Vísir - 15.08.1927, Blaðsíða 3

Vísir - 15.08.1927, Blaðsíða 3
V 1 S I R Skemtiför ,Fáks‘. / ilins og til stóð var fariö i akemtiför héðan úr bænum ríð- andi upp að Lyklafelli. Bar Hesta mannafélagið „Fákur" veg og vanda af förinni, enda var það félagið, sem gengist hafði fyrir f)ví að farið væri. Var lagt á stað frá flötinni fyr- ir framan Barnaskólann, og tald- ist mönnum þá til, að um það bil 200 reiðskjótar væru með í för- inni. Var það hinn fríðasti hóp- ur og var Loftur Guðmundsson, ijósmyndari, á varðbergi þegar hópurinn fór upp Bankastræti og •eins inn við ár til þess að taka kvikmyndir af útreiðarfólkinu. Inn á reiðvelli bættust Hafn- firðingar við og var nú flest í för- inni kringum 250 manna. Var haldið iun reiðveginn að Elliða- vatni og er það hinn skemtileg- ÆLsti vegur, en er honum sleppti tók við nær ófær kafli yfir hraun- fláka. Voru menn misjafn- lega ánægðir með þennan kafla ferðarinnar, en að öðru leyti tókst förin vel. Á flötunum framan við Sand- skeiðið, en drjúgan spolta frá Lyklafelli var skemtistaðurinn. fteyndist hann vera einkarvel til slíkra skemtanahalda fallinn, og skemtu menn sér við söng, ræður og dans fram eftir deginum. Hótel „Hekla“ sá um veitingar og fórst það prýðilega úr hendi. Á heimleiðinni var farinn þjóð- vegurinn og gekk sú för greiðlega. Kom útreiðarfólkið til bæjarins aftur kl. liðlega 10 og höfðu menn jyfirleitt skemt sér hið besta. íslendingasandið, —o— Þaö var þreytt í gær út viö sundskálann í Örfirisey. Keppend- ur voru 5, og varS fyrstur Jón Ingi Guðmundsson á 9 mín. 21,7 sek. og er hann nú sundkonungur jslands, annar varð Óskar Þor- Lelsson á 10 mín. 4,1 sek. og þrigji Einar S. Magnússon á 10 mín. 13,4 sek. — Sundkonungurinn synti fcringusund prý'öilega, og er eng- inn vafi á því, aö hann getur orö- jö okkur til frægöar á erlendum sundmótum, meö bringusundi sínu, haldi hann áfram aö þjálfa sig vel og reglulega. Jón Ingi G. er fimti íriaður sein hlotiö hefir sæmdar- lieitiö: Sundkonungur Islands. Hinir fjórir eru: Stefán Ólafsson frá Fúlutjörn, Ben. G. Waage, Er- lnlgur Pálsson og Árni Ásgeirsson. Erlingur P. á metiö, sem er 9 mín. 6 sek. Árið 1910 gaf Ungmenna- fél. Rvíkur sundbikar íslands, og var fyrst kept um bann 14. ágúst sama ár. Þegar Ungm.fél. hætti aö starfa, afhenti það í. S. I. bik- arinn, svo aö íslendingasundiö félli ekki niður, en yröi þreytt ár- lega. Þá var þreytt 300 stiku sund fyrir. drengi innan 18 ára aldurs. Keppendur voru átta, og varð fyrstur Magnús Magnússon frá Kirkjubóli á 5 mín. 41,6 sek. (yf- irhandar-hliðsund), annar Friörik Eyfjörö á 5 mín. 49,1 sek. og- þriðji Elías Valgeirsson á 6 mín. 1 sek. Fékk sigurvegarinn verðlaunabik- þann er K. R. gaf í fyrra, en vinna verður hann tvisvar sinnum ] ti! fullrar eignar. Þá var 100 stiku sund fyrir konur, og varð þar fyrst Heiðbjört Pétursdóttir á 2 mín. 2,2 sek. (bringusund), önnur Kornelía Kristinsdóttir á 2 min. 8 sek. og þriðja Anna Gunnarsdótt- ir, á 2 mín. 9 sek. Þá sýndu nem- cndur Ingibjargar Brands ýmsa sundleiki og dýfingar undir stjórn trú Lillu Möller. Erlingur Kle- mensson þreytti kafsund og poka- sund. Um sundþrautarmerki l.S.