Vísir - 05.12.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 05.12.1927, Blaðsíða 2
VISIR ísienskar kartöflar góöar og ódýrar elnnlg gulrófnr. Á kveldborðið. Soðinn oí>' súr hvalur. ]?ægi- legt að gripa til lians á kveld- borðið, og sælgæti um leið. — Hákarl af Hornströndum, 1, 2, 3 og 4 ára gamall. — Harðfisk- ur undan Jökli og lúðurikling- ur hertur við ísafjarðardjúp. Von og Brekkustíg 1 Símskeyti Khöfn 4. des. FB. Fundarhöldum frestað í Genf. Frá. Genf er símað : Afvopnun- arnefnd Þjóðabandalagsins hefir frestað fundahöldum sínum þang- aö til í marsmánuði. Forseti nefnd- arinnar hefir mælt á þá leið, að hann búist við því, að afvopnun- arráðstefna, sem allar þjóðir taki þátt í, verði haldin 1928. Annars eru horfurnar í afvopnunarmálun- um taldar vera langt frá góðar. Frakkar eru lítrt fúsir til afvopn- unar, nema fyrst séu gerðar við- tækar og tryggar öryggisráðstaf- anir. Margir efast um, að öryggis- nefndinni mun; takast að leysa úr öryggismálunum. England neitar því stöðugt, að takast á hendur nýjar öryggisskyldur. Enginn vígbúnaður í Lithauen. Frá Berlín er símað: Wolde- maras þverneitar því, að verið sé að vígbúa herinn i Lithauen. Spá- ir hann nýrri EvrópustyrjöJd, ef deilan milli Póllands og Lithauen lialdi áfram. Liðssamdráttur Rússa. Frá Varsjá er símað: Rússar draga saman her nálægt Vilna- svæðinu. Utan af landi. Stykkishólmi, 5. des. FB. Tíðarfar rysjótt. — KvefsamL Verslunarfélag var stofnað hér þ. 1. des. Éru í því starfs- menn kaupfélagsins og verslan - anna hér, um 20 menn. Bráðapest í sauðfé hefir gert vart við sig hér um slóðir. Bændur eru ekki enp farnir að taka fé á gjöf að neinu ráði. Esja er væntanleg hingað í dag frá Búðardal. fyrir dðmstóii — -o— •Niðurl. • pegar sýnilegt þótti, að húsa- meistari ætlaði að gera mestar gælur við þetta tilboð, var hon- um bent á, að réttmæti þess væri svo vafasamt, að réttast mundi vera að fá gerðardóm til að úrskurða, hvert tilboðið væri lægst, samkvæmt útboðslýs- ingu. Kvað húsameistari rétt- ast, að stjórnarráðið skærj úr þvi máli, og vildi ekld heyra annan gerðardóm nefndan. Stjórnarráðið úrskurðaði svo daginn eftír, að þetta tiíboð bæri að skoða sem bið lægsta. pessum lu’skurði gátu þeir, er átlu lægst skriflegt tilboð, eklci unað, og gerðu tilraun til að gera húsameistara skiljanlegt, að hann liefði siðferðilega skyldu til sjálfur að halda á- kvæði og reglur, sem hann setti öðrum i útboðslýsingum sínum, og ef ágreiningur risi út af því, hvernig þær ætti að skilja, gæti sá einn, sem samið hefði útboð- ið, gefið skýringu á því, hvað hann meinti. Honum var bent á, að skilningur hans á útboðinr hefði komið gremilega fram við upplestur íilboðanna og að sam- kvæmt þeim skilningi næmi „vafati!boðið“ 137500 kr. Húsameistari fór undan i flæmingi og skaut sér algerlega ’inn undir úrskurð stjórnarráðs. ins. Sagðist liann ekkert meira Iiafa með mál þetta að gera og gæti engin áhrif á það liaft. J>ó gat hann þess i þessu samtali, að liann teldi sjálfsagt, að taka lægsta tilhoði, sem kæmi frá liæfum mönhúm, enda væri það venja. ]>að þótti nú líklegt, að engin leiðrétting fengist á þessu máli hjá húsameistára, og var því leitað til þess ráðuneytis, sem um málið átli að í'jalla. pær málaleitanir fóru svo, að skrifslofustjóri sagði, að „vafa- tiIhoðið“ væri lægst, þar sem eklvi yrrði sannað að þessi munn- lega skýring hefði ekki