Vísir - 10.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 10.02.1928, Blaðsíða 2
VlSlR JlfanHBH*OLSEH( Nýkominn Laukup í pokum. Píanó frá k»n nAeari holleiiskri veiksrinðiii, n.ahogiii, KáuhaU mahugni mefi 3 ped'iiunj. — Læg>ta veið beint frá verk»miðjunni. — A. Obenhaupt Símskeyti Khöfn 9. febr. FB. Norska stjórnin falltn. . Frá Osló er símað: Homsrud hefir haldið ræðu í þinginu og kveðiS svo aS orði, að andstæð- ingar jafnaðarmanna beri ábyrgð á f járhagslegu erfiðleikunum, sem séu sprottnir af lántökum. Þingið .samþykti vantraustsyfirlýsinguna í " gærkveldi. Hornsrud kvaSst biðjast lausnar á ríkisráSsíundi á morgun. Búast menn nú viS, aS Mowinckel myndi vinstriátjórn. Verkamenn kenna stórbönkun- um um fall stjórnarinnar, segja að Hornsrudstjórnin hafi ekki viljað lrlýSnast bönkunum, sem þess vegna hafi neytt vinstrimenn- til forgóngu í að fella stjórnina. Frá Alþingi. i>ar voru þessi mál til umræðu i j^ær: Efri deild. 1. Frv. til 1. um heimild fyrir kmdsstjórnina aS reisa betrunar- hús og letigarð (3. umr.), var samþykt meS lítilsháttar orða- breytingu og afgreitt til neðri deildar. 3. Frv. til 1. um dómsmála- starfsemi, lögreglustjórn, gjald- heimtu 0. fi., í Reykjavík, 1. umr. Frv. þetta flytur Ingvar Pálmason r.ð undirlagi dómsmálarh. Er þar fariS fram á, að leggja niður em- bætti lögreglústjóraogbæjarfógeta en stofna. þessi í staðinn : Lög- tnannsembætti, lögreglustjóraem- 1 ætti og tollstjóraembætti. -=— Undir lögmann eiga að heyra (iómsmál önnur en saka- og lög- reglulmál, svo og skiftamál, fó- getageriSír, borgaraleg hjóna- vígsla, hjónaskilnaSarmál o. fl. af líku tægi. — Lögreglustjóri á að hafa á hendi lögreglustjórn, meS- ferð sakamála og lögreglumála, og lcggja dóm á þau, og ýms mál onnur, sem lögreglustjóri fer nú nieB. — Tollstjóri á aS hafa á hendi tollgæslu, aðalinnheimtu á sköttum og tollum ríkissjóðs, og innheimtu fleiri gjalda, sem lög- regiustjóri hefir haft með hönd- um til þéssa. — Árslaun þessara embættismanna eiga að vera 5000 kr. handa hverjum, en hækka á uokkrum árurh' upp í 6000 kr. — Það er ákveðið í-frv., að verslun- arstaðurinn að Skildinganesi við Skerjafjörð heyri að öllu leyti und- ir umdæmi Reykjavikur um toll- gæslu og lögreglustjórn. — Frv. þessu var vísaS til 2. umr. og nef ndar. •. 3. Frv. til 1. um" einkasölu á útfluttri síld, I. umr. Frv. þetta sem þeir flytja Ingvar Pálmason og Erlingur Friðjónsson, „gerir ráð fyrir nokkurskonar lögskipuðu samvinnufélagi, þar sem yfirstjórn sc kosin að mestu leyti af löggjaf- arþingi þjóðarinnar, en aS öðru leyti af félagsskapframlei'ðendaog verkalýð þeim, sem næst stendur þessum atvinnurekstri", segir í greinargerð. Segir frv. að frá 1. maí þ. á. skuli vera einkasala á sild/saltaðri, kryddaðri eða verk- aðri á annan hátt til útflutnings írá þessu landi. Síldareinkasölunni eiga að stjórna 5 menn, 3 kosnir af sameinuðu Alþingi til 3 .ára, en sinn hvor hinna tveggja til- nefndir af verkalýðssambandi NorSurlauds og útgerSarmanna-- . félagi Akureyrar, eða einhverjum víStækari félagsskap útgerSar- manna norðanlands, ef hann yrði stofnaður. 'Þessi nefnd ræður síð- an 2 framkvæmdarstjóra. — Frv. var eftir stuttar umræður vísað til 2. umr. og nefndar. 