Vísir - 09.01.1928, Blaðsíða 3
VlSlR
að vilja afhenda upp í áveitu-
koshiaðinn samkvæmt 19. gr.
laga nr. 68, 14. nóv. 1917 um
áveitu á Flóann er sé svo stórt
Og þannig lagað að á því megi
reisa nýbýli — og ef til kemur
éinnig á Skeiðaáveitusvæðinu.
2. Að rannsaka, og bera fram
tiilögur mn frekari afnot og
möguleika fyrir býlafjölgun á
jarðeignum ríkisins á Flóaá-
veitu- og Skeiðaáveitusvæðinu.
3. Að rannsaka og bera fram
tillögur um skipulag nýbýla á
Flóaáveitu- og Skeiðaáveitu-
svæðunum, svo sem:
a. Um fjárhagsgrundvöll ný-
býlanna.
b. Um húsaskipun á nýbýlun-
um.
c. Um ræktun nýbýlanna.
d. Um kjör fyrir nýbýla-
menn.
4. Að rannsaka alment um
ákilyrði til þess að Flóaáveitan
Og Skeiðaáveitan. geti sem best
Jkomið að fuUuin notum og á-
vaxtað það fé sem i >ær hefir
yeríð lagt.
í framhaldi af því verki sem
jjegai" hefir verið unnið er enn-
fremur lagt fyrir nefndina:
5. Að athuga að nýju hvar
beppilegast muni vera að reisa
mjólkurbú fyrir Flóaáveitu-
svæðið, með hliðsjón af þörfum
Skeiðaáveitusvæðisins sérstak-
lega og annara nálægra héraða.
6. Að atliuga að nýju hvernig
lieppilegast muni vera að haga
skipulagi mjólkurbús eða búa,
sem styrkt væri af opinberu fé.
Athugun tveggja hinna sið-
astnefndu atriða þyrfti að vera
lokið svo snemma að ekki leiddi
af dráttur sem hindraði nauð-
synlegar framkvæmdir.
Loks er lagt fyrir nefndina
að vera í samvinnu við bændur
í þeim héruðum sem þetta nær
til, um að leysa af hendi franx-
annefnd störf og sérstaklega
fulltrúa bænda á Flóaáveitu-
syæðinu og Skeiðaáveitusvæð-
inu.
pessi Hauptmanns-Hamlet
var sýndur fyrsta Bkifti í Dres-
den um miðjan desember. Varð
mesti gauragangur í leikbiisinu
við það tækifæri; áhorfendur
kölluðu: „Látið þér Shakespeare
i friði“ og hreyttu ónotum i
Hauptmann. Og listdómararn-
ir fóru ýmsimi orðurn um
Hauptmami, sem hann mim
vera óvanur að heyra.. pannig
stendur í „Der Tag“: Shake-
speare eða Hauptmann. That
is the question“, og hætir við:
Hauptmann hefir gefið okkur
svarið: Shakespeare!“ ]>ykir
mönnum hið aldna stórskáld
hafa haft liina mestu hneysu af
þessari nýju bókmentatilraun
sinni.
ugu liljómum klukknanna i
Landakoti. — og yrði það öll-
um betra, en að hinir miklu
hljómar ldukknanna trufluðu
bæði prest og söfnuð undir sinui
messugerð.
2. ian, 1928.
M. Gíslason.
Klnkknrnar
í LandakotL
Tillaga.
Hatnlet soðinn upp.
Eitt. lúð frægasta allra núlif-
andi þýskra skálda, Gerhard
Hauptinann, hefir ráðist í fyrir-
í fyrirtæki, sem í s\ip hefir bak-
að honum gremju þýskra bók-
mentavina. Hann tók sér sem
sé fyrir hendur að „yrkja
Shakespeare upp“. Hauptmann
þykist viss um, að leikritið
Hamlet sé eigi í þeirri mynd nú,
sem það var frá höfundarins
liendi, heldur hafi leikendur
fjTri tima breytt ýmsu í því, og
sú breyting hafi náð að komast
i handritið sem fyrst var prent-
að eftir. Fjórði þáttur leiksins
muni vera afbakaður, einkum
hlutverk Leartes og Hamlets.
Og svo hefir Hauptmann leyft
sér að „kippa leiknum í lag'
Hann gerir Leartes að aðal-
ruanninum í samsærinu gegn
Claudius konungi, flytur eintal-
íð fræga „To be or not to be
.lir þriðja í fimta þátt og til
þess að rökstyðja og fá aðdrag-
anda að breytingum sinum hef-
ir hann samið sex ný atriði í
leikinn.
