Vísir - 08.08.1927, Side 2
V I S I R
Niðnrsoðfiir ávexlir:
Perur,
Aprieots.
Ananas.
Ferskjur.
Jarðarber.
. Blandaðir ávextir
Símskeyti
Khöfn 6. ágúst. FB.
Árangurslaus ráðstefna.
Símaö er frá Genf, að ílotamála-
ráðstefnunni sé lokið án nokkurs
árangurs, vegna ágreinings Banda-
ríkjanna og Englands um heildar-
stærð, flotanna og smálestafjölda
einstakra skipategunda. Bandarik-
in kröfðust aðallega stórra slcipa,
England margra lítilla beitiskipa.
Dauðadómur
Sacco’s og Vanzetti’s.
Frá Boston er símaS, a'S ríkis-
stjórinn í Massachusetts hafi neit-
að a'S náSa kommúnistana Sacco
og Vanzetti, sem dæmdir voru til
c’auSa fyrir morö. VerSa þeir líf-
látnir í næstu viku. ÁkvörSun
landstjórans vekur gremju víSa
um heim. Margir álíta kómmún-
istana saklausa.
Dauðadóminum mótmæít.
Frá París er símað, aS alþjóöa-
fundur verklý'Ssfélaga hvetji til
mótmælafunda út af dómnum á
Sacco og Vanzetti. Ennfremur
uiidirbúa franskir kommúnistar
mótmælaverkföll. ÓeirSir og mót-
mælaverkföll byrjuS í Argentínu.
— Sendiherrar Bandarikjanna í
Frakklandi og Argentínu hafa
beSiS um lögregluvernd. Óttast
J:eir árásir. VinstrililöS ýms og
hægriblöS einnig, mótmæla dómn-
um.
Synt yfir Ermarsund.
Frá London er símaS, aS F.ng-
’lendingurinn Temme hafi synt
3'fir Ermarsund.
Khöfn 7. ágúst. FB..
Sprengingar í New York.
,‘SunaS er frá New York borg,
áS fjórar tilraunir hafi veriS gerS-
ar þar í borg til þess aS valda
tjóni meS sprengingum. Spreng-
ingartilraunir þessar voru gerSar
á járnbrautarstöSvum neSanjarS-
.arbrautanna. Stórtjón varS af
sprengingunum, en manntjón litiö.
Slík sprengjutilræSi hafa veriS
gerS víSsvegar um Bandaríkin og
eru talin hermdarverk í mótmæla
skjmi gegn líflátsdómi Sacco og
Vanzetti.
Mótmælaverkfall í Stokkhólmi.
SímaS er frá Stokkhólmi, aS
nrótmælaverkfall (út af lífláts-
dóminum), hafi veri'S hafiS í verk-
smi'ðjum General Motors.
Ný flotamálaráðstefna ráðgerð.
SímaS er frá London, aS blöSin
í Bandaríkjunum allflest búist við
ensk-amerískri samningatilraun til
J)ess aS undirbúa flotamálaráS-
stefnu 1931, til þess aS endurskoSa'
samþykt J)á viSvíkjandi flotamál-
um, er kend er viö Washington.
Utan af landi.
—o—
Akureyri 6. ág. FB.
Spretta i meðallagi í Eyjafirði,
í góðu meðallagi í Skagaíirði. Síð-
ustu viku tlaufur þurkur. Mikil
hey úti. Tún óhirt óvíða. Utlit
með kartöfluuppskeru gott.
Kaupgjald karlmanna víðast 40
—45 kr. fyrir vikuna, en kvenna
25 kr.
Seyöisfirði 6. ág. FB.
Grassprelta kemur seint vegna
vorkulda. Tún tæplega i meðal-
Iagi sprottin en útengi lakar. Hey-
skapur gengur erfiðlega vegna
óstöðugra þurka. Um garðupp-
skeru er ekki hægt að segja enn.
Kaupgjald hér við sildarsöltun,
1 kr. á tunnu af hafsíld og kr.
1,25 af smásíld.
Síldveiði á Austfjörðum óvenju
mikil. Alls hefir verið saltað
15000 tunnur, þar af á Seyðis-
firði 4500, Eskifirði 5000, hitt á
Norðfirði, Reyðarfirði og Fáskrúðs-
firði. Síldveiðin hefir hingað til
verið mest utanfjarða, en nú útlit
fyrir, að firðirnir séu að fyllast.
Landnótaveiði byrjuð.
ijterwlrilii.
Skoski blaðamaSurinn Mr.