4. Frv. til 1. um verkakaups- veð, 1. umr. rjTitf. er Erlingur Frið- jónsson. Frv. gefur verkafólki í síldarvinnu lögveð í öllum síldar- afurðum þeim, sem á land flytjast h;á þeim atvinnurekanda, er það vinnur hjá, til tryggingar kaupi sínu. Nær veðið eigi aðeins til sjálfrar síldarinnar, heldur og tunna, salts, krydds o. s. frv. Á það a'ð ganga næst á eftir þeim gjöldum til hins opinbera, er á veðinu kunna að hvíla, en ganga íyrir öllum samnjngsbundnum veðskuldbindingum. ¦ — Telur ftm. frv. fram komið vegna þeirra megnu vanskila, ér orðið .hafi á greiðslu verkkaups hjá ýmsum at- vinnurekendum við síldarútveg. — Frv. var umræðulitið visað til 2. umr. og nefndar. 5.- Till. til þál. um skipun nefndar til að rannsaka bréfaskifti milli stjórna Spánar og íslands. Tillaga þessi, sem þeir flytja eftir tilmælum góðtemplara, Ingvar Pálmason og Erl. Friðjónsson, hljóðar svo: „Efri d^ild Alþingis ályktar að skipa þriggja manna nefnd til þess að rannsaka bréfa- skifti, sem farið hafa milli stjórna Spánar og íslands, út af Spánar- snmningunum og öllu, sem þar að lýtur, svo vitað verði til sanns, hvort eigi er unt að leggja niður útsölustaði vínanna, án þess þaö teljist brot á samningnum." Á það var bent af Jóhannesi jóhannessyni, að sennilega hefðu engin bréfaskifti'átt sér stað milli þessara stjórna, en Ingvari þótti óþarft að skilja tillöguna svo bók- staflega. „Stjórn íslands" væri í Jiessu- sambandi utanríkisráðuneyti Dána og erindrekar á Spáni. — Jón Þorláksson lýsti yfir því, aö hann mundi ekki greiöa atkv. um tillöguna, þar sem hann vildi enga ábyrgð bera á meðferð stjórnar- flokksins á þessu utanríkismáli, sem samningarnir við Spánverja væru. Eftir nokkurt þjark var till. samjjykt með 9 shlj. atkv. Er til nefndarkoshingar kom, vom fram bornir tvejr listar. Voru tillögu- menn á öðrum, en Sigurður Jóns- son stórtemplar á hinum. Úrskur'ð- aði forseti síðari listann frá at- kvæðagreiðslu, þar sem deildin hefði ekki leyfi til að kjósa aðrar nefndir en þær, sem deildarmönn- um væri skipaðar. íhaldsmenn komu ekki með aðra tillögu, og varð að fresta kosningunni. Neðri deild. 1. Rakarafrumvarpið, 2. umr. Lngin brtt. kom fram við frv. eða mótmæli, og var því vísað til 3. umr. 2. Frv. til 1. um breyting á 1. 1905,1101 fyrning skulda og annara kröfuréttinda, 1. límr. Frv. þetta er flutt af Halldóri Stefánssyni, og mun eiga að hafa siðbætándi áhrif á lánsverslun landsmanna, koma í veg fyrir „margskonar óreiðu i flármálum, bæði hjá þeim sem veita lán, og eins hinum, sem þiggja þau". Segir flm., að það hafi einnig í för með sér eyðslu, „ef menn hafa of grerðan aðgang að lánum". — Það, sem frvy fer fram á, er að stytta fyrningar- frest *á kröfum út af sölu eða af- hendingu á vörum eða lausafé, sem ekki er fylgifé með fasteign, svo að hann verði eitt ár, i stað þess að vera 4 ár i lögunum frá 1905. Einnig á aS afnema það á- kvæði gildandi laga, að viðurkenn- ing á kröfu slíti fyrningu hennar, og að það komi í veg fyrir fyrn- ingu, að viðskifti haldi áfram milli aðiljanna. — „Með þessu móti eru viðskiftalánin gerð örðugri og var- hugaverðari,- bæfði fyrir lái\veit- anda og lánþiggjanda", segir í greinargerð, og er það varla of- mælt. — Frv. var vísað til 2. umr. og nefndar. 