Vísir - 08.07.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1927, Blaðsíða 2
v í s r. k Smáhögginn Molasykur, Stransykar i \ sekkjnm, Kandis, Florsyknr. Símskeyti Khöfn, 7. júlí. F. B. Vantraustsyfirlýsing' feld. Símað er frá London, að þingmenn úr verkalýðsflokkin- um breska hafi borið fram í neðri málstofunni vantraust til stjórnarinnar út af frumvarpi því er stjórnin áformar að bera fram, um breytingar á skipun efri málstofunnar. Vantrausts- tillaga verkalýðsþingmannanna var feld. Drepnir án dóms og laga. Símað er frá Berlín, að þang- að hafi borist fregnir frá Moskwa, er herma, að „tjekan“ hafi látið handsama fjörutíu uppreisnarmenn í Norður-Káka- sus. Uppreistarmenn höfðu bú- ist til varnar gegn sendiliði „tjekunnar“ og urðu þeir fyrst handteknir eftir harðan bardaga Voru þeir síðan allir skotnir, án þess nokkurt réttarhald færi fram. Viðsjár í Ukraine. Símað er frá Moskwa, að ráð- stjórnin óttist vaxandi fylgi þjóðernissinna í Ukraine. pað, sem vakir fyrir þjóðernissinn- um í Ukraine er að stofna kapi- talistiskt ríki í Ukraine, méð öllu óháð Soviet-Rússlandi. Utan af landi. fsafirði, 7. júlí. FB. Réttarhöld stóðu yfir hér í dag í kærumálinu og stóðu yfir í 4 tima. Yfirheyrðir voru, auk hreppstjóra, tveir menn af ísa- firði. (Eftir símtali). Fréttaritari FB. á ísafirði sendir skeyti um þetta mál, und- ir eins og nokkuð upplýsist i því, sem yfirvöldin leyfa að skýrt sé frá opinberlega. Keflavík, 8. júlí. FB. Afli enn dágóður, eftir 4 daga kom einn bátur með 30 skpd., annar með 20, þriðji með 12— 14 skpd. Bátar réru á þriðju- dag og komu að í gær. — Bátar,' sem veitt hafa síld i íshúsin hafa aflað sæmilega. Hafa þrír bátar stundað þá veiði. Fyrri part vikunnar kom einn bátur inn með 100 tn., annar 80, í fyrra- dag einn með 60, annar 40, í gær einn með 20, en hinir ekk- ert. Bátar þessir leggja netun- um að lcveldi og liggja yfir nótt- ina. Bátar fara norður til Siglu- f jarðar nú eftir miðjan mánuð- inn, en róa þangað til. Vestm.eyjum, 7. júli. FB. Báðir frambjóðendurnar liéldu fund hér í gær, hvor með sín- um flokki. Aflast nokkuð undanfarið, lielst lúða. Annars eru bátar sem óðast að búast í norðurförina, sumir þegar farnir, hinir um það bil að fara. og Jón Baldvinsson. Eg á þeim dálítið ósvarað báðum. pað þarf þó ekki langt mál til þess að bæta úr því. Jóni Baldvinssyni sárnar það bersýnilega, að eg bar honum á brýn óvandvirkni í undirbún- ingi þingmála, t. d. þegar hann bar fram frv. um hvíldartím- ann á botnvörpungunum, og hann vill ekki kannast við, að hann hafi kastað til þess Iiönd- unum. Hann segir, að það sé raunar ekki alveg ljóst, hvað eg eigi við með því, að það mál liafi verið „illa undirbúið“ af bans hálfu. En liann ræður bót á þessum óskýrleik mínum og segir, að „Iíklega“ eigi eg við það, „að ekki hafi verið nægi- lega sýnt fram á nauðsyn lag- anna“. Síðan ver liann þrem dálkum Alþbl. til að sýna fram á, að þessi lilið málsins hafi verið nægilega upplýst. Auðvitað er Jón svo heppinn, að detta einmitt ofan á þá skýr- inguna, sem honum hentar bet- ur. En hann virðist alveg gleyma því, að á hverju máli eru tvær hliðar, og þeirri hlið málsins, sem frá honum snýr, gleymir hann alveg. — Og hann virðist alveg liafa hlaupið yfir það í grein minni, sem sagt var um staðhæfingar útgerðarmanna um það, að útgerðin gæti ekki borið þann kostnað, sem af þessu skipulagi leiddi. Og það var einmitt sú hlið málsins, sem Jón hirti ekkert um að upplýsa. Hann viðurkennir það nú, sem hann þverneitaði á fyrsta kjósendafundinum, að honum hafi verið kunnugt um það, er hann flutti frv.,að „verkaskifta- fýrirkomulag hafði þá verið reynt um tíma hjá tveimur skipstjórum“. pað hefði því verið auðvelt