frá byrjun átt að vera með í tilboð- inu. Dómsmálaráðherra var spurður og kvað hann ágrein- ing þennan vera augljóst dóm- stólamál, en liallaðist þó að skýringu skrifstofustjóra síns. Síðar gaf liann þá bendingu, að lækka mætti tilboð þetta úr 125 þús. kr. niður í 118 þús. kr. Eftir þessi málalok í dóms- málaráðuneytinu, sneru tilboðs- gefendur þessa tilboðs sér til TOBLER tæst allsstadar. stjórnar „Múrarafélags Reykja- víkur“ og fólu henni að fara með naálið fyrir sína liönd. Stjórn þessa félags leit svo á, að ráðuneytið gæti ekki felt slíkan úrskurð né tekið tilboði, sem munnlegrar skýringar þyrfti, nema fyrir sakir ókunn- ugleika á úthoðslýsingunni. Leyfði hún sér þvi að skrifa ráðuneytinu eftirfarandi bréf: Reykjavik, 5. nóv. 1927. Til dóihsmáiaráð.uneytisins. í tilefni af tilboðum í innan- húðun landsspitalans Jevfir stjórn Múraratélags Reykjavílc- ur sér hér með að leiða athygli h’ins háa ráðuneytis að því, að hún telur að tilboð það sem komið hefir frá Kjartani Ólafs- syni múrara og félögum lians sé lægsta tilboðið, sém fram hefir komið. Ástæðan til þess, að oss þvkir rétt að skýra ráðu- neytinu frá þessu, er sú, að oss hefir borist til eyrna, að ýansir telji tilboð Óla Ásmundssonar lægra, en þann misskilning vildum við leiðrétta. Eftir því sem tilhoð Óla Ás- mundssonar liggúr fyrir, virð- ist oss að það geti ekki með réttu skilist á annan veg en þann, að sértilboðið um gólf- og gjall- steypu eigi að leggjast við lieildartilboðið, því ella er tilboð Óla Ásmundssonar ekki í sam- ræmi við útboðið og ætti þá eft- ir venjulegum reglum að neita að taka tillit til þess. Oss er að sönnu kunnugt, að tilboðsgef- andinn sjálfur muni skýæa þetta a annan veg, en það þykir oss næsta undarlegt og reyndar með öHu óþolandi, ef tilboðsgefend- uni getur haldist ujipi að gefa svo óákveðin tilboð, að munn- legra skýringa þurfi. Og meira að segja mælti láta sér detta í hug, að tilboðsgefandi og til- boðsgefendur í framtíðinni mundu ásfunda að hafa tilboð sín tvíræð, svo að þeir gæti með nnwinlegum skýringum siðar ekið segluni eftir vindi í sam- ræmi við þau tilboð, sem fram kunna að koma frá öðrum J?essa aðferð þykjumst vér viss- ir um að ráðuneytið muni ekki vilja styðja, enda gæti ‘ þaö komið ser illa og orðið rikis- sjóðnum dýrt i framtíðinni. Að síðustu viljum vér benda á til frekari áréttingar því, sem sagt hefir verið hér að framan, að ef borin eru saman sértilboð þeirra tveggja, sem að framan er um rætt, þá getur engum blandast lmgur um, að það er Kjartan Ólafsson og félagar lians sem eru lægri svo að mildu nemur, en svo ætti samt lieild- artilboð Óla Ásmundssonar að verða lægra. Slíkt getur að eins orðið með ótrúlega miklum af- slætfi frá sértilboðunum, svo miklum afslætti, að hann gerir sértilboðin gersamlega þýðing- arlaus. Vér litum svo á, að filhoð Óla Ásmundssonar sé ekki lægst, ef það annars er í samræmi við útboðsskilmálana, en sé það elvki í samræmi við þá, er ekki liægt að taka það til greina að neinu leyli. Verði tilboði óla Ásmunds- sonar tekið lítum vér því svo á, að ráðuneytið annaðhvort kæri sig ekki um að taka lægsta til- boðinu eða að Óli Ásnnuidsson njóti sérréttinda, sem ekki ættu að eiga sér stað við opinbert út- boð. Vér vonum því, að hið háa ráðuneyti úrskurði, að tilboð Iíjartans Ólafssonar og félaga hans verði tekið og skorum á ráðuneytið að gera það. Stjórn Múrarafélags