Vísir - 07.10.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1927, Blaðsíða 2
V I S I R Gærtif og fiarair kaupum við hác verði. Magfnús Eiuarson dýralæknir Hann andaöist hér í bænum sunnudag’inn 2. október, eins og áöur hefir veriö getiö utn. MeS Magnusi dýralækni er í hniginn i valinn einn hinna bestu j borgara bæjarfélags vors; mikil- i hæfur embættismaöur, sem gegnt | befir ábyrgðarmiklu embætti fyrir j JtjóöfélagiÖ i rúm 30 ár, meö rögg- semi og ágætri þekkingu á fræ'ði- giein sinni, og ötull starfsmaður íio mörgum gagnlegum málum ut- ;m embættisstarfanna. Þegar saga þeirra hliðar bún- aðarmálanna veröur skráö, sem Magnús Einarson dýralæknir baföi afskifti af sem embættismaS-. ur og haföi drýgst áhrif á vegna stööu sinnar. mun hans veröa get- iS í sambandi viS ntörg míkilvæg stefnumál i þeim efnum, sem al- menningur hefir ekki kynsí enn ao neinum mun. Sú saga mun leiða j)a‘S i Ijós, aS þar sem Magnús dýralæknir Ein- arson var. átti þjóSfélagið, og sérstaklega bændastétt landsins, dyggan þjón, sem fann glögt til ábyrgðar þeirrar, sem á lierðum hans hvíldi sem æðsta dýralæknis landsins og ráðunaut þings og stiórnar um rnörg mál, er snerta hag bændastéttarinnar sérstaklega og enda hag allra landsmanna. Afstaða Magnúsar dýralæknis ti! þeirra mála allra, var ávalt nið- urstaða nákvæmrar íhugunar og ágætrar fagþekkingar, samfara einstakri alvörugefni og samvisku- semi góðs embættismann's. Þótt fagþekking Magnúsar væri ágæt. ]>á lét hann ekki leiSast svo af lienni cinni saman, er um stefnu- mál var að ræða, að ekki tæki h.ann réttmætt tillit til allra atriða cr til athugunar hlutu að koma. Magnús var svo greindur maður og mentaður. að hann vildi í öllu komast hjá að fara of langt — komast hjá að skerða réttmæta hagsmuni nolckurs einstaks, um leið og almennum hgsmunum var íullnægt. Jfn þegar hann hafði markað afstööu sína og sannfær- ing hans var örugg, — þá leit Magnús Einarson ekki til hægri eða vinstri, þá varð ]>eirri afstöðu ekki haggaö, lrver sem í hlut átti. Verndun bústofns íslenskra bænda fyrir sjúkdómuni, senr ekki þekkjast hér á landi, en valda margir ægilegu tjóni erlendís, var lionum stærsta áhugamálið. Var hann embættistíð sina alla örugg tvr varðmaður þjóðfélagsins í ]>essu efni og hvikaði þar aldrei. Gagn- lcgt og fróðlegt hefði það verið fyrir hvern bónda á landi voru, ef víðvarp’ hefði flutt heim í hverja baðstoíu landsins ræður þær, er hinn látiii dýralæknir liclt við þann, er þetta ritar, er það mál bar stundum á góma. Þar var ör- ugg sannfæring flutt með rökuni, sem óhægt virtist að hrekja, og áhuga, sem mætti einkenna alla cmbættismenn í embættisstörfum Jjeirra. Magnús Einarson var upphafs- maður að bólusetningu sauðfjár hér á landi, við bráðafári. Var starf lians alt fyrir þétta mál bæði mikið og merkilegt. og mun með niörgu öðru verða honum óbrot- gjaru minnisvarði meö þjóð vorri. Honum má ennfremur þakka það, eða áhrifum hans, að miltisbruni l'ekkist ekki lengur hér á landi, en hafði áður gert tjón á búfé landsmanna. Sannspár reyndist Magnús Eiri- arson um það, að ekki mundi tak- ast útrýming fjárkláða úr landinu með böðun Myklestads, hér á ár- unum, og hélt liann því fram i ræðu og riti. Mun sá endir senni- ieg'a verða á því máli, að fara verði eftir ráðleggingum hans um ]>að, hvenær sem að því kemur, að útrýmingarböðun verður á'kveðin. Magnús dýralæknir átti stund- um í deilum vegna skoðana sínna