Vísir


Vísir - 06.05.1927, Qupperneq 2

Vísir - 06.05.1927, Qupperneq 2
VlSIR IBanHgfi g ÖLg^n Hölnm fyrlrliggjandi: RIO KaliL mjög ódýft. Exportkaffi: Ludv. David, Sóley og Hekla. íslenskir málskættir III. vBágt er cið halda útfúsum eyri“ ef hann á að fara fyrir BLUE BAND. ffó Kristín 8. Mmm andaSist á heimili sínu hér í bæn- um í gær, eftir nær tveggja ára sjúkleik, rúmlega sextíu ára aö aldri, fædd u. des. 1S66. Hún var fríöleikskona, þrek- rnikil og hjálpfús og lét mjög til sín taka um ýms mannúöarstörf hér í bænum. Hún átti fjölda vina, er lengi munu minnast hennar meö viröingu og þakklátum huga. Frú Kristín var tvígift og eru synir hennar Haraldur kaupmaö- ur Árnason, Árni B. Björnsson, gullsmiöur, og BjÖrh Björnsson, kgl. hiröbakari. Sfmskeyti —o— Khöfn, 5. maí. F. B. Fjármálastefnan í Genf. Símað er frá Genf, að merk ustu sérfræðingar þjóðanna í fjármálum, séu meðal fulltrú- anna á fjármálaráðstefnunni, sem nú er þar haldin. Tlieunis var kosinn forseti ráðstefnunn- ar. í fyrstu ræðu sinni benti Iiann á þá miklu þýðingu, sem þessi fjárhagsráðstefna gæti haft til þess að tryggja friðinn i heiminum. Prófessor Cassel fulltrúi Svía, hefir haldið ræðu og krafist endurreisnar frjálsr- ar verslunar og frjálsræðis fyrir kapítal. Ranciman, fulltrúi al- þjóða verslunarmála stofunnar hefir og lialdið ræðu og skorað á þjóðirnar að lækka tollana. Vatnavextirnir í Missisippi. Símað er frá London að Mis- sisippi flói yfir landssvæði, sem hún hefir ekki flætt yfir áður. Tugir þúsunda heimilislausir, til viðhótar við þúsundimar sem áður voru heimilislausar. Kon- ungur Bretlands og stjórnin í Canada hafa vottað Coolidge forseta og amerísku þjóðinni hluttekningu sína og þjóða sinna. Utan af landi. —o— Akureyri, 6. maí. F. B. Gilfer skákmeistari íslands tefldi í gærkveldi samtímis við 25 keppendur skákmótsins,vann 16, tapaði 5, en gerði 4 jafntefli. Ágætur afli við Grimsey. Nokkrir vélbálar eru farnir til veiða þangað. Frá Alþingi. Þar voru þessi mál til umræöu í gær. EFRI DEILD. Frv. til 1. um hvalveiðar, 2. umr. Um þetta frv. uröu nokkurar um- ræöur og mjög skiftar skoöanir. Jón Baldvinsson og Jón Þorláks- son töluöu eindregið á móti frv.; ein aöalröksemd þeirra var sú, aö . ætti hvalveiðar aö komast hér til framkvæmda á næstu árum, yrði aö veita félögum með útlendu íjármagni sérleyfi til veiöanna. En það töldu þeir hættulegt vegna grundvallarstefnu þeirrar, er fylgt væri um fiskveiðar útlendinga hér viö land. - Helstu rökin með frv. voru aftur á móti þau, að hval- veiöar væri stundaöar umhverfis alt land af útlendingum og hval- urinn dreginn burtu. Væri nær aö íslenskir menn fengi að njóta ágóöa og atvjnnu af veiöunum. Þar til svöruöu þeir Jónar, aö enginn vissi hve lengi hvalurinn entist, ef hann yröi veiddur frá íslandi. Mætti búast við aö út- geröin hætti bráðlega aftur, og þá væri þeir illa blektir, er þarna heföi leitaö sér atvinnu. - Umræð- unni lauk í gær, en atkvæða- greiöslu var frestaö þar til í dag. NEÐRI DEILD. 1. Frv. til I. um breyting á 1. um skipun prestakalla, framhald 3. umr. Endurreisn prestse'mbætt- is á Mosfelli haföist nú loks gegn um neöri deild meö all-miklum at- kvæðamun. Var frv. endursent efri deild. 2. Frv. til 1. um sölu á nokkur- um hluta úr kirkjueigninni Mos- fellsheiðarlandi, 3. umr. Sumúm þótti undarlegt, að vilja nú selja mikiö af landareign Mosfells og gera það aö kotjörð, einmitt er verið væri aö koma þar upp lög- legu prestsembætti á ný. UmræÖu málsins var eigi lokið. 