Vísir - 26.03.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1928, Blaðsíða 2
VlSIR Hðfnm Haframjöl Hrísgrjón Riígmjöl Kartöflumj öl Hrísmjöl Sagó Kaffi, Ríó Kadís Strásykur Molasykur Bláber, þurfcnð Lauk. Fypirliggjandi: Kristal-túttur, Palm Olive sápa, Fílabeinskambar. A. Obeoliaupt. K.F.U.K. Yngri deildin fundur annað kvöln kl. 8. Frú Bentina Hallgrlmsson talar. Allar stúlkur frá 12—16 ára velkomnir. Símskeyti Khöfn 24. mars. FB. Takmörfctm hersldpasmíöa. Frá London er sítna'ö: Samn- ingatilraunir sérfræSinga stórveld- anna snerta aöallcg'a ágreininginn nm beitiskipin, ennfremur tillögur Breta um takmarkanir fjárveit- inga til Itvgginga stórra herskipa. Frá Genf. Frá Genf er símaö: Tillögum h’rakka i afvöpnunarmálunum hef- ir veriö frestað þangað til í júlí- mánuöi. Frestunin mætti mót- spyrnu Þjóðverja. Fulltrúar Þjóö- verja voru harðorðir um afvopn- unarpólitik Bandamanna. Kváöu jteir Þjóðverja hafa rétt til þess, samkvæmt Versala-friöarsamning- unum, að heimta afvopnun. Khöfn 25. mars. FB. Fundarlok í Genf. Frá Genf er símað: Afvopnun- fttndi Þjóðabandalagsins er lokið; árt þess að sjáanlegur sé nokkur árangur af fundahöldunum. Nefnd sú, sem skipuð var til þess að í- huga og' skila áliti um tillögu Rússa um fullkomna afvopnun innan fjögurra ára, áleit hana ó- iramkvæmanlega eins og sakir standa. Þjóðverjar og Tyrkir voru hlyntir tillögum Rússa í afvopnun- armálunum. Litvinov, fulltrúi ííússa, bar fram nýja tillögu, þess efnis, að stórþjóðirnar minki víg- búnað sínn um helming, en smá- ])jóðirnar um fjórðung móts við það sem er. Nefndin áskildi sér íétt til þess að ræða um tillöguna. Síðan var nefndarforsetanum falið að ákveða hvenær heppilegast væri að halda næsta nefndarfund, en helst fyrir septemberþing bandalagsins. Frá Alþingi. á laugardag voru ])essi mál til meðferðar: Efri deild. 1. Frv. til laga um breyting á lögurn um Landsbanka íslands, frh. 3. umr. (atkvæðagreiðsla). Frv. var samþykt 8:6 atkv., nærri óbreytt, og afgreitt til neðri deild- ar. 2. Frv. til áfengislaga, frh. 2. umr. (atkvæðagreiðsla). Þær af lirtt. íhaldsmanna, sem nokkuð kvað að, voru ýmist teknar aft- tir eða fcldar, en allar brtt. meiri hluta allsherjarnefndar samþykt- ar. Eins og Vísir hefir áður getið um, gat þó engin þeirra talist veruleg efnisbreyting, nema sú, að kaflinn um áfengisverslun ríkisins var feldur niður. Frv. var síðan vísað til 3. umr. 3. Frv. til laga um breyting á jarðræktarlögum, 2. umr. Land- búnaðarnefnd var öll á einu rnáli um það, að samþykkja bæri ])ess- ar breytingar á jarðræktarlögum, sem farið er fram á í frv. Kom ])ó meö nokkrar brtt. Lutu þær að því að setja hámark á styrkupphæð þá, sem samkv. lögunum er veitt, þannig, að styrkur fyrir áburðar- hús og safnþrær verði aldrei h.ærri en 1200 kr. og fyrir tún- græðslu ekki hærri en 800 kr. í einu. En einhverjir stórbænduf munu hafa fengið miklu hærri styrki á undanförnum árum. Einn íg vildi nefndin breyta nokkuð verksviði verkfærakaupasjóðs o. fl. En tilgangur þess sjóðs er að hjálpa bændum að afla sér jarð- yrkjuverkfæra. Brtt. nefndarinnar voru samþyktar og frv. vísað ti! 3. umr. 4. Frv. tii laga um viðauka við hafnarlög Vestmannaeyja (3. um- ræða) var afgreitt sem lög írá A1- þingi. 5. Frv. til laga um eignarnám á jörðinni Reykhólum, 2. umr. Eins og áður hefir verið frá skýrt, var frv. þetta flutt samkv. tilmæl- um landlæknis, og var svo til æ!l- ast, að Reykhólar yi-ðu læktiissef- ur. Fjárhagsnefnd félst öll á, aö rétt væri að sinna tilmælum þess- um, en tveir nefndarmenn (B. Kv. og J. Þorl.) vildu þó ekki heimila eignarnám nerna á nokkurri spildu, alt að 40 hektörum að flatarmáli. Báru þeir fram brtt. um þaö, sem var feld, en síðan var 1. gr. frv. íeld með 7: 5 atkv., og er það þar með úr sögunni. 6. Frv. til laga um hvalveiðar, 1. umr. 7. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1926, 1. umr. 8. Frv. til lag'a um samþykt á landsreikningnum 1926, 1. umr. — Þrjú síðasttalin frv. komu frá neðri deild og fóru umræðulaust til 2. umr. og nefnda. Neðrí deild. 1. :Frv. til laga um breyting á lögum um afhendingu á landi til kirkjugarðs í Reykjavík (3. umr.) var samþykt óbreytt og afgreht sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til laga um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi (3. umr.) var samþykt umræðulaust með 16:9 atkv. og afgreitt til efri deildar. 