Vísir - 23.01.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 23.01.1928, Blaðsíða 2
VlSiR Nýkomið: Danskar kartöflur, Kartöflumjöl, Aprikósur, þurkaðar, Steinlausar sveskjur, ískex, gott og ódýrt. Laukur. Fy ripll ggj andi. Mola- og strausykur, Htísgrjón. Palm-Olive-sápa, A. Obenhaupt. Verðlækkun á CHEVROLET Chevrolet vftrubifreiðin kostar nú aðein3 kr. 2900,00 islenskar uppsntt i Reykjavik. Símskeyti kv. Kosinn Eiríkur Einarsson. Til 2 ára: A-listi 296 atkv. B- listi 427 atkv. Kosinn Vilmundur Jónsson. -------------JOH. OLAFSSON & CO.------------------- Aðaiumboðsmenn á íslandi fyrir: GENER AL M OTOR S—bifreiðar. Smurningsolía góð tegnnd og ódýr fyrirliggjandi. þórður Sveinsson & Co. Khöfn 22. jan. FB. Stjórnarmyndun í Noregi fer út um þúfur. Frá Osló er símaö: Tilraunir Mellbyes til þess at> mynda sam- steypustjórn hafa mishepnast, vegna þess aö vinstri flokkurinn neitaöi aö taka þátt í myndun ■stjórnarinnar. Santkeppni Bandaríkjamanna og Breta. Frá London er símað: Bretar veita mikla athygli undirróöri ýmissa Bandaríkjamanna gegn Bretlandi, aöallega viövikjandi flotamálum og verslunarmálum. Einkanlega óttast Bretar tilraunir Bandaríkjanna til þess aö útiloka breskan varning frá mörkuðum í Suður-Ameríku. Þarfnast Banda- ríkin inarkaðanna þar, vegna vax- andi auðæfa sinna, og munu þau, aö því er Bretar ætla, leggja áherslu á að koma þar svo ár sinni fyrir borö, aö þau hafi þar bæöi lögl og hagldir. Utan aí landi. Vestm.eyjum 23. jan. FB. Fjórir botnvörpungar teknir í landhelgi. Óöinn kom hingaö í gær meö 4 þýska botnvörpunga tekna aö veiðum í landhelgi. Rannsókn liófst í gær. - (Ræðismaður Þjóð- verja í Vestmannaeyjum, Jóhann Jósefsson alþingismaður, brá sér til Eyja á Gullfossi í gærkveldi, vegna þessa máls, og kemur aftur á Lyru). Stirð tíð og slæmar gæftir, lítið aflast. Afspyrnurok í nótt. Seyðisfirði 22. ján. FB. Bæjarstjórnarkosningin. í gær var kosinn einn maður í bæjarstjórn til tveggja ára. — A- listi (íhaldsmenn) fékk 195 atkv., B-Iisti (verkamenn) fékk 171 at- kv. — 2 seölar voru auðir og 1 ógildur. — Kosningu hlaut Eyj- ólfur Jónsson. fsafirði 22. jan. FB. Bæjarstjórnarkosningin. Til 5 ára: A-listi 316 atkv. Kos- inn Jón Ídaríasson. B-listi 407 at- Sprengilistinn og samvinna íhalds- og jafnaðarmanna. ,,Forráðamenn‘' íhaldsins hafa nú gefist upp við að réttlæta rangfærslur sínar og blekkingar út af samvinnuslitunum við frjáls- lynda flokkinn. „MorgTinhlaðið" hefir orðið að viðurkenna það með þögninni, að alt, sem Jakob Möller hefir sagt um það mál hér í blaðinu, sé rétt. Það hefir þann- ig kannast við, að það liafi verið íhaldsmenn, eöa nánara til tekið „forráðamennirnir", sem ekki hafi viljað samvinnu við frjálslynda flokkinn. En uppgefnir á öllum blekking- um eru þeir þó ekki. í Mbl. í gær er því haldið fram, að C-listinn sé „samhræðslulisti íhaldsmanna og hluta af frjálslyndum.“ Þetta er gersamlega tilhæfulaust. Sannleikurinn um þennan lista þeirra „forráöamannanna" er sá,, að hann mun ekki geta vænst fylgis nema frá nokkruni hluta íhaldsmanna. Frjálslyndir menn styðja hann engir. Tilraun þeirra „forráðamanna" íhaldsins til þess að kljúfa frjálslynda flokkinn, hefir algerlega mistekist. Þó að Sigurður Eggerz léði máls á því, að taka þátt í samvinnu við íhalds- flokkinn, ef Magnús Kjaran yrði efstur á lista hans, þá var það auðvitað með þeim fyrirvara, aö írjálslynda félagið hefði ekki sér- stakan lista í kjöri. En honum var kunnugt um, að það var í ráði um eitt skeið. En eftir að félagið hafði ákveðið að bjóða fram sér- stakan lista, hefir Sigurður Egg- crz lýst því yfir, að hann fylgdi þeim lista eindregið. Enda var það samþykt í einu hljóði á fjöl- níennum félagsfundi, að fylgja þeim lista fast fram. „Forráðametm" íhaldsins hljóta að hafa gert ráð fyrir ])ví, þegar þeir suðu saman þennan „sam- bræðslulista" sinn, að frjálslyndir menn mundu