3. Till. til þingsályktunar um styrk handa stúdentaefnum frá gagnfræðaskólanum á Akureyri (fyrri umr.) var vísað til síöari umr. og nefndar. 4. Till. til þingsályktunar um yfirsíldarmatsmann á Seyðisfirði (ein umr.). Till. skorar á ríkis- stjórnina aö fá sérstakan mann í þetta embætti á ný. Óþarfi er að segja nánara frá málinu hér, ]iví aö þaö var skýrt í sambandi við fyrirspurn í efri deild úm sama efni fyrir nokkuru. 5. Frv. til 1. um landnámssjóð íslands, 3. umr. Þessu frv. var vis- að frá meö rökstuddri dagskrá frá meiri hluta landbúnaöarnefnd- ar, í þeirri von, aö milliþinga- nefnd sú til aö athuga landbúnaö- arlöggjöf, sem í ráöi er að skipa, taki þetta til rækilegrar íhug- unar. Nýjar tillögur. Jakob Möller flytur till. til þingsályktunar um ríkisrekstur útvarps, og till. til þingsályktunar um eignar- og notkunarrétt hvera- orku. Fjárhagsnefnd neðri deildar flytur till. til þingsályktunar um verslanir ríkisins. Jónas Jónsson flytur í samein- uöu þingi till. til þingsályktunar um aukna réttarvernd fyrir sam- vinnufélög landsins. í efri deild flytur sami þingmaður tillögu til þingsályktunar um skipun sparn- aðarnefndar. Jón Baldvinsson flytur tillögu til þingsályktunar um að sátta- Semjari hafi umboðsmann á Aust- fjöröum. Dýpra og dýpra. —o— (Niðurl.) Er vonandi að Gunnar fari ckki að minnast á það við þá spönsku; þvi hver veit nema þá kæmu þau skilahoð, að nú væri hinu „fullvalda islenska ríki“ ekki framar leyfilegt að leggja fé til bindindiseflingar, að þvi viðbættu, að hver íslenskur út- gerðarmaður sem gerðist ötull templar, gæíi búist við tvöföld- um tolli á öllu dauðu og lifandi, sem liann sendi til Spánar. Spánverjar gætu vafalaust skil- ið ,með góðum útskýringum* að öflug og alvarleg hindindis- alda dregur meira úr vínkaup- um á Islandi en lítil fækkun sölustaða, svo þeir mega í'ara að vara við innstreymi i Regluna, sem haldnir eru af „spönsku veikinni“. — Skyll er að geta þess, að við atkvæðagreiðslu um vínsölustaðina greiddi einn ilialdsmaður, Einar frá Geld- ingalæk, atkvæði á móti því, að áfengisbúðum væri þröngvað upp á meiri hluta lcaupstaðar- búa. Hefir liann þó aldrei hamp- að bindindis eða bannvinátlu sinni fyrir kosningar svo eg viti, eins og allmargir þeirra, sem enga tilslökun vildu samþykkja, eða engu sinna þvi, þótt kaup- staðir afsegðu áfengisbúð. Sumir eru að giska á að cin- hverjir leynisamningar við Spánverja valdi því, að hver stjórnin eftir aðra er ófáanleg til að fækka sölustöðum áfeng- is. Er það næsta ótrúlegt. þvi hvað gat komið Spánverjum til að lieimta nokkurt baktjalda- makk? Aðrir kenna um lijart- veiki eða alveg ástæðulausri hræðslu, nokkurskonar „bráð- smitandi“, spanskri veiki, og þá mætti segja að ósanngjarnt væri að áfellast nokkurn þótt hann veiktist. þriðja flokkinum. sem líklega er fjölmennastur, þykir framkoman í öðrum áfengisvörnum benda til að hér sé um vísvitandi blekkirigar að ræða. „Spánska kúgunin“ sé notuð sem Grýla eða Leppalúði til þess að „krakkarnir séu ekki með keipa“, og þá hefir Knud Berlín, andbanningur og „ís- landsvinur“ á sina vísu, satt Nýkomiö: Ðalu. Bárujórn oo slétt allar lengdir 30 þaml. breidd- ir nr 24 og 26. — fflifclar birgðlr. — Gæðin óviðjafnan- ieg. — Lægst verð, Versl B. H. Bjarnason sagt, er hann skrifaði i fyrra sumar i dönsk blöð, að stjórn íslands reki áfengisverslunina með áhuga og dugnaði „sem finasta gróðafyrirtæki.