og afstöðu til ýmissa rnála, er snertu embætti hans, stundum vegna vanþekkingar andstæðinga hans á staðreyndum, er honutn vóru kunnar, og stundum vegna mismunandi skoðana. Sum af þeim atriðum, er deilt var um, verða ekki sönnuð ncma af reynslu. Ósk- andi væri, að ekki hlytist tjón af að sannprófa þau atriði, sent svo er ástatt um, þegar staðfestu Magnúsar Einarsonar dýralæknis nýtur ek'ki lengur viö, Magnús Einarson var, auk cmbættisstarfa sinna, hlaðinn margvíslegum störfum í ])águ bæj- arfélag's Reykjavíkur. Átti hann um tíma sæti í bæjarstjórn, og í niöurjöfmmarnefnd ]\.eykjavíkur átti hann lengi sæti, mörg ár senv formaður liennar ; auk ])ess gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir mörg cinkafélög og var alstaðar mikils metinn og virtur, sem hinn mesti hæfileika og áhugamaður. Magnús Einarson var fæddur 16. april 1870, útskrifaðist úr Lat- ínuskólanum árið 1891, tók dýra- læknispróf í Kaupmannahöfn ár- ið 1896. Á sáma ári var hann skip- aður dýralæknir í Reykjavík. Hann kvæntist 2. maí 1901 Ástu cíóttur Lárusar Sveinbjörnsson há- yfirdómara, er lifir rnann sinn, á- samt 4 börnum þeirra. Jarðarför hans fer fram á morg- un. Símskeyti Khöfn 6. okt. FB. Uppreisnin í Mexíkó. Simað er frá New <York borg, að uppreisnin i Mexíkó hafi veriö bæld niður. Gomez hershöfðingi var handtekinn og tekinn af lífi. Eignir uppreisnarmanna voru gerðar uþptækar. Þingið í Mexíkó liefir svift fjörutíu og átta þing- menn, er voru við uppreisnina riðn- ir, ])ingsætum sínum. Ófriðurinn í Kína. Símað er frá London, að Feng- Yuh-siang hafi hafið sókn i þeim tugangi að taka Peking. Chang- Tso-lin heldur undan með her sinn. Tapanar ráðgera að senda lierlið til Pe'king. Símað er frá Tokio, að japanska stjórnin ráðgeri að senda herlið til Peking og Tientsin. (Tientsin stendur við Peiho, 34 km. frá Gula hafinu. Taku-vígin voru bygð til þess aö verja inn- siglinguna. T. er einhver mesta verslunárborg í Kína og hefir járnbrautarsamband við Peking. Önnur lina liggur að Síberíu- járnbráutinni. íhúatala er ca. 800 ]:úsund). ■ Breikkun á fram að fara á Grundarstíg og var þess vegna sam])ykt að kaupa hluta af lóð- iuni nr. 2 við þdrin stíg, ásarnt steinbæ, til niðurrifs, fy'rir 5800 krónur. Gufunes vill ábúandinn, Jónas Björnsson, fá til áhúðar fyrst um sir.n. Leignmáli hans er útrunninn í næstu fardögum. Erindi hans var frestaö. Fulltrúaráð vefkalýðsfélaganna sækir um erfðafe.stuland í Vatna- görðum fyrir irinán Laugarnes. Erindinu var frestað til íhugunar. Skautasvell. Samþykt að fela borgarstjóra að láta gera skauta- svell fyrir almenning á Tjörninni og sernja við íþróttafélagið um framkvæmd á því. Hitaveita frá laugunum. Sam- þykt að skora á bæjarverkfræðing og vegamálastjóra að hafa lokið ranhsókn á hitaveitu frá þvotta- laugunum áður en fjárhagsáætlun fyrir næsta ár verður samin. Hraðritun og Esperanto. Sam- ]?ykt aö lána eina kenslustofu í Barnaskólanum til kenslu í þ.ess- um námsgreinum. Aukadýrtíðaruppbót. Samþykt að veita staffsinönnum bæjarins, þeirn sem hafa 4 ómaga og fleiri til framfærslu, 35 kr. uppbót á hvern ómaga fyrir yfirstandandi ár. Tillögur um 100 kr. og til vara 50 kr. -fyrir hvern ómaga vor’u Ef þér bjóðiS vinum yðar eitthvert annað súkkulaði en TOBLER, þá er hætt við að þeim finnist sér ekki vera boðið það besta. Sa sem býður TOBLE.R þarf aldrei að afsaka sig. . m,i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.