Vísir - 08.07.1927, Blaðsíða 3

Vísir - 08.07.1927, Blaðsíða 3
VlSIR Þannig lítur kjörseðill út áður en kosið er: Kjörsedill við Alþingiskosningai' í Reykjavík þ. 9. júlí 1927. A-listi B-Iisti C-listi Héöinn Valdimarsson, forstjóri. Magnús Jónsson, dócent. Takob Möller, bankaeftirlitsm. Sigurj.A. Ólafss., form. sjóm.fél. Jón Ólafsson, framkvæmdastj. Páll Steingrímsson, ritstjóri. Ágúst Jósefsson, heilbrig-Sisf.tr. Sigurbjörg Þorláksd., kensluk. Baldur Sveinsson, ritstjóri. Kristófer Grírnss., búfræöingur. Stefán Sveinsson, verkstjóri. Kjósið C-listann, með ]jví að setja kross við listabókstafinn eins og hér er sýnt: Kjörsedill við alþingiskosningar i Reykjavík þ. 9. júlí 1927. A-listi B-listi X C-listi Héöinn Valdimarsson, forstjóri. Magnús Jónsson, dócent. Jakob Möllei*, bankaeftirlitsm. Sigurj.A. Ólafss., form. sjóm.fél. Jón Ólafsson, framkvæmdastj. Páll Steingrímsson, ritstjóri. Ágúst Jósefsson, heilbrigSisf.tr. Sigurbjörg Þorláksd., kensluk. Baldur Sveinsson, ritstjóri. Kristófer Grímss., búfræSingur. Stefán Sveinsson, verkstjóri. Ksis-kiffii prir aila Qlaða. ámum um málið, benti Jak. Möller þráfaldlega á hina.miklu menningarlegu þýðingu, sem útvarp gæti haft fyrir þjóð vora. Fáar eða ef til vill engar þjóðir hefðu meiri þörf fyrir útvarp en vér íslendingar vegna strjálbýlis og erfiðra sam- gangna. En sérstaka áherslu lagði framsögum. þó á þýðingu útvarpsins fyrir sjávarútveginn og sjómenn vora og öryggi þeirra. Frá útvarpsstöðinni rnundu sjómennirnir daglega og oft á dag fá veðurskeyti og veð- urspár og mundu þeir haga ferðum sínum eftir þeim. þann- ig mundi góð útvarpsstöð geta komið i veg fyrir slys og bjarg- að mörgu mannslífinu. Á þessu þingi (1925) voru sérleyfislögin samþykt og af- greidd til stjórnarinnar. Hefði nú mátt vænta þess af íhalds- stjórninni, sem seint og snemma gumar af ágæti sinu og föður- legri umhyggju sinni fyrir landsmönnum, að hún hefði nú sýnt hvorttveggja i verki. Hér er eigi rúm til að rekja alla sögu útvarpsmálsins frá því að það komst í hendur íhalds- stjórnarinnar. En á einu máli eru allir óblindir um það, að sjaldan eða aldrei hafi nokkur stjórn farið skemmilegar með nokkurt mál en íhaldsstjórnin íslenska fór með útvarpsmálið. Skal nú drepið á fátt af mörgu og mun þó flestum þykja nóg um aðgerðir stjórnarinnar. 1 lögum frá Alþingi er þess krafist að hlutafélag það, er fái sérleyfið i hendur skuli hafa „ekki minna en 100,000 króna stofnfé“, þ. e. handhært fjár- magn á stofndegi. Á opinber- um fundi hér i bæ hefir maður úr stjórn h.f. Útvarp játað, að félagið hafi ekki ráðið yfir meira en rúmum helming lög- skipaðs lágmarkshlutafjár, er .sérleyfið var veitt. I lögunum er þess krafist að stöð, eða stöðvar, sérleyfishafa dragi um alt land. Af umræð- unum á Alþingi verður séð, að með þessu áttu þingmenn við það, að stöðin væri svo sterk, að um alt land mætti liafa full not af henni með móttökutækjum svo ódýrum að öllum þorra al- mennings væri kleift að afla sér þeirra. Ákvæði þetta hártogaði stjórnin og veitti vinum sínum sérleyfið þótt reynt væri að stöðin var allsendis ónóg og svo magnlaus að jafnvel í næstu sýslum þurfti dýr móttökutæki til þess að lieyra til hennar. En íhaldsstjórnin hugsaði sem svo: ef menn hafa nægilega næm móttökutæki má alstaðar á landinu nema raföldur stöðvar- innar, sem eilíflega halda áfram út í alheimsgeiminn! Og þá var bókstaf laganna fylgt — þótt brotið væri gegn anda þeirra. í lögunum er skipað svo fyr- ír, að stjórnin semji reglugerð um rekstur útvarpsins. íhalds- stjórnin fylgdi trúlega þvi boði laganna og samdi — eða lét semja reglugerð, sem er orðin fræg að endemum. peir, sem hafa athugað liana og borið hana saman við