Vísir - 13.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 13.02.1928, Blaðsíða 2
VlSlti Umbúðapappíp 20, 40 og 57 cm. breiðir strangar. Pappírspokap ýmsar stærðir. Bindigarn. Gúmmíb ön d. frá konunglegri hollenskrí verksmiSju, mahogni, RachaU mahogui meS 3 pedölum. — Lægita verð beint frá verksmiðjunni. — A. Obenliaupt. Símskeyti —0— Khöfn 12. febr. FB. Frá Þýskalandi. Frá Berlín er símaö: Tilraunir,- seni stjórnarflokkarn- ' ir hafa verið að.gera sín á milli, til þess að ná samkomulagi um skólalögin, hafa orðið árangurs- lausar. Alt útlit er á, að stjórnin muni falla og þing verði rofið. Hindenburg forseti hefir beðið kanslarann að gera tilraun til þess að komast hjá þingrofi, á meðan me.rk lagafrumvörp bíði óafgreidd. Coolidge og forsetakosningarnar. Frá Washington er símað : Út af óskum, sem fram eru komnar, um að Coölidge forseti verði í kjöri viö næstu forsetakosningar, sam- þykti senatið (öldungadeild þjóð- þingsins) í gær ályktun andvíga því, að nokkur forseti gegni em- bætti þrjú kjörtímabil. (I þessu sambandi má geta þess, að um þetta íiafa þegar ver- ið háðar snarpar deilur í 'Banda- ríkjunum. Fjöldi republikana vill að Coolidge verði í kjöri að nýju, þrátt fyrir hina rótgrónu skoðun Bandaríkjamanna, að enginn for- seti eigi að gegna embætti nema tvö kjörtímabil. Hafa og deilurn- ar. snúist mikið um það, hvort telja beri að Coolidge hafi gegnt embætti nema eitt kjörtímabil, cn hann var kosinn varaforseti um leið og Harding varð forseti 1920. Þegar andlát Hardings bar að, varð Coolidge forseti út kjörtíma- bilið (til 1924), eins og lög standa til í slíku tilfelli. Hafa margir hallast að þeirri skoðun vestra, að í þessu tilfelli beri ekki að fara eftir hinni gömlu, rótgrónu venju, þar eð Coolidge hafi að eins gegnt forsetastörfum út kjörtímabil Hardings, frá því að andíát hans bar að. Hins vegar hafa aðrir haldið því fram, að Coolidge hafi verið forseti tvisvar, og beri eigi að bregða út aí hinni gömlu venju, að sami maður takist for- setastörf á hendur oftar en tvisvar sinntuu. Þar eð Coolidge hafði nú sjálfur lýst yfir því, er hann var í sumarleyfi i Dakota 1927, að hann gæfi ekki kost á sér við næstu forsetakosningar, og áður- nefnd álýktun hefir náð samþykt öldungadeildarinnar, nutn tnega telja víst, að deilurnar um þetta mál hætti og Coolidge komi ekki til greina sem forsetaeíni, þótt það sé áhugamál mikils fjölda manna vestra, að hann verði í kjöri við forsetakosningar ])ær, sem fram eiga að fara á þessu ári). Utan af landi. —o—— ísafirði 12. febr. FB. Snjóflód vestra. Menn farast. Vélbátur frá ísafirði fór að- faranótt sunnudags áleiðis til Bol- ungarvíkur með fólk, sem komið liafði til að horfa á sjónleikinn (Lénarð fógeta). Vegna þess, að báturinn var ofhlaðinn, vóru finuri íarþegar settir á land í Hnífsdal, og lögðu þeir af stað fótgangandi til Bolungarvikur. Utanvert við Óshlíð tók þá snjóflóð. Fórust þessir: Baldvin Teitsson, Helgi Wilhelmsson, Þórunn Jensdóttir og Elín Árnadóttir. Hirin fimti, Páll Árnason, bjargaðist, litið skaddaður. Bolvíkingar fóru i morgun að leita líkanna, en þau fundust ekki. Lénharður fógeti var leikinn í gærkveldi