Vísir - 17.05.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1927, Blaðsíða 2
v r h WfelTIHHNI * ÚL^H Nú er Rúgmjöiiö og Hálfsigtimjölið komid. Einnig Marmeiade, Florsykur. Boltar margar tegundir og stærðir (frá lVa” W 6”) höfum við fyrirUggj- andi. Jóh. ÓlafssoD & Co. Síldarnet, grœn eða brún, ern best írá Johan Hansens Sönner A.s. Bergen. Umboðsmenn: Þðrður Sveinsson & Co. Handa málmsmiOum! Nýsilínr- og látúnsplötar, Látúnsvír og Stigaskinnnr, kom með „Gnllloss“ - Lægra verð en áðar þekt. Versl. B. H. Bjarnason. Símskeyti Osló 16. maí. FB. Frá íþróttaflokkunum í Noregi. Sýning íór fram í gær í Dram- men. Gengum vi'ð klædd leikfim- isbúningum okkar um bæinn me'S íslenska fánann í fararbroddi, ásamt leikfimisflokkum Dram- mens Turnforening, en hljómleik- araflokkur lék göngulög fyrir fylkingunni. Bærinn var flöggum skreyttur og um 10.000 manns viSstaddir skrúðgönguna. Sýning- in tókst vel og langar lofgreinar hafa verið birtar í blöðunum. Veisla var haldin um kveldið og mælti borgarstjórinn í Drammen fyrir minni íslands. Sýning i Ósló í kveld. Bertelsen. Khöfn. 16. maí. FB. Viðsjár Rússa og Breta. Símað er\frá Moskva, að iðnað- arráðið hafi skorað á stjórnina i Rússlandi, að hætta viS lántöku að upphæð fimtíu milj. sterlings- punda, sem taka átti í Englandi tii vörukaupa þar. Vill iðnaðar- ráðið, að lánið yerði tekið og vör- urnar keyptar annars staðar, vegna húsrannsóknarinnar í Arcosbygg- ingunni í London. Flugferðir yfir Atlantshaf. Símað er frá London, að strax og veður leyfir leggi þeir Cham- berlain og Bertauda af stað í flug- vél sinni í Atlantshafsflug. Þeir ætla sér að fljúga beint frá New )Yorg borg til Parísar. Lindbergh, sem ætlar einnig í Atlantsbafs- flug, hefir og í hyggju að leggja ar stað undir eins og veður leyfir. Þá leggur og Byrd pólfari í At- lantshafsflug sitt bráðlega og mun hann verða ferðbúinn innan fárra daga. (Aths. Nöfnin í skeytinu eru sennilega afbökuð og mun átt við flugmennina Bert Acosta og Clar- ence V. Chamberlin, sem settu met um miðbik aprílmánaðar með því áð vera 51 stund, II mínútur og 20 sek. i lofti uppi. Methafar voru, á undan þeim, frakknesku lautinantarnir Drounin og Landry, er settu met sitt í Frakklandi í ágústmánuði 1925). Frá Alþíngi. Þar voru þessi mál til umræðu 1 gær: EFjRI deild. 1. Frv. til stjórnskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá kon- ungsríkisins íslands, ein umr. — „Meiri hluti stjórnarskrárnefnd- ar“, sem þó sýndist að eins vera 2 menn af 5, gerði nokkurar brtt. við frv. — Neðri deild hafði akveðið, að sama aldur skyldi þurfa til kosninga og kjörgengis i landskjöri sem í kjördæmum, eða 25 ár. Þetta lagði meiri hlut- inn til að væri fært upp í 30 ár. Þá lagði hann og til, að felt væri burt úr frv. ákvæðið um það, að sveitarstyrkur svifti menn ekki kosningarrétti. Loks var brtt. þess efnis, að Alþingi 1928 rnætti setja fjárlög fyrir bæði árin 1929 og 1930, ef frv. öðláðist gildi meðan á þingi stæði. Þessar brtt. „meiri hluta“ stjórnarskrárne'fndar voru allar samþyktar, og auk þeirra lítil brtt. frá Jóni Þorlákssyni. — lngibjörg H. Bjarnason bar fram nokkurar brtt., sem fóru fram á að koma landskjörinti nokkuð í samt lag aftur, eins og var í stjórnarfrumvarpinu. Brtt. hennar voru feldar eða teknar aftur. — Umræður urðu