Vísir - 13.01.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 13.01.1928, Blaðsíða 3
VlSiH átsúkkulaði. Hressandi — nærandi — ljúffengf. ^Daily Telegraph‘ seit. iiitt merkasta dagblað Breta, „Daily Telegraph“ í London hefir aýlega haft eigendaskifti. ASaleig- andi þess hefir hingaö til verið Burnham lávaröur, en hann hefir 3JÚ í hyggju að hætta við blaða- útgáfu. Hefir hann þvi selt hluti sína í fyrirtækinu svonefndum Berry-bræörum, sem eiga fyrir meiri hluta stofnfjár í tveimur út- gáfufyrirtækjum, „Allied News- papers“ meö 8 miljónum punda, og „Allied Northern Newspapers“, sneð 4 rniljón punda höfuöstól. Heíir þeim Berrybræðrum tekist — á ótrúlega skömmum tíma — aö veröa einna stærstir blaöaútgf- endtu: breska ríkisins. Eiga þeir ajm ioo dagblöð og tímarit, flest i Manchester, Sheffield, Newcastle Og Glasgow. Sum tímarit og viku- b!öð þirra í London eru allkunn, t. d. Financial Times, Daily Graph- íc, Sunday Times, Sunday Cronic- le, Graphic og Bystander. Þeir gefa einnig út hina heimsfrægu Kelly’s kaupsýsluskrá. Meöeigend- ur í þessu mikía útgáfufyrirtæki er m. a. hið merka bókaforlag Cassels. „DailyTelegraph" hefir hingaö til veriö í einna mestum metum allra enskra stórblaða, og fór álit þess vaxandi undir yfirstjórn Burnhams lávarðar. Hefir það vakið mestu furðu, aö hann skyldi selja, og • er blaðinu spáð hnignun. Nýju eigendurnir tóku við blaðinu 9. janúar, og fer Burnham lávaröur þá til Indlands i umboði stjórnar- innar, til þess að rannsaka hvort fært þyki að verða viö frekari :ájálfstæðiskröfum Indverja. Jarðarför Ingiríðar Brynjólfsdóttur fer íram á morgun og hefst í Templ- .arahúsinu kl. 1 e. h. Vísir kemur út tímanlega á sunnudaginn. Aug- iýsendur eru vinsamlega beðnir að koma auglýsingum í sunnudags- blaðið á afgreiðsluna í Aöalstræti 9B (sími 400) fyrir kl. 7 annað kveld, eða í Félagsprentsmiðjuna íyrir kl. 9 annað kveld. •— Eins ag allir vita, er langbest að aug- 'iýsa í Vísi. Framboðsfrestur til bæjarstjórnarkosninga er út- runniim á morgun og eru tveir listar fram komnir, frá jafnaðar- mönnum og frjálslyndum. Listi ihaldsflokksins er væntanlegur 1 kveld, og er sagt að á honum verði m. a. Magnús Kjaran, Theódór Líndal og Ólafur Thors. Endurskoðendur Landsbankans hafa nýlega veriö skipaöir Ás- geir Ásgeirsson fræöslumálastjóri og Bjöm Ámaon endurskoöandi. Selalsek á Rangárvöllum hefir Gumiar Sigurösson alþm. nýlega selt Guð- mundi S. Guðmundssyni bifreiöar- stjóra. Kaupveröið er aö sögn 45 þús. krónur. Jólasamkoma norska félagsins í Rvík, er hald- in var þ. 2. jan., fór hið besta fram. Formaður félagsins, Löv- land konsúll, bauö gestina vel- komna meö velvöldum orðum Hann mintist íslands og Noregs og vom þjóðsöngvar beggja landa sungnir á eftir. — Nokkur norsk börn, klædd þjóðbúningum, sýndu norska þjóðdansa, og vakti dans þeirra mikinn fögnuö. Því næst var dansað kringum jólatréö und- ir stjóm L. H. Múllers kaupm. Kl. 10 lauk barnaskemtuninni og bauð þá Lövland konsúll hina fullorönu gesti sérstaklega vel- komna og hélt snjalla ræöu fyrir mintfi hinnar norsku sjómanna- stéttar, en allmargt norskra sjó- manna var á skemtuninni. Þessari ágætu skemtun lauk kl. 2. — (FB. — Frá ritara Norska fé- lagsins). Skipafregnir. Gullfoss fór frá Leith í gær a- leiðis til Vesturlands og Rvíkur. Goðafoss fór frá Leith í gær til Austur- og Noröurlandsins og síðan hingað. Lagarfoss fór frá Hamborg 11. þ. m. til Hull. Þaðan fer skipið til Vestmannaeyja og Rvíkur. Esja er á Seyðisfirði. Dronning Alexandrine er væntanleg hingaö á morgun. Arinbjörn hersir kom af veiöum