Í. keptu þrjú, en aðeins ein stóöst prófið, Hulda Jóh'anqesdJttir, á 26 mín. 4,7 sek. Hún er aðeins 14 ára að aldri, og virðist vera mjög efnileg þolsundskona. Loks var kappróður á milli tveggja ísl. skipshafna, þvi að varðskipið ,„Fylla“ var hér ekki. Annar kapp- róðrabáturinn komst ekki að mark- inu,. því aö ár brotnaði, en hinn var 8 mín. 53 sek. á milli marka. \'egalengdin mun hafa verið lítið eitt skemri en við fyrri kappróður- inn. Stendur nú til að keppa við ,,Fylluunga“, þegar varðskipiö kemur hingað aftur. Aö mótinu loknu afhenti forseti í. S. í. sigur- vegurunum verðlaunin meö ræðu, og þakkaöi sundmönnunum fyrir aírekin; einnig mintist hann Ingi- bjargar Brands, sem átti 20 ára sundkennara-afmæli fyrir skömmu, og þakkaði henni ágætt starf í þágu sundsins og íþfóttanna und- anfarin 20 ár. Loks mintist hann á Engeyjarsund Ruth Hanson’s og Drangeyjarsund Erlings Páls- sonar yfirlögregluþjóns, sem við mundum kunna að meta þess bet- ur, sem stundir liðu fram. Bað hann áheyrendur hrópa íslendinga- húrra fyrir sundgörpum vorum, og var vel undir það tekið. — Annan sunnudag verður kept um fer- þrautarbikar í. S. í., og haldið sundmót í sambandi við það, og er það síðasta sundmót hér í sumar. Fijátsbliðaríör. Lengi hefir mig langað til að koma austur í Fljótshlíð, og nú loks er sú ósk mín uppfylt. Þriðjudaginn 19. þ. m., kl. 6 að morgni, var lagt af stað héðan úr bænum, og vorum við 10 saman í bifreið, en ferðinni var heitiö að Múlakoti i Fljótshlíð. Veður var hið blíðasta, en þó nokkur þoku slæðingur fyrst um morguninn. Þegar viö komum á Kambabrún, var enn mistur yfir austurtindum. En er við fórum austur með Ing- ólfsfjalli, létti yfir, og brátt glaðn- aði fyrir sól, svo aö Hekla og Eyjafjallajökull afklæddust þoku- skýlunni og blikuðu alskínandi við heiðskíran himin. Búrfell og Þrihyrningur og önnur lægri fjöll voru hjúpuð gegnsærri, blárri blæju. — Bifreiöin rann greitt, og við komum að Ölfusárbrú kl. 9 árd. Var þar stutt viðstaða, og héldum við áfram sem leiö liggur austur yfir Flóann, síðan yfir Þjórsárbrú og austur úm Iíolt, uns við námum staðar við rjónia- tússkála Holtamanna, að Rauða- læk. Breiddum við þar dúk á jörð og snæddum miðdegisverð.. Var salttr sá víður og fagur, er við nú sátum í, og nutu allir mikillar ánægju. Frá Rauðalæk var haldið áfram viðstöðulaust austur að Hlíðarenda. Lengra inn i Fljóts- hlíðina verður eigi komist á bif- reið. Þeir sem í fyrsta skifti líta Fljótshlíðina, klædda sumarskrúði, niunu á þeirri stundu minnast oröa Gunnars á Hlíðarenda, er hann sagði: „Fögur er hliðin.“ Enda mun Fljótshliðin vera ein hin allra fegursta fjallasveit hér á landi. „Hvar sér augað sviplíkt svið?“, kvað Matthías skáld. Og h.ann lýsir Hlíðinni meðal annars með þessu fagra erindi: „Öðrumegin hágráen hlíð hvítra fossa silfri slegin, anganblíð og bogadregin breiðir faðminn móti lýð; hinumegin veldis-víð verndar dalinn jökulbreiða, sólin gyllir lmúkinn heiða — undra-kvöldsjón ægifríð!“ Þverá rennur fram með bygð- mni. Hefir hún gert þar allmik- inn usla og brotiö skörð í búlönd bænda. Er eigi annað fyrirsjáan- legt, en að áin eyðileggi að mestu sumar bújarðir i Hlíðinni, ef eigi verður á næstu árum hafist handa tii að fyrirbyggja meiri skemdir henni. Það mundi vafalaust verða dýrt mannvirki, ef stifla ætti Þverá, veita henni úr núver- mdi farvegi sínum í Markarfljót ;g byggja síðan nauðsynlega varnargarða og brúa fljótið. En þetta virðist samt vera eina ör- yggisráðið gegn ágangi árinnar. Hið mikla sandflag, með síkj- um og álum, er