Reykjavík- ur, 5. nóv. 1927. / Virðingarfylst Guttormur Andrésson formaður. Bergsteinn Jóhannesson. Einar Sveinsson. Samtímis skrifaði hún liúsa- meistara éftir að hafa leitáð sér nægra upplýsinga og sannana um afstöðu lians til málsins, eft- irfarandi bréf: Athugasemd til húsameistara ríkisins. Gangi hið háa ráðuneyti fram lijá tilboði Kjartans Ólafssonar og félaga að fengnum framan- skráðum upplýsingum, þá lít- ur stjórn Múrarafélags Reykja- víkur svo á, að það sé fyrir ráð húsameisara ríkisins. Vér höf- um sem sagl bestu heimildir fyrir: 1. Að i slíkujn málum felli ráðuneytið ekki úrskurð án þess að ráðfæra sig við húsa- miestara rikisins og hafi til þessa tíma tekið fullkómið til- lit til ráða hans. ]>essu til sönnunar hefir oss verið liermt, að það hafi felt úr- skurð húsameistara og skjól- stæðingum lians i vil, jafnvel þó úrskurðurinn bryti i bag við hagsmuni Reykjavikurkaup- staðar og væri gagnstæður samþyktum byggingarnefndar. 2. Að liúsameistari sé sér meðvitandi að liann megi sin nokkurs i samskonar málum eins og hér deilir um. pvi til sönnunar má tilfæra ummæli Óla Ásmundssonar, „að húsameistari hafi tilkynt sér, áð hans lilboð yrði tekið og sett sér stefnu til undirskriftar samningum“. Tilkynninguna kvaðst liann hafa fengið sam- dægurs og tilboð voru opnuð. pessi ákvörðun liefir þannig að því er virðist, verið tekin áð- ur en tilboðin 'voru lögð fyrir viðkomandi ráðuneyti, og hefir liúsameistari því talið sig einan geta ráðið þessu til lykta, þar til mótmælum var hreyft. 3. Að liúsameistari muni tæjiast hafa verið alveg óvil- hallur í þessu máli með því áð vilja binda annan aðila i málinu við úrskurð stjórnarráðs, um hvort tilboð óla Ásmundssonar fullnægði útboðslýsingu, í stað þess að leggja þetta vafaatriði þegar fyrir lilutlausan gerðar- dóm. Stjórnarráðið getur ekki skoðast lilutlaust þar sem það liefir úrskurðarvald til að hafna eða veija úr tilboðum og er að lokum sá aðili sem senija á við og ber ábyrgð gagnvart þjóð. inni á starfi húsameistara og meðferð hans á opinberu fé. Ennfremur virðist oss ekki rétt að taka tilboð til greina, sem er í andstöðu við skilning húsameistara sjálfs á útboðs- lýsingu, en sá skihiingur kom ljóst fram við upplestur hans á tilboðunuin og var sýnUega í samræmi við skilning vorn á málinu. Að þessu athuguðu virðist húsameistari ríldsins ráða svo miklu um hverju tilboði taka skuli, að þeir, sem tilboð gefa eiga of mikið undir réttlætistil- finningu og óhlutdrægni lians til þess,að vér teljum oss ekki skylt að aðvara, ef úrslit þessa ináls sanna, að ekki megi á liann treysta sem ólilutdrægan. Reykjavík, 7. nóv. 1927. f. h. stjórnar Múrarafélags Reykjavikur. Guttormur Andrésson formaður. Bréf þessi voru afhent sam- dægurs og bréfi húsameistara fylgdi afrit af bréfi til stjórnar- ráðsins. Vér töldum nú mál vor kom- in í gott borf, þar eð enginn efí gat leikið á, að ráðuneytið liefði fengið nægan kunnugleik á mál- inu. póttumst vér þvi fá steina fyrir brauð, er vér fengum eft- irfarandi bréf, sem hér er birt, til að sýna, hvaðá kuteisi iðn- aðarmenn og aðrir þeir, er af 69 ára jpeynala og vísinda- legap pannsóknlr [ sfanda é baki kaffibætinum enda hefir liann níu sinn- um hlotið gull- og silf- ur medalíur, og er ann álaðup hép og ann- apstaðap vegna fpam- úpskapandi gæða sinna. 1 m wmmamm m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.