Vísir - 10.02.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 10.02.1928, Blaðsíða 3
V I S 1 R Besta Cigarettan í 20 stk. pökknm, sem kostar 1 krónu er Commander f Wðstminste^. Virg uu cigar ettnr. Pást i öllom versmoom. þáit í þeírri óvild, sem lengi hefir ^veríð milli stórveldanna austan fCyrrahafs og vestan. Bandaríkja- ijjpnnum jiykir ilt aS láta „þágulu“ snúa á sig. Ðf. Helgi Pjeturss. —o— j Morgunblaðinu 5. þ. m. fer Dr. Helgi Pjeturss þess á leit við Alþingi, að það hækki fjárliæð þá sem honum er ætluð á fjár- lögunum. Segir liann að fjár- hseð sú, sem sér sé ætluð á fjár- lögum 1929, sé ekki nema.svo jsem hehningur þess, sem hann geti komist af með minst. Mun þetta sist fjarri sanni. pað er liarla óviðfeldið, svo -eg ekki segi skammarlegt, að það skuli koma fyrir á tuttug- ústu öldinni, hjá þjóð sem vill lelja sig og er talin að standa mjög framarlega á menningar- hrautiimi, að vísindamaður eins og Dr. Helgi, skuli þurfa áð lcvarta undan smásálarlegum í'járframlögum. Mér rann satt að segja til díja er eg las grein Dr. Helga, sem eg tel ótvírætt gáfaðasta <Og raentaðasta rithöfund núlif- andi, sem eg hefi lesið. pað er sárt að reynslan skuli ekki enn hafagetaðkentþjóðunum aðhlúa uð andlegum mikilmennum, þrátt fyrir þau óteljandi dæmi, sem endurtaka sig aftur og aft- ur í sögunni, að mikilmenni hafa orðið að veslast útaf ein- mana og blásnauð, vegna skiln- iagsleysis samtíðar sinnar. Við Íiöfum dæmt forfeður okkar yegna illrar meðferðar á and- legum mikilmennum og segjum með heilagri vandlætingu, að jslíkt geti ekki hent okkur, en hvað er að gerast? Við erum í»ð fremja sama glæpinn, ein- mitt þessa stundina. Dr. Helgi hefir þegar sýnt það að hann er verður þess, að þjóðin sjái honum fyrir sæmi- legri afkomu. Hann á ekki að íix það sem hann kemst af með minst, heldur það sem liann þarf til þess að geta gefið sig ó- skiftan og áhyggjulaust að vís- indunum. Hann liefir þegar iinnið þjóð sinni mikinn sóma nieðal vísindamanna út um all- an heiiu, og hann á eftir að gera það enn betur, ef lionum gefst kostur á að starfa hiklaust og í næði. Eg vil því fyrir hönd allra dáenda Dr. Helga og í nafni velsæmis þjóðarinnar skora á Alþingi, að sjá Dr. Helga Pjet- urss svo borgið með fjárfram- lögum, að afkomendur okkar þurfi ekki að dæma okkur eins og við liöfum dæmt forfeður okkar. V. Hersir. Óttinn við refina. í grein, sem birtist í Vísi 7. þ. m., eftir X., er þess getiö, aö óviö- eigandi sé aö gera refum og gren- lægjum griöastaö í Þingvalla- hrauni, ef Þingvellir veröa friö- aöir. Því skal ekki neitað, aö menn hér á landi óttast meira refi en nokkra aöra skepnu. Hvort þaö kann, meöfram, að stafa af því aö skaplyndi manna virðist svipa íneira til refa en flestra annara dýra, skal látið ósagt, en víst er um það, að viö enga skepnu beita menn eins þrælslegri drápsaöferð og tófur. Þær eru drepnar á eitri upp á heiöum og fjöllum, þann tíma árs, er hungrið sverfur að þeim sem fastast. Mæðurnar eru kæföar i reyk inni í grenjum sín- um, hjá börnunum. Þaö er kvaliö úr þeim lífiö í dýraboga, þær eru