Vísir - 20.06.1927, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1927, Blaðsíða 3
VISIR Týskir vísindamenn. A þýska fiskiveiðagæsluskipinu „Zieten" (foringi kaupteinlauten- ant Paul) komu til Reykjavíkur: Dr. F. Dannmeyer, forstöðuma'S- v>r Ijósrannsóknarstofunnar viö Eppendorf sjúkrahúsiö mikla í Hamborg. Dr. Joh. Georgi, forstoBumaS- nr veðurfræSideildarinnar viö sjáv- ítrrannsóknarstofnun þýska ríkis- ins í Hamborg. Dr. med. L. Gmelin, læknir viS -stjórnardeild ofannefnds sjúkra- búss. _'Hr. Friedr. Friedrichs, sem er í ’þjónustu þýsku sjávarrannsókn- anna. Hinir tveir fyrstnefndu voru hér í fyrra, og byrju'Su þá a'S géra rannsóknir viSvíkjandi ljósfræ'Si ög ve'SurfræSi á fjallinu Rit viS /VSalvík fyrir vestan. Nú fara þeir þangaS aftur, og halda áfrarn at- liugunum sínum, í samráSi viS ís- lensk stjórnarvöld. Fyrir þessum leiSangri stendur félagiS „Die Not- s«meinschaft der deutschen Wiss- enschaít“ og háskólinn í Hamborg. 19. júní rann upp heiður og fagur og hélst liiti og sólskin allan dag- inn. Skemtanir þær, sem kon- ur höfðu stofnað til, voru allar veí sótlar, og sumar svo, að ekki mun dæmi til annars eins. — Eins og geta má nærri, var aðsókn mest að Arnarhólstúni, þar sem aðalskemtunin fór fram. Á meðan síra Friðrik Hallgrimsson var að flytja sína skörulegu og góðu ræðu, var svo mikill mannfjöldi á túninu og næstu götum, að þar mun aldrei hafa sést meira f jölmenni síðan líkneski Ingólfs var afhjúpað. Skemtistaðurinn var fánum skreyttur og tjöld voru reist á tiininu og voru þar seldar veitingar. Einnig var þar danspallur og skemti fólkið sér að lokum við dans. Samkom- urnar í Nýja Bio og Iðnó voru hinar ljestu skemtanir og að- sókn að hlutaveltunni i Bárunni var feiknamikil. — Að svo -stöddu verður ekki sagt, hversu mikið fé Landsspítalasjóðnum hafi áskotnast í gær, en ganga má að því vísu, að það liafi ver- ið meira en i fyrra. Embættisprófi í læknisfræði luku þessir stúdentar hér»við Háskólann sl. laugardag: Ólaf- ur Helgason með I. eink., 196% st., Óskar pórðarson með I. ■ einlg, 186% sh> Magnús Ágústs- son með I. eink., 160 st., Krist- ján Sveinsson með I. eink., 157% sl. og Bjarni Bjarnason með II. eink. hetri, 150% st. Es. Island kom norðan frá Akureyri í gær- 'kveldi. Meðal farþega voru: Vígslubiskup Geir Sæmundssón, prestarnir síra Sig-urgeir Sigurðs- son og? s'íra Páll Sigurðsson, frú Ratnar, Halldór Guðmundsson .katipm. frá Siglufirði, Bjarni Run- ólfsson. Jón A. Egilson, Stefán Stetánsson afgrm, Akureyrl, Asm. iíónsson, kaupm. frá Hafnarfirði, frð M. Gudjohnsen frá Khöfn, f’ni M. Leví, Páll Melsted, Óskar iTahdórsson. Lárus Jónsson, Ólaf- r.r Kárason kaupm.. Isaf., lngvar ' Guöjónsson o. fl. — Skipið fer íiéífan. á miðvíkudagskvéld kl. 8. C-listinn. Kosningaskrifstofa frjálslynda flokksins (C-listans) er í Bár- unni uppi. Kjörskráin liggur þar frammi og þar eru kjósönd- um