Vísir - 03.08.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 03.08.1927, Blaðsíða 2
V 1 S I R ))M^tmiQlsíein](( Niðnrsoðair ávextir: Perur, Apricots. Ananas. Ferskjur. Jarðarber. Blandaðir ávextir. Þegar hestupinn. gefst upp - Á blautum vegum — í bröttum brekkum — með þungt lilass — sýnir Chevrolet vörubíllinn best hvert afbragð iiann er. par sem hesturinn gefst upp, rennur Chevrolet létt um veginn. Hin sívaxandi sala Chevrolet bílanna sýnir með tölum, að þeir eru langmest eftirsóttu bílarnir í öllum heiminum. petta er ekki nein tilviljun, heldur eðlileg afleiðing þess, hve bill- inn er framúrskarandi vandaður og ódýr. Á hverjum sólarhring eru smíðaðir 4500 Chevrolet bílar. En það er um 1300 bilum fleira en hjá þeim næsta í röðinni. Aðalumboðsmenn fyrir General Motors bifreiðar Jóh. Ólafsson & Co. Reyktar um^ altjland. Þeim fjölgap stöðugt sem i»eyl*j a BLDE BMD. Reynið og dæmið sjálfip. Símskeyíi —o— Iíhöfn, 1. ágúst. FB. Flotamál Breta og Banda- ríkjanna. Símað er frá Genf að ný til- raun til málamiðlunar hafi ver- ið gerð á flotamálafundinum, en menn gera sér smáar vonir um, að hún beri nokkurn árangur. Óttast aftur á móti margir, að ný samkepni í flotabyggingum hefjist innan skanmts, ef árangurinn af flota- málafundinum verður enginn, og muni af leiða versnandi sambúð milli Bandaríkjanna og Bretlands. Carol krónprins. Síntað er frá París, að Carol fyrverandi krónprins í Rúnten- íu, hafi tilkynt, að hann álíti rikiserfða-afsal sitt ógilt, þar eð ltann liafi verið þvingaður til þess að afsala sér þeim. Kveðst Carol fús til þess að taka við konungsstjórn í Rúméníu, ef þjóðin óski þess, en kveðst eigi vilja styðja að óeirðum í land inu. Khöfn, 2. ágúst. FB. Frá Kína. Símað er frá London, að Norðurherinn kínverski vinni stöðugt á móti Nankingliernum. Samkvæmt fregnum frá Peking til Lundúnablaðsins Times hafa þeir Chiang Kai-shek og Chang Tso-lin gert nýja tilraun til samkomulags. Gosin magnast í Vesúvíusi. Símað er frá Berlín, að gosin í Vesúvíusi séu að magnast. íbú- arnir í bæjunum í nánd við eld- fjallið flýja til Neapel. Konungserfðirnar í Rúmeníu. Simað er frá Stokkhólmi, að samkvæmt fregn er þangað hafi borist frá Búkarest, þá ráðgeri fylgismenn Carols fyrverandi krónprins að vinna að því, að þjóðaratkvæði verði látið skera úr ríkiserfðadeilunni í Rúmeníu. Utan af Iandi. Sauðárkróki, 2. ág. FB. Frá Erlingi Pálssyni. Erlingur sundkappi lá hér í gær og hvíldi sig eftir Drang- eyjarsundið, en er nú hress og hitalaus. Hann svam þolskriðs- sund og hvildi sig aldrei á leið- inni og fekk enga hressingu fyrr en við komum i Reykjalaug og þá heita mjólk. Auk okkar sunnanmanna voru í leiðsögubátnum Bjami Drangeyjarformaður Jónsson, Lárus Runólfsson formaður, Sigurður Gíslason sjómaður, Guðmundur Stefánsson frá Reykjum og Einar Ásgrímsson unglingspiltur. Umræðuefni dagsins nauðsyn á sundskyldu við alla skóla landsins og sundhöll í Reykja- vik, sem við vonum að verði fullgerð 1930. Förum héðan í dag. Ágætar viðtökur hjá Skagfirðingum. Bennó. Rveðjasamsæti héklu Biskupstungnamenn Skúla kekni Árnasyni frá Skálholti og fjölskyldu hans laugardaginn 23. júli s.l. Var samsæti þetta haldiö í hinu nýja og veglega fundahúsi Ungmennafélags Biskupstungna aö Vatnsleysu; en viöstaddir mtmu hafa veri'ð á annaö hundraS manns. Eftir aö menn höföu setst undir horö kl. hér um bil 9 síöd., cg veitingar höfðu veriö íram- reiddar af hinni mestu rausn, bað alþm. Jörundur Brynjólfsson í Skálholti sér hljóðs. Flutti hann langa og skörulega ræðu fyrir minni heiðursgesta og rakti m. a. hið lánga embættisstarf Skúla læknis, fyrst sem Iæknis í allri Ár- nessýslu frá 1894—96, siðan 2 ár í Ólafsvík og loks í Grímsneshér- aði um margra ára skeið. Afhenti liann Skúla lækni loks að gjöf frá Biskupstungnamönnum hið vand- aðasta olíumálverk af Skálholts- stað eftir Ásgrím Jónsson. En Skúli Árnason