“ Vera má að of snemt sé að hefja nýja Spánarsamninga á bannlagagrundvelli, þótt það sé órannsakað mál. En engin hætta væri að aðgæta það og láta pjóðabandalagið vita að ísland kyssir ekki á spanskan vönd, en er sáróánægt að mega ekki sjálft ráða verslunarlöggjöf sinn. ' Éngin leið^Tar að bendla salt- fisk og Spánverja við síðari til- lögurnar tvær, en þó var ílialds- flokkurinn allvel samtaka að búa þeim skjótan dauða (J. Kr. var þó á móti lánum). Fór önn- ur þeirra fram á að hætta að lána út áfengi úr áfengisverslun ríkisins, en liin vildi láta Lög- Ijirtingablaðið flytja 4 sinnum á ári skýrslur yfir það áfengi, sem læknar og lyfjabúðir láta af hendi. Hefir sú aðferð reynst vel í Noregi, og mundi gera margan gætnari hérlendis sömu- leiðis. En það fekst ekki að þessu sinni. Ihaldsflokkurinn og nokkrir fleiri „bindindisvinir“ gengu af þeim dauðum. pað er engin furða að þessar aðfarir séu þeim gleðiefni, sem hugsa mest um það að koma stjórnarflokknum á kné sem fyrst. það er ekki svo langt til kosninga að nokkur von sé til að kjósendur gleymi þessu áður. Hitt er og eðlilegt að þeir bindindis og bannvinir, sem stutt liafa íhaldsflokkinn með atkvæðum sínum, séu ekki jafn- kátir, er aðaláhrifamenn flokks- ins sýria að þeir vilja engar um- bætur á þessum svokölluðu bannlögum, sem vér höfum, og er áhugamál að áfengið renni út í fólkið, svo að eitthvað komi í rikissjóð. pá óheillastefnu gelur eng- inn sannur bindindisvinur og bannvinur stult, þólt samleið kunni að eiga með íhaldsflokkn- um bæði i gengismáli og fleiri málum; og fyrst stjórnar- flokkurinn réttir bannvinum ■slík hnefahögg, er auðsætt að liann kærir sig ekki um atkvæði þeirra og þykist nógu sterkur samt. Er ekkert annað við því að gera en að losa flokkinn við þá „æsingamenn“, sem lionum mun þykja stefnufastir bann- menn vera. Ástæða er til að tví- undirstrika orðið stefnufastir, því bcrsýnilegt er að þingflokk- urinn hefir góð tök á að snúa hinum, svo templurum sem öðrum, eins og leiðtogum hans sýriist. Yæri um það margt að segja, en mun þó réttara að geyma það til stórstúkuþingsins. Sigurbjörn Á. Gíslason. Frá KMriMi í gær. —o— Ókeypis vatn var samþykt að „Óðinn“ og „pór“ eigi að fá framvegis. Einnig var samþykt að fella niður kröfu á 3,050 kr. fyrir vatn, sem skip þessi hafa fengið undanfarið. Var þetta samþykt að beiðni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Hafnarlóðirnar enn. Sigurgeir Einarsson heildsalivill fá keypta 16x18 ferfaðma lóð við Hafn- arstræti. Út af þessari beiðni vildi meiri hluti hafnarnefndar fá heimild til að selja allar lóð- ir hafnarinnar milli Tryggva- götu og Hafnarstrætis o. fl. —- Minni hlutinn (Har. Guðm.) var mótfallinn sölunni og kom með tillögu um að fresta mál- inu. Taldi réttast að athuga, hvort ríkisstjórnin þyrfti ekki að fá þessar lóðir fyrir pósthús ■ og tollbúð, áður en þær væru látnar af hendi til annara. — Frestunartillaga Har. Guðm. var samþykt. Tvívegis áður hafa komið fram lillögur um sölu á lóðum þessum, en i bæði skifti hafa þær verið feldar, þvi upphaf- lega var það ákveðið, að allar lóðir hafnarinnar skuli leigja en ekki selja. Rafmagnið. Samþykt var að liækka gjald af hemlum upp í 660 kr. árslcwt., en lækka ljósa- gjald úr 65 a. í 55 a. kwst. frá 1. sept. þ. á. Ennfremur var samþykt að byggja spennistöð suður á mel- um vegna loftskeytastöðvarinn. ar. Út af erindi frá Bernliard Petersen um rafmagn til fisk- írijöls verksmiðju var rafmagns- stjóra falið að fá nánari upplýs- ingar hjá Petersen um málið. Að gefnu tilefni var rafmagns- stjóra falið að sjá um, að lög- giltir rafmagnsvirkjar hafi sjálf-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.