Vísir - 30.12.1927, Blaðsíða 3

Vísir - 30.12.1927, Blaðsíða 3
VlSIR til þess að notandi noli raf- magnið, en hitt er engum til gagns að hafa mæla iiti, sem sáralítið eru notaðir. Af framanskráðu má sjá, að mælaleigan er í alla staði sann- gjörn og legg eg því til að hún verði óbreytt.“ pannig iiljóðar skýrsla raf- magnsstjóra i aðalatriðum, og á fundi rafmagnsstjórnar þ. 9. ág. síðastl. og bæjarstjórnar 18. ági'ist, var samþykt að mælaleig- ím skyldi lialdast óbreytt, eins £>g verið hefði. íslHSlir iiigr. Brennur, álfadans og blysfarir. —o— II. Brennur á gamlárskveld og þrettánda eru cflaust gamlar hér á landi, og mun álfadans hafa farið fram við þær um langt skeið. Hafa það eflaust verið hreinir vikivakar, þvi að sú trú var algeng um öll Norð- urlönd og viðar, að álfar væru mjög gleðigjarnir og sæktust ,:eftir dausi með söng og hljóð- færaslæiti. Voru þeir enda .menskum mönnum fremri um margan gleðskap, skraut og viðhöl’n alla. Eimir enn eftir af alþýðutrú þessari viða um Norðurlönd. Eru t. d. kunn ýms danslög (,,sláttar“), öem talið er að eigi rcit sina að rekja til álfa og haugbúa („underjord- iske“). Mér cr eigi kunnugt, hve mikill þáttur brénnur liafa vcr- ið i islenskum alþýðuskemtun- um fyr á öldum, en óefað eru þær gamlar liér sem annarstað- . ar á Norðurlöndum, þar sem þær eru enn við lýði, t. d. á Yal- borgarnótt i Svíþjóð, á Jóns- messunótt í Norcgi o. s. frv. Er líklegi að skemtanir þessar hafi fallið niður um hríð hér á landi, en um 1870 risu þær uþp á ný með þjóðvakningaröldu þeirri, er ]?á gekk yfir landið fyrir og eftir 1000 ára minningarliátíð- ina. Bættist þá við einn nýr lið- ur í skemtan þessa: Blysfarir að erlendum sið. Voru þær fyrst hafðar um hönd hér á landi á gamlárskveld 1872, er skóla- piltár stofnuðu til blysfarar hér á Tjörninni —- „og dönsuðu þar álfadans og sungu undir góð og þjóðleg kvæði.“ Síðan stofnuðu skólapiltar lil fleiri blysfara (1871 og 1875). Blysför var einnig á „þjóðhátíð“ Borgfirð- inga að pingnesi á gamlárskveld 1874), og álfadans á ,þjóðhátíð‘ Svarfdæla 3. ágúst 1874). Siðan munu brennur, blysfar- ir og álfadans hafa Iireiðst mjög út um land alt, og þvílíkar skemtanir verið haldnar í flest- um kauptúnum landsins um langt skeið. Voru þá ort ný álfa- kvæði svo að segja í livért sinn, ,en flestallur mun skáldskapur sá gleymdur og glataður, enda eigi lifvænlegur, nema rétt ein- stöku sinnum. Um álfadansa þessa mun mega segja, að þeir hafi tiðast verið með litlu dans- sniði, heldur að eins hopp og skop]) silt á hvað, án þess að íylgja nokkrum settum reglum um hreyfingu við hljóðfall söngvanna. Urðu því dansar þessir ærið oft eintóm ærsl og ólæti, er mintu frekar á menska menn en álfa. Einnig hafa „álfa- búningarnir“ verið mjög sund- urleitir eins og á grímudansleik. Hefir því júirleitt lítill álfablær verið á skemtunum þessum. •— h. o UE Guðsþjónustur á gamlárskveld. Með tilliti til þeirra, sem ekki komast að í kirkjunum á gaml- árskveld vegna þrengsla, verð- ur kveldsöngur haldinn i Nýja Bíó kl. 0. Síra Friðrik Frið- riksson prédikar. Allir velkonm- ir, meðan húsrúm leyfir. Síra Ólafur Ólafsson messar i fríkirkjunni í Hafn- arfirði á gamlárskveld kl. 7'/2 og á nýársdag’ kl. 2 e. h. Víðvarpsfregn. Guðsþjónustunni í Fríkirkj- unni i Hafnarfirði á gamlárs- kveld kl. 7x/> (síra Ólaíur Ólafs- son) verður víðvarpað. Sjómannastofan. Guðsþjónusta á nýársdag kl. 4. Allir velkomnir. Næsta blað Vísis keniur út tímanlega á morgun. Auglýsendur eru beðnir að koma auglýsingum í það bláð til afgreiðslunnar fyrir kl. 7 í kveld (simi 400), en eftir þann tima og fram til kl. 9 i kveld i Félagsprentsm. (sími 1578). Veðrið í morgun. Iiiti um land alt. í Reykja- yik 4 st., Vestmannaeyjum 