Vísir - 06.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 06.02.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) ManMNi i Olsew í lH Höfum til: Hpísmjel, Karteflumj el, Sagógrj ón, I fri kon n=:!ef;ri hollen-kri verksmiðju, mahogni, Hachala mahogni með 3 pednlum. — Læg ta veið beint frá verkamiðjunni. — A. ObenliaDpt. I lellúllíis terIdBSSOð I verkfræðingur. jóhannes Kjartansson frá Hruna verður jarðsunginn á morgun. í hálfan mánuð lá hann milli heirns .og helju. Allir, sem þektu hann, vonuðu i lengstu lög, aö 'kraftaverkið mætti ske. ÞaS varS ekki. Hann féll fyrir þeim mætti, sem er hverri von og hverri hrenn- andi ósk sterkari. Vinir og vandamenn bundu iniklar vonir viS hann, framtíSiu virtist brosa viS honum. Þess vegna er það næstum óskiljanlegt, aö vér skulum eiga að sjá hann lagSan í gröf á morgun 27 ára aS aJdri. Jóhannes vinur. Þakka þér sam- veVustundimar. Enn er of skamt um liðiö til þess, aS eg geti metiS þær aS fullu. Þó veit eg, að meS þér er horfinn göfuglyndasti maS- ur, sem eg hefi fyrir hitt. Þú varst enginn byltingamaður. Háfleygar hugsjónir voru þér ekki í hug. Varst þú hversdagsmaSur ? Nei, því aS slíkur sem þú er aS eins einn meðal þúsunda. Þú, kornung- ur maðurinn, áttir mótaSa skap- gerS, ríka ábyrgSartilfinningu, en órjúfandi jafnvægi í sál þinni. En hitt mun sanni nær, aS göfug- mensku þinnar og ósérplægni gætti ekki síst í því, sem í fljótu LragSi virtist smávægilegt og hversdagslegt. Mér er ljúfast aö minnast þín þannig: ÞaS er í NiSarósi og þaö er sunnudagsmorgun. SíSvetrarsólin skín inn um gluggann. HurSinni er hrundiö upp og þú kemur inn til þess, aS fá okkur meö þér í skíöaför. Föl- leitur aS vanda, en stór og karl- mannlegur. Bjarteygur og háriS ljóst. ViS týgjumst, — þú bíöur okkar þolinmóöur. Svo er haldið af staö. Þegar viö leggjum á fjöll vilt þú fá aö bera nestiS okkar. ÞaS er þér fúslega leyft. Sólin bakar okkur og viS förum úr yfirhöfn- unum. Þú vilt bera þær, og það er þér einnig Ieyft. Svo er enn sótt á brattann, þú fremstur aö vanda. Eg hugsa um j>aS núna: Hvað íékk þér meiri fagnaðar himininn blár, sólarblikiö i snjónum, grænn greniskógurinn og fjallaloftiö svalt og tært, eöa meðvitundin um það, að þú kleifst brattann, meS pjönkur okkar allra á bakinu. Þannig varst þú. Þú kraföist einslds aí félögum þínum, en þú fórst þess hógvær- lega á leit, aö fá aö bera byrðar þeirra meö þeim. Og hver laun þáSir þú fyrir? Þau, sem þér voru best, þaö sé eg nú. Þú —■ útlendingurinn — naust meira trausts meöal félaga þinna við verkfræöaskólann, en nokkur amiar. Þú varst trúnaSar- maSur þeirra allra og hjálpar- Iiella. Þú varst ekki vinsæll — þú varst elskaöur. Þú hvarfst héðan áður en sorg- armyrkrin legöust yfir þig og þú dóst án þess að hafa eignast óvin. Þess vegna er minningin, sem vér geynuun um þig, fögur og björt. Þ. H. Símskeyti *—o— Khöfn 5. febr. FB. Ókyrð í Indlandi Frá Bombay er símað: ÞjóSern- issinnar hafa gert óeiröir í ýmsum bæjum í Indlandi. Orsök óeirö- anna er sú, aS ensk þingnefnd er nýlega komin til landsins, til þess aö undirbúa breytingar á stjóm- arfari Indlands, og á enginn Ind- verji sæti í nefndinni. Vildu þjóS- ernissinnar ekki láta sér þaö lynda, en herliö var notaS til þess aö bæla óeiröirnar niSur, og hefir það tek- ist. Bann gegn kafbátakernaði. Frá Washington er símaö : Kel- logg, utanríkisráöherra