Vísir - 02.07.1927, Blaðsíða 2
VlSIR
)) Nmnm i Olsem
Fáum aftur>
Nýjar karföflur
með e/s Brúarfoss.
Pöntnnam veltt móttaka.
T
frt Ksrilíi Mam
kona Guðmundar prófessors
Hannessonar, andaðist á heim-
ili sínu hér i bænum kl, 8 í
gærkveldi. Hún hafði ætlað utan
á Gullfossi, og var að kveðja
kunningjafólk sitt, er hún veikt-
ist snögglega. Var hún þegar
flutt lieim og andaðist litlu síð-
ar. Hún var fædd 5. apríl 1871,
dóttir síra Isleifs Einarssonar,
jjrests á Stað í Steingrímsfirði,
síðar að Hvammi í Laxárdal, en
systir Jóns ísleifssonar verk-
fræðings. Hún giftist Guðmundi
lækni Hannessyni 1. september
1894 og eiga þau fimm böm
uppkomin, fjóra sonu og eina
dóttur.
Slys.
—o—
Hingað harst sú sorglega
fregn i gær, að loftskeytamað-
urinn á Brúarfossi hefði fallið
fyrir borð og druknað, þegar
skipið var á leið til Leith
frá Kaupmannahöfn. Hann
hét Einar Guðbjartsson, ættað-
ur frá fsafirði, en heimilisfast-
ur í Viðey, og var hann kvænt-
ur fyrir fám vikum. Einar var
á þritugsaldri, mjög geðfeldur
maður, góður drengur og vin-
sæll.
Símskeyti
Khöfn i. júlí. FB.
Byrd kemst til Frakklands, en
hlekkist á.
SímaS er frá París, að Byrd
hafi komist til Frakklands, en vilt-
ist er þangaö kom, og steyptist
fiugvélin niSur á hafiS viö Nor-
mandí-strönd noröanveröa. Flaug
hann yfir nágrenni Parísarljorgar
í nótt, en sá sér eigi fært að lenda.
— Flugvélin steyptist niöur í
morgun. Allir, er á henni voru,
björguöust.
Kommúnistar handteknir.
SíniaiS er frá Ósló, aö lögreglan
hafi gert húsrannsókn á skrifstof-
um kommúnistaflokksins þar í
borginni og handtekiö þrjá komni-
únista leiötoga. Tildrögin eru und-
irróöur meðal sjóliðsforingja á
breskum herskipum, sem eru í
heimsóknarför til Öslóar.
Ritstjóri handtekinn.
Símað er frá París, áð Poju, að-
airitstjóri Action Franpaise, hafi
verið tekinn fastur, og standi
handtakan í sambandi við Daudet-
málið. Lögreglunni hefir enn ekki
tekist að finna Daudet.
Utan af landi.
Hallgeirsey 2. júlí. FB.
Fyrir þremur dögum þóttumst
viö austur hér sjá kafbát, milli
lands og eyja. Skip þetta hafði
cngin siglutré og lágan turn fýrir
framan nfiðju og sást það fara í
lcaf. Bóndinn í Hólmum varð
fyrstur við var og hugði í fyrstu
vera hvalablastur. Skipið hélt síð-
an austur með söndum með rnikl-
um hraða.
Þingmálafundir eru nú að byrja
hér ‘og var fyrsti fundurinn hald-
inn í Fljótshlíðinni. Var fundur-
inn fjörugur, en ekkert sögulegt
gerðist. Mörg mál voru rædd, t. d.
Titan-sérleyfið, og eru menn hér
eystra yfirleitt þakklátir fyrir
gerðir þingsins í þvi, þótt margir
séu vantrúaðir, að árangurinn
verði nokkur.
Þjórsá 2. júlí. F.B.
Tíð betri og spretta vegna þess
að rakasamara hefir verið undan-
farið. Heilsufar gott. — Iþrótta-
mótið hefst í 'dag. Ræðumenn
verða Magnús dócent Jónsson,
Helgi Valtýsson, Flelgi Hjörvar
og fleiri.