í fyrsta sinni. Mikil aðsókn. Vel leikið. Sérstaklega lék Haraldur Björns- son IVnharð vel og Sigrún Magn- úsdóttir Guönýju. Bátur sekkur. Vélbáturinn Rán sökk nýlega á Skötufirði. Menn björguðust. Gæftir tregar. Lítill afli. Vestm.eyjum 12. febr. FB. í gær og nótt einhver hin mesta hríð, sem. konrið hefir um margra ára bil. Nítján vélbátar náðu ekki til hafnar í gærkveldi og var ó- frétt um sjö í aftureldingu. Maí, Skallagrímur, Surprise, Ver og Þór leituðu í nótt. Allir eru nú komnir nema þrír, en frétt komin, að þeir séu á heimleið. Loftnetiö á Þór slitnaði í óveðrinu. Akranesi 13. febr. FB, AUir bálaar, er voru á sjó,. er hríðin skall á, em nú komnir fram. Margir' bátanna konm upp undir hríðarkveldið, en treysto sér ckki til að lenda. Lentu flestir kl. ii—2 dag-inn cftir. — Óðinn: var á vakki hér úti fyrir, til þess að vera til aðstoðar, ef þörf geröist. — Aílast vel eftir ástæðum. Slæni- ar gæftir. Fiskurinn hel'dur smár. Keflávik 13. fébr: FBi Allir hátar á sjó, er hríðin skall á. Komust alllr ab landi heilu og höldnu, sá seinasti kl. 4 um morg- uninn eftir.---Snndgerðisbátamir náðu allir landi smna kveldið. — Aflast heldur vel, þegar gefur. —o— Norðmenn minnast með litlu millibili -tveggja skáldkonunga sinna. Hinn 20. næsta mánaðar eru hundrað ár liðin síöan er Henrik ibsen fæddist, og 8. desember 1932 hundrað ár frá fæöingu Björn- stjenie Bjömsons. Muninum á þeim miklu mönnum hefir einhver lýst svo, að annar hafi gengiö nið- urlútur með hendurnar krosslagð- ar á brjóstinu, en hinn upplits- djarfur. með útbreiddan faðminn. Það er satt, ab mestan hluta ærvi sinnar yar Ibseri engan veginn vel látinn með þjóð sinni. Hún mis- skildi hann, og hann firtist. — Norska þjóðin misskildi Björn- stjerne Bjömson oft, og hánn firt- ist stundum, en var aídrei íang- rækinn. Þjóðin elskaði hann, eða mildll hluti henpar. 'Ibse'n var aldrei elskaður. Landar hans dáð- ust að honum, án þess að elska hann. Og margir hötuðu hann. Ibsen hlaut að vekja aðdáun hæði vina og óvina. Heimurinn dáðist að honum, Norðmenn höfðu eignast stórskáld á alþjóða mæli- kvarða. Ef til vill niesta skáld samtíðarinnar. Þaö hefir sannast, eigi hvað síst ])essi tuttugu ár, sem liðin eru síðan hann dó, aö hanu var miklu meiri, en samtíðarmenn hans gerðu sér i hugarlund. Þeir, sem varla voru tir grasi vaxnir ,])egar Ibsen dó, viðurkenna harin hest. Og að hin núlifandi kynslóð Norðmanna meti hann hærra en nokkurt annað norskt skáld, má sjá aí því, hversu vel er vandað til hátíðahaldanna, sem háð verða í helstu bæjum Noregs um 100 ára afmælið. Leiksýningarnar í sambandi við afmælið hefjast 14. mars í Osló og standa ])ar til 20. s. m., en síð- an koma leiksýningar á „Den Na- tionale Scene“ í Bergen 22.