i gær. Menja og Belgaum komu frá Englandi í morgun. Málfundafélagið óðinn. Kjöi'dæmaskipunin. G. B. St. Framtíðin nr. 173. Æt." biður félaga þá, sern fara vilja með í stúkuheimsóknina til Hafnarfjarðar á sunnud. kemur (fundartími hjá Daníelsher kl. 4 e. h.), að gera sér aðvart á ein- hvern hátt sem fyrst. Nýtt kapphlaup. Knattspymufélag Rvikur efnir til flokkahlaups snemma í apríl, fyrir skólana hér í bænum. Hver skóli sem tekur þátt í hlaupinu sendir þangað flokk mamia og hlýtur sá flokkurinn sem bestur vei'ður farandbikar úr silfri í verð- laun. Eru þau veitt eftir flýti þriggja bestu mannanna úr hveivi sveit. Ætlast er til að hlaup þetta verði háð árlega og sjái sá skólinn, sem er handhafi bikarsins jafnan um næsta hlaup. — Þetta er góð t'lraun til þess aö auka skólunum metnað í íþróttum, en hann hefir tilfinnanlega skort hér. Það er reynsla flestra þjóða, að hvergi sé skólalífið jafn skemtilegt og lað- andi eins og þar sem íþróttimar em í hávegum hafðar, 0g þarf eigi lengra að leita en til Englands því til sönnunar. Þarf ekki að efa, að flestir skólar bæjarins taki þátt í hlaupinu. Það verður um þriggja rasta langt. Veðrið í morgun. Frost um land alt, nema í Vest- manneyjum hiti 2 st. í Reykjavík 4 st., ísafirði o, Akureyri 5, Seyð- isfirði 1, Grindavík 5, Stykkis- hólmi 3, Grímsstöðum 6, Raufar- höfn 3, Blönduósi 11, Þórshöfn í Færeyjum hiti 3, Kaupmannahöfn 3, Utsira 5, Tynemouth 7, Hjalt- landi 5, Angmagsalik frost 6, Jan Mayen 7 st. — Mestur hiti hér í gær -þ 1 st., minstur -f- 7 st. — Djúp lægð, 710 mm, suðvestur í hafinu. Hreyfist austur eftir fyrir sunnan land. Vestan stinnings- kaldi í Norðursjónum. Austan stinningsgola á Halanum. — Horfur: Suðvesturland: I dag: Hægur suðaústan. í nótt:. Storm- fregn. Hvass austan. — Faxaflói, Breiðafjörður og Vestfirðir: í dag: Austan átt. Bjart veður. í nótt: Vaxandi austan. — Norður- land: f dag og í nótt: Austan átt. Bjart veður. — Norðausturland og Austurland: í dag og í nótt: Norð- austan. Snjóél í útsveitum. — Suðausturland: í dag: Norðaust- an. í nótt: Sennilega hvass austan. Rússnesk xijósna.ramiðstöd í Stokkhólmi. Undanfarnar vikur hafa ýmsir menn verið teknir fastir í Svíþjóð, grunaðir um njósnir fyrir Rússa. Svenska Dagbladet i Stokkhólmi fullyrðir, að Rússar hafi heilan hóp rnanna, er vinni að njósnum í Svíþjóð fyrir rússnesku stjóm- ma, og ennfremur að í Stokkhólmi sé miðstöð fyrir njósnarstarfsemi Rússa í Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku, Lettlandi, Lithauen og Est- landi og jafnvel fleiri löndum. Sé það aðalverkefni njósnaranna að kynna sér alt skipulag vígja í þessum löndum og ná skjölum þeim, er hafi að geyma herstjórn- aráætlanir landanna. Blaðið bendl- ar hermálafulltrúa Rússa í Stokk- hólmi við njósnir þessar og virð- ist telja hann yfirmann starfsem- innar. Er nú eftir að vita hvernig blaðinu tekst að rökstyðja ákæru sína, þegar henni verður andmælt, sem væntanlega verður. Því að ekki munu sendimenn Rússa vilja liggja undir þessum áburði. Bitt oí 'petta. Cosima Wagner, ekkja tónskáldsins mikla, Richard Wagner, varð 90 ára síðastliðinn jóladag. Manni finst hún í tölu löngu liðinnar kynslóðar, enda eru 44 ár liðin siðan hún varð ekkja, og 60 ár síðan hún giftist Richard Wagner, en áður hafði hún verið gift Hans von Búlow. Cosima Wagner er dóttir tónskáldsins Franz Liszt og Marie d’Agoult. Hún hefir látið sér mjög ant um að minning Wagners væri höfð i heiðri, og komið því til leiðar, að Bayreuth er enn einskonar Mekka eða Medína allra aðdáenda Wag- ners. — Gamla konan heldur íurðu vel heilsu enn þá; þó er hún orðin alveg sjónlaus. Góður eiginmað- up gefup konuxmi Singers saumavél. ína«Co. Reykjavík. Lyra fór héðan laust eftir kl. 10 i gær- kveldi. Meðal farþega voru dr. Guðmundur Finnbogason lands- bókavörður, Guðjón Samúelsson húsameistari, A. Nyström og frú hans, Jóhannes Jósefson glímu- lcappi, Reidar Sörensen og 13 j.