Vísir - 06.03.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 06.03.1928, Blaðsíða 3
VlSIR Árið 1927 hafði Ghevrolet meiri sölu en nokkur önnur bifreiða- j-erksrniðja í heirninum. Ný* Chevrolet kemur i mara mánuði. — Stœrri, ðterkari, kraftmeiri, fegurri, skrautlegri og jþœgiiegri i akstri en nokkru sinni áður. Jóli. Olafsson & Go. Aðalumboðsmenn á Islandi fyrir General Motors. Konsum og Husholdning frá„ 8irius“ H. Benediktsson & Go. Sími S (fjórar iínur) Graham Brothers Þessar heimsfrægu sterku vörufiutningabifreiðar eru nú fyrirliggjandi. Ættu þeir sem áhuga hafa fyrir endingargóðum flutningabifreiðum að nota nú tækifærið. Mikið endurbættir. Fálkinn. Sími 670. Hljómleikar 4. mars, í Gamla Bíó, ímdir stjórn Sigíúsar Einarssonar. —o— Þess er ekki að vænta, að vér 'hér í fámenninu og við þau óhag- stæðu skilyrði, er vér eigtim við að búa, eigum hljómsveit, er geti staðið jafnfætis „Scala Orchestr- inu“ í Mílanó eða nálgast bestu hijómsveitir, sem fengið hafa jþroska sinn, fegurð, fágun og full- komnun undir handleiðslu ágæt- ustu snillinga á þessu sviði hljóm- listar. Vér höfum eðlilega engum Toscanini, Niekisch eða Schuch á ,að skipa. En óefað eigum vér menn, sem betur væri til forystu fallnir, en sá söngstjóri, sem nú er við stjórn Hljómsveitarinnar. Engum, sem heyrði hljómsveit- ;ína í dag, og eitthvert skyn ber á hljómlist, getur dulist það, að Sigfús Einarsson hefir, með því að taka að sér stjórn hennar, færst meira í fang en hann er inegnugur. Verkefnin voru fjölbreytt og heppilega valin, en um meðferð þeirra er ekki hægt að fara loí- samlegum orðum, að undanskildu sóló-hlutverki ungfrú Önnu Pét- •lirss. í flutning verkefna hljónt- sveitarinnar vantar bæði stíl, nógu fastar „Rhythmiskar línur“ og jafnvægi (equilibrio), og það heildarform, sem flutningur á musik á Jæssu sviði ekki má án vera, til þess að geta talist sóma- samlegur. Inngrip eru oftast mjög óákveðin, og veldur það því m. a., að aldrei er sú ró eða festa yfir framsetningu, sem sönn list krefur. Enda þótt framsetning tónverk- anna sé nú mjög sneydd „musik- kultur“, þá er hinsvegar engin á- stæða til þess að ætla, að einstak- ir leikendur séu ekki þeim hæfi- leikum búnir, að ekki mætti mynda úr þessum flokki álitlega hljóm- sveit, undir vel hæfum foringja. lUngfrti Anna Péturss lék sóló „Carneval“ Schumanns, á flygel. Var það prýðilega leikið og sýndi óskleikula músikgáfu og iörugga „teknik“ ungfrúarinnar. Var gleði- legt að heyra, hvernig áheyrendur ícunnu að meta þann leik, og leyndi sér ekki, að þá var það ekki að- eins „Pflichtsbeifall“ (skylduhrós) sem áheyrendur létu í ljósi. Hljómleikarnir voru mjög- vel sóttir. Þórður Kristleifsson. Listsýningm í Kaupmannahöfn. Morgunbl. hefir svarað athuga- semd minni í „Visi“ með þvi að sýna ýrnsar greinar, um íslénsku listsýningtma, úr erlendum blöð- um, i sýningarglugga sinurn, bæði á frummálinu og i þýðingum. „Sýning“ þessi leiðir í ljós, að aðfinslurnar út af Ekstrablads- grein Ottó Gelsteds hafa verið réttmætar að öllu leyti. Og var þá ekki ástæðulaust að draga þá ályktun af þvi sem eg gerði. En þaö er vel farið, ef „sýning“ þessi á greinunum sannar, áð allar hin- ar hafi verið samviskusamlega þýddar. Síðan eg skrifaði umrædda grein í Vísi, hefi eg átt kost á að siá sýningarskrána dönsku, og séð, að hvergi er þar getið um „Skóg- arhöll" Kjarvals, enda