Vísir - 23.02.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 23.02.1928, Blaðsíða 3
VISIR Keiller's Connty Caramels <sru mest eftirspurðu og bestu karaittellurnar. í lieildsölu Iijá Tóbaksversl. Islands h.f. ;£inttasaiar & íslandi. BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstíg 37. Sími 2035. Tilbúinn ungbarnafKtnaSur æt 8 fyriniggjandi: Svit, teppi, lök og koddaver. Qiunmístimplap eru bunir til i Félagaprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir eg talaS um raka og kulda í kleí- unum, en það er löngu liöiö. Ágæt- ,ur mi’östöðvarhiti er í öllu húsinu, úhætt aö hafa opinn glugga eða smárúðu alla daga, og næg raf- J.jós í hverri kompu. Þótt herberg- m séu smá, flest,. og veggirnir ó- þarflega ljótir stundum, — kalk ;brotiö úr þeim og ýmislegt „krass“ á þeim, til stórlýta, skil eg ekki hvemíg heilsu nokkurs manns geti verið hætta búin af húsnæðinu sjálfu, ekki sist þar sem fanga- verði er öll harðneskja fjarri skapi og leyfir útivist í garðinum, eins ®g frekast er leyfilegt. Mér ber ekki að deila við þá aækna, sem veita heilsuveilum vín- smyglum og leynisölum vottorð um að þeir megi ekki fara „í ■Steinínn". En það verð eg að :segja, að mér virðast sutnar kjall- araíbúðir hér í bæ, þar sem lieil- ar fjölskyldur búa í, ár eftir ár, margfalt óheilnæmári en fanga- Idef'arnir. Minsta kosti hefi eg aldrei rekið mig á í fangaklefum þarm raka og ódaun, sem fylgir iíökustu kjallaraíbúðunum; væri 3Íst vanþörf á að læknarnir gæfu ákveðin vottorð um, að þar væru ekki neinir mannabústaðir. Hér um árið, þegar bannlögin voru nýkomin á, og fólk ímynd- •aSi sér, að eftirlitið með þeim yrði svo ákveðið, að ekki væri gróða- vegur að brjóta þau, voru fanga- kleíarnir flestir tómir langa hríð. Fókk þá bæjarstjóm að koma þangað nokkrum húsnæðislausum fjölskyldum til bráðabirgða, og var mér tjáð, að þeim Iiafi þótt slæmt að mega ekki vera þar á- fram, því að húsnæðið væri þar aniklu betra en þær áttu að venjast. Nú orðið kannast margir við á- fengisgróða og hafa oftraust á „lélegu eftirliti", og nú eru það aðrir en húsnæðislausar fjölskyld- ur, sem fylla fangaklefana og bíða, þótt ekki sé með óþreyju, liver eft- ir öðrum, að fá að komast í klef- ^lha. Frh. Efnalang Beykiavlknr Eemisfe fatabreinsnn og litnn Langaveg 32 B. — Síml 1300. — Simnefni: Efnalang. Hreinsar með nýtisku áhöldum og aðferðum allan óbreinan fatnaS ok dúka, úr hv&Sa efni sem er. Litar uppíituð föt og breytir um lit eftir óskuin. Eykur þægindí. Sparar fé. Slysavarnlr. ; —o- Það er kunnugrá en frá þurfi að segja, að Ísleildingar verða ár- lega fyrir hlutfailslega fleiri slýs- um en flestar ■ aðrar menningar- þjóðir. Stafar þetta af hættuleg- um samgöngum um óbygð eða lítt bygð landflæmi, en ]jó mest af druknunum þeirn, sem árléga itöggya skarð i fylking þeirra manna, ,er sjó sttmda. Áratug eftir áratug hefir þjóðin átt að sjá á bak heilum hópum manna i sjóinn, ofast nær fólki á besta aldri. Menn eru orðnir svo vanir þessu, að það vekur éigi