ýskir strandmenn af togaranum sem strandaði í Garðinum um ára- mótin. Til Vestmannaeyja fóru hátt á annað hundrað farþega, flest sjómemi, og voru því alls urn 200 farþegar með skipinu héðan. Áheit. Til nýrrar kirkju, frá U. 5 kr., afhent síra Bjarna Jónssyni. •— Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Tvö áheit, 60 kr., afhent sira Bjarna Jónssyni og af honum sent Einari próf. Thorlacius í Satirbæ. Áheit á Strandarkirkju, afhent Visi, 5 kr. frá K. í. K. Ný halastjama. Þess var getið í einu blaðinu hér nokkru fyrir jól, að hala- stjarna hefði sést hér nokkur kvöld. Var þess getið til, að hún væri áður kunn. En svo er ekki; að’ því er útlend blöð segja frá, er stjarna þessi ný fyrir visindin, og hefir henni ekki verið gefið nafn ennþá. En stjam- fræðingur einn í Suður-Afríku, Wood að nafni, hefir reiknað út braut hennar. Var hún næst sólu 1. desember, en seinni hluta mán- aðarins sást hún ávalt í heiðskíru veðri á kvöldin í norðanverðri Skandínavíu. Um miðjan desember lá braut hennar næst jörðu, fjar- lægðin var þá „ekki nema“ 50 mil- jónir kílómetra. Stjarnan var mjög ljósrík. Trúlofaður 1300 sinnum. Mað er nefndur Franz Liefke. Hann var tekinn fastur milli jóla og nýárs i blaðaafgreiðslu í Ber- lín, er hann var að taka við 331 svari við auglýsingu, er liann hafði sett í blaðið, og hljóðaði svona: „Opinber starfsmaður, ekkju maður, óskar að kynnast ekkju, með hjúskap fyrir augum. Efrti æskileg, en ekki gerö að skilyrði.“ Lögreglan hefir verið að leita að manninum síðan 1925. Hami er laglegur maður, um fertugt, með lítið, snúið, svart yfirskegg og dæmalaust góðmannleg augu, Kvennagull. — Og siðustu 15 ár hefir hann lifað á að trúlofast. Hcfir auglýst og altaf fengið nóg af tilboðum. Trúlofast — oft tveimur og þremur á dag — log- ið jæninga eða dýrgripi út úr unn- ustunni og horíið. — Hve mörg- um sinnum veit hann ekki sjálfur. Flann hefir ekki haldið verslunar- bækur. En hann telur unnusturnar um 1300, þar af 400 frá seinasta ári. Til einhvers á að nota þetta. Samkvæmt nýjum skýrslum er. lierfloti Breta 21 orustuskip, 49 brynvarin beitiskip, 221 tundurbát- ur og 78 kafbátar. Bandaríkja- menn eiga (talið í sömu röð) 19, 39, 255 og 129, en Frakkar 8, 17, 87 og 59. Bandaríkjamenn hafa nú samþykt að auka svo stórskápa- flota sinn, að hann fari fram úr enska flotanum, og hafa samþykt stórkostlega háar fjárveitingar til þessa vígbúnaðar. Elsti maður heimsins er Tyrkinn Zara Agha. Hann er 142 ára, og hefir þó verið kvænt- ur 6 sinnum. Stúdentar í París. í Sorbonne-hverfinu svokallaða í París, búa flestir þeirra útlendu stúdentar, er nám stunda þar. Eru þeir um 2000 talsins, nfl. 500 Ar- tneningar, 350 Rússar, 350 Kín- verjar, 250 Rúmenar, ^oojúgóslav- ar, 200 Tyrkir, 125 Grikkir, 100 Pólverjar og nokkrir ítalir, Sviss- lendingar, Ungverjar og Svíar, Stór flugvél. Amerískur loftskipasmiður, Law- son aö nafni, hefir nýlega lokið við smiði á flugvél, sem flutt get- ur i einu 100 farþega. Er farþega- rúmunum likt háttað og í góðum jámbrautarvagni, og geta farþegar t. d. sofið á nóttunni. Flugan er 30 metra löng, 70 metra breið, og hefir 16 aflvélar með 7.200 hest- orkuin samtals.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.