sem vænta mátti töluverðar. M. a. var það borið á , stjórnina, að hún ætlaði að fá þetta frv. samþykt, í þeim einum tilgangi, að geta rofið þing og stefnt til kosninga snemma sum- ars. Síðan ætti að svæfa eða drepa írv. á næsta þingi. Þetta væri ófagurt, ef rétt reyndist. — Frv. var samþykt með 9:3 atkv. Á móti því greiddu atkv.: Jón Bald., M. Kr. og Ingv. P.; Jónas J og I. H. B. sátu hjá við atkvgr. — Eigi frv. að ná fram að ganga á þessu þingi, verður neðri deild nú að ganga áð því óbreyttu. 2. Frv. til laga um heimavistir við hinn almenna mentaskóla, framhald 2. umr. Frv. var felt með 7:7 atkv. Á móti því voru allir Framsóknarmenn, Jón Bald- vinsson* og Linar Jónsson. 3. Frv. til laga um hvalveiðar, 3. umr. Þessu frv. var einnig slátrað með 6:6 atkv. 4. Frv. til laga um sorphreins- un og salernahreinsun á Akureyri (3. umr.) var samþykt og endur- sent neðri deild. í 5. Frv. til laga um samþykt á landsreikningnum 1925 (3. umr.). 6. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1925 (3. umr.). — Bæði þessi frv. voru samþykt og afgreidd sem lög frá Alþingi. NEÐRI DEILD. , 1. Frv. til fátækralaga, ein um- ræða. Allsherjarnefnd vildi fallast á breytingar þær er efri deild hafði gert á frv., og lagði til, að það væri samþ. óbreytt. Enginn annar bar fram brtt., en Halldór Stefánsson vildi vísa málinu lil stjórnarinnar, til nýrrar og ræki- legrar yfirvegunar. Sú tillaga var feld og frv. samþ. með 18:6 atkv. og er það þar með afgreitt sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til laga um breyting á lögum um skemtanaskatt og þjóð- leikhús, ein umr. Frv. var sam- þykt eins og efri deild gekk frá því, og afgreitt sem lög frá Al- þingi. 3. Frv. til laga um heimild fyr- ir dómsmálaráðherra til þess að veita leyfi til veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar, ein umr. Frv. þetta var einnig afgreitt sem lög frá' Alþingi. 4. Frv. til laga um Landsbanka islands, 3. umr. Nokkurar breyt- ingar voru enn gerðar á frv., sem litlu röskuðu um efni þess; var það loks samþykt með 19: 3 atkv. og endursent efri deild. Ný tillaga. Sjávarútvegsnefnd efri deildar fiytur tillögu til þingsályktunar um lánsstofnun handa bátaútveg landsins. ÓtrúZeg saga. —o--- Danskur kaupmaður neitar að skifta við íslendinga gegn borgun út í hönd. Danska blaðið „Politiken" segir 8. þ. m. frá einkennilegum atburði, sem gerst hefir í Kaupinannahöfn: — íslenskur verkfræðingur, H. Þorsteinsson að nafni, sem búsett- ur er i Kaupmannahöfn. kom dag nokkurn inn í verslun Júl. Kopps við Amagertorg, og ætlaði að kaupa yfirfrakka. Kaupmaður var sjálfur við afgreiöslu og heyrði á mæli komumanns, að hann vaf ís- lendingur. Inti hann eftir þessu og sagði Islendingurinn satt til þjóð- ernis síns. Varð kaupmaður þá hinn æfasti og sagði, svo hátt að vel mátti heyra um alla búðina, að í verslun sinni fengi íslending- ar enga afgreiðslu. Lauk viðskift- um kaupmanns og íslendingsins þannig, að kaupmaður rak komu- inann út. Bláðið „PolitiIcen“, sem styðst við frásögn íslendingsins, hefir borið þessa ótrúlegu sögu undir Jul. Kopp kaupmann sjálfan, 'og er styst af því að segja, að kaup- maður kannast við, að hún sé rétt cg sönn. þ cé — Það var eg, — segir kaup- maðurinn' — sem vísaði verkfræð- ingnum út, og þannig held eg^á- fram að vísa