reynslu af síldartunnuverksm. þeirri, er þeir hafa rekið á Ak- ureyri og liafa kynt sér vel alt sem að þessujn iðnrekstri lýt- ur. Og með því að vér flytjum inn um 200,000 síldartunnur ár- iega, er auðsætt að margar hend- ;ur gætu fengið atvinnu við til- búning á þeim, ef unnar væru í landinu. Svo vill nú lika til, að á Siglu. Þetta er besti fæDiIODorion 6 stærðir af brúsum. 1 heildsölu og smásölu. firði, þar sem tunnuverksm. er best í sveit komið, hefir verka- fólk oftast lítið við að vera 7— 8 mánuði ársins, en óþægilegt og kostnaðarsamt fyrir það að sækja sjóróðra og aðra atvinnu til suðurlandsins, enda er þar oftast Inægilegur vinnukraftur fyrir. Útlendingar undrast það mjög, að vér skulum enn þann dag í dag flytja inn nærfelt allar vor- ar síldartunnur fullgerðar, þar sem, fyrst 'óg fremst, að vér missum við það atvinnu úr landinu og þarnæst verðum að borga 3—4 sinnum hærra flutn- ingsgjald fyrir fullgerða tunnu, en fyrir efnið í hana. Síst á þessum timum má þjóð- in við því, að flytja úr landi jafnmikið fé og fer hér í óþarft flutningsgjald og vinnulaun til útlendra manna við að smíða tunnurnar. Komist tunnugerðin inn i landið, ættu síldarútflytjendur að geta fengið þær ódýrari og jafnframt losna við að þurfa að taka eins mikið í einu og þeir nú þurfa að gera til þess, að ná i lægsta markaðsverð og flutn- ingsgjald. Vér eigum erfiða aðstöðu að ýmsu leyti gagnvart keppinaut- um vorum í saltsildarfram- leiðslunni. En aðal takmarkið verður að vera það, að vanda Vel vöruna og gera hana sam- kepnisfæra að verði og gæðum. Líklegt er að tunnugerð i land- inu geti orðið til stuðnings í þeirri viðleitni. Verið getur, að) nauðsyn beri til þessi, innan skamms, að lögleiða vissa stærð Viðavangshlanp íþróttafélags Reykjavíkur fór fram í gær í 12. skifti. Tíu undanfarin sumur hefir lilaup- ið að mestu leyti farið fram á sömu braut; fyrstu tvö árin að eins lítið eitt styttra. En í þetta sinn var algerlega skift um braut, og hlaupið byrjað og end- að á öðrum stað en áður. Er vegalengdin að líkindum hk, en torfæru- og hindranalaus að mestu. Hlaupið byrjaði efst á Skothúsvegi og var þaðan hlaup- ið yfir Tjarnarbrúna, upp Lauf- ásveg og suður hann að Kenn- araskólanum, þaðan suður yfir Vatnsmýri á gamla járnbraut- arveginn og eftir honum inn á íþróttavöll um suðurdyr og þar hlaupnar um 300 stikur eða % hringjar. Eins og áður er sagt, er vegal. þessi lík og á undan- förnum viðavangshlaupum, eða um 4 km. — þátttaka var að þessu sinni talsvert slælegri en undanfarin ár; einkanlega var það leiðinlegt, hve margir af þeim, sem innritaðir voru, komu ekki til leiks, og hafa veikindi varla valdið því að öllu leyti. Fjórtán fóru af stað, en tveir þeirra komu ekki að marki. P’rjú félög sendu inenn. Fljótastur varð Geir Gígja, eins og í fyrra, á 13 mín. 8,5 sek. Næstur varð þorsteinn Jó- sefsson á 13 mín. 30,4 sek., og þriðji Magnús Guðbjömsson á 13 mín. 32,3 sek. -— Geir hljóp fyrstur alla leið. Flokkahlaupið og Hreinsbik- arinn vann K. R. með 15 stigum (lægstu mögulegri tölu, því hin félögin sendu ekki heila flokka og stig þeirra komu þvi ekki til greina) öðm sinni. Veður *var gott til hlaupa, andvari af suðri og skýjað loft, en færð fremur slæm í mýrinni, sáust þess greinleg merki á fóta- búnaði sumra hlauparanna eftir hlaupið. — Áhorfendur voru varla eins margir og undanfar- in ár; hefir þar að líkindum fremur valdið sporleti Reylaik- ingsins en 25-eyringurinn, sem inngangurinn kostaði. Iþ. I. O. O. F. 10842281/2 H Dánarfregn. Síðasta vetrardag, 20. þ. m. andaðist á Vífilsstöðum Maren Ellertsdóttir, 17 <ára gömul, m Utsala verður i nokkra daga á ýmsum vörum verslunarinnar svo sem; Sumarkápuefnum, Dragtaefnum sem hafa kostað 12,50 nú 7,83, Léreft á 0,50, Sængurveraefni og Tvisltau á 0,85, Kjólaefoi afar ódýrt, Telpuhúfur áður 4 nú 2,25, Filthattar á unglinga fyrir háifvirði o. m. fl. Versl. Matthildar Björnsdðttar Laugaveg 23. fædd 15. júlí 1909, mjög efni- leg stúlka og hvers manns hug- ljúfi. Hún var fóstruð í Hmna hjá frú Sigríði og síra Kjartani, en foreldrar hennar eru frú Sigurlaug Kristjánsdóttir og Ellert Jóhannesson, bróðir Jó- hannesar bæjarfógeta. