Alþýðublaðið - 02.06.1928, Síða 4
4
a&RSÐGBIIABIÐ
'APORA
Bezta Cigarettan í 20 stk. pðkk«m
sem kosta 1 krónu, er:
:pABEO IN
Fást í öllum verzlunum
BMBBBg
S ÍHAR 153:1958
XATOL
VeHJ kr.0,75stk.
Hin dásamlega
Tatol-handsápa
mýkir og hreinsar hörundið og
gefur fallegan, bjartan
litarhátt.
Einkasalar:
L Brynjólfsson & Kvaran.
Landhelgisbrot.
I morgun átti Alþbl. tal við
bæjarfógetann í Vestmannaeyj-
iUm, og sagði hann, að „Óðinn“
befði í gærkveldi komið til Eyja
með 5 togara, er verið hefðu að
landhelgisveiðum, sumfr vestan
Og aðrir austan Portlands. Einn
þeirra var enskur, annar þýzkur
og 3 belgiskir. Mál þeirra verða
ítekin fyrir í dag.
Embættisveiting.
Settur sýslumaður í Barða-
strandarsýslu, Bergur Jónsson, áð-
ur fulltrúi lögreglustjóra hér, hef-
ir nú verið skipaður sýslumaður
Barðstrendinga.
Flugpóstur.
Á bréf, sem eiga að fara loft-
leiðina, kostar 10 aurum meira
innanlarids fyrir hver 20 gr. en
þau bréf, sem senda skal með
landpóstum eða skipum.
Súnnudagsvörður
er á morgun Konráð Konráðs-
son, Pingho tsstræti' 21, sími 575.
Farseðlar
að skemtiferð ungra jafnaðar-
manna verða afhentir í Alþýðu-
húsinu í kvö'd kl. 6—8V2.
Þremenningarnir
Guðmundur Ólafsson hæstarétt-
armálafærslumaður („litli organ-
istinn“ samkvæmt Lesbók Danska-
Mogga), Einar Jónaason, afdankað
yfirvald Barðstrendinga, og Pdtur
Magnússon hæstaréttarmála-
færslumaður, hafa, svo sem al-
menningi er kunnugt, stefnt Al-
þýðublaðinu fyrir meiðyrði og at-
vinnu- og álits-spjö.ll. Vill Einar
fyrv. yfirvald fá 150 þúsund kr.
skaðabætur fyrir ímynduð álits-
spjöll, en hinir tveir, hæstaréttar-
málafærsiumennirnir, eiu litilþæg-
ari og krefjast að eins báðir til
samans 25 þúsund króna — eða
einungis V« á við hið frægilega
fyrverandi yfirvald, Einar M. Nú
ætla menn, að þremenningarnir
meti sjálfa sig svo hátt,- sem
þeim finnist nokkur minstu tök
á ,að minsta kosti leyfir Alþbl.
sér ekki, eftir það, sem á undan
er gengið, að efast hið allra
minsta um, að þfemenningarnir
vilji í augum almennings vera
sem allra stærstir ag verðmestiir.
En samkvæmt kröfum þeirra, ætti
hið- frægilega fyrverandi yfiryald
áð vera jj (Pétur + Guðmundur) G.
Verða þeir þá, hæstaréttarmála-
færslumennirnir, V« að gildi á við
Einar, báðir til samans, enaðeins
V12 hvor um sig. Þannig er þeirra
eigin mat. Þeir hafa talað. Mal
þeirra Péturs og Guðmundar kom
fyrir rétt í fyrradag. Skiluðu þeir
þá framhaldssókn eftir að eins
5 mánaða frest! Var sóknin á 5
þéttskrifuðum blöðum, og við
fljótan yfirlestur virðist hún mjög
svipuð sókn „hins sfrægilega“, en
umþá sókn heíir verið áður getið
hér í blaðinú. „Mér er vel við
þessa þrjá þrilembinga mína,“
Flugfélagið
hefir boðist til að. láta „Súl-
|una“ flytja blaðapóst burðar-
gjaldsfrítt á mánudaginn til ísa-
fjarðar, Siglufjarðar og Akureyr-
ar.
segir skáldið, og Alþýðublaðinu
er farið að1 verða hlýtt til sinna.