þann geig, sem vert er. Á ófriðar- árunum ])ótti það hörmulegt, er tíu þúsundir manna féllu i orustu, milli stórvelda heimsins. En ef vélbátur riieð sjö til át-ta mönnum ferst hér, gleymist það fljótt, öðr- uin en þeim, sem um sárt eiga að binda eftir slysiö. Eiskifélag íslands hefir eigi alls fyrir löngu hafist handa til þess, að draga úr „herkostnaði“ þeim, sem þjóðin verður að gjalda, í við- ureigninni við Ægi. Hefir félagið falið sérstökum manni, Jóni Berg- sveinssyni, að semja skýrslur um slys þau, sem valda druknun og rekja orstakir þeirra, þannig að komist verði að niðurstöðu rnn, hvort hægt hefði verið að afstýra slysinu eða eigi. Sanikvæmt skýrslu ráðunautsins hafa 52 menn drukn- að hér við land árið sem leið, og eru 15 þeirra útlendingar. í tölu þessara fimtán eru 14 Færeyingar, og hafa þeir því orðið enn harðara úti en við, tiltölulega. Um þá 37 íslendinga, sem druknuðu, þykja uokkrar likur til, að druknun 5 þeirra hafi eigi orðið aö þeim ó- viljandi, Þess má geta, að 34 af þessum mönnum hafa druknaö i sjó, en þrír í ám og vötnum (þar af eitt barn, sem druknaði í brunni). Tala druknaðra er óvenjulega lág árið sem leið. En þó er hún svo há, að fylsta ástæða er til að reyna að gera hana lægri. Þeim fer ávalt fjölgandi, sem stunda sjó- inn. Að vísu hafa farartækin batn- að stórum á síðari árum, en þó ber oft slys að höndum, sem kenna má ónógum útbúnaði skipa og báta. Fyrir nokkrum árum urðu Vest- mannaeyingar fyrstir manna til þess, að koma sér upp björgunar- skipi og lögðu á sig niikil útgjöld þess vegna. Þau gjöld hafa marg- borgað sig, og tilraunin hefir sannað, að það er hægt, að draga úr slysförum á sjó. Og alveg nýlega hefir verið stofnað Slysavarnafélag, sem ætl- að er að ná til alls landsins. Þarf- ara félag hefir ekki verið stofnað á þessu landi. Það getur að vísu orkað tvímælis, hver slys séu þess eðlis, að hægt sé að afstýra þeim, og hver ekki. En um eitt ætti fé- lagið að geta haft mikil áhrif: að vekja hjá þjóðinni alvarlega and- spyrnu gegn öllum þeim mönnum, sem leyfi hafa til skipstjórnar og vanrækja sjálfsagðar varúðarráð- stafanir og öryggis. Slíkum mönn- um má elcki verða vært í stöðu sinni. Og væntanlega vex félaginu bráðlega svo fiskur um hrygg, að fýrir atbeina þess kornist upp björgunarbátar í þeim veiðistöðv- um, sem mest kveður að og- hættu- legastar eru bátum, þá er óveður skellur á skyndilega. Þetta tvent getur bjargað mörg- um niahnslífum. Og hvert manns- iíf, sem bjargast, er mikils virði. ðfugmælaYísur. —O— Eitt af því, sem íslensk skáld og hagyrðingar hafa gert sér til gamans, er að yrkja „öfugmæla- vísur“. Þær liafa átt vinsældum að fagna um land alt, og víst mun leitun á fulltíða manni, sem ekki kunni eitthvað af þeirn. Flestir munu víst hafa heyrt þessar vís- ur: Séð hef eg köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn í brók, skúminn prjóna smábandssokk. Fiskurinn hefir fögur hljóð, finst hann oft á heiðmn, ærnar renna eina slóð eftir sjónum breiðum. Nú hefir Helgi