Eitt með því tilkomumesta,
um þessar nýafstöðnu hátíðir,
fanst mér það vera, að hlusta á
hina miklu og' voldugu hljóma,
sem ómuðu út yfir þenna bæ
frá nýju kirlcjuklukkunum i
Landakoti. Eg hefi aldrei orðið
eins snortinn af klukknahring-
ingu eins og á aðfangadaginn
klukkan 4, þegar tekið var til að
liringja þar; hinir sterku og
voldugu hljómar boðuðu mér
komu jólanna með meiri og
dýpri áhrifum, en eg hefi áður
átt að venjast. Og í hvert sinn,
er eg heyrði til þeirra um þess-
ar hátíðir, fanst mér þær seyða
mig með undursamlegu dul-
magni til þess að hlusta á
hljóma sina. Og undarlega má
mér vera varið, ef ekki hafa ein-
hverjir fleiri kent slíkra áhrifa.
Eg var í kirkju á nýársdags-
kveld og' hlustaði þar á góða og’
skemtilega ræðu prestsins, en
alt í einu tóku ldjómar klukn-
anna í Landakoti að berast inn
kirkjuna, og fanst mér það
trufla töluvert og draga athygli
mína frá ræðunni, og hafði eg
hennar ekki eins not á eftir,
þvi þá fór eg að bera saman i
huganum, þessa áhrifamiklu
hljóma og dinglumdanglið í
kirkjuklukunum olckar, og út
frá þvi fór eg að liugsa um, að
okkur nægði öllum þessar
klukkm-, þær gætu kallað okk-
ur hvern til sinnar kirkju, það
yi'ði bara að messa á sama
tima í öllum kirkjunum —
enda ætti það að vera föst regla
hjá prestunum hér, að messa
samtímis; með þvi móti ættu
fleiri að geta notið guðsþjón-
ustanna, heldur en þegar verið
er að messa sitt á hverjum
tíma dagsins, þá eru stundum
þeir kirkjuræknustu við allar
messurnar, en hinir sem minna
kapp leggja á að komast í
kirkju, verða frá að hverfa, er
þeir koma. Á öllum helgidög-
um ætti að byrja messu kl. 11.
f. h. í öllum kirkjum bæjarins,
og kvöldmessu kl. 6. Með þvi
hliðruðu kannske allir dálítið
til, hver fyrh’ öðrum, og gætu
þá líka allir gengið hver til
sinnar kirkju undir liinum vold-
Aths. pað mun vera töltiverð-
um vaudkvæðum bundið að
hafa sameiginlegan messutíma
i öilum kirkjum Reykjavík-
ur. Og ómögulegt er að koma
því til leiðar, að messulok verði
alstaðar samtímis, þó minna
geri að vísu til um útliringing-
ar. Klukknaliljómarnir frá
Landakoti hafa sitt hlutverjk að
rækja, ekki sist þegar þeh taka
frarn i íjtít prestunum í dóm-
kirkjunni eða frikirkjunni. J?eir
eru álirifamesta áminningin
sem hugsast getur, um að koma
upp nýrri kirkju — og nýjum
klukkum ■— handa þeim yfir-
gnæfandi hluta bæjarbúa er
telur sig til evangelisk-lúterskr-
ar trúar.
Ritstj.
Mopdingjapl
□ EDDA. 59281107-Instr/.
Veðrið í morgun.
Frost um land alt. í Reykjavík
í st., Vestmannaeyjum i, ísafirSi
4, Akureyri 6, Seyöisf ii“öi 3,
Grindavík 3, Stykkishólmi 4,
Grimsstöðum 9, Raufarhöfn 3,
Blönduósi 4, Þórshöfn í Færeyjum
hiti 2, Kaupm.höfn 3, Utsira 4,
Tynemouth 6 st. (Vantar skeyti
frá Hólum í HornafirSi, Angmag-
salik, Hjaltlandi og Jan Mayen).
— Mestur hiti í Reykjavík í gær
frost 1 st., minstur 5 st. frost. Úr-
koma 3,7 mm. — Djúp lægð vi‘ö
suövesturland á austurleiö. Vestan
kaldi og stinningskaldi í NoriSur-
sjónum. — Horfur: Suövestur-
land: í dag: Allhvass suövestan.
Hríöarveöur. í nótt: Allhvass norö-
vestan. Faxaflói og Breiöaf jöröur:
I dag og í nótt: Allhvass norö-
austan. Úrkomulítiö. Vestfiröir:
Stormfregn. 1 dag og í nótt:
Hvass noröaustan. Hríöarveöur.
Noröurland, noröausturland og
Austfiröir: Stormfregn. í dag og
i nótt: Iivass austan og noröaust-
an. HríöarveÖur. Suöausturland:
í dag og í nótt: Allhvass suöaust-
an. Snjókoma.
Skipafregnir.
í gær kom hingaö togarinn
Sindri úr Hafnarfiröi; veröur
hann geröur út á veiöar héöan. —
Villemoes kom hingaö í gær frá
Englandi meö oliufarm; haföi átt
aö skila nokkru af farminum í
Vestmannaeyjum, en þar voru
frátök. Veröur skipiö því aö fara
þangaö aftur. Undir eins og þaö
hefir skilaö farmi þeim, sem þaö
liefir nú, tekur Eimskipafélagið
viö því til eignar. Heitir það Sel
foss upp frá því.
