Vísir


Vísir - 03.09.1927, Qupperneq 2

Vísir - 03.09.1927, Qupperneq 2
V 1 S I R Höfnm íyrlrliggjandl: Stormvax. Útilokap tpekk og vatnspensli í gluggum. Þegar hestupinn gefst upp - ’ÍIM 7 CHEVROLET ,J Á blautum vegum — i bröttum brekkum — meÖ þungt hlass — sýnir Chevrolet vörubíllinn best hvert afbragð hann er. par sem hesturinn gefst upp, rennur Chevrolet létt um veginn. Hin sívaxandi sala Chevrolet bílanna sýnir með tölum, að þeir eru langmest eftirsóttu bílarnir í öllum heiminum. petta er ekki nein tilviljun, heldur eðlileg afleiðing þess, hve bill- inn er framúrskarandi vandaður og ódýr. Á liverjum sólarhring eru smíðaðir 4500 Chevrolet bílar. En það er um 1300 bílum fleira en hjá þeim næsta í röðinni. Aðalumboðsmenn fyrir General Motors bifreiðar Jóh. Ólafsson & Co. Spatram ?indlar fyrirliggjandi margar tegundir. þórðnr Sveinssði & Co. Umboðsmenn fyrir Spaan & Bertram, Amsterdam. Símskeyti —O'—' Khöfn 2. sept. FB. Flugvélar saknaö. Símaö er frá London, aö ekkert íiafi frést til flugvélar þeirra Min- chins og Hamiltons. Ætla margir sennilegt, aö hún hafi farist. Ráösfundur þjóðbandalagsins settur i. sept. Siniað er frá Genf, aö ráösfund- ur Þjóðabandalagsins hafi verið settur í gær. Aöeins smátnál á dag- skrá. Tjón af vatnavöxtum. Símað er frá Berlín, að miklir vatnavextir séu í Austur-Galizíu. Vatnið hefir flætt inn í margar borgir og valdið miklu tjóni á mannvirkjum. Sennilegt talið, að hundruð manna hafi farist og yfir fímtíu þúsundir séu heimilislaus- tt. Khöfn 3. sept. FB. Japanar ráðgera að leggja jám- brautir í Mansjúríu. Símað er frá Berlín, að Japanar áformi að láta leggja nýjar járn- brautir í Mansjúríu. Hefir ótti gripið rússnesku blöðin út af á- formum þessum, og telja þau lík- !egt, að Japanar ætli sér að ná yfiráðunum yfir allri Mansjúríu. (Mansjúría er kínverskt land í Austur-Asíu, og er 940.000 fer- Idlóm,. en íbúatalan er 13—15 milj. M. er að mestu fjallaland og ér talið, að það sé námuauðugt mjög (gull, silfur, kopar, járn og kol). í M. eru miklir skógar. Ak- uryrkja og kvikfjárrækt er mikil í landinu, og er þar yfirleitt alt í góðri framför, síðan farið var að leggja þar járnbrautir. Mukden er stærsta borgin (íbúatala 160.000) og var þar háð stórorusta í stríð- inu milli Japana og Rússa. Man- sjúria var þrætuepli milli Rússa og Japana í byrjun þessarar ald- ar. Þegar Boxarauppreisnin varð í Kína, árið 1900, notuðu Rússar tækifærið og sendu her inn í Man- sjúríu. Skoðuðu Japa'nar það ógn- un. Katsura-ráðuneytið lét gera víðtækar hernaðarráðstafanir og lcitaði vinfengis Englands (varn- arsamningurinn, dags. 30. jan. ár- iö 1900). Rússar lofuðu því 1901, aö kalla herinn heim, en efndu ekki það loforð. í des. 1903 settu Japanar Rússum úrslitakosti, en Rússar svöruðu því engu. -Höfðu Japanar þá eigi fleiri orð um, en hófu þegar árás á rússneska flot- ann í Port Arthur. Urðu Japanar sigurvegarar í því stríði. Var Roosevelt Bandaríkjaforseti miðl- unarmaður, er friður var saminn, 1905, í Portsmouth. En Japanar voru lítt ánægðir yfir friðarsamn- ingunum. Fengu þeir Liaoutang- skagann, syðri helming Shakalin- eyjar, og Korea var setfB, undir vernd þeirra, en Rússar urðu að hafa sig á brott úr Mansjúríu. Munu bæði Rússar og Japanar enn líta girndaraugum til Mansjúríu). Utan af landi. •—o-- Hallgeirsey 2. sept. FB. Kjarval málari hefir hafst við inni á Þórsmörk hálfan annan mánuo og gert þar margar og fagrar myndir. Mun hann í haust halda sérstaka Þórs- merkur-málverkasýningu, og er því spáð, að sú sýning verði fjöl- sótt. Akureyri 2. sept. FB. Slys. Maður féil í nótt úr bát við eina bryggjuna hér og druknaði. Hann hét Jóhann Albertsson frá Hall- landsnesi við Eyjafjörð. . Amór Sigurjónsson skólastjóri á Laugum, fer til Reykjavíkur með Nóvu í nótt, og befir, að því er „Dagur" segir, verið beðinn að koma suður, til þess að vera með í ráðum um fyr- irkomulag Suðurlandsskólans. Akureyri 