fyrir Jón, að leggja fram með frv. umsögn þessara tveggja skipstjóra um það, hvernig þetta fyrirkomu- lag hefði reynsl, eða að láta nefndina, sem um málið fjall- aði, fá slíka umsögn lijá þeim. Með þessu móti gat hann kom- ið fram hlutlausri rannsókn á málinu, þannig, að það væri upplýst frá báðum hliðum. En um þetta hirti hann ekkert, og slíkt hátalag kalla eg hirðu- leysi, þegar um svo mikilsvert mál er að ræða, sem Jón vill láta álíta að hann hafi talið þetta mál. pað sem Jón segir um fram- komu mína í þessu máli er alt mjög úr lagi fært, en alveg sleppir hann að geta þess, að eg lýsti því alveg skýrt yfir, að eg væri málinu hlyntur, en vildi að eins að það yrði rann- sakað frá báðum hliðum. pessi rannsókn liefði vel getað farið fram milli fyrstu og þriðju umræðu málsins í neðri deild. Jón Baldvinsson átti að sjá um, að hún færi fram, en vanrækli það. Héðinn Valdimarsson bar á mig nokkrar sakir á síðasta kosningafundi, sem mér vanst ekki tími til að svara þá. Sú fyrsta var, að eg hefði „íundið upp“ verðtollinn, sem lenti til- tölulega harðast á fátækasta fólkinu. Hann sleppir alveg að geta þess, að um það tvent var að velja, að taka upp nýja verð- tolla eða að tvöfalda alla tolla, sem fjrrir voru, þ. á m. kaffi og sykur og kornvörutoll, toll á byggingarefnum, kolum ogsalti. Hvort heldur nú Héðinn . að hefði lent harðara á fátæka fólkinu, tvöföldun þessara nauðsýnjavörutolla eðaverðtoll- ur á minna nauðsynlegum vör- um? ^ pá sagði Héðinn að eg hefði „heimtað ríkislögreglu“. pað þarf ekki að eyða mörgum orð- um að þeirri staðhæfingu. Eg greiddi atkvæði á móti frumv. um rikislögreglu á Alþingi. — Enn sagði Héðinn, að Vísir tæki altaf málslað atvinnurekenda, þegar kaupdeilur stæðu yfir. En sannleikurinn er sá, að Vísir hefir látið kaupdeilur mjög hlutlausar og telur að best fari á því. Sjálfur hefi eg ekki komið mikið við sögu þeirra mála. Eg befi þó átt sæti í einni slíkri samninganefnd (prentara, prentsmiðjueigenda og við- skiftamanna þeirra) og tókust sarnningar svo, að báðir aðilar undu vel við. Loks fann Héðinn mjög að því, að eg hefði ekki flutt breyt- ingartillögur við fátækralögin á þingi í vetur. Eg veit nú, að Héðinn hlýlur að minnast þess með þakklæti, hve vægilega eg talaði um klaufaskap hans í því máli. Og hann man líka eftir bendingum þeim, sem eg gaf honum. En sannleikurinn er sá, að eg gat unt Héðni alls heiðurs af því máli, og vænti þess, að hann tæki bendingum mínum og bæri fram breytingartillög- ur samkvæmt þeim, af því líka að hann, en ekki eg, átti sæti i nefnd þeirri, sem um málið fjallaði, og hlaut því að eiga hægra með að leita samkomu- lags um málið en eg. En þetta fór alt í handaskolum hjá Héðni. Héðinn er ekki hrifinn af lagni minni í þingstörfum. Hann sagði, að liún væri nú ekki meiri en það, að tillaga mín um að fella niður það ákvæði stjórnarskrárinnar, að sveitastyrkur varði missi kosn- ingaréttar, hefði verið feld. — Já, sú breyting var feld í efri deild. Hún var samþykt í neðri deild. Ef Héðni hefði tekist, þó ekki væri nema svo vel, með umbæturnar á fátækralögun- um, þá hefði eg ekki áfelt hann fyrir klaufaskapinn. Jakob Möller. Kuoottænir iliiis. Ihaldsmenn hafa sent út „á- varp til kosningabærra kvenna i Reykjavík“. Undir ávarp þetta liafa skrifað nokkrar konur, sem að vísu munu flestar vera eindregnir íhaldssinnar. Efni ávarpsins er það, að skora á konur í bænum, að kjósa íhaldslistaim á laugardag- inn, til þess að koma að Sigur- björgu porláksdóttur. pað er raunar játað i ávarpinu, að „lítil von sé um, að þriðji mað- ur á íhaldslistanum nái kosn- ingu“. Ávarpið mun hafa verið samið snemma i júnímánuði, og hafi vonin þá verið lítil, vita allir, að hún er engin