Dagbjört heitir norskt skip, er
hingaö kom í gær meö kolafarm
til Guöm. Kristjánssonar.
Hannes ráðherra kom af veið-
Þaö syngur i rjáfri og svignar um þil.
Ég sé gegnum myrkriö í afspyrnu byl,
hvar landbrimið gnauðar á grjóti. —
En hver er, sem veðrinu gefur ei gaum,
og gengur fram aö þeim æöandi straum?
Máske’ er það einhver, sem misti sinn draujn
í mannlífsins stórsjóaróti. — —
Ég sé, það er kona, en hvi er hún hér ?
Hví mun hún reika við flúðir og sker
um ískaldar óveöursnætur ? — —
Hví flýr hún ei hafstormsins hávaða’ og ovg',
þegar helgustur ýlfrar um klettanna borg?
Eöa á hún svo hárbeitta’ og svíðandi sorg,
aö hún sinnir ei tárum og grætur •—?
I
.... Rödd hennar hljómar, svo harmbæld og þung.
—• Hann var svo fagur, en eg var svo ung,
og varkárnin fámenn til fundar.-------
í glaðværum faömlögum gleymdist það brátt,
að gáleysi’ i atlotum hefnir sin þrátt.
AIls var þar nofíö, og drukkiö svo dátt
af dásemdum líöandi stundar.
Og meðan sú dregg var ei drukkin til fulls
liami dró að mér fjársjóði loforöa-gulls,
en lygamar laglega faldi.-------
Hann sveik þó og kvaddi mig, firtinn og fár.
Mig friðar ei grátur né iðrunartár.
Eg- hefi keypt þetta örlaga-ár
við æskunnar dýrasta gjaldi -------!
Mig hryllir við lífinu, — hryllir viö því,
að halda með barnið þá lægingu í. —
Minn fegursti draumur er dáinn.
Hún biður í hljóöi — og hendir sér.--------
Helkalt líkiö aldan mer
uns brimsins greip það aö grunni ber,
og gusturinn leikur um náinn.
En morðingi’ ’ins unga og ófædda lífs,
sem eitraði framtíö og hamingju vífs,
er ástir og æsku’ ’honum seldi. —
Það skella þær öldur örlagahljóms
á illmenskuklettum hans samviskutóms,
er brenna hann ávalt til efsta dóms
í hægkyntum helvítis eldi------1
Böðvar Guðjónsson
frá Hnífsdal.
um í morgun og Egill Skalla-
grímsson frá Englandi.
Lyra er væntanleg hingað í
fyrramáliö.
Álfadansinn
sem halda átti í gærkveldi, fórst
fyrir. Var veður ískyggilegt urn
það leyti sem Lúðrasveitin skyldi
kalla fólk til stefnu, en síðan batn-
aði þaö svo, aö vel hefði mátt viö
una. Um kl. 9 var besta veður og
hafði þá fjöldi fólks safnast sam-
an við íþróttavöllinn, og þótti ilt
að fara erindisleysu. Heföi vel
mátt afstýra þessu meö því aö
hafa menn viö helstu leiðirnar
suöur eftir, inni í bænum, til þess
að aðvara fólk. — Álfadansinn
verður haldinn næsta góðviðris-
kveld, sem kemur hér eftir.
Ólafur ólafsson
kristniboði, frá Kina, er vænt-
anlegur hingaö til lands með Lyra
i fyrramáliö. Kristniboösfélögin
ráögera aö bjóöa hann velkominn
í húsi K. F. U. M. annað kveld
klukkan 8]/2.
Hið íslenska kvenfélag
heldur fund í kveld kl. 8)4 hjá
Theódóru Sveinsdóttur, Kirkju-
torgi 4. Fundarefni: Bæjarstjórn-
arkosningamar. Konur eru beðn-
ar að fjölmenna á fimdinn.
U. M. F. Velvakandi
biður þess getið að þai- sem orö-
ið hafi að fresta álfadansinum á
Iþróttavellinum í gærkveldi vegna
veðurs, verði hann haldinn næsta
g óðveðurskveld, sem komi hér eft-
ir, en aðgöngumiðax sem seldir
voru í gær gildi þá.
Hitt og þetta.
Á manntalsþinginu í Tinn
viö Rjúkan var nýlega þinglesið
veð fyrir 75 miljóna króna láni hjá
National City Bank í New York,
sem Rjúkanfélagiö hefir tekiö.
Þinglesturgjaídiö var 50.884 kr.
Jarðgöng
hafa verið lögö undir Hudson-áná,
milli New York og New Jersey,
3,4 kílómetra á lengd. Eru þau
ætluð bifreiðmn og gangandi fólki.
Fyrsta daginn sem umferð var
leyfð um þau, fóru 25.000 bifreiÖ-
ar um göngin. Byrjað var aö grafá
þau 1919, og kostnaðurínn varö