þótt hún væri send á sýningu þessa af mál- verkasafni ríkisins. Hún hefir ekki verið hengd upp. Svo er einn- ig um ýmsar aðrar mjmdir, sem sendar voru héðan að heiman, að þegar til Hafnar kom, fundu þær ekki náð fyrir augum „uppheng- ingarnefndarinnar". Sýnist nefnd þessi hafa tekið sér dómsvald, en hvaða heimild hafði hún til þess og hverjir höfðu kosið hana? Að vísu er sagt, að nokkurir af málurunum okkar — Ásgrímur, Finnur Jónsson, Jón Stefánsson, Kristín Jónsdóttir og Gunnl. Blön- dal — hafi beöið danskan mál- færslumann, hr. Uttenreiter, um að velja úr myndum sínum þær sem sýna skyldi; en þá hafði ,upphengingarnefndin‘ enga heim- ild til að velja úr inyndum annara en þessara listamanna. En eftir þvi sem eg best veit, hefir hún alveg útilokað verk sumra hinna BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstig 37. Sími 2035. Barna- og Kvenna-lérefts nærfatn- aður, saumað eftir pöntunum. Fljót afgreiðsla. irá sýningunni og sett til hliðar jafnvel bestu verk annara lista- manna (Skógarhöll). Hvað Kjar- val snertir, þá er mér kunnugt imr, að hanu hafði enga heimild gefið ti) þess, að valið væri úr myndum sínum þar í Kaupmannahöfn og síst mundi hann leyft hafa að „Skógarhöll“ væri skotið undan. Bjuggust og allir við, að hér væri einungis um upphengingarnefnd að ræða, sem væri skyldug til að hengja upp hverja einustu mynd, sem send væri frá íslandi’á sýn- ingu þessa. Og ekki er laust við, að farið hafi verið aftan að sum- um, þar sem loforð voru gefin, sem ekki voru haldin. Og hvers vegna lét formaður sýningarnefndarinnar íslensku, hr. Matthías Þórðarson, sem sendur var héðan til áð hafa eftirlit með myndunum sem sendar vora á sýn- inguna, þetta við gangast? Hvað myndu Danir hafa sagt, éf dónmefnd hefði kosið sjálfa sig og farið að velja úr myndtuuun, sem sendar voru hingað á dönsku málverkasýninguna 1925 ? Ragnar Ásgeirsson. Jarðarför C. Th. Bramni fer fram' á morg- un og hefst kl. 1. F östuguðsþ jónusta verður haldin í dómkirkjunni kl. 6 annað kveld, miðvikudag. Síra Bjarni Jónsson prédikar. Föstuguðsþjónusta fellur niður í fríkirkjunni hér aimað kveld (miðvikudag) vegna útfarminningar, sem þar fer fram á fimtudag. Hljómsveitin hélt 3. hljómleik sinn á vetrin- um á sunnudaginn, undir stjórn Sigfúsar Einarssonar, viö betri að- sókn en nú lengi undanfarið, og fer það að vonum, því aö flokk- urinn er á bráðri framför, og munu þeir fáir vera, sem ekki heyi'a stór- an íntm frá því í fyrra vetur, þótt ekki sé lengra farið. — Aðalnýj- ungin á skránni í þetta sinn var 5. sýmfónía Schuberts. Mátti strax á henni finna hvað leikur sveitar- innar var nú allur léttari og ör- uggari en framleikar hennar áð- ur fyrri. Coriolans-forleik Beet- hovens hafði sveitin áður leikið, og birtist hann nú í endurbættri út- gáfu. Mætti hvorttveggja hintmt bestu YÍðtökum, og lokaliðinn, Faustvalsinn, varð að endurtaka. — Ungfrú Anna Péttirss aðstoðaði við þenna hljómleik og lék „Car- neval" Schumanns, sem Haraldur Sigurðsson, kennari hennar, hefir leikið hér áður. Er styst frá að segja, að meðferð ungfrúarinnar á þessu langa og erfiða verki varð henni til hins mesta sóma. 1 hönd- um margra geta svona stórverk orðið bláþráðótt, en hér var leik- urinn mótaður af sókn og stað- góðmn krafti, alt til enda. Viðtök- ur fékk ungfrúin hinar bestu, sem nærri rná geta, og varð hún að leika aukalag að lokum. H. Til athugunar. 