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík x sí., Vestm.- cyjum 4, ísafirði — 2, Akureyri i. Seyðisfirði 4, Grindavik 2, Stykkishólmi 1, Grímsstöðum —- 1, Raufarhöfn -t- 1, Hólum í Hornafirði 3, Færeyjum 5, Ang- magsalik 1, Kaupmannahöfn 3, Utsira 1, Tynemouth 11, Hjalt- landi 8, Jan Mayen -4- 4 st. — Mestur hiti hér í gær 5 st., minstur o st. Úrkoma 4,6 mm. — Djúp lægð (um 730 mm.) milli Færeyja og Austfjarða. Hreyfist til norð- austurs. — Horfur: SuSvestur- land, Faxaflói og Breiðafjörður; Stortnfregn. í dag hvass norðan. í nótt allhvass norðan. Þurt veð- ur. Vestfirðir, Norðurland, norð- austurland og Austfirðir: Storm- fregn. í dag og nótt hvass norð- austan. Snjókoma. Suðausturland: 1 dag og nótt: Stormfregn. Hvass norðaustan. Úrkomulítið. Fimtugsafmæli á í dag frú Margrét Magnús- dóttir, Njálsgötu 64 (áður á Laugalandi). Gullfoss fór héðan í fyrrakveld til út- landa. Meðal farþega voru til Khafnar: Frú Sigriður þorláks- dóttir og tvær dætur hennar, frú Kristín Bernhöft, ungfrú Rann- veig Arnar, frú Guðrún Jónas- son, Snorri Hjartarson, Torfi Bjarnáson. Til Leith ungfrú Sigríður Briem, frú Guðrún Poulsen. Til Aberdeen: Heckel verkfræðingur og pórður Flyg- enring. — Gullfoss flutti út, þessa ferð, rúrnat* 800 smálest- ir af ísl. afurðum, verkuðum og óverkuðum fiski, ábuðarmjöli lýsi o..fl. Kirkjuhljómleikunum i frikirkjunni var frestað i gær, vegna lasleika söngfólks, en þeir verða sunnudagskveld kl. 7y2. f Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur fór í rannsókn- arför á Skallagrími í gær. Esja fór í hringferð í gærkveldi með fjölda farþega. Athyg’li skal vakin á auglýsingu lands- símastjóra. þar sem sagt er, að loftskeytastöðin svari ekki fyr- irspurnum um skipakomur og þess háttar. Dæmalaus kirkja heitir ritlingur einn litill, sem kemur út í dag og seldur verður á götum bæjarins á morgun. —- Höfundurinn er Sigmundur Sveinsson, dyravörður barna- skólans. Er hann áður kunnur að miklum trúaráhuga og ein- beittri fastheldni við gamlasf kennisetningar lútherskrar kirkju. •— I bæklingi þessuitt ræðst hann hlífðarlaust á bisk- up landsins, guðfræðiskennara háskólans og ýmsa fleiri og full- yrðir, að einstakhngum og þjóðfélaginu í heild sinni aé mikill og margvíslegur háskí búinn af vantrú þeirri og villu- kenningum, sem nú gangi ljós- um logum um landið og sé að heltaka þjóðina. •— Sjálfsagí verða skiftar skoðanir um rétt- mæti þessarar ádeilu, en hítt mun efalítið, að bæklingurinn verði lesinn af mörgum. Hanu. kostar 50 aura. Ásigling. Enskur botnvörpxmgur köm hingað í gær með færeyskt þil- skip i eftirdragi. Árekstur hafðí orðið milli þessara skipa og færeyska skipið laskast lítið eitt. Lyra fór héðan í gærkveldi áleiðis til útlanda. Skipafregnir. Goðafoss fer frá Hamborg í dag. Lagarfoss fer frá Hólmavík í dag. Brúarfoss fór frá Kaupmh. 13. þ. m. áleiðis til Austfjarða. Hann fer þaðan norður um Iand til Rvikur. Yillemoes er í Halmstad. Ármenningar! Munið fimleikaæfinguna í 2. flokki i kveld kl. 8 og síðustu isl. glímuæfingu á morgun kl. 9. Gjafir til drengsins á Sauðárkrókí. afh. Vísi: 2 kr. frá tveim systkin- um, 5 kr. frá fjórum systkin- um, kr. 1,50 frá Jóhönnu, 2 kT„ frá konu, 1 kr. frá Hönnu, 1 kr. frá Buggu. Sumarfagnaður st. Skjaldbreið i kveld. Fund- ur kl. 8. Inntaka nýrra félaga. Á eftir fundi: 1. Ræða. .—. 2. Einsöngur. •— 3. Upplestur. — 4. Gamanvisur. — 5. SjónleSE- ur. — 6. Dans.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.