Vísir


Vísir - 28.02.1928, Qupperneq 2

Vísir - 28.02.1928, Qupperneq 2
VÍSiR Jón forseti ferst. —O— pær vonir hafa brugðist, sem menn gerðu sér í gærmorgun um björgun alirar skipshafnar- innar af Jóni forseta. Seint í gærkveldi bárust fregnir um, að tiu mönnum hefði verið bjargað, en hinir hafa allir far- ist. Tuttugu og sex menn voru á skipinu, og voru þessir 23 lög- skráðir: Magnús Jóhannsson, skip- stjóri, Bjargárstíg 6. (Hann var áður 1. stýrimaður skipsins, en hafði nú skipstjórn á hendi í forföllum Guðmundar Guðjóns- sonar, skipstjóra, sem verið hef- ir sjúkur að undanförnu). Skúli Einarsson (46 ára), 1. vélstjóri, Efri Selhrekkum. Ölafur Jóhannsson (38 ára), 2. vélstjóri, Bergstaðastræti 63. Ingvi Björnsson (24 óra), loftskeytamaður, Bakkastíg 5. Bjarni Brandsson (39 ára), bátsmaður, Selbrekkum. Magnús Jónsson (43 ára), Hverfisgötu 96 B. Stefán Einarsson (47 ára), bryti, Kárastíg 6. Pétur Pétursson (35 ára), Laugaveg 46 A. Sigurður Bjarnason (25 ára), Selhrekkum. Sigurður Sigurðsson (27 ára), Framnesveg 2. Kristinn Guðjónsson (28 ára), Selbrekkum. SteingrímUr Einarsson (24 ára), Framnesveg 61. Jóhann Jóhannsson, Hverfis- götu 60 A. Árni Kr. Stefánsson (18 ára), hjálparsveinn, Kárastíg 6. Gunnlaugur Jónsson (35 ára), Króki, Kjalarnesi. Magnús Sigurðsson (43 ára), Grandaveg 37. Haraldur Einarsson, Lang- holti við Reykjavík. Guðm. Kr. Guðjónsson (37 ára), 1, stýrim., Lindargötu 20. Steinþór Bjarnason (34 ára), Ólafsvik. Frímann Helgason (20 ára), Vík, Mýrdal. Ólafur í. Árnason (27 ára), Bergþórugötu 16. Ólafur Jónsson (36 ára), kyndari, Víðidalsá, Stranda- sýslu. Bertel Guðjónsson (21 árs), kyndari, Hverfisgötu 107. En ólögskráðir voru: Guðjón Jónsson, Túngötu 42, Raguar Ásgrímsson, Vestur- götu 51 og Guðjón Guðjónsson. pessir tiu hafa bjargast: Bjarni Brandsson, Magnús Jónsson, Pjetur Pjetursson, Sigurður Bjarnason, Iíristinn Guðjónsson, Steingrímur Einarsson, Gunnlaugur Jónsson, Steinþór Bjarnason, Frímann Helgason, ólafur I. Árnason. Allra ráða var leitað í gær til þess að bjarga mönnunum, og komu þessi skip til hjálpar: Tryggvi gamli, Hafstein, Ver, Gylfi og varðskipin pór og Óðinn. Auk þess vélbátarnir Björg og Skírnir frá Sandgerði. Á landi voru og margir menn til bjargar. peir skipstjórarnir Halldór Kr. porsteinsson og Jón Sigurðsson fóru suður að strandstaðnum í fyrri nótt og voru þar allan daginn i gær. Laiknir kom þangað frá Kefla- vik og allar ráðstafanir voru gerðar til björgunar og hjúkr- unar, sem kostiu- var á. Aðstaða öll var hin versta. Brim var afarmikið og hryðju- veður með köfium. Skipið lá 40—50 faðma frá landi um fjöru og var brotsjór þar í milli, en grynningar svo Iangt út af skerinu, að skipin komust ekki nógu nærri til þess að bjarga mönnunum. pó tókst að lokum að koma kaðli út í skipið og siðan var hátur dreginn út að skipinu nokkrum sinnum, og hlupu menji í hann og voru dregnir á land. peir hrestust furðu fljótt og leið vel eftir atvikum í gær- kveldi. Sjö lík liöfðu fundist i gær- kveldi og flutti Tryggvi gamli fimm af þeim hingað, en hin tvö rak á land. Brim hélst í nótt, og kl. liálf níu í morgun brotnaði það, sem uppi hélck af skipsflakinu og hvarf í brimlöðrið. Sorgarfánar blakta hér um allan bæ í dag og fundi var frestað á Alþingi síðdegis í gær, vegna þessara hörmulegu við- burða. Símskeyti Khöfn 27. febr. FB. Uppsögn sambandssáttmálans. Dönsk blöð ræða málið. Sameiginlegt fyrir flest ummæli blaðanna í Kaupmannahöfn, út af yfirlýsingunum á Alþingi er, að íslandi sé heimilt að segja upp sambandssamniugnum, en margt geti breyst fyrir 1940. Danir liafi ekki misbrúkað borgararéttindin. Politiken birtir viðtal við Arup, sem segir að núverandi