fylgja sínum lista óskiftir. Þegar þeir því setja Magnús Kjaran efstan á sinn lista, þá hlýtur það að vera gert í því skyni einu, að reyna aö blekkja kjósendur í bænum, meö því að láta líta svo út, sem listinn eigi fylgis að vænta i frjálslynda flokknum. Og þegar greinin, setn birtist í Mbl. í gær, var skrifuð, þá hlýtur þeim, sem hana skrif- aði, að hafa verið það fullkunn- ugt, að um slíkt fylgi væri alls ckki að ræða. Staöhæfingin um, að C-listinn sé sambræöslulisti frjálslyndra og íhaldsmanna, er því víssvitandi blekking. „Forráðamenn" íhaldsins hafa opinberlega látið í veðri vaka, að þeim væri ant um, aö „borgararn- ir“ tæki höndum saman um, að hafa að eins einn lista í framboði. Þeir hafa haldið því fram, að allir andstæðingar jafnaðarmanna hlytu að eiga samleið í bæjarmálunum, og ættu því að geta sameinað sig um einn lista. En hvers vegna gátu þá „forráðamenn" íhaldsins ekki sætt sig við B-listann? Á þeim lista er enginn jafnaðar- maður. Það ætti, samkvæmt kenn- ingu þeirra „forráðamannanna", að nægja til þess, að allir jafnaö- armanna-andstæöingar geti sam- einast um listann. En ef svo er, þá er líka bersýnilegt, aö listi íhalds- manna, C-listinn, sem síöar kom fram, er ekkert annað en sprengi- listi, og að hann er borinn fram til þess að hlaða undir jafnaðar- menn. Og það verður líka bert í þessu máli, að íhaldsmenn kæra sig ekk- ert um að hnekkja veldi jafnaðar- manna í bæjarstjórninni. „Forráðamennirnir" vildu ekki satnvinnu við frjálslynda tnenn, þó að með því móti væri nokkrar vonir um, að þá kæmist aö eins eínn jafnaðarmaður að. Hins veg- ar voru þeir reiðubúnir að hafa samvinnu við jafnaðarmenn,þann- ig að þeir kæmu að tveimur og íhaldsmenn þremur mönnum. Þeim þykir það engan veginn eins Ieitt og þeir láta, að hafa jafnað- armenn í baejarstjórn. Þeim finst það hentugt, að hafa strákinn í förinni og kenna honum um alla ldækina. Ef „borgararnir" kvarta undan því, að útsvörin hækki, þá er svo handhægt, að kenna „stráknum" um það. Og honum gerir það ekkert til. Þeir vita líka, að jafnaöartnenn eru þeim satn- sekir um svo margt, sem aflaga ltefir farið, að þrátt fyrir alt freyðandi gaspur þeirra, þá er ekkert aö óttast af þeirra hálfu. Alt fær aö drasla í satna farveg- inutn sem hingaö til. — Hitt er þeim miklu ver við, „forráöa- mönnunum", að nýir straumar komi inn í bæiarstjórnina. Þess vegna leggia þeir líka ofurkapp á. að bola frjálslyndum mönnum frá því að komast þar að. Og þeir eru samtaka í því, íhaldstnenn og jafnaðarmenn. Eða hvers vegna skyldi þetta nýjá fyrirkomulag á kosningunni hafa verið tekið upp nú, að láta kjósa 5 menn á tveim listum og 1)ó í eitiu lagi? Hér hafa oftsinnis verið kosnir rnenn til tnismunandi langs tíma í bæjarstiórn, og listinn þó hafður í einu lagi, en síðan varp- að hlutkesti um, hveriir skyldu ganga úr. Nú er tekið upp það fvrirkomulag, að skifta listanum í tvent. Þeir koma sér satnan um þetta í bróðerni, íhaldsmenn og jafnaöarmenn, til þess eins að revna ab bægia friálslvndum mönnum frá kosningu í þetta sinn. Þeir gera ráð fvrir því, að friáls- lyndir menn hafi' ekki atkvæða- magn til þess að koma að mann? af þriggia manna lista, og þá því síður af tveggia tnanna lista, þó að þeir ef til vill hefðu komið að manni á óskiftum, fímtn manna lista. En það á nu eftir að sýna sig. hvort bæjarbúar eru ekki búuir að fá nóg af hinni rotnu samvinnu íhaldstnanna og jafnaðarmanna í bæjarstjórninni. Úr því verður skorið á laugardaginn. Frá Alþingi. Ný írumvörp og fyrirspurn.ir. Ingvar Pálmason flytur frv. til 1. um bæjarstjórn á Norðfirði. Ólafur Thors flytur frv. til í- um sölu á landi Garðakirkju í Hafnarfirði. Magnús Jónsson flytur fyrir- spurn til rikisstjórnarinnar um gagnfræðaskólann á Akureyri. Sami þm. flytur fyrirspurn til ríkisstjómarinnar um aukastörf ráðherranna. nnnnnnm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.