skotnar, yrölingarnir látnir gleypa öngla o. s. frv. Yfir höfuö er eng- in drápsaðferð svo níöingsleg, aö mönnum þyki ekki sómi að beita henni, ef tófur eiga í hlut. Varla má þó gera ráð fyrir, aö mjög kristilega sinnuðum mönn- um — eins og eg hygg aö X-iö sé — þyki það ódæöi, að einn staöur á öllu íslandi skuli undan- skilinn því, aö menn fái aö svala grimd sinni á þessari dýrategund. Komið hefir fyrir, aö tófa hefir lagt í gren á þessum óttalega staö, sem greinarhöfundurinn heldur að skapist þarna viö friðunina, og leitt þar út fjölskylduna heila á húfi, án þess aö hræðsla hafi gripið nokkurn mann, fyrir hönd bændanna, um að sauðfé á þessum slóöum væri hætta búin. Þó aö lögö yröi niöur aöferð við refaveiöi, á friölýstu landi, sem telja yeröur engum siöuöum manni samboöna, er ekki þar meö sagt, aö þar skuli ala upp refi og gera þá að sauðbítum. Vel má ná ref- um lifandi á grenjum, án þess að beita við þá griind, og græöa síö- an á-þeim stór fé. Og sú leið yröi farin í Þingvallahrauni, ef til • kcémi. Aunars er ólíklegt aö tóf- ur, svo varfærnar sem þær eru, fari nokkurntíma inn fyrir girð- ingar til að leggja í gren. G. D. Bæjarfréttir Dánarfregn. Látinn er á Landakotsspítala í morgnn Friðfinnur Eiríksson, eft- ir langa vanheilsu, að eins 23 ára að aldri. Hann var bróðir Aðal- steins Eiríkssonar, söngkennara. Vísir kemur út tímanlega á sunnudaginn. Aug- lýsendur eru vinsamlega beðnir að koma auglýsingum í sunnudags- blaðiö á afgreiðsluna í Aðalstræti g B (sími 400) fyrir kl. 7 annað kveld, eöa í Félagsprentsmiðjuna íyrir kl. 9 annað kveld. — Eins og allir vita, er langbest að aug- lýsa í Vísi. Straumar. Fyrsta tbl. 2. árg. er nýlega komiö út. Flytur meöal annars ræöu eftir síra Sigurö Einarsson í Flatey: Hvað líöur nóttinni ? Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Ingibjörg Helga- dóttir og Ólafur Bjarnason, Vest- urbréi 4 í Hafnarfirði. Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri, Lindargötu 19, á fimtugsafmæli á morgun. f>órður Kristleifsson frá Stóra-Kroppi syngur í Gamla-Bíó kl. 1\'2 í kveltL Söng- skemtunin verður ekki endur- tekin. Borgfirðingar og Mýramenn, munið eftir aö sækja aðgöngu- miða í dag kl. 4—8 eða á morgnn kl. 12—-5 á Hótel ísland. Skipafregnir. Gullfoss fór írá Leith i gær- KJtSÍÍÍÍtÍOÍSOÍXíOtXXÍOníííÍOOOOtSOtXitÍOOOÍSÖOCÍXKíOÍXiCÍXSÍJOOOOÍXXStSÍ 1 Sáldapnætup. I Clir. Campbell Andersen, A/s Bergen Viljum vekja athygli allra útgerðarmanna, er ætla sér að í| kaupa síldarnætur fyrir næsta surnar, á okkar vönduöu og Ö góöu nótum; eru þektar bæöi í Noregi pg á Islandi sem þær g bestu fáanlegu, búnar til eftir ósk, úr amerísku eða skosku g garni. Frágangur, vinna, verð og borgunarskilmálar hvergi betri. Leitiö tilboöa sem allra fyrst hjá umboðsmönnum okkar Stefán A. Pálsson & Co. « Hafnarstræti 16. Sími 244. it XXXXXXXXSOOtXXXSOCOOOtSQOtXXXXXXXXXSOOOtXÍtXStXStXXitXXitXÍOtXSt austur til „Falkheim“. En alli'r mætast á Lögbergi aö lokum og halda heim aftur i bifreiðum. — Allir, sem vilja vera með, gefi sig fram við form. félagsins, L. H. Muller, Austurstræti 