[M 09 Hf
Þeir hafa verið að bera mér það
á brýn, jafnaðarmennirnir, að eg
væri óbá^ur á það, að gefa lof-
orð um kosningar, en það yrði
minna úr efndunum. Mér þætti nú
fróðlegt að sjá eða heyra, hver
þau kosningaloforð mín eru, sem
eg hefi ekki reynt að efna. Eg
lieita því alveg eindregið, að þeir
geti talið fram eitt einasta. En það
eru aðrir menn, sem eru þektir
að þessu, að lofa og lofa, en hirða
ekkert um efndir, og það eru ein-
mitt jafnaðarmennirnir, sem hafa
boðið sig frarn til þings hér að
undanförnu. Þeir lofa því hiklaust,
að endurbæta svo heiminn, að öll-
uni líði vel, en þegar til efnd-
anna á að koma, þá láta þeir sér
venjulega lynda, að varpa lélega
sömdum frumvörptnn, um ýmis-
konar ríkisrekstur, undirbúnings-
laust inn í þingið. Þeir eru þess
vitanlega svo fullvissir, að þeir
geti ekki efnt þessi loforð sín, að
þeim finst það ekki einu sinni taka
því, að gera nokkra alvarlega til-
raun til þess. Það er jafnvel svo
að sjá, oft og einatt, sem þeir af
ásettu ráði geri tillögur sínar sent
óaðgengilegastar, beinjínis í því
skyni, að þær verði feldar.
Þegar togaravökulagafrv. var
fvrst borið fram, þá hafði ekki
verið boriö við að rannsaka það
mál á nokkurn hátt, að öðru leyti
en því, að safnað hafði verið und-
irskriftum undir áskorun um að
lögskipa ákveðinn hvíldartíma á
togurum. Nefndin, sem málið fékk
til meðferðar, rannsakaði það ekk-
ert. Hún „kloínaði“ strax, og flutn-
ingsmaður frumvarpsins, sem sæti
mun liafa átt í nefndinni, virðist
ekki hafa gert tilraun til þess að
koma í veg fyrir það, á þann hátt,
sem lá þó beint fyrir, að fá nefnd-
ina til að rannsaka málið hlutlaust.
Af útgerðarmönnum var því hald-
ið fram, að útgerðin gæti ekki bor-
ið þann kostnað, sem af þessu
leiddi; lögin mundu verða rothögg
á hana. Hinsvegaf var ekki kunn-
ugt, að nokkur önnur þjóð hefði
lögskipað slikan' hvíldartíma á
togurum, og eru þó kröfur verka-
mannastétta annara þjóða, um tak-
mörkun daglegs vinnutíma, miklu
eldri en hér á landi, Ekki var þó
upplýst, að kröfum um takmörkun
vinnutima á togurum hefði yfir-
leitt verið hreyft með öðruin þjóð-
um, en af því varð ekki ályktað
annað, en að slíkar kröfur væri
taldar ótiltæikilegar. Lögin voru
þó samþykt. En í raun og veru
verðuf*ekki annað sagt, en að það
hafi verið hrein tilviljun, að hægt
var að fá atkvæði meiri hluta
þingsins með svo afar illa undir-
búnu máli. — Nú hefir reynslan
sýnt, að vandkvæðin voru litil á
því, að koma á þessu skipulagi.
Og það er jafnvel fullyrt, að þetta
skipula'g hafi þegar verið tekið
upp á sumum togurunum áður.
Það hefði því átt að vera í lófa
lagið, að undirbúa málið svo vel,
að ágreiningur hefði enginn þurft
að verða. En í stað ]iess að gera
það, þá lætur talsmaður siómann-
anna kylfu ráða kasti um það,
hvort málið nái fram að ganga
eða ekki.
/Vnnað dæmi um kæruleysi þess-
ara fulltrúa alþýðunnar, er fá-
tækralagabreytingin, sém fyrir
þinginu lá í vetur. Eitt aðalatrið-
ið í fátækralögunum, sem þeir
þykjast vilja fá breytt, er fátækra-
flutningurinn. Nú vita það allir,
að aðalástæðan til þess að fram-
færslusveitir krefjast þess, að fá
styrkþega sína flutta til sín, er
kostnaðaraukinn, sem stafar af því
að gefa með þeim til annara sveita,
þar sem íramfærslan oft og einatt
er margfalt dýrari en heima fyrir.
