Vísir - 12.03.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 12.03.1928, Blaðsíða 3
VISIR Minni Rangápþings. (Sungiíi á Rangæingamóti 24. f. m.). Þú, Rangárþing, meö fornan frægöarljóma, við, fósturbörn þin, minnumst þín nú öll. Við eigum nokkra huldahelgidóma, sem Hekla skýidi’ og Tinda- og Eyjafjöll. Og enn oss finst, a'Ö flest sé hjá þér mætast. Þinn faðmur hl'ýi ennþá rúmar inest, og fuglar þinir ennþá syngja sætast, og sólskin þitt cr dýrölegast og best! Við óskum þess, að altaf megi vaka og efla hag þinn barna þinna dáð, en einkanlega’ að andi Njáls hins spaka þig yfirskyggi og frjóvgi hvert þitt ráö, — að hjá þér gerist ennþá afrekssögur, svo árblik ljómi nýtt um himin þinn. Því til þess eru fjöll þín glæst og fögur, að fegurö þeirra shái’ i hjörtun inn! Þú gafst oss auð, sem ættum viö að geyma; við erum flest að minjagulli rik. f Rangárþingi enn víð eigum heima, en ekki nema sum i Reykjavík. Oss útþrá seiddi. Um fjarlæg lönd við fórum; við fórum einnig Garðarshólma kring. Við kömum aftur, — undrast hlutum stórum, því ísland — það var bara Rangárþing! Grétar Fells. jaKttí það enn að vera. Út af þessum .ununælum vildum vér stinga upp á, hvort þessir háttvirtu þingmenn vildu ekki ganga á undan með góðu eftirdæmi, og láta sér nægja ánægjuna af þingstörfum sínum og taka ekki annað gjald þar fyrir. Myndi þetta spara rikissjóði tölu- vert fé, sem kæmi þá i góðar þarf- ir til þess að borga með þeim, sem hefðu enn ekki lært af þingmönn- unum að lifa af ánægjunni einni saman. Þegar til neðri deildar kom, fékk frv. þá meðferð, að vera felt umræðulaust með jöfnum atkvæð- um, 12: 12. Leyfum vér oss að setja hér nöfn þeirra þingmanna, sem greiddu atkvæði með og móti fnr.: Með voru jæssir: — Benedikt Sveinsson, Ásgeir Ásgeirsson, Gurrnar Sigurðsson.Haraldur Guð- •mundsson, Héðinn Valdimarsson, Jóhann Jósefsson, Lárus Iielga- son, Magnús Jónsson, Sigurður Eggerz, Sigurj. Ólafsson, Tryggvi Þórhallsson og Þorleifur Jónsson. A móti voru þessir: —• Einar Jónsson, Hálldór Stefánss., Hann- es Jónsson, Ingólfur Bjarnarson, Jón Auðunn Jónsson, Jón Sigurðs- ■són, Jömndur Brynjólfsson, Magn- ÍÍ3 Guðmundsson, Magnús Torfa- son, ólafur Thors, Pétur Ottesen og Sveinn Ólafsson. Fjórir þingmenn voru fjarver- andi: Bemharð Stefánsson, Bjarni Ásgeirsson, Hákon Kristótersson og Jón Ólafsson. Urðu málalok þessi verri en vér höfðum gert oss vonir um, og bar.einkum tvent til þess. í fyrsta íagi treystum vér svo réttsýni og eanngirni þingmanna, að vér vænt- ufti þess fastlega, að þeir myndu ekki standa mjög á móti þessum sanngjörnu og sjálfsögðu kröfum Ijósmæðra og allra kvenna á þessu landi. Ennfremur var oss kunnugt um hugi svo margra þingmanna til frv., að vér þess vegna hugðum hið besta til þessara málaloka, enda þótt vér víssum, að einhverj- ír myndu altaf verða andstæðir jbe5su navtðsyujamáli. Af úrslitum málsins verður heldur ekki séð, að vér höfum vaðið reyk í þessu efai, þvi að vér leyfum oss að fullyrða, að iineiri hluti, eða jafnvel all- ir, hinir fjarverandi þingmenn rnuni liafa verið frv. hlyntir. Svo slysalega tókst til, að einn þessara manna, Hákon Kristófersson, sem var eindreginn stuðningsmaður frv., var kallaður í síma, en á með- an var gengiö til atkvæða'um ]tað. Mun hann alls enga von hafa átt á því, að svo mjög yrði hraðað af greiðslu málsins, og er það vel skiljanlegt þegar jtess er gætt, að ]>að