Raljrli McCarthjr, sem hér
dvaldist nokkura stund, og
sendur var frá blaðinu
„Glasgow Herald“, hefir
skrifað ferðasögu þá, sem
hér birtist í lauslegri þýð-
ingu, og sendi hann Vísi
hana til birtingar.
þjóðrækni og löngun til þess
að kynnast högum og háttum
lands og þjóðar varð til þess,
að stór hópur íslendinga lagði
af stað frá Reykjavík 27. júlí í
skemtiför vestur og norður um
land, alt til Akureyrar, en það-
an var haldið suður, sömu leið.
Eg var annar þeirra tveggja út-
lendinga, sem þátt tóku í þess-
um leiðangri, og jafnskjótt sem
eg kom út í Gullfoss, elsta skip
Eimskipafélags Islands, veitti
eg því athygli, öllu öðru frem-
ur, að hvarvetna var mikill
gleðihragur og hátíðablær.
Gúllfoss, sem eg hafði komið á
frá Leith, var skreyttur og
glæstur fánum og böndum og
hafði nú verið breytt í skemti-
skip með sex manna hljóðfæra-
flokki, er lék á þilfarinu, og átti
nú að flytja glaðan og fagnandi
mannfjölda til Vestfjarða og
Norðurlands.
Hver farþegi hafði fengið
hand með þessari áletrun: „27/7
Gullfoss 1927“, og jafnskjótt
sem eg hafði fest það á mig,
fann eg, að eg var orðinn einn
af þessum hópi eða fjölskyldu
á Gullfossi, og fanst eg vera
lieima hjá mér, alveg eins og eg
væri kominn alla leið til Glas-
gow, þótt fjarlæg væri.
pó að útlendingum finnist
fróðlegt að skoða Reykjavík,
þá ber þar ekki mikla fegurð
fyrir augu, og mjög undraðist
eg, þegar eg sá hina fögru f jalla-
sýn á Vestfjörðum líða hægt
fyrir augu, á meðan Gullfoss
skreið með ströndum fram og
skilaði fram hjá hverju fjarð-
armynninu öðru furðulegra.
Stundum saman sat eg á þil-
fari og virti fyrir mér hið dýr-
lega landslag, sem varð jafn-
vel enn tignarlegra við brenn-
andi sumarsólskinið, og sá dal-
ina
„opnast með engjar og tún
og islenskar fornmannasögur.“
Mér var liægðarleikur, í kyrð
og einveru þessara tígulegu
fjalla og fjarða, að strjúka af
augurn mistur fornra tíða og
trúa þvi, að eg væri sjálfur horf-
inn aftur í söguöld sagnalands-
ins. pegar Gullfoss fór firam
hjá Drangey, spurði eg sjálfan
mig, hvort Grettir sterki hefði
ekki lagst til lands í gær eftir
eldinum, eða hvort það hefði i
raun og veru gerst fyrir 900
árum. Fanst mér trúlegra, að
það hefði gerst í gær!
En nú varð að liverfa frá slík-
um vökudraumum! Illjóðfæra-
flokkurinn lék síðasta „fox-
trot“ lagið af mikilli snild, og
eg lmeigði mig fyrir ungri og
friðri, íslenslcri blómarós og
fór aö dæmi annara farþega og
varði því, sem eftir var kvelds-
ins, til þess, að dýrka Terpsi-
kóre. Á ísafirði buðu farþegar
vinum sinum út í skipið og þar
var dansað fram til ldukkan
hálftvö eftir miðnætti. Eg var
að velta því fyrir mér, hvort
fólk mundi trúa mér, þegar eg
lcæmi til Skotlands og segði
því, að í landi, sem ranglega er
nefnt ísland, hefði eg séð stúlk-
ur i sumarklæðum dansa dag-
bjarta sumarnóttina við pilta,
sem farið hefði úr treyjunum
vegna hita!
Eg skal ekki þreyta lesendur
mína á þvi að lýsa hverri höfn,
sem við komum á, eða fjallasýn
þar umhverfis. pó verð eg að
nefna Patreksfjörð, 'sem mér
þótti mikið til koma. par þótti
mér hinn keltneski svipur íbú-
anna bera órækt vitni irskrar
menningar. pá fanst mér og
einkennilegt að kóma til Siglu-
f jarðar, sem réttilega er kallað-
ur „HerringopoIis“ (sihlar-
borg), og sjá hin hröðu liand-
tök stúlknanna, sem kverka og
salta síld. Fróðlegt var og að
sjá bræðslustöðvarnar og sitt
hvað fleira.
Mui* gefiip oimrmi
Siigers
saumavél.
Reykjavík.