Árnason í Safnahúsinu gefið út bók, sem í eru 180 öfugmælavísur, og er lík- legt, að mörgum leiki forvitni á að sjá hana. Útgéfandin segir i formála frá heimildum þeim, sem hann liefir notað, og gerir grein fyrir skoðunum manna á uppruna þessa einkennilega skáldskapar. — Bókin kostar 1 kr. og fæst hjá bóksölum og útgefanda. Fyrirlestur um Kína. Ólafur Ólafsson, kristniboði, flytur erindi í Nýja Bíó kl. 7)4 í kveld og sýnir skuggamyndir frá Kína. Undanfarna tvo daga hefir bann sýnt bömum skuggamyndir þessar ókeypis og hefir aðsókn verið mjög mikil, enda eru mynd- irnar bæði fróðlegar og skemti- legar. Var það mjög vel til fund- ið og þakkarvert, að sýna börnun- um myndirnar ókeypis, og vafa- laust verður fjölment í Nýja Bíó i kvefd, er Ólafur flytur erindi sitt, þvi að þangað verður mikinn fróðleik að sækja. Aðgöngumiðar kosta að eins 1 kr. og eru þeir seldir í bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og við innganginn, ef eitthvað verður eftir. Leikhúsið. Schimeks-fjölskyldan verður sýnd annað kveld kl. 8. Leikurinn fær ágæta dórna hjá þeim, er séð hafa, og þykir bráð&kemtilegur. Sýningin á- morgun er aiþýðusýn- ing. Brúin á Bjarnardalsá. Eins og sjá má af fréttastofu- skeyti hér í blaðinu í dag, kveð- ur miklu minna að skemdun- um á brúnni yfir Bjarnardalsá, en af var látið í gær og liaft eftir manni úr Borgarfirði. — prjár smábrýr eru yfir ána og hefir tvær þeirra ekki sakað, en ein skemst með þeim hætti, að stöpull hefir sigið undir öðrum enda brúarinnar, svo að hún liallast nokkuð. Hafði áin gegn venju lagst öll í cinn farveginn og var vatnsþunginn mjög mik- ill, er liún hraust fram i flóðun- uni miklu fyrir nokkurum dög- um. Hafa þégar verið gcrðar ráðstafanir til, að stöpullinn verði treystur eftir föngum til bráðahirgða og býst vegamála- stjóri við, cftir fregnum þeim, sem lionurn hafa horist frá Norðdælingum, sem best mega um þetta vita, að skemdirnar reynist ekki mjög miklar og að auðvelt verði að ráða bót á þeim. Slysför. SíSastliöiS íimtudagskveld íór drengur frá Krumshólum í Borg- arfiröi aö leita hesta. Dvaldist lionum lengi og fór faðir hans þá aö leita hans, en fann ekki. Var drengsins leitaö um nóttina og allan næsta dag, en árangurslauSt. Tók fjöldi manna þátt í leitinni ni. a. nemendur og kennarar frá Hvanneyri ög nokkrir Borgnes- ingar. Telja menn líklegast, a'S drengurinn hafi gengið út á fjörö- inn og fram af ísskör og druknaö. Lyra fer til Bergen í kveld. Meöal farþega veröa frú M. Bjerg, ung- frú J. Jacobsen, Helgi Lárusson írá Kirkjubæjarklaustri og Ingi- mar Sigurðsson, búnaöarmála- stjóra. Aðalféhirðir Landsbankans var í gær af bankaráðinu skip- aður Guðmundur Guðmundsson (frá Reykjaholti), sem gegnt lief- ir því starfi undanfarin tvö ár. — Jón Pálsson hefir fengið Iausn samkvæmt eigin ósk, vegna heilsu- bilunar. Lyf við holdsveiki. Samkvæmt tilkynningu frá sendiherra Dana, hefir enska holdsveikisvarnafélagið skýrt svo frá, áð nýtt lyf værí fundið, er læknaði holdsveiki. Er það