þakkaði. Þá talaði Kjartan skáld Gísla- son frá Mosfelli nokkur orð og flutti Skúla lækni kvæði það, er birtist á öðrunr stað hér i blaðinu. Því næst taíaði Sigurður Skúla- son og þakkaði m. a. fyrir þann sóma, sem Biskupstungnamenn hefði sýnt fjölskyklu sinni fyrr og síöar. Mintist hann síðan á vega- mót þau, er nú væri staðið á og þýðing kveðjustunda yfirleitt. Var nokkuru síðar staðið upp frá borðum, og hófust þá frjálsar skemtanir. Siðar nætur var aftur setst aö borðum óg flutti þá síra Eiríkur Þ. Stefánsson prestur að Torfastöðum langa ræðu. Talaði hann m. a. um starfsemi Skúla læknis Árnasonar í þágu sveitar hans og persónulega vináttu sína við hann. Enn töluðu: Sigurður Skúlason fyrir minni Biskups- tungna og Guðjón kennari Rögn- valdsson á Tjörn um skólamál Biskupstungnamanna og vonir þær, er tengdar væri við bygg- ingu nýs barnaskóla í Reykholti. Lauk samsætinu ekki fyrr en kl. 7 að rnorgni. Sungu menn ])á nokk- ur íslensk kvæöi aö skilnaði. Þótti mannfagnaður þessi hafa farið mjög vel fram. X. Lpllpi i sjí. Landhelgisgæslan er smám sam- an aö færst i viöunanlegra horf. Margir nýtir menn hafa unnið að því að bæta hana og gera hana öflugri og er flestum það gleöi- efni, að nokkuð hefir þegar á unn- ist, þar sem ríkið hefir nú þegar eignast tvö gæsluskip, sem eiga að vinna að þvi nauðsynjaverki að vernda landhelgina. En þó að þetta sé mikilsverð framför frá því deyfðar- og dauða-móki, sem áður ríkti í þessu máli, þá munu þó flestir skilja ].að, að þetta er að eins byrjunin og hún mjög ófullkomin. Því þó að skipin gerðu fylstu skyklu sína og framkvæmdu gæslustarfið með árvekni og dugn- aði, þá er gæslustarfið þeim ennþá alveg ofvaxið. Svæði það, sem skipin eiga að gæta er afar stórt; þó þau væru öll af vilja gerð gætu þau ekki varið nema ofurlitinn hluta af þvi i einu, og á meðan geta lögbrjót- arnir vaðið inn á óvörðu svæðin og gert þar stórmikinn usla, og þó að þeim takist stundum að konrn að lögbrjótunum óvörum og hremma þá, getur oft farið svo, að að eins einn eða tveir séu tekn- ir, en mikltt fleiri sleppi. Þá er hitt ekki síður mjög at- hugavert, að togararnir fá oft mjög nákvæma vitneskju um feröir varðskipanna og geta þvi forðast þau, þegar þau koma á vettvang, en leita svo strax aftur inn fyrir landhelgislínuna, þegar skipin eru farin fram hjá, eftir að þeir hafa breitt vendilega yfir nafn sitt og tölustafi. Sagt er og að varðskipin komi ekki svo inn á höfn eða fari út aítur, að ekki sje samstundis send loftskeyti urn það til allra togar- anna, jafnt innlendra sem útlendra, með dulskeytum. Hlýtur ]>etta að gera landhelgisgæsluna miklu tor- veldari fyrir varðskip vor. Þegar á alt þetta er litið, hlýt- ur það að vera hverjum manni Ijóst, að landhelgisvörninni er enn mjög ábótavant, og að þar er enn rnjög langt frá því, að hún hafi náð því takmarki, sem oss ber af alefli að keppa að, að hindra helst með öllu landhelgisbrot. En hvaða ráð skal hafa til að bæta landhelgisgæsluna ? Hvernig skal auka ótta skipanna við að fremja landhelgisbrot, spilla fiskimiðuta og eyðileggja veiðarfæri lands- manna? Hvernig skal fara að, svo að þau liafi alt af ótta og beig af gæslunni, jafnvel þó alt sýnist örugt, og þau viti að gæsluskipin sjeu hvergi nálæg? Sumir hafa stungið upp á þvi, að varðskipunum yrði fjölgað að miklum mun og myndi það að vísu stórum bæta gæsluna, en því fylg- ir sá mikli annmarki, að órnögu- legt er að framkvæma ]>etta, vegna þess gífurlega og óbærilega kostn- aöar, sem þetta hlyti að hafa í för með sér. Að því ráði er því alls ekki hægt að liverfa, að minsta kosti ekki í náinni framtíð. En það er til annað ráð, sem ekki þyrfti að hafa mjög mikinn kostnað í för með sér, en líklega gægti þó komið að miklu gagni. Þetta ráð er að koma upp leyni- löggæslu á sió. Fyrirkomulag leynilöggæslunn-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.