3. Frv. til laga um smíði og rekstur strandferðaskips, 3. utnr. Frv. var samþykt með 15:11 aK- kvæðum og aígreitt til efri deild- ar. Urðu þó áður nokkrar umræð- ur, þar sem þeir einkum áttust við Hákon Kristófersson og Hannes Jónsson um réttmæti þess að leggja stimpilgjald a farseðla. En um ])að flytur Hannes frv. 4. Frv. til laga u.n heimild fyr- ir veðdeild Landsbankans til að gefa út nýja flokka bankavaxta- bréfa, 2. umr. Fjárhagsnefnd var sammála um að mæla með frv. óbreyttu til 3. umr. En þá hefir meiri hluti nefndarinr.ar (Sig. É , Ó. Th., H. Vald.) i hyggjtt að bera fram brtt. um heimild fyrir- rikisstjórn til lántöku til þcss að kaupa bankavaxtabi;éf. Hefir slík heimild verið i fyrri lögum um út- gáfu nýrra flokka bankavaxta- bréfa, en fjármálaráðh. og minni hluti nefndarinnar (H. Stef. og Hannes) töldu slíka heimild ó- þarfa. —- Gunnar Sigurðsson o. fl. töluðu um nauðsynina á bættum fasteignalánum. Þótti hart, að menn ]>yrftu að fara til okurkarla og fá lán gegn 20% ársvöxtum eða meira út á trygg fasteignaveð. — Frv. var vísað til 3. umr. 5. Frv. til laga vm einkasölu á útfluttri síld. 2. umr. þessa máls hélt áfram, en var aítur frestað. Dr. Helfli Pjeturss. —o— „Fyr ég aldregi fátækt reiddist". Þessi alkunnu orð Bjarna duttu mér í hug, ])á er eg las ritgerð dr. Helga i „Vísi“ í dag. Fg er ekki íær um að dæma um störf hans rié ránnsóknir, en þó get eg ekki þagað um það, sem mér býr í brjósti. Um það ber almenningi satnan, að dr. Helgi sé bæði lærður og gáfaður umfram flesta menn. En engan mann tel eg óliklegra en hann, að fara nieð fleipur eða hé- gómamál. Ennfremur þori eg að fullyrða það, að ef allir menn væru honum likir um göfuglyndi og tigulegt lutgarfar, þá mundi hvarvetna bjart úm að litast á þessari jörð. F.nda leyna þar ekki litir skapi, svo mjög sem hann ber af flestum mönnum að drengilegum ásýnd- um. SOOQOOOOOQOQQOQOQQOOOQOOQQQtX Allan daginn getiS þér reykt $teopani« K 5í ií FINE án þess að þær særí hálsitin. Mildar og ljú<feng&r. |j Seldar hvarvetna. 20 stk. 1,25. «X9QQOnQQQQOOaOOOOOOaOQOOOQÖ< Fg er ekki einn þeirra manna, er álíta ríkissjóð þá hirslu, sem allir hafi rétt til að vaða ofan í og láta þar greipar sópa. Veit eg, að þar er í mörg horn að líta og vandi mikill að sjá, livar mest ertt nauð- svnjaverkin. Þó telcli eg þar gæfu- spor stigið, ef dr. Helgi fengi við- bótarstyrk svo mikinn, að hann gæti kastað af sér fargi fæðar og iieimasetu og heimsótt andlega bræður sina úti i löndum. Hjá ís- lendingum mun það sannast um Helga, sem oft hefir áðttr hent, að cngi veit hvað átt hefir, fyrr en mist hefir. Væri eg ríkur maður, skyldi hann ekki skorta fargjald til næsta lands. 25. mars. Jón Magnússon. Predikanasafn HaTalds prójessors Níelssoncu-. —o— Prcfesscr Haraldur Níelsson hafa áformaS aS gefa út nýtt pre- dikunarsafn um þaS leyti sem hann yrSi sextugur. Oss er kunnugt um aS ekkja hans er ekki svo cfnum búin, aS hún geti komiS því í framkvæmd. Jafnframt því sem vér vitum að þaS mundi verSa ómetanlegur gróSi fyrir and- legt líf hér á landi, að þetta predik- unarsafn kæmist út, lítum vér svo á, sem það mundi verða fegursti minn- isvarðinn sem höfundinum yrði reist- ur. , Fyrir því leyfum vér oss aS snúa css til hinna mörgu vina hins látna prófessors og kennimanns, og fara þess á leit viS þá, að þeir styrkí ekkju hans til þess að koraa þessu predikunarsafni á prent. Samskotum veita móttöku undir- ritaðir nefndarmenn cg dagblöðin í Reykjavík. Reykjavík, 22. mars 1928. Nefndin fyrir predikunarstarfsemi piófessors Haralds Níelssonar. Frú RagnheiSur Bjarnadóttir, Bókhlöðustíg 2. Einar H. Kvaran, Túngötu 5. Halldór pórdarson, Ingólfsstræti 21. Frú Steinunn Bjartmaxsdóitir, pórsgötu 6. Sigurður P. Síoertsen, Sólvöllum. Snœbjörn Arnljótsson, Laugavegi 37. Asgeir SigurSsson, Suðurgötu 12, gjaldkeri nefndarinnar. Vel valdar. Yorvörnrnar eru nú sem óðast að koma. Vandaðar. — Fjölbreytt úrval. Káputau, Kjólatau, Regnfrakkaefni. Silki, Prjónasilki, Crepe de chine. Kvensjöl, Gluggatjaldadúkar. Prjónakjólar og' dragtir. — Ullartauskjólar. Sokkar fallegir, Kvennærfatnaður, Peysur kvenna og barna. silki, ullar og baðm. barna. Barnatreyjur, Ullar- og Silkigarn. Regnhlífar, Regnslár, Gúmmísvuntur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.