íslendingum út úr verslun minni. Afgreiðslumenn mínir eru mér sammála um það, að við höfum hvorki tíma né löng- un til þess að fást nokkuð við þá. — Hvers vegna? spyr blaðið. " — Eg hefi hitt marga íslend- inga, og það er ómögulegt að hafa neitt saman við þá að sækla. Þeir koma inn í búðina, valda miklum snúningum, — en káupa sjaldnast r.okkurn hlut. Þeir eru bæði erfið- ir að fást við og tortrygnir. — Getið þér sagt þetta opinber- lega? spyr blaðið enn. — Já, eg vil gjarnan, að það komi opinberlega fram, þvi að þá getum við sparað okkur ómak við að neita að versla við íslendinga. Ef íslendingnr vill fá mig dæmd- an til þess að versla við landa sína — ja, það skiftir öðru máli. Þá verð eg liklegast neyddur til þess, en góðfúslega geri eg ]iað ekki. — Sagan er kátleg og þarf engra nánari skýringa við. Dönsk blöð og norsk henda mikið gaman að þessu uppátæki kaupmannsins. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 7 st., Vestmannaeyjum 7, ísafirði 6, Akureyri 10, Seyðisfirði 8, (engin skeyti úr Grindavík), Stykkis- hólmi 7, Grímsstöðum 7, Raufar- höfn 8, Hólum í Hornafirði 9, h'æreyjum 9, Angmagsalik 1, Kaupmannahöfn 11, Utsira 3, Tynemouth 7, Hjaltlandi 8, Jan Mayen 2 st. Mestur hiti hér í gær 10 st., minstur 5 st. Úrkoma 1,6 mm. Grunn Iægð yfir Grænlands- hafi. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói. Breiðafjörður, Vestfirð- ir: I dag og nótt suðvestlæg átt. Smáskúrir. Norðurland, norðaust- urland: I dag og nótt suðlæg og suðvestlæg átt. Dálítil rigning í úisveitum. Austfirðir, suðaustur- •l land: I dag og nótt: Hægviðri. Úrko'mulaust. Dánarfregn. Aðfaranótt 14. þ. m. andaðist að heimili sinu, Skeggjastöðum í Flóa, Jón bóndi Gúðmundsson, ná- lega 86 ára að aldri, fæddur 12. september 1841. Jón heitinn var hinn mesti dugnaðarmaður og mörgum aö góðu kunnur. Hann var faðir Bjarnhéðins heitins járnsmiðs og þeirra mörgu syst- kina. Frelsisdagur Norðmanna er í dag. Skilnaðurinn milli Danmerkur og Noregs varð þenna dag árið 1814. Lord Barfour of Burleigh heitir enski botnvörpungurinn, sem Óðinn tók í landhelgi í gær. Hann var sektaður um 12500 kr. og veiðarfæri gerð upptæk. Um afla var ekki að ræða. Lyra kom frá Noregi í morgun. Með- al farþega var Einar Markam söngvari. Af veiðum komu í morgun Menja og Fróði. Tóbaksbindindisfélag Rvíkur heldur fund i Bárubúð, uppi, annað kveld, miðvikudag, kl. 8)4 síðdegis. Jónas læknir* og alþm. Kristjánsson flytur þar erindi. Eru gestir velkomnir, á meðan húsrúm leyfir. Trúlofun. Nýlega hafa birt trúlofun sína ungfrú Jóhanna Guðjónsdóttir og Guðm. Gíslason, verslunarmaður. Frú Ingibjörg Danívalsdóttir, Laugaveg 18, á afmæli í dag. Gxillfoss fer héðan til Vestfjarða kl. 12 í kveld. Kenmr við í Flatey og Bíldudal utan áætlunar. Árni Jóhannsson, Miðstræti 4, er fluttur á Braga- götu 31. Henrik Dahl. Það varð úr, að hann kæmi hingað aftur á Lyra, samkvæmt óskum héðan, og hefir hann nú ákveðið aö syngja í Nýja Bíó ann- að kveld kl. 7)4. Meðal annars mun hann syngja „Fredmans- pistla“ og liafa þá sem sérstaka deild á skemtiskráimi. Auk þess syngur hann ýms þeirra laga, sem mestra vinsælda nutu hér um dag- inn, svo sem „Byssan lu“, „Gamle gubben“ o. fl. Verður þetta áreið- Mjög fallegir að gerð og lit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.