—23. mars. I Osló verður leikið á þjóð- leikhúsinu: „Brand“, „De Unges Forbund", „Gerigang|ere“, „En Folkefjende“; „Vildanden" og „Rosmersholm", en á Centraltea- tret: „Fru Inger til Östraat“ og „Kærlighedens' Komedie“. I Ber- gen veröur sýnt: „Gildet ])aa Sol- harig“ (í gamla leikhúsinu) og „Per Gynt“. I Ósló verða auk jvessa fyrirlestrar haldnir um Ih- sen, og sýningar hafðar á hand- ritum hans og ýmsum munum úr eigu hans. Auk þéss heldur norska stjórnin, rithöfundafélag Norð- manna, bæjarstjórnin í Osló og bæjarstjórnin í Bergeii: og. listac mannaféíagið veislúr í sambandi við minningarhátíðina. Auk opin- herra fulltrúa frá ölltun ríkjum ’Evrópu og flestum ríkjum Ame- ríku, hefir flestum þeim 'mönnum, sem orðstír hafa getiö sér fyrir rannsóknir á skáldverkum Ibsens, verið boðið á hátíðina. Ungbarnavernd. Einhver hesti menningai’- og manngildis-vitnisburður semnokk- ur þjóð getur sér, er að leggjá sem mesta ívekt Við þami gróður, sem hún á framtíð sína undir — bömin. Öllum sæmilega upp- lýstum mönnurn er augljóst, að frá fæðingu þarf ungviðið ná- kvæma aðhlynning, holla fæðu, hreint loft og ljós sólar, eigi' það að geta dafnað vel. Asigkomulag alt í borgum allra landa nú á dög- urn er þann veg, að hiö opinhera verður að hlaupa undir hagga með hinum efnaminni horgurtun, þeim til aðstoðar í því starfi, að ala upp hörn þeirra, svo þau geti þroskast cðlilega, og trygging sé fyrir, að öll veikluð böm geti fengið bót meina sinna. í Ameríku er þessi ung’barnavernd komin á lfátt stig í flestum horgum. Á þessa hjálp hins opinbera er ekki litið sem neina ölmusulijálp, enda er hún það ekki, ríkið, bæjafélögin og för- eldrarnir eiga í sameiningu að stuðla að því, að upp alist hraust böm, er verði hæf til þess að taka viö störfum hinna eldri, er þeir falla í valinn. Það starf er fyrst og freaist unnið fyrir landið, þjóð- ina, og því her liinu opinbera á hveriii þann hátt, er það getur, að stuðla að ungbarnavemdinni. Það er emmitt hvað mest undir þvx komi'ð, að hún sé i góðu lagi, því eí svo' er, verður mörg önnur starf- semi í sambandi við uppeldismálin auðveTdari, þegar börnin komast á l'egg. En víða hefir einmitt hvað minst verið hugsað um ungbarna- verndína, en hún er einmitt undir- staðan til alls uppeldisstarfsins. í Borgtím í Ameríku er þessi starfsemi rekin af félögum eða hinu opinbera eða hvorttveggja. $ mörgum borgum hefir hið opiu- ' bera látið reisa heilsustöðvar fyrir hörn (Children’s Health Stations) og eru þær að öllu leyti relmar á ! kostnað hlutaðeigandi bæjaríélags. Þessar stöðvar eru að jafná'ði opn- ar alTan daginn. Þar er barnalækn- ir borgarinnar yfirmaður, 0g hefir hann aðstoðarlækna (og læEnis- ffæðinema) og hjúkrunarkonur sér til aðstoðar eftir þörfum. Biðsalir á stöðvum þessum eru altaf hjart- i'r og rúmgóðir. Þar eru borð og þægilegir stólar og legul>ekkir, svo að vel geti farið um mæðurnar, sem híða þar með höm sín. Þess A Isláttur Lf öllu. Lægst verð í borg- i nni. Lokis-þáttnF Skyndisölunnar er eftir, því á morg-un og á miðvikudaginn verða allir BÚTAS seldir Ennfremur margskonar annar varningur fyrir sárlítið verð, t. d. Enn eru tækifæris. ltaup REGNFRÖKKUM og Borðdúkar, ljósir, 3.50 stk. Silkivarningur ýmiskonar. Flauel, rósótt og einlit. Greiðslutreyjur 3.90. Barnasamhengi 2.00. Ullarmittisbelti. Ullarundirlíf, sérlega góð og ódýr. Barnaprjónaföt. Enn er nokukð eftir af til- búnum kvenfatnaði, seni selsl fyrir lítið. a: VETRARFRÖKIÍUM karla. BRÚNAR SKYRTUR. NÆRFATNAÐUR. VINNUFATNAÐUR. SOKKAR. SKYRTUR o. m. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.