nú. Til- raunir íhaldsmanna til að safna þannig atkvæðum að B-listan- um, miða þvi eingöngu að því, að reyna að fella C-listann (Jak- ob Möller) og koma að öðrum manni á A-listanum, Sigurjóni Ólafssyni. petta vita allir nú. í þessu skvni á að reyna að fleka konur til þess að kjósa B-list- ann. Bending ávarpsins um, að breyta röðinni á listanum, setja 1 fyrir framan nafn Sigurbjarg- ar, er ekkert annað en blekk- ingartilraun. Slík breyting á röðinni væri gersamlega þýð- ingarlaus, Sigurbjörg gæti ekki náð kosningu -að heldur. pað vita allir, að að eins örlítill hluti kvenna, utan íhaldsflokksins, mun kjósa B-listann, og þó að þær fáu konur breyttu röðinni, hefði það engin áhrif. — Vísi er það nú fullkunnugt, að þær konur, sem undir þetta ávarp hafa ritað, kjósa ekki B- listann allar saman. pær éru jafnvel farnar að vinna á móti honum sumar. peim er sjálfum orðið það ljóst, að engin von er um að koma Sigurbjörgu að. Auk þess er það kunnugt, að eftir að ávarp þetta var samið, liélt Sigurbjöi-g porláksdóttir almennan kvenkjósendafund, og framkoma hennar þar var þannig vaxin, að konum mun liafa geðjast mjög misjafnlega að. Mörgum mun þykja það kyn- legt, að sjá nöfn nokkurra á- kveðinna bannkvenna undir þessu ávarpi. En skýringin á því mun vera sú, að Sigur- björg hafði ekki lýst afstöðu sinni til aðflutningsbannsins, er ávarpið var samið. En á þess- um umrædda kvennafundi, lýsti hún því yfir, að hún vildi að hver rhaður fengi að hafa sína brennivínsflösku í friði! — pað er nú alkunnugt, að menn lita misjöfnum augum á bannið. En kynlegt væri það, ef ákveðnar bannkonur gætu, eftir þessa yfirlýsingu, unnið að kosningu Sigurbjargar. Og það er vitan- legt, að þær gera það ekki. pegar þetta ávarp nú er borið út, er það því í raun og' veru ekkert annað en blekking. peir, sem senda það, vita, að síðan það var samið og undirskrifað í fyrstu, hafa kringumstæður breyst svo, að það lýsir ekki rétt afstöðu þeirra kvenna, sem undir það hafa ritað. En konur munu ekki láta blekkjast. pær eru alment svo þroskaðar, að þær kjósa ekki eftir kynferði, heldur eftir skoð- unum. Og slík blekkingartil- raun, sem íhaldsmenn hafa hér liaft í frammi, mun sist til þess fallin, að bæta fyrir þeim. í ávarpinu er sagt, að íhalds- flokkurinn sé eini flokkurinn, sem sett hafi konu á lista sinn. Hinir hafi ekki fundið ástæðu til þess. — Minnist þess þá kon- ur, að íhaldsmenn hófu fyrst þessa hiðilsför sína til kvenna, er þeir höfðu lxiðið 6 karlmönn- um þriðja sætið á lista sinum og fengið neitun þeirra allra, enda öllum vitanlegt, að sætið var vonlaust. — Og þá var val- in systir forsætisráðherrans, sem væntanlega enginn vænir þess, að hún muni vera flokks- leysingi í stjórnmálum, og er því sem verst til þess fallin, að vera hlutlaus fulltrúi kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum. Frjálslyndi flokkurinn taldi „litla von“ um annað sæti á sínum lista, eins og íhaldsflokk- urinn um þriðja sætið á sínum. En munurinn á flokkunum er sá, að ihaldsflokkurinn kveink- ar sér ekkert við þvi að bjóða konum vonlaust sæti, en það gerði frjálslyndi flokkurinn. íhaldsstjðrnin brýtor íö;. Á Alþingi 1924 bar Jakob Möller fyrstur fram frumvarp um útvarp. Á því þingi náði málið þó ekki fram að ganga. pingmenn voru ekki enn búnir að átta sig á málinu; skildu ekki að víðvarp er — eða réttara sagt — gæti orðið hið mesta menn- ingarfyrirtækí. Á næsta þingi, 1925, bar Jak. Möller enn á ný fram frumvarp sama efnis, og náði það fram að ganga í nolck- uð breyttri mynd. I framsögu- ræðu sinni og síðar, í umræð- Nýkomið: Drengjahúfnr, Reiðbaxnr, tf ásætar á aðeins 15.75. * ^ i Sokkar > úrvaii.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.