3. sept. FB. Mikill töðufengur. Af túninu á Hólum í Hjaltadal fengust 1400 hestar af töðu. Hef- ii töðufengur áidrei orðið meiri þar. Kristján Kristjánsson, söngvari frá Seyðisfirði syngur hér á sunnudaginn. Síðan í febrúarmánuði 1925 hef- ir rithöfundurinn Gunnar Gunn- arsson við og við látið frá sér fara greinar í dönsk blöð, þar sem hann talar máli sameiningar allra Norðurlanda í eitt allsherj- ar ríki. Hefir hann gengið ötul- Iega fram í þvi, að brýna það fyrir mönnum, hvílík nauðsyn sé til þessarar „sambræðslu" og fiutt fjöldamargar ræður um mál- ið á ýmsum mannfundum, en sér- staklega á stúdentafundum. Nú hefir G. G. nýlega safnað helstu greinum og ræðum sinum um málið saman í eina bók: „Det nordiske Rige“, og gefur bók sú ástæðu til þess, að rekja sögu og gang þessa máls, sem allmerkt má teljast, þó að vonlítið, ef ekki von- laust, sé um allar framkvæmdir á því eða framgang. Sá, er þetta ritar, hefir hlýtt á ræðumanninn G. G. í tvö, þrjú skifti, er hann talaði máli „stór- skandinavismans“. Minnisstæðust mun ræða hans á stúdentafund- inum i Osló, þeim er á hlýddu, enda var ræðan flutt með frámuna miklum krafti og mikilli mælsku. Það ’ var engin furða, að ungir menn, studentar á fyrstu lærdóms- árum, fullir af eldlegum áhuga, fögnuðu ræðumanni í augnabliks- hrifning, en það er trúa mín, að þeir af þeim, sem nú lesa ræðuna „Hrafnar Óðins“, í hinni nýju bók, verði fyrir vonbrigðum og þeim eigi alllitlum. „Var þetta alt og sumt, orða- gjálfur, hugsjónarót, fagrir draumar—og „pólitískar“ drauga- sögur til smekkbætis." Svona munu margir hugsa og ypta öxl- um. Pappírinn hlífist ekki við að birta það jafnsnemma og liitt, er bæglega varð yfirsést í hamþrung- inni „agitations“-ræðu. Að því er skilist getur á ræð- um og riti G. G. og nú seinast á bók hans, hyggur hann að sjálf- stæði Norðurlanda sé í voða, nema að löndin sameinist og beiti sér sem eitt ríki væri út á við. Telur bánn tímann sérlega vel til þess fallinn, að hugmynd þessi nái fram að ganga nú. Örðugleikarnir á því, að þetta megi verða, eru furðu veigalitlir — á pappírnum, en erf- iöari viðfangs í veruleikanum. Þetta tekur G. G. fram, og bendir á að gagnkvæm tortryggni frænd- þjóðanna sé illur Þrándur í Götu sameiningar-hugmyndinni. „í sam- anburði við þennan erfiðleika (tor- tryggnina), virðist sá erfiðleiki, að við verðum að losna við (afvikle) þrjár konungaættir, skifta minna máli. Við erum ekki mannætur: I.átum okkur því setja þá á eftir- laun í eins marga ættliði og Jahve •lét syndir feðranna koma niður á börnunum." En það eru fleiri erf- iðleikar, sem við er að stríða, en tortrygnin og konungarnir og of langt mál upp að telja, hver ráð G. G. sér við þeim öllum. Sameining Norðurlanda i eitt ríki, á langt í land, sje hún fram- kvæmanlcg á öðrum grundvíelli, en grundvelli ofríkis, þannig að sterkasta þjóðin bæli hinar smærri þjóðirnar undir sig. Hitt er auðskilið mál, „að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér“, og á það við hér, ef eitt- hvert stórveldanna réðist með of- ríki á eitthvert Norðurlanda. Þetta hafa stjórnmálamenn seinni tíma séð, og með því að hnýta ýmis- konar tengsl milli rjkjanna, og leggja deilumál undir gerðardóma, hefir þegar verið stigið spor í átt- ina að tryggja samheldnina. Að því er ísland snertir, þá höf- mn vér þegar tekið drjúgan þátt í samningagerðum við hin nor- Blðmkál stór og góö 50 aura. Kaftöflur, ísl af hinni ágœtu Eyvindar- ætt. 35 kg. í poka 7.90. Notid tækifærið. tænu löndin, og eigum sjálfsagt eftir að taka meiri þátt í þeim störfum, og verður þeim eigi lokið fyr en fullkomnar, gagnkvæmar öryggissamþyktir hafa verið gerð- ar milli allra norrænu ríkjanna. Það mun og .heppilegast, að hver búi að sínu og sé sjálfum sér ráðandi, en að ekki sé farið að vekja upp „Kalmar“-draug Mar- grétar drotningar, eða aðra drauga honum meira eða minna skylda. L. S.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.