í té látnar upplýsingar, er þeir kunna að óska eftir. Frjálslyndir kjósendur, sem fara burt úr bænum og eigi verða heima á kjördegi, eru beðnir að kjósa á skrifstofu bæjarfógeta áður en þeir fara. —■ Skrifstofan í Bárunni óskar eftir að hafa tal af sem flestum fylgismönnum C listans og væntir þess, að þeir komi sem oftast á skrifstofuna til skrafs og ráðagerða, þegar þeir liafa tíma til. Afreksmerkjamótið heldur áfrant kl. 8 í kveld’. Þar fcr frant io rasta hlaup og 20 rasta hjólreiðar, sem hefjast inn hjá vatnsþró og þaðan farið upp undir Baldurshaga og sömu leið út á íþróttavöll. Þar verður hjóluð ein l'ÖSt. Nýir lcaupendur Vísis fá blaðið ókeypis, það sem eftir er mánaðarins, eða frá þeim tíma er nýja neðanmálssagan hófst. Solimann og Solimanné hafa barnasýningu í Iðnó annað kveld, og kosta^ aðgöngumiðar 1 kr. Aðgm. verða seldir í kveld kl. 6—7 og eftir kl. 1 á morgun. — Að síðustu sýningu þeirra seld- ust allir aðgöngumiðar á svip- stundu að kalla mátti. Húseigendur á leigulóðum höfðu fund með sér í gær, og var þar samþykt einum rómi krafa um að fá lóðirnar keyptar, félag stofnað og stjóm kosin, til að íramfylgja kröfum hlutaðeigenda. — Stjórnina skipa: Guðm. Jó- htyinsson, kaupm., Pétur Jakobs- son, kennari, Jón Ásmundsson, tré- smiður, og þrír menn til vara. Mun vera ætlun félagsmanna, að láta nú til skarar skríða í máli þessu og er það ekki vonum fyrrí, þvi að kjör þau, sem lóðaleigjendur hafa orðið að sæta hingað til, hafa verið rnjög óhagstæð og ósanngjörn í mesta máta. Zieten heitir þýskt herskip, sem. hingað kom s.l. laugardag, og liggur ,hér enn. Leikmótið. —0— 2. dag leikmótsins fóru fram þessir kappleikar: Spjótkast, beggja, h. (úrslit) : 1. Asgeir Einarsson, kastaði 67,53 111 2. Sigurður Einarsson 60.65 m- > 3. Óskar Þórðarson 53,16 m. — Betri handar köst bæði Asgeirs og Sigurðar voru yfir 40 m„ svo að verri handar köstin hafa veriö mjög stutt, og hinn lélegi árangur aðallega þeim að' kenna. Kringlukast, beggja b.: 1. Karl Guðmundsson, kastaði 53,87 m.; 2. Ottó Marteinsson 50,03 m.; 3. Ás- geir Einarsson 49,52. — Menn söknuðu Þorgeirs Jónssonar, met- hafans, sem var skrásettur kepp- andi, en kom ekki a£ einhverjufn ástæðum. Hefði áreiðanlega verið meira ílug í köstum hans en þeím, sénr iþárn'a sáúst. >. .Gallfoss' fer héðan til Breiðafjarðar á þriðjndag 21. júni kl. 12 á miðnætti kemnr til Stfkk- ishóims 22. að kvöidi, !er til Flateyjar og kemur aftnr við i Stykkishólmi, íer það- an 24. júni að kvöldi beint tii Reykjaviknr. Farseðlar sæklst á morgnn, skipið fer héðan 1. júli til Leith og Kaupmannahafnar. Hástökk: i. Helgi Eiríksson, stökk 1,70 m.; 2. Kr. Gestsson 1,45 m.; 3. Óskar Þórðarson 1,35 m. — Helgi stökk nákvæmlega methæ.