Þverá hefir rnynd- að milli Landeyja að austan og Fljótshlíðar og Hvolhrepps að vestan, óprýðir bygðarlagið, sér- staklega hvað Fljótshlíð snertir. • Mætti og geta þess fyrir þá sem ekki þekkja staðhætti þar eystra, að ef Þverá væri breytt eins og áður er að vikið, og lögö brú á Markarfljót, þá fengist bif- reiðavegur alla leið austur í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Myndi sá veg- ur að líkindum verða mikið not- aður. —o— Við komum heim aö Hlíðar- enda. Bærinn stendur hátt uppi í F jallshliðinni og í of miklum bratta, að mér finst, til þess að þar megi kallast verulega fallegt. Stutt bæjarleið er frá Hlíðarenda inn að Hlíðarendakoti. Þar byrjar aðalfegurð Fljótshlíðarinnar. Margs er að minnast, og margt ílýgur ferðamanninum í hug, er hann kemur á fornfræga sögu- staði. Svo fór mér, er eg var stadd- ur á Hlíðarenda, að mér stóð þá íyrir hugskotssjónum vopnfimi Gunnárs, þegar hann varðist óvin- unum, uns bogastrengurinn brast, en Hallgerður var svo harðlynd, að hún neitaði manni sínum um hárlokkinn. Á þessum stöðvum er þó á fleira að minnast en fornald arkappa og fornsögulega atburði. — Á Hlíðarenda fæddist hið fræga skáld, Bjarni Thorarensen, og í Hlíöarendakoti var æsku- heimkynni annars stórskálds vors, Þorsteins Erlingssonar. slíkir and- ans menn gleymast eigi. Og mér finst sem andagift þessara manna sé í beinu samræmi við tign og fegurðarsvip landslagsins, þar sem þeir voru bornir og barnfæddir. Eg hafði ávalt hugsað méi Fljótshlíðina sem fagran reit, um girtan af tignarlegum fjöllum. Og þetta er rétt hugmynd. Eg hafði vitanlega lesið um þetta landslag í íslandslýsingu, og eg hafði enn- fremur séð nokkur málverk úr Fljótshlið, og einnig af Þórsmörk. En, einna sannasta og áhrifamesta mynd af þessum stöðum, hafði eg íengið gegnum snildarkvæði Matth. Jochumssonar: „Fljótshlið og Þórsmörk." — Eg man ekki eftir, að eg hafi neinstaðar séð jiað tekið fram í ritgerðum um skáldskap Matthíasar, hve óum- ræðilega mikill snillingúr hann var i því að lýsa skipulagi lands- lags og stórfeldri náttúrufegurð. Vil eg í þessu sambandi minna á annað kvæði hans. Það heitir: „Á Gammabrekku" (hjá Odda). Eg veit að hitt er öllum kunnugt, að háflugið er takmarkalaust i kvæð- um Matthiasar.--------Eg bið af- sökunar á því, þótt mér hætti við að hlaupa i gönur frá aðalumtals- efninu.------Við fórum fótgang- andi frá Hlíðarenda að Múlakoti, enda er það stuttur spölur og tor- færulaus, nema hvað ein smáá (Merkjá), er á leiðinni. Má stikla hana þurrum fóturn. — Hugði eg í.ú gott til að hitta góðkunningja rninn, Ólaf málara Túbals, i Múla- koti, en hann var þá nýskeð lagð- ur af stað i íerð upp á Rangárvelli með danska málaranum Joh. Lar- sen. — Hjá foreldrum Ólafs og frú hans mættum við vingjarnleg- um móttökum. — læiddi húsbóndi okkur þegar inn í hinn undur- fagra trjágarð. Elstu birkitrén þar eru 30 ára gömul. Allur er garð- urinn hinn prýðilegasti. Milli trjá- raðanna eru blómreitir fagurlega ræktaðir. í garðinum eru borð og grasbekkir, og í einu horninu sól- skýli. Er það sönn unun fyrir ferðafólk, að ganga um skrúð- ræna laufsali garðsins. Húsfreyjan i Múlakoti, frú Guðbjörg Þorleifsdóttir, hefir unii ið mikið starf og fagurt í ræktun þessa góða garðs. Það hefir marg- ur unnið minna til en hún, sem fengið hefir styrk eða heiðurslaun aí ríkisfé. Að