Og loks komumst við til Alc-
ureyrar! Endurminningin um
þá tvo daga, sem við stóðum
þar við, er mér mjög kær, og
veit eg, að oft muni eg á löng-
um vetrarkveldum í Glasgow
láta hugann hvarfla þangað,
gleyma ysi og þysi stórborgar-
innar, stórhýsum hennar og
umferðarglaumi, en festa hug-
ann í þess stað við fegurð Ak-
ureyi’ar, hina hýru garða
hennar, hin fögru torfþök
bændabýlanna og hin himin-
gnæfandi fjöll, sem rísa um-
hverfis hið grösuga r sléttlendi
fyrir fjarðarbotninum. Eg'mun
öðru sinni slást í för með kát-
um félögum mínum á Gullfossi
og skemta mér í fögru landslagi
við Saurhæ. Eg mun i hugan-
um í'ara öðru sinni yfir Vaðla-
heiði í Vaglaskóg, og hvílast
þar og neyta vista liins forsjála
skipshryta. — Sannarlega ert
þú fögur, Akureyri!
Á suðurleið var einkum hugs-
að um skemtanir. Dans var
stiginn á hverju kveldi, og allir
farþegar höfðu einhverskonar
skringilegan höfuðbúnað.
Kveldið áður en komið var til
Reykjavíkur, var mælt fyrir
minnum og ræður þakkaðar, og
þá varð eg þess var, hve marga
vini eg hafði eignast þessa
stuttu stund, sem eg stóð hér
við.
pað er vitanlegt, að bönd
tengja Skotland og ísland, því
að margir forfeður okkar Skota
voru af sama bergi brotnir sem
landnámsmenn á Islandi. peg-
ar eg varð þess var, hve skjót-
um og traustum böndum e g
var tengdur orðinn þessu furðu-
lega landi, þá skildi eg að fullu
orsökina til vináttunnar milli
Skotlands og íslands og livers
vegna hefir jafnvel legið við
sjálft áður, að land þetta tengd-
ist breska ríkinu.
íslendingar eru líkir Skotum
í skaplyndi. peir eru gestrisn-
ir og örlátir, greindir og spar-
samir. peir ætla sér tíma til
starfa og tíma til skemlana, og
rækja hvorttveggja af alhug.
Og ef hreinlæti og reglusemi,
snyrtileg umgengni og hag-
kvæm þægindi á Gullfossi eiga
sinn lika á hinum skipum fé-
lagsins, þá er Eimskipafélag ís-
lands góður í'idltrúi landsins og
því til sóma í alla staði.
ísland! Skoskur maður kveð-
ur þig heillaóskum!
Ralph McCarthy.
HETA
(Hvítu kolin),
er nýlega komið á heimsmarkað-
inn, en er þegar vel þekt í flest-
um menningarlöndum.
MET A er snjóhvítur harð-
ur eldiviður og er seldur í smá-
töflum ýmislega mótuðum.
ME T A er fyrst og fremst
notaS í stað brensluspritts, olíu
og annara líkra efna, en hefir auk
þess í sér fólgna ymsa aSra notk-
unarmöguleika.
META hefir rneiri hita-
kraf’t að geyma en spritt eSa olía
og er ólíkt fyrirferðarminna og
þægilegra í allri notkun.
M E T A-eld. skal lífga meS
eldspýtu, eldurinn logar reyklaust,
eldiviSurinn helst harður, engia
aska myndast.
M E T A taflan kólnar jafn-
skjótt og loginn er slöktur. Hún
breytir ekki lögun og heldur hita-
efnum sínum.
M E T A leysist ekki upp í
vatni og raki hefir ekki áhrif á
það, en engin eldhætta stafar af
því eins og t. d. af spritti, olíu
bensíni 0. s. frv.
ME T A er einkanleganotaS
með svokölluðum META-áholdum
sem eru sérstaklega tilbúin fyrir
þennan ágæta eldivið, er gerS
þeirra meS ýmsu móti, eru þau
ódýr og þægileg í meSferð.
M E T A-eldiviður erþarfa-
þing; þeir sem reynt hafa, segja
hann nauðsynlega eign á hverju
heimili í hverju skipi o. s. frv.
en^ sórstaklega mun hann þó gagna
ferðalöngum og fðlki, sem fer í
smáskemtiferðir. - - Smáhrot úr
M E T A-töflu nægir til aS
hita upp „Primus“ — engínn
skyldi því nota spritt til þcirra
liluta.
M E T A fæst bráðlega víða
i verslunum hér í bæ, en nú sem
stendur fæst það í verslun minni,
sem hefir umboð hér á landi fyrir
MET A