Fulltrúa verkamannanna, sem um
mál þetta fjallaði í nefnd í þing-
inu, kom ekki til hugar, að reyna
að gera við Jiessum agnúa. Hann
krafðist þess blákalt, að fátækra-
fiutningur væri lagður niður, og
framfærslusveitum gert að skyldu
að ala önn fyrir ómögum sínum,
hvar sem þeir væri. Það var auð-
vitað, að slíkt mundi ekki fást
samþykt. Enda fór það nú svo, í
höndum hinna sameinuðu íhalda
þmgsins, að í stað þess að afnema
þessa fáfækrahrakninga', þá var
einmitt hert á þeim. Og eg er
hræddur um, að þessi afdrif máls-
ins megi kenna einberum klaufa-
skap alþýðufulltrúans. Hann gerði
enga tilraun til þess að gera af-
nám fátækraflutningsins aðgengi-
legra fyrir þingmenn, sem vel
liefði þó mátt takast, ef með lagi
hefði verið farið að, t. d. með því
að skifta framfærslukostnaði milli
íramfærslusveitar og dvalarsveitar
og jafnvel ríkissjóðs að einhverju
leyti. Þetta hefði verið sanngjörn
lausn á málinu, en hann reyndi
hana ekki. Og þvi fór sem fór.
Þegar athuguð eru þessi vinnu-
brögð alþýðufulltrúanna, er erfitt
að verjast þeirri hugsun, að þeim
kunni að vera það alveg eins kært,
að þessi svokölluðu áhugamál
þeirra reki í strand á einhvern
hátt, eins og að þau nái fram að
ganga, því að óánægja almennings
muni þá vaxa. — En hvað verður
þá um loforðin og efndirnar?
Jakoh Möller.
Ný kosningasaga.
*■*•**o — ■»
Mér er sagt, að einhverjir „vin-
ir“ mínir beri út þá sögu, að eg
hafi gert þá kröfu til eins spari-
sióðsins, sem eg hefi rannsakað,
að hann geriddi mér allverulega
fjárhæð upp í ferðakostnað. Sag-
an segir ennfremur, að sparisjóðs-
stjórnin hafi neitað að verða víð
þessari kröfu minni, en eg hafi þá
reynt að fá aðstoð stjórnarráðs-
ins til þess að fá upphæðina
greidda úr sjóðnum, en það hafi,
scm vænta mátti, einnig neitað! —
Ekki fylgir það sögunni, að eg
hafi ])á leitað aðstoðar clómstól-
arma, encla væri málið ]iá orðið
opinbert mál. — En sagan er bara
leypilegur kosningarógur og upp-
spuni frá rótum, og mætti vænta
þess, að stjórnarráðið og spari-
sjóðurinn segði til, ef svo væri
ekki.
Jakob Möller.
Kappreiðarnap.
—o—
Fyrstu kappreiðar þ. á. sem
Fákur hélt 6. júní s.l., þóttu að
ýmsu leyti bera af öðrum kapp-
reiðum, bæði vegna góðs hesta-
kosts og bættu fyrirkomulagi á
kappreiðasvæðinu og ýmsu öðru,
sem alment var talið til bóta.
Á sunnudáginn kemur, 3. þ. m.,
stendur til að Fákur haldi aðrar
kappreiðar ársins, og má fyrir-
fram fullyrða, að þær standi hin-
um fyrri ekki að ‘baki, heldUr síð-
ur en svo, því nú bætast nýir hest-
ar í hópinn, sem alment er álitið
að muni verða þeim hestum, ^sem
síðast sigruðu, allþungir í skauti.
Þvi miður fer nú se'm fyrri dag-
inn, að þátttaka sveitamanna er
af of skornum skamti, og má það
fúrðu sæta, því það er áreiðanlegt,
að kappreiðar hér eru eitt af skil-
yrðum bænda til að auka gildi
hesta þeirra, jafnhliða ]jví sem
þær veita þeim aðgang að nýjum'
markaði fyrir gæðinga þeirra.