fyrirkomu- lag utanríkismála, strandvarna og borgararéttar sé til mikiis hagnað- £.r fyrir Islendinga; hvort ísland vilji takast á hendur utanríkismál verði sennilega komið undir kostn- aðinum. Berlingske Tidende birta viðtal við Halfdan Henriksen. Segir hann, að íslendingar geti brejdt um skoðun fyrir 1940, einn- ig sé hugsanlegt að Danir óski þá uppsagnar. Zahle (segir að) uppsögn sambandssamningsins mundi veikja norræna samheldni. Social-Demokraten segir, að upp- sögn sambandslaganna þurfi ekki að þýða afnám laganna. Köben- havn segir að Danir (hafi) búist við uppsögn, að minsta kosti í þeim tilgangi að koma á breytingum, sem reynslan kunni að sýna nauð- synlegar. Óhugsanlegt, að Danir vilji halda fast við fyrirkomulag, sem meiri hluti íslendinga séu mótfallnir, slikt væri skaðlegt nor- rænni samheldni. Nationaltidende segja, að ef íslendingar vilji segja upp sambandslagasamningnum, vilji Danir ekki hindra það. ís- land mundi tapa fjárhagslega við sambandsslit. Málið eimfremur internationalt, hugsanlegt að ís- land njóti raunverulega minna sjálfstæðis 1940 en nú. Austurríki kvartar undan ítalskri kúgun. Frá Berlin er símað: Blöðin í Austurríki segja, að Austurríki geti ekki þaggað niður kvartanir út af kúgunarpólitík Itala gagn- vart austurrísku þjóðerni í Suður- Tyról. Kúgunin komi öllum heim- inum við. Frásagnir óhlutdrægra útlendinga sanni réttmæti austur- rískra kvartana. Merkur íri látinn. Frá London er símað: írski þjóðernissinninn William O’Brien er látinn. Fpá Alþingi. Þessi mál voru til umr. í gær: Efri deild. 1. h'rv. til 1. um verkakaups- veð, 2. umr. Sjávarútvegsn. félst oll á að frv. væri samþykt með nokkrum breytingum, sem ekki snertu aðalefni þess. En aðalatriði frv. er að gefa verkafólki við sild- arútveginn lögveð í sildarafurðun- um. Voru brtt. nefndarinnar samþ. og frv. vísað til 3. umr. -2. Frv. til 1. um samstjóm tryggingarstofnana landsins, 1. umr. Einar Árnason flytur þetta írv., og er efni þess það, að allar „almennar tryggingarstofnanir, sem rikið rekur,. sténdur í ábyrgð fyrir éða héfir yfistjórn á, skulu mynda eina heild, er kallast Tryggingastofnun ríkisins. Skal hún hafa sameiginlega fram- kvæmdastjórn, eftir því sem við verður komið.“ Samábyrgðin, Brunabótafélag íslands og Slysa- tryggingin eiga nú fyrst að mynda Tryggingastofnunina, og verða sjálfstæðar deildir í henni. — Frv. er flutt í þeiin tilgangi, að koma betra skipulagi á tryggingastarf- semi hins opinbera og gera hana kostnaðarminni. — Var því vísað tii 2. umr. og nefndar. 3. Frv. til I. um niðurlaguing Þingvallaprestakalls, 1. umr. Erl. Friðjónsson og Páll Hermannsson flytja þetta frv. Fyrirsögnin sýnir efni ]>ess. Á Þing-vallasókn að leggjast undir klerkinn á Mosfelli, en Úlfljótsvatnssókn, sem þjónað er fx-á Þingvöllum, undir Arnar- bælisprestakall. Á presturiim J>eg- ar í stað að fara frá Þingvöllum, skv. frv., og fá 2 Jnis. kr. bið- laun næstu 5 ár, nema hami hljóti veiting fyrir einhverju öðru em- bætti. Igy’kjast flm. þar bjóða hon- um kostakjör, J)ar sem hann eigi enga biðlaunakröfu að lögum. — Frv. var vísað til 2. umr. og nefnd- ar. Um ekkert þessara mála urðu verulegar umr., og stóð fundurinn stutta stund. Neðri deild. 1. Frv. til 1. um löggilding versl- unarstaða (3. umr.) var umræðu- laust endursent Ed. 2. Frv. til 1. um aukna land- helgisgæslu, 3. umr. Frv. var sam- þykt eins og það kom frá Ed., og afgreitt sem lög frá Alþingi. 4. Frv. til 1. um kynbætur nautgripa, 2. umr. Landbn. kvaðst að vísu sjá mikla örðugleika við framkvæmd Jxessa frv., ef að lög- um yrði. Hinsvegar væri með þvi stigið svo stórt spor til endurbóta á nautgripakyninu, að rétt væri að láta J)að hafa framgang. — Frv. var vísað til 3. umr. óbreyttu. 