5, Isafirði 6, Akureyri 8, Seyðis- firði 5, Grindavík 6, Stykkis- hólini 5, Grímsstöðum 1, Rauf- arhöfn 4, Hólum í Hornafirði 8, Blönduósi 8 (engin skeyti frá ‘Kaupmannahöfn), Utsira -f- 1, Tynemouth 4, Hjaltlandi 3, Jan Maven 1 st. — Mestur liiti hér i gær (5 st., minstur 3 st. — Úr- koma 11,1 mm. — Ný la\gð að nálgast sunnan úr hafi. Hæð yfir Noregi. Suðaustan kaldi í Norðursjónum. Horfur: Suð- vesturland: Síormfregn. í da£ og nótt livass suðaustan. Rign- ing. Faxal'Iói, Breiðafjörður: Stormfregn: í dag vaxandi suð- austan. I nótt sennilega hvass suðaustan. Rigning. Vestfirðir: í dag og nótt sunnan og suðaust- an. Sumstaðar rigning. Norður- land, norðausturland, Austfirð- ir: 1 dag og nótt sunnan og suð- austan. píðviðri. Suðausturland: I dag og nótt allhvass suðaust- an. Rigning. Leikhúsið. Skuggsjá eftir Sulton Vane verður leikin á nýársdag kl. 8 síðdegis. Athygli skal vakin á því, að aðgöngumiðar verða seldir í dag frá kl. 2—5, en ekki 4—7 eins og venja er til, og á nýársdag 10—12 og eftir kl. 2. Málverkasýning' Brynjólfs pórðarsonar er nú opin aftur i Iðnskólanum og er nú brátt hver síðastur að slcoða Allar oliategandir þær, sem Landsverslnn helir haft til söin nndanfarfn ár, og bestar hafa reynst, ern nú til sðln hfá oss: S111111 a (Water Whtte), beata amerisk Ijósaolía. Mjölnir (Standard Whlte), persnesk mótorolía, sem er best. Jötunn V. O. (Vaporizlng 011), besta mótorollan tyrir smábáta. Gasolía, hráolia. Sólarolía, hráolía. Dísilolí a, hráolía. B’enzín B. P. nr. 1., vlðnrkent nm allan heim. Allar þessar oliutegundir eru þrantreyndar og viðarkendar af notendum hér á landi sem aDnarstaðar. Vér munum kappkosta, að öll aígreibsla verði sem greiðust og Olíuverð vort mnn standast alla samkepni. Verðið befir lækkið frá þvi sem verið heiir. Útgerðarmenn og verslanir. — Leitlð npplýslnga hjá oss nm verð og viðsktttakjör áðnr en þér íestið kanp annarstaðar. 0LI6VERSLUN ÍSLANDS h.f. (Sölnfélag fyrir Anglo Persian Oil Co., Ltd.) Sambandshúsinu, Reykjavík. Slmar: 412, 652, 690 og 1990. Simnelnl; 0LÍA. liana, því að lienni verður lolc- að á nýársdagskveld kl. 10. Nokkrar myndir hafa verið seld- ar og nokkrum nýjum liefir ver- ið hætt við. Má segja að liér sé sjaldgæft tældfæri til að fá smekldegar myndir mjög ódýr- ar. Aðgöngueyrir hefir verið lækkaður i 50 aura. Sjómannalcveðja. 30. des. F. B. Óskum ættingjum og vinum gleðilegs nýárs með þökk fyrir það gamla. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Ilannesi ráðherra. Maí kom af veiðum í gær og fór samdægurs til Englands. Hilmir kom í gærkveldi eftir stutta útivist, til þess áð leita sér að- gerðar á vindunni. Hann mun hafa farið á veiðar um miðdegi í dag. Gulltoppur kom frá Englandi í nótt. ísfisksala. Gyllir seldi afla sinn í gær fyrir 1009 stpd. og Skallagrím- ur fyrir 1005 stpd. Howard Little enskulcennari liefir flult sig ÚTSALA verður á morguu á hangikjöti, enn fremur saltkjöt á 0,50 kr., Steinolía 0,30 kr. GLEÐILE&T NÝÁR'. ÞökJc fyrir viðskiftin á árinu, sem er að lcveðja. Guðmundur Jóliannsson, BaldursgÖtu 39. Brunatryggiipr Sfmi 251. Sími 542. SÖÖÍKSOÍSÖÖÖÖÍSÍ Sí ií X Söö ÍIOCÖOOO? frá Kirkjustræti 4 í Skólastræti 1 og eru nemendur hans beðnir að koma þangað mánudaginn 2. janúar. Hjúskapur. 21. þ. m. gaf síra Bjarni Jónsson saman í hjónaband ungfrú Helgu Gisladóttur og Knud Jensen raflagni n garmann, Vesturgötu 61. Trúlofanir. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína, ungfrú Ragnlúldur Gísladóttir (prests Kjartansson- ar) og stud. med. Sæbjörn Magnússson. Á aðfangadagskveld birtu trúlofun sina ungfrú Kristbjörg Jónsdóttir, Rauðarárstíg 1, og Jón Vilhjálmsson frá Grindávík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.