lögin, fullyrða, I að í henni séu ekki færri en 8 I — átta — ákvæði, sem brjóta í bága við lög og 2— tvö — á- I kvæði, sem ganga grunsamlega I nærri stjórnarskránni. Fyrsta setning reglugerðar- innar lofar öllu fögru. Hljóðar hún svo: „Sérleyfið má á eng- an liátt tefja fyrir útbreiðslu á sviði útvarps i landinu“. En framhaldið svíkur svo alt. Með lögunum var stjórninni heimilað að leyfa sérleyfishafa að heimta stofngjald af mót- I tökutækjum, „er tækin eru sett niður“ (6. gr. laganna). Með stofngjaldi er hér átt við gjald, sem útvarpsnotanda ber að I greiða í eitt skifti fyrir öll. Samkvæmt lögunum á sérleyf- ishafi að lieimta þetta gjald af notandanum og á eigi aðgang 1 að því fyr en tækið er tekið til notkunar, þ. e. „sett niður“. Öllu þessu hefir íhaldsstjórnin snúið öfugt og þverbrotið lögin með reglugerðarákvæðunum. 1 stað þess að leyfa frjálsa I verslun með móttökutæki og hluta af þeim, eins og lögin skipa fyrir, veitti stjórnin sér- leyfisliafa grímuklædda einok- [ un af versta tagi. I 5. gr. reglu- gerðarinnar segir svo: „peir, | sem nú liafa á hendi sölu við- tökutækja eða efnis í þau, eru skyldir að gefa sérleyfishafa tafarlaust skýrslu um birgðir | sinar að viðlögðu drengskapar- orði um að rétt sé fram tahð. Sérleyfishafi lætur merkja birgðirnar eftir ósk eiganda gegn greiðslu stofngjalds eða tryggingar fyrir því að það verði greitt“ (leturbreyting hér). Samkv. þessu ákvæði reglugerðarinnar verða innflytj- J endur viðtökutækja og efnis í þau ,að snara út stofngjaldi af birgðum sínum jafnskjótt og þær koma til landsins — áður en þeir eru farnir að selja nokkurt einasta tæki. En ef þeir vilja ekki, eða geta ekki lagt pening- ana á borðið, verða þeir að setja tryggingu fyrir greiðslunni, m. ö. o. veðsetja eignir sínar og rýra lánstraust sitt um upphæð, | sem nemur samanlögðum stofn- gjöldum af innfluttum tækjum. petta kallar íhaldsstjórnin frjálsa verslun! — En sú hlið- in, sem að útvarpsnotendum snýr, er eigi glæsilegri. Samkv. fyrnefndu ákvæði reglugerðar- innar, ber innflytjendum að greiða stofngjald af öllum inn- fluttum tækjum. Við sölu verða þeir þá vitanlega að heimta stofngjaldið af kaupendunum, útvarpsnotendum. Samkv. lög- unum á hver útvarpsnotandi að greiða stofngjaldið einu sinni og að eins einu sinni. pótt tæki hans gereyðist hvert á fætur öðru, ber honum að eins einu sinni að greiða stofjigjald. En samkv. reglugerðinni á hann að greiða stofngjald jafnoft og liann kaupir nýtt tæki. Hvað kalla lögfræðingar slíka laga- túlkun? Á alþýðumáli heitir þetta löghrot. Samkvæmt lögunum á sér- leyfishafi eigi aðgang að stofn- gjaldinu fyr en tækið er „sett niður“. Eftir fyrirmælum reglu- gerðarinnar er innflytjandi tæk- isins skyldur til að greiða stofn- gjaldið, þegar tækið kemur til landsins! í lögunum er enginn bókstaf- ur fyrir því, að heimilt sé að leggja stofngjald á varahluta móttökutækja. En allir, sem eitthvað þekkja til úlvarps, vita, að móttökutæki þurfa þráfald- lega endurnýjunar við. Með reglugerðinni heimilar ihalds- stjórnin sérleyfishafa að krefj- ast sérstaks stofngjalds af flest öllum varahlutum móttökutæk- is. Samkv. reglugerðinni lítur dæmið svona út: Fyrst ber út- varpsnotandanum að greiða 85 króna stofngjald af fyrsta tæki sínu. Eyðileggist það alveg, t. d. brenni, og kaupi hann nýtt tæki, á liann enn á ný að greiða 85 kr. stofngjald og þannig' áfrarn í hvert sinn sem liann kaupir tæki. purfi hann að kaupa nýj- an hluta til tækis síns, t. d. lampa, verður hann að greiða sérstakt stofngjald af honum o. s. frv. Á umræðufundi, sem i vetur var haldinn um þetta mál, upplýstist það frá einum tækja- sala bæjarins, að þetta stofn- gjald, sem heimtað er af áhalda- hlutunum nemur 