Alþýðublaðið - 06.06.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.06.1928, Blaðsíða 3
ALBÝÐUBLAÐIÐ S Hðfum tilt ©r. Vetker’s gerdnft, kokudropa, búðlngsduft. Ofitíð 8r*» á mánuðl i aukahágn^ð er 84.B • auðvelt fyrir unga menn, umboðssala og faranndsála að afla sér. Verðlisti og sýni. liorn eru send gefins, gegn þvi að, burðágjaid sé greitt Sþecfalmaga- sinet, Box 227, Kabenhavn V. ernissinnarnir hafiö nýja og harð- vítuga sókn. Eru peir nú að nálg- ast Peking, og heíir auðvaldsherr- ann par, Chang-Tso-lin. séð sitt óvænna og flúið úr borginni. — En þegar þjóðernissininar eru í þann veginn að taka Peking, þá má búast við öllu. Stórveldin bíða og sjá hva*ð setur. Fjöldi her- skipa hefir verið sendur til Kína undan farnar vikur, og eru pau á sveirhi við strendurnar. Amer- íkumenn sendu nýlega fimm stór he/skip þangað, og liggja þau nú við hafnarbæinn Tsiang-Tao. Þar að auki eru þar ensk, frönsk og japönsk herskip, og við landa- mæri Mansjúriu, Síberíu megin, biða Rússarnir með ógrynni liðs. Þeir bíða eftir því, að stórveld- unum lendi saman út af því, er gerist í Kína. — Bandaríkin bíða eftir því, hvað Japanar geri, Frakkar eítir því, hvað Bandaríkin geri og Englendingar hvað Kín- verjar geri, en Rússar vaka yfir öllum gerðum hernaðarþjóðanna, eins og stór og hvasseygur örn. Allra veðra er von. Kínversk alþýða er aö brjótast undan oki hernaðarþjóðanna — þær hafa sogið hana og pínt í áraraðir og auðgast á striti hennar. Vilja þær því ekki góðfúslega sleppa bitanum. Khöfn, FB„ 5. júní. Kínve rskir auðvaldssinnar r eyna að gefa erlenöa hervaldinu tilefni til árásar á Kína. Frá Lúndúnum er símað: Sprengikúla sprakk undir vagni Chang-Tso-lins, er lestin nálgað- ist Mukden. Chang-Tso-lin særðist lítils háttar, en margir förunaut- ar hans aivarlega. Sagt er, að þrjátíu Norðurhermenn hafi beðið bana, er sprengingin varð. Kín- verskir Mukdenbúar eru mjög æstir í garð Japana, því áð þeir halda, að þeir séu valdir áð' sprengingunni. Japanar reyna að sefa æsingarnar. Til þess að vera við öllu búnir, hafa þeir sett gaddavírsgirðingar kring um jap- anska hverfið í Mukden. Her- stjórn Japana segir, að kínversk- ir þjóðemissinnar hafi varpáð sprengikúlunni. Nokkrir þjóðem- issinnar hafa verið skotnir. Frá Þjóðbandalaginu. Frá Genf er símað: Ráðsfundur Þjó ðaban da 1 agsins var settur i gær. Briand og Stresemann taka ekki þátt í fundinum vegna veik- inda. Mussolini og Jugoslavar. Frá Belgrad er símað: Stjórnin í italíu virðist vera ánægð yfir ■svari stjórnarinnar í Jugoslavíu við kröfum ítala út af æsingunum í Jugoslavíu í garð Itala. Tónlisíarástandið. i --- I þýzku timariti birtust nýlega kaflar úr grein frá árinu 1855, þar sem Anton Rnbinstein lýsir tón- Jistarástandinu í Rússiandi þá. Þar sem margt í greininni minnir greinilega á ástandið á íslandi nú, þá þykir rétt að þýða hér kafla úr henni. Rubinstein var fæddur fyrri hluta 19. aldarinnar í Rúss- landi, náði mikilli heimsfrægð bæði sem pianoleikari og tón- skáld, en dó í útlegð 1894. Hon- um farast þannig orð um ástand- (iö í Rússlandi fyrir meir en þrem- ur aldarfjórðungum: „Tónlistin heimtar allar hugs- anir, allar tilfinningar og allan tíma postula sinna, yfir höfuð þá sjálfa með húð og hári. Fyrir þes'sum mönnum lyftir hún þá stundum hlæjunni og brosir við þeim. En þessir útvöldu fá þá rétt til þess að kallast listamenn og að mega boða heiminum list sína og veita náungum sínum ó- endanlega listnautn. Það er stór- kostlegt trúhoð, sem oft er að eins endurgoldið með pálma- sveigum píslarvottsins. Af held- ur skringilegum ástæðum er eig- ' inlegur tónlistainaður alls ekki til í Rússlandi, því að yfirvöldin , veita ekki tónlistamanninum söm« réttindi og málurum, myndhöggv- urum o. fl. Af þessum orsökum verða til nær eintómir áhuga- menn, viðvaningar í tónlist (Mu- sikdilletanten), sem. hafa listina að eins til dægrastyttingar í hjá- verkum. Auðvitað forðast þeir alla eriiðleika í listinni. Þeir strjúka að eins um yfirborðið; allur dýpri listskilningur er .þeim algerlega ókunnur. Ræna þeir ekki iistina með þessu beztu fuli- tll rfkisstjórnarfimar Srá FuIItrú ráði verk- alýðsfélaganna í Reykfavik. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík skorar á ríkisstjórnina að sinna ekki tillögum hæjar- stjómar Reykjavíkur um lækkun á meðlagi barnsfeðra með óskil- getnum börnum. trúunum? Er það ekki töf fyrir menningu hvers iands, að láta menn fást við list, sem ledta að eins skemtunar sinnar í henni, en eru ekki reiðubúnir tii þess áð fórna henni öllu lífi sínu? Lista- maðurinn heimtar viðurkenningu starfa sinna og verka, gerir iist- ina að atvinnu sinni. Með því kemur hann fram fyrir dómi ver- aldarinnar, en hann er ómissandi fyrir alla starfsemi hans. Von- brigði, sundurtroðnir fagrir draumórar, metnaðarbarátta vjð ill örlög, listamannsákafi (fana- tismus), sem skeytingarlaus al- menmngurinn hlær að og ekki .þekkir, en fáir rneta, ströng en réttlát gagnrýni; alt þetta eru skilyrðin, sem eru óhjákvæmi- ieg fyrir framþróun sannarlegs listamanns. En fyrir viðvaninginn eru þessi skilyrði því miður ekki til! Hann verður ekki fyrir nein- um dómum; þvert á mðti; jafn- ingjar hans lofa hann og meira að segja listamaðurinn sjáilfur sýnir honum mestu hlífni í dóm- um. Þessi hlífðarskjaldborg við- vaninganna er beinn dauði fyrir listina, ekki sízt r því iandi, þar sem listin er eingöngu í þeirra höndum og engir listamenn eru til, sem bera ábyrgðina. Tíl þess að sanna þessi skaðlegu áhrif í Rússlandi þarf ekki annað en að athuga, hve langt viðvaningarnir komast þar í tónsmíði. Mundi maður kalla þann rriann fyndinn, sem hefði að eins komið með einn brandara í öllu sínu lífi? Mundi sá maður kallaður heim- spekingur, sem hefir flutt eina einustu háleita hugsun? ,En ef viðvaningur í tónlist hefir sam- ið eitt lítið sönglag með tiltölu- lega heppilegu innihaldi, þá þyk- ist hann vera orðinn „tón>skáld“. En sá „fengi nú að kenna á því“, sem vogaði að reyna að sannfæra hann um áð þetta smekklega lag hans eigi ekki við orðin, að ým- is konar tónfræðilegar villur séu i því og að þáð þurfi að stunda langt nám titl þess að geta „kom- ponerað“ rétt og vel, þó ekki. sé nema dálítið smáræði. Viðvan- ingurinn mun lita með fyriríitn- ingu á slíkan dómara, mun iáta prenta lagið sitt og fá söngvara til þess að syngja það>, mun taJa og dærna hátt unr list og iista- menn eins og sérfræðingur, mun semja sönglag eítir sönglag, við- stöðuiaust, án þess að skifta sér af lögmáium í tónfræði og tón- smíð. Hann mun sanna, að ein- göngu hið „sönghæfa“ (melo- diska) hafi þýðingu, og að lok- um ráðast í stærri söngverk (kan- tötur, söngLeiki). (Nl.) Umdaginnog veginn. Æfintýrið verður leikið í kvöld. Alþýðu- sýning. Til bágstöddu konunnar afhentar Alþbl. kr. 10,00 frá G. B. H. Einar Ingimundarson hefir nú keypt verzlun Þor- gríms Guðmundssonar, Hverfis- götu 82. „Sparta“ heldur fund í kvöld að Kirkju- torgi 4. „Ömmu líður vel“. Varðskipin liggja nú öll í höfn, en þau íslenzku eru löglega af- sökuð. Á að gera við „Þór“, en „Óðinn“ er áð taka kol til nýrr- ar sigurfarar. En ekki vita menn til þess, að „Fyllu“ hinni dönsku sé neitt að vanbúnaði. Togararnir. I morgun komu af veiöum „Maí“ með 48 tn. lifrar, „Snorri goði“ með 91 og „Tryggvi gamli“ með 85. Skip kom í nótt með kol til þeirra Geirs Thorsteinsson og Sigurðar Runólfssonar. Belgiskur togari kom hingað i gær til þess að fá gert við bilun. Aflabrögð. Ágætur afli er nú i Eyjafirði. Á Vestfjörðum aílast svo vel, að vart eru þar dæmi til slíks. Afla- hæsta seglskipið frá Bíldudal hefir fengið 36 þúsundir fiskjar síðan um sumarmál og aflahæsta skipið frá Vatneyri 35 þúsundir. Einn bátur í Arnarfirði hefir fengið 8 þúsundir fiskjar á línu í firðinum síðustu 6 vikurnar. Aflast nú mest innst í firðinum. „La Bohemé“ heitir kvikmyndin, sem sýnd er nú í Gamia Bíó. Segir hún sögu fátæks ieikritaskálds og blá- , snauðrar, lítillar saumastúlku. Myndin er mjög hugðnæm frá upphafi til enda. Atburðirnir eru áhrifamiklir, og flestir komast v,ið, þegar litla saumastúlkan fórnar öllu fyrir sigur unga skáldsins. Saga sú, sem mynd þessi er tekin eftir, er fræg mjög, og hefir hún verið þýdd á fjölda mörg tungumál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.