Bandaríkj- anna, hefir tilkynt utanríkisnefnd þjóSþingsins, aS Bandaríkin séu reiöubúin til þess aö skrifa undir alþjóöasamning, er í séu ákvæði er banni notkun kafbáta. (Þegar kafbáturinn S—4 fórst eigi alls fyrir löngu viS strendur Massachusetts, kröfSust sum blöö- in þess, aö.stjórnin tæki til athug- unar, hvort eigi væri rétt aö gera tilraun til þess, að ná alþjóSasam- komulagi um aö banna smíSi kaf- báta, nema i vísindalegu augna- miSi). Átta stunda vinnudagurinn. Frá Genf er símaS: Tillögu Brcta um aö breyta samningnum um átta stunda vinnudaginn, hefir verið frestaö til næsta árs. Utan af Iandi. —o— FB. mánudag 6. febr. Aflafréttir. AJkranesi: Hér hefir aflast vel eftir atvikum þaö sem af er ver- tíöinni, en veöur haía verið vond. I'egar gefiö hefir, hefir aflinn ver- iö góöur. Þrír bátar reru í gær- kveldi. Bátar hafa fengiS hæst 500 potta, en flestir 200—300 potta. Keflavík: Enginn bátur á sjó í dag. Fáir á sjó í gær; þó reru fjór- ir bátar í Sandgeröi í gær. Afli hefir veriö fremur tregur, 4 til 6 cg upp i 8 skpd. á bát á dag. Gæftir hafa veriö heldur slæmar. Tveir til þrír bátar úr Njarövíkun- mn fóru suöur fyrir Reykjanes í Grindavíkursjó, fengu 9—10 skpd. hver. Heilsufar gott. Vægt kvef geng- ur hér. Sandgerði: Afli góöur, nema í gær, þá aflaðist lítið vegna brims. Þ. 30. og 31. jan., 1. og 2. febr. og í gær reru bátar héðan og öfluðu frá 250 upp í 500 potta. í dag er enginn á sjó, veður er þó gott, en mikið brim. — Ágætt heilsufar. Sap Reykjavíkur. -—O— . Nokkur ár undaníarin mun bæj- arsjóöur hafa variö all-miklum fjárhæöum til þess, að láta skrifa sögu Reykjavíkur. Það er nú í sjálfu sér nauösynlegt, að láta rita sögu bæjarins, en vel þarf til þess verks að vanda. Ekkert hefir veriö prentaö af sögu þessari enn sem komið er, og fáir, utan bæjar- stjórnar, munu vita, hver fenginn hafi veriS til að inna verkiS af höndum. — Skiftir þó ekki litlu máli, aö þaS val hafi tekist vel. Þyrfti söguhöfundurinn aS vera fróöur í besta lagi um sögu höf- uöstaöarins, áreiðanlegur og vand- virkur og snjall rithöfundur. — Væ -i óskemtilegt til þess aö vita, ef þessi mikla og dýra saga bæj- arins yrði rituð á einhverju hrognamáli, sem ómögulegt væri við aö una. En dæmin sýna, að það er sitt hvaS, að vera fróS- ur allvel um söguleg efni eöa hitt, að geta talist sæmilegur rithöfund- ur. Menn hafa talið, aö dr. Jón Helgason, biskup, mundi allra manna fróSastur um sögu Reykja- vikur, enda hefir hann ritaö þátt úr sögu bæjarins. Eii tæplega mun hann vera höfundur hinnar miklu sögu, sem nú er verið aS rita, því aS síðustu árin hefir hann, sem kunnugt er, verið önn- um kafinn við annað mikið lút- •gBSBiMBBKIIII IMWIHHWIlMMWBIMWílHiBMHIiWIIIIW’MlWim—MD—— Hriignætur til síldveiða. Johan Hansens Sönner A/s., Bergen (Fagerheims Fa- briker A/s.) er stærsta verksmiðja í Noregi í öllu því sem lýtur að nótagerð og netja. Verksmiðjan er alkunn fyrir gott efni, vandaða vinnu og nákvæman frágang á síldar- nótum sínum. Þeir, sem þurfa að kaupa síldarnætur fyrir næsta sum- ar, ættu að leita tilboða hjá okkur hið fyrsta. Verð og skilmálar hvergi annars staðar b e t r a. Þórðnr Sveinsson & Co. aðalumboðsmenn. verk, Kristnisögu íslands. En að dr. Jóni biskupi frátöldum, veiteg ekki um hvern gæti veriö að ræöa, er tekist heíöi verkiS á hendur, því aö fráleitt mundu þeir dr. Hannes Þorsteinsson