25—300% af innkaupsverði hlutanna. í ofan- álag á alt þetta á útvarpsnotand- inn svo að borga 50 króna árlegt afnotagjald. Með lögum er útvarpsfyrir- tækið undanþegið greiðslu opin- berra skatta og gjalda. par eð lögin heimila frjálsa verslun með móttökutæki og efni í þau, er vitanlegt áð undanþága þessi frá skattgreiðslumnæreingöngu til reksturs útvarpsstöðvarinn- ar en eigi til verslunarreksturs útvarpsfyrirtækisins. Nú er það öllum vitanlegt, að h.f. Útvar]) hefir til skamms tíma rekið stóra verslun með móttökutæki. Greiðir félagið opinbera skattá og gjöld af þeirri verslun sinni? Áreiðanlega ekki — því að sam- kvæmt upplýsingum frá skrif- stofu lögreglustjóra hefir h.f. Útvarp ekki einu sinni verslun- arleyfi! Margt fleira mætti nefna, sem er brotið af sama bergi. Skal hér að eins bent á nokkur atriði, sem eru alveg einstök í sinni röð. 1 7. gr. reglugerðar- innar segir m. a.: „Nú vanræk- ir handhafi viðtökutækis að greiða afnotagjald, sem fallið er\í gjalddaga, og má þá taka viðtökutækið niður lijá honum, eða gera það ónothæft uns gjaldið er greitt, enda sé tækið sem trygging' fyrir gjaldinu og má því ekki veðsetja það né gera lögtak eða fjárnám í því án leyfis sérleyfishafa“ (leturbr. hér). Með þessu reglugerðará- kvæði er ákveðin vörutegund, sem lögum samkvæmt er seld í frjálsri yerslun, tekin undan almennum reglum um eignar- rétt manna og' fógeta jafnvel bannað að taka liana lögtaki eða gera fjárnám í lienni, nema með sérstöku leyfi óviðkom- andi aðila. Margir lögfræðingar liér í bæ hafa lýst yfir því, að þetta ákvæði reglugerðarinnar eigi enga stoð í gildandi lögum! I 11. gr. reglugerðarinnar segir: „Eftirlitsmönnum sér- leyfishafa skal jafnan vera heimill aðgangur að öllum mót- tökutækjum til þess að atliuga þau, hvenær (leturbr. liér) sem sérleyfishafi óskar að láta slika skoðun fara fram.“ Hver er nú ákvæði stjórnarskrárinnar um vern dun heimilisf riðarins ? Samkv. reglugerðaróskapnaði þessum eiga útvarpsnotendur það undir geðþótta sérleyfis- hafa livort þeir fá að dvelja ótruflaðir i hýbýlum sínum. Nóttina eiga þeir ekki einu sinni sjálfir! Að lokum skal að eins bent á 17. gr. reglugerðarinnar, sem kórónar alt liitt. Sú grein liljóð- ar svo: „Samgöngumálaráðu- Til snnnndagsiBS. Glænýr smálax, silungur, nauta- kjöt, hamflettar rjúpur á 6o aura stykkih, isl. rjómabússmjör, nýj- ar kartöflur o. m. fl. Laugaveg 42. Sími 812. neytið úrskurðar, að svo miklu leyti, Seni ekki er öðruvísi á- kveðið, til fullnaðar ágreining, sem rísa kann út af skilningi á reglugerð þessari eða sérleyfí því, sem hún er bygð á, og má ekki bera þann ágreining undir dómstólana.“ (Leturbr. hér). Með þessu ákvæði seilist ríkis- stjórnin út fyrir valdsvið sitt og gerir sig að löggjafa, því að án sérstakrtú- lagaheimildar má éngri stjórn leyfast að kippa á- kveðnum flokki ágreiningsmála undan dómstólunum. Retta, sem hér liefir verið sag't, sýnir og sannar að íhalds- stjórnin hefir margbrotið þatt lög, sem hún var sett til að gæta. Hvernig má þá búast við þvi að almenningur sýni lilýðni við lög landsins, þegar ríkisstjórnitt sjálf gengur á undan öðrum 1 lögbrotum. Og þessu mikla menningarmáli, útvarpsmálinu, befir stjórnin unnið hið mesta mein og vakið ótrú almennings á þvi Einasta vonin er nú, að næsta þing beri gæfu til aS koma þessu merka máli í rétt horf. Er nú líklegt að þing- menn séu farnir að skilja það, að útvarpsmálið er menningar- mál, sem varðar alþjóð ög reynslan er búin að sýna oss þáð, að ríkið á að taka það f sinar hendur og reka það alveg eins og það rekur nú síma, loftskeytastöð, kostar háskólá, mentaskóla og fleiri menning- arfyrirtæki. • .i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.