4. Frv. til 1. um viðauka við hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar, 2. umr. Sjútvn. kom saman um, að óhjákvæmilegt væri að veita fé til þeirrar viðgerðar á Vestmanna- eyjahöfn, sem ráð er fyrir gert í frv. Var því vísað til 3. umr. án verulegra breytinga. 3. Frv. til 1. um fræðslumála- nefndir, 2. umr. Að till. mentmn. \ar frv. vísað óbreyttu til 3. umr. 6. Frv. til 1. um byggingar- og landnámssjóð, 1. umr. Frv. Jjetta, scm samþykt hefir verið af Ed., var sent til 2. umr. og nefndar. 7. Frv. til 1. um fiskiræktarfé- lög, 1. umr. Frv. þetta er samið af Pálma náttúrufræðing Hannes- syni, og flytja þeir það Ingólfur Biarnarson og Jörundur Brynjólfs- son, eftir ósk nefndar, er Búnað- arfélagið og Fiskifélagið skipuðu s.I. sumar, til Jxess að annast rann- sóknir á veiðivötnum og leiðbein- ingar um fiskirækt. Heimilar fi-v. mönnum þeim, er veiðirétt hafa í sama „fiskihverfi" (þ. e. vötn— om, straumvötnum eða stöðuvötn- um, sem sami fiskistofn byggir, og fer um fram og aftur), að gera með sér félagsskap til fiskirækt- ar. En fiskirækt er þær aðgerðir, er ætla má að skapi eða auki fiski- megn vatna, t. d. klak, innflutn- ingur hrogna og seiða, friðun á fiski, eyðing sels o. s. frv. í frv. etu ákvæði um Jtessi félög, mynd- íkj lo Uíí WJÍ s Höfum tils Rúgmjöl trá Havnemöllen, í ‘/í pokum, do. — --- - V2 — Hálfsigtimjöl — — Nýkomið: Rio-kaffi prima tegnnd. Graetz-vélar og varastykki. A« Obenliaupt. un þeirra og verksvið. Frv. var vísað til 2. umr. og landbn. Næsta mál átti að vera frh. 1. umr. fjárlaganna (eldhúsdagur), en Ólafur Thors mæltist til, að þær umræður væru ekki hafnar, vegna þeirra tíðinda, er þá voru að berast af „Jóni forseta". Varð íorseti við þeim tilmælum. Ný frumvörp. Ásgeir Ásgeirsson og Magnús Guðmundsson flytja frv. til 1. um hlunnindi fyrir Lánsfélag. Benedikt Sveinsson og Jörundur Brynjólfsson flytja frv. til I. um hann gegn dragnótaveiði í land- helgi. Hegningarhúsvistm í Reykjavík. Eftir Sigurbjöm Á. Gíslason. VI. Eg vona, að eg þurfi ekki að nefna fleiri dæmi eða fjölyrða frekar um refsivistina, til þess að gætnir lesendur sjái, að hún er al- veg óviðunandi, eins og hún er, — enda þótt ýmsar „tröllasögur", sem um bæinn fara, um eftirlits- leysið og ýmsa óreglu í hegningar- húsinu, séu mjög orðum auknar. — Sumar þeirra, sem eg hefi heyrt, eru bersýnilega tilbúnar til að gylla fangelsisvistina fyrir á- fengislagabrjótum, og tilgangur þein-a að dreifa öllum ótta við „Steiniim".— Sölvi heirinn Helga- son sagðist líka hífa verið „skrif- ari hjá kónginum", meðan hann vár í betrunarhúsi ytra. Raunar bætti hann því við, að svo væru kröfurnar miklar við slíkar skrift- ir, að jafnvel annar eins maður cg hann hefði oft orðið að standa í köldu vatni upp að knjám, ,,svo að gáfurnar stigi betur til höfuðs- ins“! — Auðvitað urðu hinir , skrifararnir“ að standa í dýpra vatni, en ekki man eg hvað hann sagði að það hefði verið djúpt! — Stúlka, sem kom heim úr svip- aðri „siglingu" og Sölvi, var þá orðin „svo fín“, að hún gat ekki verið vinnukona nema hjá em- bættismönnum upp frá J)ví! — Það er því ekki spánnýtt, að grobb- að sé af iitlu, er fólk kernur úr betrunarhúsi, og smá-ívilnun gerð að stórveislu! Það þarf sem allra fyrst að reisa nýtt betrunarhús utanbæjar, þar sem stunduð sé útivinna þegar auðið er, og rúmgóðar vinnustofur eru innanhúss, Strokuhættan við slíka stofnun yrði ekki eins mik- il og erlendis er. — Það ræð eg Fundur íyrir alla 3ja flokks drengi verður í fimieikahúsi Barnaakólans á morgun miðvikudag kl. 7l/4- Áríðandi að allir mæti. Stjópnin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.