Þess vil eg geta, að hr. Bjarní
Guðmundsson frá Háamúla í
Fljótshlið sýnir þann áhuga, að
rcyna þetta sinn þrjá efnilega fola.
Fljótshlíðingar og Borgfirðingar
liafa ætíð reynst drýgstir með að
lcST8'Ía til hesta á kappreiðarnar
hér.
Þegar eg er hér kominn að rita
þessar línur, er mér sagt, að Ás-
geir Jónsson frá Iljarðarholti, al-
kunnur reiðmaður úr Borgarfirði,
✓
sc að lileypa hér í hlaðið vökhint
skeiðgommum, sem hann muni
ætla að reyna á sunnudaginn kera-
ur á skeiðvellinum.
Eg hirði eigi um að benda hér
á þá ýmsu hesta, sem liklegir enn
til sigurs á sunnudaginn, en treysti
því, að sem flestir Reykvíkingar
komi þá inn á völl, til að sjá og
dæma sjálfir um gæði gæðinganna.
©. B.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. 11, síra.
Bjarni Jónsson.
í frikirkjunni hér kl. 2, síra
Árni Sigurðsson.
í fríkirkjunni i HafnarfirSi
kl. 2, síra Ólafur Ólafsson.
í Landakotskirkju hámessa
ld. 9 árd. Engin síðdegisguðs-
þjónusta.
í spítalákirkjunni í Hafnar-
firði hámessa kl. 9 árd. Engia
siðdegisguðsþjónusta.
í Hjálpræðishernum sam-
koma kl. 11 árdegis og kl. 8y2
síðd. Einnig sunnudagaskóíi kl.
2 e. li.
Veðrið í rnorgun.
Hiti i Reykjavík 10 st., Vest-
mannaeyjum 9, Isafirði 12, Ak-
ureyri l(j, Seyðisfirði 9, Grinda-
vík 11, Stýkkishólmi 11, Gríms-
stöðum 14, Raufarhöfn 17 (ekk-
ert skeyti frá Hólum í Horna-
firði), Kaupmannahöfn 14, Ut-
sira 10, Tynemouth 10, Hjalt-
landi 9, Jan Mayen 6, Færeyjum
9, Angmagsalik 4 st. — Mestur
hiti hér i gær 15 st., minstur 9
st. Úrkoma 2 mm. — Grunn
lægð fyrir norðan land og önn-
ur fyrir sunnan land. — Horf-
ur: Suðvesturland í dag og í
nótt: Allhvass suðauslan. Rign-
ing. Faxaflói og Breiðafjörður
í dag og i nótt: Suðaustlæg átt.
Dálítil rígning. Vestfirðir, Norð-
urland, norðausturland og Aust-
firðir í dag og í nótt: Hægviðri.
purt veður. Suðausturland: 1
dag hægur austan. purt veður.
í nótt: Suðaustlæg átt, rigning
á sumum stöðum.
Klaverleikur
Haralds Sigurðssonar í gær-
kveldi var mjög vel sóttur. Á
skránni voru þrjár sónötur
Beethóvens, opus 110, op. 57 og
op. 10, og aukreitis lék hann
að lokum siðasta kaflann úr
„tunglskinssónötunni“. — pað
heyrðist nú skýrara en nokkru
sinni áður, hvað leikur Haralds
er ágáet ímynd vandaðrar list-
ar, sem altaf sækir fram á stað-
föstum grundvelli. pessvegna er
leikur lians bæði liressandi og
mentandi og þörf hugvekja
þeim, sem hyggja að listin sé
fyrst og fremst i því fólgin, að
svalla i tilfinningum og æsa
menn upp. í leik Haralds er til-
finningin tamin og hún hefst
fyrir það upp i liærra velch. —
Meðferð hans á sónötunum
hefði þótt ágæt hvar sem er og
sjálfur Beethoven hefði orðið
hrifinn. — Vonandi fáum við
að heyra oftay til Haralds, áður
en liann fer af landi burt. H.