3. Frv. til 1. um breyting á lög- um um bændaskóla, 1. umr. Frv. þetta, sem flutt er -af Bjarna Ás- geirssyni og Jóni Sígurðssyni, fer fram á að auka að miklum mun verklega kenslu við bændaskólana. líinnig felst í því heimild til að stofna eins árs deild við búna'ðar- skólana, þar sem bókleg kensla sé að vetrinum, en verkleg að sumrinu, ef ekki koma nægilega margir skólasveinar til hins venju- lega, tveggja ára náms. Seg-ja flm. >9O;i0»000«S00a0Q0OQO00OC0aCKÍ00O00a0QTO0OQ«»QOQ0O0Q00QQC s £í « 20 stk 1,25. Fást hvarvetna. æOQQQQQQQQtiQQQQQQOQQQQQaQííQQQQQQQQQQQQQQCÍQQQOOQOQQOBC Seljum nokkra góða og ódýraTAUBÚTA (ágœtip i drengjaföt og telpukápur). Cinnig drengjapeysup með 20% afslætti. • Verslun Ben. S. Þúrarinssonar. að slík búfræðikensla sé sumstað- ar í Noregi, og þyki gefast vel. — Frv. var vísað til 2. umr. og nefndar. 4. Ffv. til 1. um sundhöll í Reykjavfk, 2. umr. Mentamála- nefnd lagði til að frv. væri sam- þykt með þeirri helstri breytingu, að ekkj. væri lögskipað, að nota uppdrátt GuSjóns Samúelssonar af húsinu. Félst deildin k þetta, og var frv. vísað til 3. umr. 5. Till. til þál. um endurskoð- un fátækralaganna er flutt af Hall- dóri Stefánssyni, og fer fram á að skora á ríkisstjómina aS endur- skoða fátækralöggjöfina, einkum meS tilliti til ósamræmis þess, er sé um álöguþunga einstakra hér- a'ða til fátækraframfærslu. Umv. var frestað og tili. visað til nefnd- ar. — Þess má geta, að fátækra- lögin voru endurskoSuð á síðasta þingi, og þá samþykt svo að segja obreytt þau fátækralög (frá 1905), er áður höfðu gilt. 6. Frv. til 1. um skifting Gull- bringu og Kjósarsýslu í tvö kjbr- dœmi. UmræSu um þetta mál hélt áfram meS nokkurum hnipping- um, tilkl. 4, en þá var því frest- að á ný. Sigllngar Japana. Það er alkunna, að siðan Japan- ar fóru aS taka upp vestræna háttu, hefir þeim fleygt meira fram en nokkurri þjóð annari. Þeir eru orðhir hættuleg hernaðarþjóð og iðnaður þeirra keppir óþyrmilega við margan Vesturlandaiðnað. Eigi hafa framfarirnar** orðið hvað minstar i siglingum. ÁriS 1891 var kaupskipastóll þeirra ekki nema 10.000 smálestir, og varð á næstu 6 árum 27.000 smál. En árið eftir — 1898 —- er flot- inn skyndilega orSinn 470.000 smá- iestir, og náSi einni miljón áriS 1906.1 striSsbyrjun var kaupskipa- •stóllinn orðinn 1,6 miljón smálest- ir, en 2,5 miljónir þegar ófriSnum lauk. Má kalla þaö hamfarir í framförum. Eitt af stærstu eimskipafélögum heimsins er japanskt, og heitir „Nippon Yusen Kaisha". Þa8 á 140 skip, samtals 730 þús. smái. Er þaS fimta stærsta eimskipafé- lag heimsins, en f jögur þau stærstu eru ensk. Þetta félag hefir sigling- ar nálega um alla heim og skrif- stofur á meira en 200 stöðum. Er þaS einkum þessu félagi aS þakka, að Japanar teljast þriðja stærsta siglingá^jóS í heiminum. Félag þetta er örugt fyrirtæki, og hefir greitt hluthöfum 10% í ágóðá á h.inum síSustu þrengingaráxum siglinganna. Meðal annars heldur félagiö uppi 5 mismunandi siglingaleiSum yfir Kyrrahafið til Ameríkustranda og öllum helstu strandferðum Jáp- ana. FélagiS er stofnað 1885, en þreifst illa framan af. Mest á þaS veg sinn aS þakka Kondo nokkr- um forstjóra sinum, sem talánn er séSasti siglingastjóri Japana. ÞaS smiSar sí og æ ný skip — á japönskum smíöastöðvum — og hefir t. d. þrjú 16.500 smále&ta, hraSskreið vélskip í smí'Sum nú, er ætluS eru 700 farþegum hvert. ÞaS er kunnugt, a'S Bandarikja- mönnum er lítt sýnt um sigling- ar. Og í samkq^ninni um Kyrra- hafssiglingamar hafa þeir átt víö ramman aS reip a'ð draga, þar sem Japanar eru.i Það má héita, aö Bandaríkjaskiþin sigii tóm á þeim leiðum, sem japönsk skip sigla, þvi að Japanar bjóða alt fyrír lægra verð bg hafa engu lakari skip. Þetta hefir ekki hvað síst átt Þab er marfl saanað að kaííibætirinn er bestor og ðrýgstnr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.