átti að vera 7. mál á dagskrá, en var nú tekið fyrir sem 3. mál. Er annaðhvort, að þessu hefir ráðið einhver ill tilviljun, eða að einhver hulin öfl, sem oss eru ekki kunn, hafa verið hér að verki. Er jætta eitt af mörgu, sem sýnir það, að rekstur og úrslit ýmsra mála á Aljtingi eru oft nokkuð einkeuni- leg og á annan veg en menn höfðu búist við. Ekki virðist oss óviðeigandi, að athuga ofurlitið nánara, hverjir orðið hafa til j>ess að drepa Jætta nauðsynjamál vort. Er vel til fund- ið, að ljósmæður, og konur yfir- leitt, festi sér það í minni, hverjir að falli j>ess standa. Vér getum eigi annað en veitt því sérstaka athyglj, að háttv. for- seti sameinaðs þings, Magnús Torfason, skuli hafa greitt at- kyæði gegn frv., þar sem einmitt hann sjálfur hefir á síðastliðnu ári leyft sér að setja alveg ólærða konu í ljósmóðurembætti i Þing- vallasveitA Hefir sú ráðstöfun sennilega verið gerð sökum Jjess, að ekki hefir fengist lærð ljós- móðir til starfans. En ástæðan til þess er auðvitaö sú, að kjör Ijós- mæðra eru svo bág, að konur vilja ógjaman leggja fyrir sig störf þeirra. Hefði jætta átt að verða til j>ess, að benda hinum háttv. þing- manni á, að full þörf væri cin- hverra umbóta i þessu efni. En þetta virðist ekki hafa haft j>au áhrif á þingmanninn sem við hefði mátt búast og greiðir hann nú at- kvæði gegn frv., en ineð þvi á síðasta Jtingi. Er J>essi framkoma harla einkennileg og torskilin, nema ef vera skyldi, að J>ingmað- urinn hefði á þessu timabili kom- ist að J>eirri niðurstöðu, að ólærö- at' konur væm jafn færar til allra ljósmæðrastarfa og lærðar ljós- niæður. Mundi hann eftir því að tíænxa vera J>ví meðmæltur, að Ijósmæðrafræðsla væri lögð hér niður. Væri J>að óneitanlega nokk- ur spamaður, sem vafalaust gæti komið í góðar J>arfir. Ekki er oss heldur kunnugt um, að nokkur lagaheimild sé til fyrir því, að setja megi ólærðar konur í Ijósmóðurembætti með fullum lautium. Fer ]>etta algerlega i bága við gildandi lög um þessi efni, og viljum vér til stuðnings, háttv. forseta sameinaðs þings og öðrum, tr J>ess kynnu að }>arfnast til lær- dóms, benda á „Yfirsetukvenna- reglugerð" frá 9. mars 1914. 2. gr. hljóðar svo: ,Leyfi til yfirsettikvennastarfa. Hverri þeirri konu, sem staðist hefir yfirsetukvennapróf hér á landi eða útlent yfirsetukvenna- próf, sem landlælmir tekur gilt, er frjálst að fást við yfirsetukvenna- störf hvár sem er á landi liér. Þó skal hún jafnan fara á fund héraðslæknis í því héraði, þarsem hún sest að, áður en hún tekur til starfa og sýna honum prófbréf sitt og sanna, að hún eigi til öll nauðsynleg yfirsetuáhöld. Skal hún einnig gera héraðslækni kunnugt ef hún ætl'ar sér að hætta yfirsetukonustörfum eða fara burt úr héraðinu." Væri fróðlegt að vita hvaðan ó- lærðar konur hafa það, sem kraf- ist er i þessari grein og gert er að skilyrði fyrir þvi, að einhver kona megi gegna ljósmóðurstörf- itm. Er ilt að vita ekki, hver á- fcyrgð ber á slíkum ráðstöfunum sem J>eim, að setja hinar og þess- ar ólærðar konur í ljósmóðurem- bætti og veita þeirn öll réttindi, sem lærðar ljósmæður væru; væri fremur von til að lagfæring feng- ist á Jæssu, ef umkvörtunum væri beint til réttra hlutaðeigenda. f (Frh.) Stjórn Ljósmæðrafélags íslands. vo andvelt * önnur kona ólærð hefir einn- ig verið sett og launuð sem ljós- móðir, i umdæmi norður í Skaga- fjarðarsýslu. Lík Jóhanns Kr. ' Guðmundssonar írá Iðu verður flutt austur, en kveðjuathöfn baldin hér í dóm- kirkjunni kl. xoýi í fyrramálið. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 3 st., Vestm.- eyjum 4, ísafirði -4 4, Akureyri -í- 4, Seyðisfirði-4-4, Stykkishólmi x, Bíönduósi -4- 4, Hólum í Horna- firði 1, Grindavík 3, (engin skeyti ftá Raufarhöfn, Angmagsalik og Kaupmannahöfn, Færeyjum 2, Julianehaab o, Jan Mayen -4 2, Hjaltlandi 4, Tynemoutlx o st. — Mestur hiti hér í gær 6 st., minst- ur 2 st. — Hæð (780 mm.) yfir Norðurlandi. — Horfur: Suðvest- urlantí: í dag og nótt austan átt. \W, og árangnrinn samt svo góðnr. I SL^rr~~^l±K , 4 Sé þvotturinn soðinn dálítið með Flik-Flak, þá losna óhreinindin. Þvotturmn verður skír og fallegur, og hin fína hvita froða af Flik- Flak gerir sjálft efnið mjúkt Þvottaefnið Flm-Flak varðveitir létta, fína dúka gegn sliti, og fallegir, sundurleitir litir dofna ekkert. — Flik-Flak er þaS þvottaefni, sem að öllu leyti er hentugast til a5 þvo úr nýtisku dúka. Við tilbúning þess eru teknar svo vel til greina sem frokast er unt alÞ ar kröfur, sem gerðar eru til gððs þvottaefnia. ÞVOTTAEFNIÐ FLIK-FLA K I. Einkasalar á fslandi. BR\ MJOLFSSON & KVARAN. Skýjaö loft, en úrkomulítið. Faxa- flói og Breiðafjörður: I dag ög nótt hægur austan. Úrkomulaust. Vestfirðir; Norðurland, norðaust- urland, Austfirðir, suðausturland: í dag og nótt stilt og bjart veður. Leikhúsið. „Stubburi* var lerkinn í þriðja sinn í gærkveldi við mjög mikla aðsókn. Skemtu áhorfendur sér ágætlega og hlógu dátt frá upphafi Ieiksins til enda. Rova fór héðan um kl. 11 í dag, vest- tu og norður um land, áleiöis til Noregs. Meðal farþega vortt: frú Sigurbjörg Bogadóttir, Soffia Jó- hannesdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Margrét Halldórsdóttir, Lára Jóns- dóttir, Herdis Jónsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigurður Lúðvígsson, Jónas Jónsson o. fl. island fór til útlanda í gærkveldi: Með- al far]>ega voru: Kjartan Thors framkvæmdarstjóri og frú hans, Magnús Sch. Thorsteinsson, út- bússtjóri á ísafirði, Geo. Copland, ungfrú Hanna Haubold, Páll Jóns- son, verslunarmaður, (til Færeyja) o. fl. Skipið var i Vestmannaeyj- um kl. 10 í morgun. Meðal farþega, sem liingað komu að norðan á Nóvu fyrir helgina, voru: Sira Halldór Bjamarson frá Presthól- um, frú Kristbjörg Marteinsdóttir fiá ÍYstafelli og bróðir hennar, Jón Marteinsson frá Bjamastöðum, Guðmundur skáld Friðjónsson. frá Sandi, Jón Bjömsson kaupm. frá- Þórshöfn, Metúsalem Stefánssoa, búnaðarmálastj., Sveinn Sigfússoo skólastjóri frá Flateyri. Gullfoss koin að vestan í morgun. Af veiðum komu í morgun: Sktili íógeti, Njörður og Geir. Leiðréttmg. I upphafi annars erindis i kvæáii P. P. hér í blaðinu í gær stóð: Egg bygði hugarhallir J>ar, en átti auff- vitað að vera: Eg bygði o. s. frr. Málfundafélagið óðinn. Áframhaldsfundur. Fundi Stúdentafélagsins, sem halda átti i kveld, verður frestað, vegna andláts háskóla- rektors Haralds prófessors NíeU- sonar. Hrognkelsaveiði er byrjuð í Skerjafirði, og koní rauðmaginn hér á markaðiau ji morgun, og var seldur á 60 aura. Gjafir til samskotasjóðsins, afhentar Visi: 115 kr. frá Upþ* sölum (ágóði af kaffisölu O. fl. i gær), 15 kr. frá J. S. Áður lýst kr. 3986,75. Alls nú kt. 4116.75. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 25 kr. (gamalt á- heit) frá A. B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.