1 tilefni af hinu átakanlega slysi fer eg að hugsa um ástæður sjó- manna. Sá, sem einhverntima hef- ir verið á dansæfingu með Ránar dætrum, getur með hreldu hjarta rent grun í þá hugarkvöl, sem all- ir hafa mátt liða yfir svo langan tíma. Það er enn eins og opið sár i hugum skyldra og vandalausra. — Eg sé, að Guð upplýkur göfug- um hjörtmn til styrktar ekkjum og munaðarlausum börnum þeirra, er fórust, og er það hlutaðeigend- mn og alþjóð til ævarandi sóma. En þeir, sem héldu lífi og limum og voru við hlið fallinna með- bræðra á orastuvellinum, horfa með hreldu hjarta yfir farinn veg. Til þeirra þarf mannkærleiki og hjálpsemi góðra manna einnig að ná. Eg efa ekki, að það er líka góðverk, að rétta þeim hlýja vin- arhönd, bjóða þá velkomna og leitast við að styrkja þá í lífsbar- áttunni. Vel má vera, að einhverir eða einhver þeirra hafi beðið tjón eða hnekki við hið sorglega slys, sem vert væri að bæta að ein- hverju. — Eg vona, að enginn misskilji eða taki illa upp fyrir mér þessar hugsanir. Og hugheil- ar hjartans þakkir til allra, sem á einn eða annan hátt hafa stutt og styðja að því, að mýkja og græða þessi eftirminnilegu sár. Reykjavík, 4. mars 1928. Gamall sjómaður. Jóannes Patursson, foringi sjálfstæðismanna í Fær- eyjum, var meðal farþega á Lyru í morgun. Ofurlítill selkópur kom hér inn í höfnina fyrir fám dögum. Hann skoðaði mjög vandlega mannvirki hafnarinnar, fcinkum nýju bryggjuna innan við skjólgarðinn, og komst alla leið upp að steinbryggju. Einhverjir höfðu haft á orði að skjóta hann, en þó varð ekkert úr því, sem bet- ur fór, og komst hann heill út úr höfninni. Tímarit iðnaðarmanna. Tvö fyrstu heftin 1928 hafa ný- lega verið send Visi. Efnið er þetta í fyrra heftinu: Iðnaðai-- inannafélag Akureyrar (með rnörg- um myndum), eftir Sveinbjörn Oddsson; Um iðnað í Akureyrar- Lundafiður. Nýkomið lundafiður frá Breitfa- fjarðareyjum i kodda, yfirsængur puða og undirsængur. Notið það islenska. V O N. bæ eftir Sveinbjörn Jónsson og Heilsuhæli Norðurlands eftir sama. Efni síðara heftisins er þettaí Iðnaðarmannafélag Isfirðinga fer- tugt, eftir Bárð G. Tómasson (með 6 myndum) ; Árið 1927, eftir Gísla Guðmundsson; Magnús Benja- ^ mínsson hálfáttræður, eftir G. Björnson; Bygnadsdagen í Stokk- hólmi 1927, eftir Guðm. H. Þor- láksson. — Tímaritið er vandað að efní og frágangi og Iðnaðar- ínannafélaginu í Reykjavík til sóma. Skipafregnir. Lagarfoss fer frá Akm-eyri í kveld áleiðis til Húnaflóa. Brúarfoss kemur til Kaup- mannahafnar í kveld. Goðafoss fór frá Vestmannaeyj- um á sunnudag; flutti út mn 900 smálestir af óverkuöum saltfiskí til Bretlands. Selfoss fer frá Hull í kveld áleiðis hingað. Olíuskip kom í gær til Olíuverslunar ís- lands. Lyra kom frá Noregi í morgun. Gullfoss var í Vestmannaeyjum í morg- un og kemur hingað í nótt. Af veiðum komu í nótt: Hilmir (50 tunn- ur), Hannes ráðherra (80), Egill Skallagrítnsson (70) og Sindrí (45). Auk þess margir vélbátar og línuveiðarar, sem allir hafa aflað Vd' J Káii kom af veiðum í g-ær til Víð- eyjar með 70 tunnur lifrar. Enskur botnvörpungur kom í gær til þess að leita sét aðgerðar. Einnig belgiskuf bofcn- vöi-pungur til þess að fá sér fiskí- skipstjóra. Suðurland kom frá Borgarnesi í gær. Kolaskip kom í gær til Viðeyjar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.