ð- ina, og á því framvegis metið með Ósvaldi Knudsen. Helgi reyndi við I, 725 og 1,75 m-> en mistókst, þó aö mjög litlu munáði á lægri hæð- inni. Kristjáni mistókst á 1,55 m„ en var hindraður í atrennunni af hlaupabrautarlistanum, af því að hann notar skátilMaup ; hefir ann- ars sjaldan staðnænist undir 1,60, og stundum farið hærra. 800 m. hlaup: 1. Geir Gígja 2 mín. 3,2 sek. (nýtt met, fyrra 2 m. 8,8 sek); 2. Stefán BjarnaSon 2 mín. 11,6 sek., 3. Ingi Árdal 2 m. II, 8 sek. —: Gei.r hljóp fyrstur alla leið, og er metið því honum einum að þakka, og sýnir, aö með betri samkepni ætti hann að geta lækkað það enn meira. Að Iíkincl- um er þetta met og liinn góöi tími sem náðist á 100 'm. á föstud. að nokkuru leyti fyrsti vottur þess bvað brautirnar hafa batnað við nýja ofaníburðinn (sallann) þó að betri hefði getað verið og betri verði að líkindum með tímanum við að troðast. Tímalækkunin er mjög glæsileg og metið eitt af okkar bestu. Langstökk með atrennu: 1. Rei- dar Sörensen, stökk 6,24 m.; 2. Helgi Eiriksson 5,93 m.; 3. Kri.st- ján Gestsson 5,89 m. Hitt 06 Þetta. —«—* Lindberg flugmaður, sem nú er kominn vestur um haf, flaug frá París til Lund- úna skömmu áður en hann liélt lieimleiðis, og var tekið þar með kostum og kynjum eins og þjóðhöfðingja, og þó öllu betur. pess munu varla dæmi, að nokkur maður Iiafi öðlast svo skyndilega frægð sem hann. — Áður en hann lagði einn af stað í flugvél sinni frá New York til Parísar, mátti heita, að hann væri gersamlega ökunnur mað- ur, en nú er nafn lians nálega á hvers manns vorum um aHaii heini. ■>.<■ - Vinnuvetlingar Strigavinnuvetlingar með bláu fitinni eru komnir aftur, bæði með skinni og skinnlausir. Verðlð mikið lækkað. TeidarfæraversL Geysir. Athugið að neðantaldar vörur at ágætri teg. eru nýkomnar. Blýhvíta, olíurifin og duft, kem. hrein. , Zinkhvíta, olíurifin og duft, kem. hrein. Menja, kem. hrein. Málningarduft, allir litir. Mislit málning, olíurifin og tilbúin, allir litir. Botnfarfi á járn- og tréskip. Lestarfarfi. Fernis, soðinn og hrár. Hrátjara. Carbolin. Blackfernis. Asfalt. J?urkefni. Terpentin, sænsk og frönsk. Lakk, glært, 10 tegundir. Japanlakk, hvítt, 3 tegundir. Gólflakk. — Gólfdúkalakk. Krít í % tunnum og lausri vigt. Kítti. Verk til skipa og Gluggastopp. Ryðklöppur. Stálburstar. Stálsköfur. Vítissódi. Málningarverkfæri allskonar. Fernisol (efni til að leysa upp gamla málningu) og seljast með samkepnisverði; þessvegna best að athuga verð- ið áður en keypl er annarsstaðar. O. EUingseu. 1 Snmsrskólatnaðar allskonar. Léttur, Góður og Ódýr. S. B. S. Laugaveg 22 A. Simi 628. Heildsali. Heili maía, maismjöl, blandað htensnatóður, Spratt, rúgmjöl, hveiti, laukur, sólskinnssápa. Von. Sími 448. (2 línur). Brekkuetíg 1. Simi 2141. Ódýr bðk. - fiðð bðk. „Frá Vestfjörðum til Veatri- byggðar“ Iieitir afarakemtilBf bók (með mörgum mynditm}' effir ÖM Friðriksson. — ffdh er um ferðalag Friðþjúfe Nafi- sen. — Kemur út í m- um á lér. ll,5ú Kfrérf'. 4 ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.