ol- ía, sem unnin er úr þurkuðum aldinum. Rannsóknir á þessu lyfi hafa farið fram síðastliðin tíu ár og liefir þótt auðsætt, að það væri áhrifamikið við holds- veiki, en jafnframt liefir það haft ýmsa galla; einkum liefir það truflað blóðrásina. En nú hefir tekist að eyða þessum ann- mörkum. Sir Leonard Rogers, ritari félagsins, segir í viðtali við ensk blöð, að lyf þetta sé óbrigð- ult öllum þeim er þjást af holds- veiki á I. stigi, en þar sem veik- in sé lengra á veg komin, fái um 30 af hundraði heilsuhót. Vísir liefir borið fregn þessa undir próf. Sæmund Bjarnliéð- insson. Segir liann að lyf þetta „Cliaulmoogra-olía“ og ýms skyld Ivf liafi verið notuð til lækningar holdsveiki í nokkur ár, víðsvegar um heim, og m. a. hjer. Hafi lyfið gefist vel, en þó telur hann likur til, að þess- Qskudagsfagnaður st. SkjaldhFeið verður á Ustndaeskvöld eflir fund. — Margl til skemtunar: Söngur, upplestur og hljöðfærasláttur. — Spil og töfl verða á staðnum. ar nýju fullyrðingar um ágætí þcss séu nokkuð orðum aukuar. Enda muni þurfa lengri reynslu og almennari en hjer geti verið um að ræða, til þess að reisa megi á henni örugga dóma. Ungbamavernd „Líknar“ er opin á föstudögnm kl. 3—4 á Bárugötu 2, iungangur frá Garrðastræti. Skipafregnir. Gullfoss kom til Khafnar í gær. eítir fimm daga ferð héðan; tafð- ist skipið þó einn dag í Vest- mannaeyjum. Skallagrímur, Baldur og óLafur fóru á veiðar í gær. Gylfi kom. af veiðum í morgun. Verslunarmannafélag Rvíkur heldur skemtifund annað kveld kl. 8)4 í Kaupþingssalnum. Verð- ur skemtiskráin mjög fjölbreytt og endar með dansleik. Mega fé- lagsmenn bjóða með sér gestmnog aðgangur er ekki seldur. Um veit- ingarnar annast frú Theódóra Sveinsdóttir. Stjórnin biður fé- lagsmenn að koma stundvíslega. Útvarþið síðdegis í dag. Kl. 7,30: Veðurskeyti. Kl. 7,40: Upplestur (frú Guörún Lárusd.). Kl. 8: Fyrirlestur „Bundimi kraft- ur“ (Pétur Pálsson). Kl. 8,30: Einsöngur (Símon Þórðarson). Kl. 9: Hljóðfærasláttur frá Hótel ísland. íþróttavöllurinn. Einhver „Minnugur" minnist á fönnina, sem var við íþróttavöll- inn, og „forráðamennina“ x því sambandi í blaðinu í gær. Eg býst við að enginn hafi neitað því, að snjór mundi ekki alveg eins falla á íþróttavöllinn og við girðingu hans, eins og annars staðar í borg- inni; en hitt sögðu „forráðamenn- irnir“, að vegurinn yfir melana ætti mjög að breikka frá því sem nú er, og þá mundu snjóþyngslin þar verða léttari. En íþróttamenn sögöu, að völlurinn mætti sístvera mjórri en hann er nú. Annars er engin furða, þegar svo kyngir snjó sem að undanfömu, þó ófærð kunni að vera suður yfir melana, þegar fjölfarnasti vegur landsins, milli Hafnarfjarðar og höfuðstað- arins, er ófær bifreiðum, og er þó lítið um girðingar á þeim vegi. — Þó ófærð hafi veriö mikil við íþróttavöllinn, hindraði það ekki óþokkana að starfa þar. Brotist var inn í fata- og áhaldaskúrana. Lítið fémætt var þar að hafa, en það litla eyðilagt, sem þar varj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.