né dr. Páll E. Óla- son hafa fengist til aS sinna slíku verki, enda óvíst, aö þeir sé til- takanlega fróöir um sögu bæjar- ins. Verið getur þó, aö enginn hörg- ull sé á hæfum mönnum til þess- ara hluta, þó að eg komi ekki auga á þá í svipinn, og í lengstu lög ætla eg að vona, aö bæjarstjórn eða borgarstjóri hafi ekki ráö- staíaö verkinu gálauslega. Reyk- víkingar mundu síöar kunna því illa og dæma ómildilega, ef saga bæjarins yröi álíka óþrifalega til fara, aö þvi er til málsins tek- ur, og sumar aðrar „s ögu r“, sem út hafa veriö gefnar hér- lendis á síSustu tímum. — ÞaS er ekki nauðsynlegt, að sögurit sé svo illa skrifuð og leiðinlega, aö cnginn endist til aö lesa, en sum- ir virðast þó álíta, að búningur- inn skifti engu máli. Eg sé aö bæjarstjóniin áætlar enn á þessu ári 4000 kr. til sögu Reykjavíkur. Eg þykist muna meö nokkurn veginn öruggri vissu, að áöur liafi veriö veittar á fjárhagsáætlun bæjarins til sögu jiessarar allmiklar fjárhæðir og oftar en einu sinni. Eg man ekki með vissu hversu Iiáar fjárhæS- irnar hafa veriS, en allmörg þús- und munu þó áður komin í þetta söguritunarfyrirtæki bæjarins. ÞaS veröur nú ekki séS af fjár- hagsáætlun bæjarins í ár, hvort þessar 4000 kr., sem nefndar voru, muni ætlaSar til söguritun- ar beinlínis eba til þess, aS standa straum af kostnaði viö útgáfu verksins. Ef fjárhæð þessi er ætluö til ritlauna, þá virðist mér bersýnilegt, að söguritunin fari að verSa noklcuö dýr. — Söguritar- inn ber þá svo háan hlut frá borði, að islenskir rithöfundar hafa ekki úöur haft af þvílíkri rausn aS segja. Þeir hafa löngum oröiS að sætta sig viö býsna lág ritlaun, eins og kunnugt er. Sé nú hins vegar svo komiö, aS 'verkinu sé lokiö frá höftindarins hálfu og út- gáfan eigi aö hefjast á þessu ári, þá verð eg aS segja, aS eg teldi mjög misráöiö, að hrapa að prent- un nú þegar. Verkinu liggur ekk- ert á. ÞaS skiftir engu máli, hvort sagan kernur út árinu fyrr eöa síöar. HöfuðatriSiS er það, aS ÍOOOOOOOOOtStXXÍÖOOOOÍKSÍSOOOÍ Málafiutningsmaður Páll Magnússon fra E-kitirði, hefir viðtalstíma daglesa kl. 4 — 5 e. h., á Skólavftrðustíg 3 B. (annari hæð) — S>mi 529. ststsoootsoootsot X x xsooooootsotx verkiö verSi sómasamlega af hendi leyst. Starf söguritarans getur veriö ágætt að efni til, þó aS búningi verksins sé svo ábótavant, aö ekkí verði viö unaS breytingalaust. En saga Reykjavíkur á að vera fyrir- myndarverk aö öllu leyti. Hún á að vera svo ítarleg sem föng eru á, áreiSanleg í öllum greinum, og rituð á fögru máli. Viö eigum meira en nóg af hroöalega rituö- um bókum af ýmsu tæi, þó aS þessi dýra saga bætist ekki i þaan hóp. — Saga Reykjavíkur verSur áreiSanlega mjög mikiS lesin, og jiað gerir nauðsyn þess enn þá brýnni, aö hún sé rituö á hreinu og sterku og fögru máli. Fjöllesnar, illa ritaöai- bækur eru mestu háskagripir, því aö þær spilla málsmekk manna. ÞaS er bæjarstjómin beöin að íhuga vand- lega, áður en „Saga Reykjavikuri'" verSur prentuð. Sennilega væri réttast, að prenta enga Reykjavíkur-sögu aS evo stöddu, en geyma þetta mikla og dýra skrif, sem tekið hefir veríS saman með æmum kostnaði afS tindanförnu, og nota sem uppí- stöSu í sögu bæjarins, þegar fraru líöa stundir og hentugt kymti aS þykja, að gefa verkið út. Má og vera, aö bæjarstjómín hafi hugsaö sér þaS frá upphaö* Borgari,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.