17, sínti 620, íyrir kl. 6 á laugard. síðd. Þar fást frekari upplýsingar. Félagsmaður. Nýtt. 12 stykki tdóuldin (appelsínur) Valencia fyrir 1 krónu, iaffa«ló* >*ld n, hjúguldiii. epli, aukur. Hafið þið hevrt það! Ódýrt. Von Sími 448 Albert ólafsson, ættaður úr Norðurárdal i Mýra- sýslu, er nú æskulýðskennari á Heimly æskulýösskóla i Noregi. Utanáskrift Alberts er: Heimly, Finnsnes, Tromsö, Norge. (FB.). Lyra fór laust eftir hádegi í dag, til Bergen. Meðal farþega var Bjarni Bjarnason klæðskeri. Áheit á Strandarkirkju afhent Vísi: 2 kr. frá Dóru. nótt norðaustan átt. Viöast úr- komulaust. Faxaflói og Breíða- fjöröur: í dag og i nótt austan átt og bjart veður. Vestfiröir og Norðurland: í dag og í nótt norö- ausfan átt og víðast i'irkomulaust. Noröausturland, Austfiröir og suðausturland: í dag og i nótt ali- hvass norðaustan. Þykt loft og snjókoma. morgun, áleiðis til Seyöisfjaröar. Brúarfoss kemur til Kaup- mannahafnar í dag. Bragi kom frá Englandi i nótt. Skip þctta áttu Færeyingar áður og hét það þá Grímur Kamban. Iiefir Geir Thorsteinsson keypt það. Ólafur kom af veiðum í nótt, en Baldur, Skúli fógeti og Gylfi hafa farið á veiöar. Út á skíði. Skíðafélag Reykjavikur stofnar lil skíðaferðar á sunnudaginn kemur. Farið verður í bifreiðum upp að Lögbergi. Þar er alt í kring nógur snjór og ágætar brekkur, svo að allir geta fundið þar stað, sem hæfir getu og leikni livers eins, alt frá byrjandanum, sent stígur á skiði í fyrsta sinn. Þeir, sem fræknari eru og leikti- ari, geta haldið eftir vild upp i Selfell, Sandfell, Lyklafell eða Gjafir til fátæku stúlkunnar, afhentar Vísi: 6 kr. frá G. P„ 5 kr. frá S„ 10 kr. frá ónefndum og í ábyrgð- arbréfi 50 kr. frá „Kára“. Veðrið í morgun. Frost í Reykjavík 5 st., Vest- mannaeyjum o, ísafirði 4, Akur- eyri 7, Seyðisfirði 5, Grindavík 5, Stykkishólmi 6, Grímsstöðum xi, Raufarhöfn 6, Hólum í Homaíirði 3. Blönduósi 16, Færeyjum hiti 1 st., Angmagsalik frost 8, Katip- mannahöfn hiti 4, Tynemouth 4, Hjaltlaudi 2, Jan Mayen írost 16 st. Mest frost hér i gær 6 st„ minst 3 st. — Lægðin, sem í gærkveldi var fyrir suðvestan land er nú komin austur undir Skotland. Vestankaldi i Norðursjónum -og hvessir í dag á suðvestan. Norð- austan kaldi á Halanum. — Horf- ur: Suðvesturland: í dag austan átt. Hvass undir Eyjafjöllum. í I sambandi við grein i Morguxi- blaðinu í dag, viðvíkjandi stofnun nýrrar upplýsingastöövar, þá vilj- um vér vekja athygli lesenda biaðsins á því, að upplýsingastöö vor hefir verið starfrækt siÖan haustið 1922, með góðum árangri, sem sést best á þeim sífelt vax- andi viðskiftum sem upplýsinga- stöðin hefir fengið. Vér höfum flest sambönd er- lendis, er nægja til aö fá sem flest- ar fyrirspumir þaðan um íslenska _atvinnurekendur. Upplýsingastöðin mun fram- vegis, eins og hingað til, halda áfram að greiða fyrir viðskiftum islenskra kaupsýslumanria og væntir þess, að þeir gefi henni naúðsynlegar upplýsingar um at- . vinnufyrirtæki sín. Reykjavík 9. febr. 1928. Virðingarfylst Upplýsingastöð íslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.