Það er alt af að fækka mönnun-
um, sem skera sig nokkuð úr.
Hvitabandið
ætlar að selja blóm á götunum
á morgun, eins og undanfarin
sumur. Sölubörn eru beðin að
koma í barnaskólann kl. 10. í
fyrrámálið.
Æfintýrið
verður leikið annað kvöld.
Líverpool
hefir flutt útbú sitt af Berg-
staðastræti 49 í hús Kolbeins
Árnasonar á Baldursgötu 11.
Hvítabandið
hefir hlutaveltu á morgun í
skólabúsinu á Seltjarnarnesi. —
Hefst hún kl. 3 e. h. Margt eigu-
legra muna er á hlutaveltu þess-
ari. Sjá augl. hér í blaðijnu í dag.
Messur á morgun:
,f fríkirkjunni kl. 9i/2 árdegis
(samkvæmt því, sem auglýst var
við síðustu guðsþjónustú) séra
Árnl Sigurðsson. 1 dómkirkjunni
kl. 11 séra Bjarni Jónisson, kl. 5
séra Friðrik Hallgrímsson. í
Landakotskirkju eins ög vanalega.
Sjómannastofan: Guðsþjónu.ta kl.
6. Séra Bjarni Jónsson talar. Allir
velkomnir.
Veðrið.
Hiti 2—11 stig. Hæð og mjög
kyrt veður um a!t Norður- At-
lantshaf og Grænland. Alldjúp
lægð yfir Nýfundnalandi á aust-
urleið. Austan andvari á Stranda-
grunni. Horfur: Sunrian hægviðTÍ.
Sp. mnlenda
fram-
leiðsln.
Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti
18, prentar smekklegast og ódýr-
ast kranzaborða, erfiljóð og alla
smáprentun. simi 2170.
Gerið svo vel og athesgið
vðraraar og verðið. Guðm.
Bi Vikar, Laugavegi 21,s?mi
653.
Rjómi fæst a’.lan daginn í
Alþýðubrauðgerðinni.
Telpuhiittur fundinn. Vitjist
á Öldugötn 5, uppi.
„Súlan“
flaug 'ti! Þingvalla í gær. Aust-
ur flaug hún um, Kollafjörð og
var hálit ma á leiðinni. En aö
austan fór hún beina leið 0g var
þá að eins 18 mínútnr.
Hitstjóri og ábyrgðarmaðu,
H'áraldur Giiftmnnd.,son
Alþýðupr, ntsmiðjan
i tekur fið sér rtlls konar tæklfænsprent-
| un,-«v« 80m erfiljóð, aðuótikjfuniiöd, brélf,
Íreikninga, kvittanir o. s. frv., og af-
greiðir vinnuna fljótt og við réttu verði.
Sí. Irnnós Flake
press ð reyktóbak, er
uppáiiaid sjómaniia.
Fæst i ’ólliim verzlmmm.
Málningarvörur
beztu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, Fernis, Þurkefni, Terpentína, Blaek
fernis, Carbolin, Kreolin, Titanhvítt, Zinkhvíta, Blýhvita, Copallakk, Kryst-
allakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tilbúinn farfi í 25 mismunandi
itum, lagað Bronse. Þuppíp litip: Kromgrænt, Zinkgrænt, Kalkgrænt,
græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kasselbrúnt, Ultramarineblátt,
Emailleblátt, ítalsk-rautt, Ensk-rautt, Fjalla-rautt, Gullokkar, Málmgrátt,
Zinkgrátt, Kinrok, Lím, Kítti, Gólffernis, Gólfdúkalakk, Góifdúkafægi-
kústar.
Vald. Paulsen.
Kola-síras
Valentinusar Eyjólfssonar er
nr. 2340.