Vísir


Vísir - 15.11.1927, Qupperneq 2

Vísir - 15.11.1927, Qupperneq 2
VISIR Höfum til: HVEITI: Cream of Manitoba. Glenora. Canaðian Maid. Ðnota Bnfíalo. Sailasykur. StPásykur. Marmelade. Svínateiti. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við jarðarför Kristjáns Þorgilssonar. Systkini hins látna. Hér með tilkynnist, að Sigríður Jóhannsdóttir andaðist í morg- un að heimili sínu, Nönnugötu i. F. h. aðstandenda Susie Bjarnadóttir. Símskeyti Khöfn 14. nóv. FB. Samningur Frakka og Júgóslava. Frá Berlín er símað: Ahnent er álitið, að stefna Mússólínis í mál- um þeim, er snerta Tangier í Af- ríku, hafi flýtt fyrir því að Frakk- ar og Júgóslavar gerðu með sér l.ermálasamning. V ináttusamningar. Frá Belgrad er símað: Menn búast við því, að Frakkar og Grikkir geri með sér vináttusamn- ing og Grikkir og Júgóslavar einn- ig. *Ætla menn að Frakkland og Júgóslavía reyni á þennan hátt að koma í veg fyrir að Balkanskaga- áform ítala hepnist, en þau rniða 1 þá átt, að einangra Júgóslavíu en auka vald Italíu á Balkanskag- anum Miðjarðarhafs-megin. Tolldeila Frafcklands og Banda- rikjanna jöfnuð. Deila sú, er kviknaði fyrir skömmu rnilli Bandarikjanna og Frakklands, út af tollmálum, er nú jöfnuð. Hafa Frakkar slakað til og ákveðið að lækka tolla á Bandaríkjavörum. Sérhivep. —o— Samtal við Adam Poulsen um ein- kennilegasta leikinn, sem hér hefir verið sýndur. —o— Við eigum von á nýstárlegu leikkvöldi hér í höfuðstaðnum ann- að kveld. Ber þar tvent til, annað það, að hinn góðkunni leikari Adam Poulsen, sem kom, sá og sigraði, er hann sýndi „Der var engang —“ hér fyrir tveimur ár- ían, leikur aðalhlutverkið í leikn- um og hefir búið hann undir sýn- ingu, en hitt það, að leikur sá sem í þetta sinn er í boði, er fyrir flestra hluta sakir sérstæður. Byssnrnar ern komn- 8r, Elnlileypui' og Tvíhleyp- ur. Afbragðs teg. Lágt verð. Versl B, H. Bjarnason. Um kosti Adam Poulsen sem leikara og leikstjóra, skal ekki fjölyrt hér, því að þeir eru ílest- um bæjarbúum svo kunnir. Eigi skal efni leiksins heldur rakið; það er bjarnargreiði við leikrit, sem bæði er gott skáldverk og fjallar um háleit efni, að reyna til að rekja efni þess í stuttri blaðagrein. Því verður undirfyrirsögn leiksins: „leikur um dauða ríka mannsins“, að nægja til þess, að gera mönn- um grein fyrir efninu, þangað til þeir hafa séð leikinn sjálfan. „Vísir“ hefir haft tal af Adam Poulsen. Hann kom hingað fyrir viku, og á morgun fer fyrsta sýn- ing leiksins fram. Má þvi heita að góður skriður hafi verið á und- irbúningi leiksins. — Hvernig hefir verið hægt að búa leikinn undir sýningu á svona skömmum tíma ? — Leikendurnir höfðu flestir lært hlutverk sín áður en eg kom, svarar Adam Poulsen. Og eg hafði sent handrit mitt, með athuga- semdum mínum viðvíkjandi með- ferð hlutverkanna, hingað áður en eg kom, og höfðu því leikendurnir getað, æít ljeikinní nokkuð áður. Það flýtti vitanlega stórmikið fyr- ír. Og síðan eg kom, hefir verið æft mjög kappsamlega. — Annars verð eg að segja leikendunum hérna það til verðugs lofs, að þeir hafa búið sig undir leikinn með aðdáanlegri elju og áhuga, og eru mjög fljótir að setja sig inn i hlut- verk sín, enda þótt suma þeirra vanti kunnáttu og næga æfingu. Mér hefir því verið það mjög ljúft verk að starfa með þeim að undir- búningi þessa leiks. Það er sjald- gæft að hitta fyrir jafnáhugasamt fólk. — Hafið þér ekki orðið að Vlsis^aíílð gerlr alla glaða sleppa eiirstökum atriðum úr leikn- um, til þess að getá sýnt hann hér ? — Nei, ekki einum staf. Þegar j;essi leikur var sýndur í fyrstu, var mikil áhersla lögð á stórfekl leiktjöld og víðáttumikið leiksvið. A þennan hátt var leikurinn t. d. sýndur fyrst á kgl. leikhúsinu í Khöfn, og var ])að eftir fyrirmynd Max Reinhardt. En eg hefi víða leikið í „Sérhver" og séð um sýn- ingar á honurn, l>æði í Khöfn og i smærri bæjum dönskum, í Sví- jjjóð, Noregi og Finnlandi, og nú síðast í sumar sýnt hann á „Fri- luftsteatret“ hjá Kaupmannahöfn, og ég verð að segja, að mér finst hann njóta sín betur í „smærra brotinu", án mikils viðbúnaðar á sviðinu, með litlum og einföldum tjaldaútbúnaði. — Um leikinn sjálfan er j>að að segja, að mér þykir liklegt, að hann vekji athygli bæjarbúa. Aö því er mér virðist, er efni það, sem þar er tekið til meðferðar, íslend- ingum mjög hjartfólgið, og þeim er gjarnt .til að vilja brjóta til mergjar ráðgátur lífsins og hug- leiða livað við tekur eftir dauðann. Eg hygg, að íslendingar séu lengra á veg komnir i j>essu efni en nágrannaþjóðimar. Um dauð- ann og dauðastundina hafa vitan- lega, margir skrifað —■ lika í leik- ritsformi — en drögin til eínisins í ,,Sérhver“ mun mega rekja lengra aftur í tímann en efni flestra ]>eirra leikrita, sem nú koma fyrir manna sjónir. Flelgisagan, sem leikurinn byggist á, er uppruna- lega kominn úr Búddatrú, en síðar skrásett af Jóhanni frá Damaskus, erkibiskupi í Antiochia. Síðan hef- ir hún borist víða um lönd, m. a. hefir verið samið upp úr henni :i ensku leikritið „Everyman“, ka- þólskir menn hafa tekið hana upp í trúarleiki sína, hin svokölluðu „Mysteria" og loks hefir þýska skáldið Hugo von Hoffmannsthal gert úr henni leik, er fullnægir kröfum tímans, og farið hefir frá- bæra sigurför meðal mentaðra þjóða. —• Hver er jjungamiðja leiksins, i fáum orðum? —• Þungamiðjan? Eg verð að svara eins og Indverjinn, sem hérna var í sumar, þegar hann var spurður urn hvað honum virtist um Krishnamurti: „Yður má í léttu rúmi liggja hvað mér virðist um hann ; kynnist þér honum sjálf- ur.“------ ------Auk aðalhlutverksins, sein Adam Poulsen leikur sjálfur, eins og fyr er sagt, hafa m. a. þessir leikendur hlutverk: Indriði Waage leikur Dauðann, frú Guðrún Ind- riðadóttir Trúna, ungfrú Emilía Indriðadóttir móður Sérhvers, Br. Jóhannesson Vininn, Tómas Ilall- grímsson Mammon og Valur Gíslason skulduga manninn. Adam Poulsen dvelst hér skamma stund, og fer héðan norður um land til útlanda. Má því búast við að færri en vilja komist að því að sjá jjennan leik. RINSO Sérhver, leikur um dauöa liins rika manns, eftir HUGO VON HOFFMANNSTHAL verður leikinn í Iðnó miðvikndag 16., fimtudag 17. og föstu- dag 18. þ. m. kl. 8 síðdegis Hr. leikliússtjóri Adam Poulsen hefir sett leikinn á svið og leikur sjálfur hlutverlc Sérhvers. Söngurinn æfður af hr. Emil Thoroddsen. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 1 -7 og dagaua sem leikið er frá kl. 10—12 og eftir kl. 2. Sími: 12. Bæjarfréttir Dánarfregn. í morgun kl. 7j4 andaðist á heimili sínu, Nönnugötu 1, ungfrú Sigríður Jóhannsdóttir, sem um mörg ár hefir verið 'forstöðukona Smjörhússins hér í bæ. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavik 3 st„ Vestmannaeyjum 7, ísafirði 4, Akureyri 7, Seyðisfirði 3, Grinda- vík 4, Stykkishólmi 3, Grímsstöð- um o, Raufarhöfn 3, Hólum í Hornafirði 5, Blönduósi 6, Þing- völlum 2, Þórshöfn í Færeyjum 5, Kaupmannahöfn 3, Utsira 4, Tynemouth 2, Hjaltlandi 3, Jan Mayen 2 st. ('Engin skeyti jfrá Angmagsalik). — Mestur hiti hér í gær 4 st„ minstur 2 st. Orkoma 14,8 mm. — Lægð fyrir vestan land á leið noröaustur. Iiægur í Norðursjónum. — Horfur: Suð- vesturlánd, Faxaflói, Breiðafjörð- ur og Vestfirðir: í dag og í nótt: Suðvestan, sumstaðar allhvass. Skúraveður. — Norðurland, norð- austurland og Austfirðir: í dag og i nótt: Suðvestan, sumstaðar all- hvass. Þíðviðri, en úrkomulítið. — Suðausturland : í dag og í nótt: Suðvestan. Regnskúrir. Alþingi verður kvatt saman 19. dag janúar næstk. Páll ísólfsson heldur þrettánda orgelkonsert sinn i fríkirkjunni fimtudaginn 17. þ. m. Óskar Norðmann aðstoð- ar. Aðgöngumiðar fást í hljóð- færaverslun frú Katrínar Viðar. Talning atkvæða frá prestskosningu á Akureyri hefst kl. 3 í dag á skrifstofu bisk- ups. Þá verða og talin atkvæði úr SaurbæjaiJjingum í Dalasýslu og Staðarhraunsprestakalli, ef koniin verða. — Atkvæði frá kosningu í Laufássókn eru komin, nema úr einu bygðarlagi, svo að 'fresta verður talningu þeirra fyrst um sinn. Leikhúsið. Annað kveld verður Sérhver leikinn í fyrsta sinni. Aðgöngu- miðar verða seldir í dag frá kl. 4—7 og síðan daglega kl. 10—12 og eftir kl. 2. Aðgöngumiðar kosta 3 kr„ 3,50, 4,50 og 6 kr. Sigurður Skúlason magister flutti fróðlegt erindi í Gamla Bíó á sunnudaginn um Jón biskup Gerreksson. Salurinn var alskipaður, erindið skörulega flutt og lófatak áheyranda mikið að ræðulokum. Ljósálfar heitir ný kvæðabók eftir Sigur- jón Jónsson, mjög vönduð að öll- um frágangi, og með skrautlegri mynd á kápu eftir Tryggva Magn- ússon. Verður síðar minst. Slökkviliðið var kvatt upp að Hverfisgötu 32B.Í gær. Hafði þar kviknað í kolageymslu í bakhúsi, og þykir

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.