vísu mun hafa ver- ið farið fram á það í fyrra við Al- þingi, að það veitti Guðbjörgu dá- litla fjárupphæð í þessu skyni. En þingið skar þann' styrk mjög við neglur sér. Eg liygg þó að Múla- kotsgarðurinn sé langtum fágæt- ari og verðmætari heldur en sumt af andlegu afurðunum, sem ríkið launar nú með árlegum styrk til einstakra manna. Gestkoma er mikil í Múlakoti, einkum um þennan tíma árs, o þar gista margir, er fara inn a Þórsmörk. — Bóndinn i Múlakoti, hr. Túbal Magnússon, sagði mér að brýna nauðsyn bæri til að byggja þar veitinga- og gistihús. Ln þetta er ekki auðgert fyrir fá- tækan mann, nema hann fengi styrk til þess af opinberu fé. Þó ekki væri hugsað til að koma þarna upp neinu stórhýsi, myndi byggingarkostnaðurinn þó verða æði mikill, þar sem aðflutningur allur er mjög dýr og erfiður. Því miður átti eg eigi kost á að dvelja í Fljótshlíðinni nema lítinn hluta úr degi. Eigi að síður varð þessi stutta dvöl þar mér til gagns og gleði. Og eg vildi að Iokum óska þess, að sem flestir gætu átt kost á að létta sér upp, og ferð ast austur i hliðina fögru. Við komum heim samdægurs kl. rúmlega 12 um kveldið og vor. um ánægð yfir ferðalaginu og veð- urblíðunni sem hafði gert okkur Nýjar góðar KaptöfluF og App elsínup í VERSL. VÍSIR. NotuS íslensk frímerki eru ávaltkeypt hæsta ver8i í Békabúðinni Laugaveg 46 þennan eítirminnilega dag svo yndislegan. Rvík, 28. júlí 1927. Pétur Pálsson. Veðrið í morgrm. Hiti í Reykjavik xi st., Vestm.- eyjum 12, Isafirði 8, Akureyri 9, Seyðisfirði 10, Grindav. 11, Stykk- ishólmi 10, Grímsstöðum 5, Rauf- arliöfn 7, Þórshöfn í Færeyjum 11, Utsira 15, Tynemouth 14, Hjalt- landi 12, Jan Mayen 5 st., (engin skeyti frá Iiólum í Iiornafirði, Is.aupmananhöfn og Angmagsalik) Mestur hiti í Rvík í gær 15 st., minstur 9 st. — Úrkoma 0,4 mm. — Lægð yfir Bretlandseyjum. Hæð yfir Grænlandi. — Horfur: Suð- vesturland i dag og i nótt: Aust- læg átt. Sumstaðar dálitil rigning. F'axaflói i dag og i nótt: Norð- austlæg átt. Þurt ’veður. Breiða- fjörður og Vestfirðir, í dag og í nótt: Allhvass norðaustan. Senni- lega úrkomulaust. Norðurland, í ciag og í nótt: Norðaustan. Þylct loft og dálítil rigning, einkum aust- an til. Norðausturland, i dag og í nótt: Allhvass norðaustan. Regn- skúrir. Austfiröir og Suðaustur- landí í dag og í nótt: Austlæg átt. Þykt loft og’ sumstaðar regnskúrir, Harldur Sigurðsson, píanóleikari, fer utan með „íslandi“ á mið- vikudag, og leikur hann hér aðeins einu sinni í þetta skifti, áður en hann fer, annað kvöld í Gamla Bió. Viðfangsefni lians, eru fjölbreyti- leg, og sum lögin ný hér eða óþekt. Þetta er fyrsti hljóðfæraleikurinn í hinum nýja sal Gamla Bíó, og á hið nýja og góða hljóðfæri þar, frá Steinway & Sons. — Þau hjón- in, Haraldur og kona hans, koma austan frá Kaldaðarnesi í dag", en þar hafa þau verið i sumar, síðan þau komu heim hingað. Nú hverfa þau 'aftur til kenslustarfa sinna við listaháskólann í Iiöfn, en þar eru þau kennarar bæði, hann í pí- anóleik, en hún í söng. Óvíst er, hvort þau koma hingað aftur fyrst um sinn. Pétur Á. Jónsson, óperusöngvari, syngur í Gamla Bió í kveld kl. 7F2, í siðasta sinn. Eitthvað lítiö af aðgöngumiðum mun enn óselt og er vissara að tryggja sér þá í tima. Aðgöngu- miöar, sem óseldir kunna að verða ki. 7 fást við innganginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.