Vísir - 10.04.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 10.04.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) IfaW I ÖLSIEINI í Leiftup eldspýfur, Hrísgrjón, Haframjöl, íslenskar kartöflup. Strausykur með Selfoss. A. Obenhaupt Símskeyti Khöfn 7. apríl. l'B. Verkbann. Frá Berlín er símaö: í saxnesk- tun málmiönaöarbæjum hefir veriö ákveöið aö koma á verkbanni þ. 3 2. apríl. Tuttugfu þúsundir verka- raanna veröa atvinnulausar. Khöfn 8. aþríl. FB. Deilur Breta og Egipta. Frá London er' símaö : Eftir öll- um likum hefir orösending sú, sem breska stjórnin hefir sent egiptsku stjórninni, dregið úr æs- ingunni í bresk-egiptsku deilumál- n’.um. Ætla menn, aö egiptska stjórnin muni ekki svara neinu i bili, bíöi að nvinsta kosti þangaö til frumvarpið um opinberar sam- komur, sent stjórnin leggur fyrir j.ingiö, kemur til umræöu. Seðlafaisarar náðaðir. Frá Berlín er símaö: Ungversku seðláfalsararnir hafa nú veriö náö- aöir að undanteknum Windisch- Graetz fursta, sem sökum sjúk- leika hefir afplánaö aö eins lítínn hluta refsingar sinnar. Eldsvoði. Frá Havanna er símaö: Kvikn- aö hefir í oliugeymum Standard Oil í Havanna og ætla menn, að tjónið nemi tveimur miljónum dollara. Olían hefir flotiö inn á höfnina. Khöfn 9. apríl. FB. Frá Kína. Frá Shanghai er símað: Miklar æsingar eru i Hankow, vegna þess að konsúll Frakka þar í borg lieldur hlíf iskildi yfir tvgimur ])ólitískum flóttamönnum. Kín- versku yfirvöldin heimta, aö hann framselji flóttamennina. Ýmiskonar kröfuspjöld hafa veriö fest upp á götunum. Hrimta menn, að Noröurálfuþjóöirnar af- sali sér öllum þeim sérréttindum, sem þær njóta í Kína, og Kin- verjar fái einir að ráða fram úr málum sínum, án íhlutunar útlend- inga. Samkvæmt siðustu fregnum fara nú fram tilraunir til samninga á milli frakkneska konsúlsins og kinversku yfirvaldanna. Foringi frakknesku • flotadeildarinnar við strendur Kína er lagöur af stað til Hankow. Frá Alþingi. Efri deild. Atkvæðagreiðsla um fjárlaga- frumvarpið. Henni lauk á miö- vikudagskveld. Skal sér sagt frá afdrifum nokkurra brtt. Þessir liðir í tekjuáætluninni voru hækkaðir skv. tillögT.im fjvn. : Tekju- og eignarskattur 1050 þús. kr. (í staö 850 þús.), vörútollur 1)4 milj. kr. (í staö 1050 þús.), verötollur 1325 þús. kr. (í staö 825 þús,), v'meinkasala 375 þús. kr. (í staö 300 þús.). Tekjur af kaffi- og sykurtolli voru áætlaöar 850 þús. kr. í staö 1050 þús. i frv. Risnufé forsætisráðherra var hækkað um hel.ming, í 8 þús. kr., og 2 þús. kr. veittar til hitunar og lýsingar á ráöherrabústaðnum, — Samþyktir voru námsstyrkir til stúdentanna Hólmfreðs Franz- sonar og Jóhanns Sveinssonar frá Flögu, iooo kr. til hvofs, og styrk- úr til Kr. Kristjánssonar söngvara til ársdvalar í ítaliu. Dr. Helga Péturss var veittur 4 þús. kr. utan- íararstyrkur, Birni Karel Þórólfs- syni 1500 kr. til þess að semja skrá yfir skjöl, er ísland varða og geymd eru í skjalasöfnum í Kauj)- mannahöfn. Styrkur til íþrótta- sambands íslands var hækkaður um 1 þús. kr. (í 6 þús.), enda skal sambandið greiða 3 þús. kr. til leikfimisflokks kvenna úr Reykjavík, í kostnað af för til Ol- ympíuleika. Byggingarfél. Reykja- víkur voru veittar 6500 kr. — Heimilað var stjórninni að greiða Geir T. Zoéga, rektor Mentaskól- ans, full laun, er hann lætur af em- bætti. Einnig var heintilaö að verja alt aö 30 þús. kr. til að byggja íbúðarhús lianda hinum nýja lækni á Kleppi, „ef óhjákvæmileg þörf krefur.“ Stjórninni var og heimil- að að ábyrgjast alt að 100 þús. kr. lán til barnaskólabyggingar á Akureyri, og ,,að taka fyrir hönd ríkissjóðs ábyrgð á alt aö 300 þús. danskra kr. láni Jóhannesar Jós- efssonar, til þess aö reisa fyrsta ílokks gistihús í Reykjavík fyrir sumariö 1930, enda leggi hann að auki fram til fyrirtækisins 250 þús. kr. og veðsetji gistihúsiö með fyrsta veðrétti og fái ábyrgð bæj- arsjóðs Reykjavíkur til trygging'- ar láninu.“ Loks var heimilað „að flýta svo fyrirhugaðri Þingvallabraut tipp Mosfellsdalinn, aö sá vegtir geti verið lcomið í notkun fyrir hátíða- höldin 1930 meö núverandi Þing- vallabraut og taka til þess lán fyr- ir hönd ríkissjóðs, ef á þarf aö halda.“ —• Jón Þorláksson áleit óhyggilegt aö fara þessa leið til aö greiða fyrir samgöngum til Þing- valla 1930. Vildi í Jiess stað, aö flýtt væri fyrirhuguðum sam- bandsvegi milli Þingvalla og Grímsnesbrautar, svo að hann yrði fær bifreiðum fyrir hátíöa- liöldin. Sú brtt. J. Þ. var feld. Af brtt. er feldar voru skulu fá- einar nefndar: 6 þús. kr. hækkun á framlagi til Kjalarnesvegar, 25 J)ús. kr. til Fjarðarheiðarvegar (milli Seyöisfjarðar og Héraðs), 30 þús. kr. til hafnarbóta i Bol- ungarvík. Styrkur til Bandalags kvenna, „til aö rita cögu eöa drög til sögu ísl. kvenna, sem ætlast er til aö komi út áriö 1930.“ Skálda- laun til Gúðm. Kambans, 2 J)ús. ki. — Þá var og feld tillaga um aö koma á aftur „póstprestinum" svonefnda, sem stundum hefir ver- iö í fjárlögum. En honum er svo variö, aö kirkjustjóminni hefir verið heimilað aö nota hluta aí þvi íé, sen'i sparaðist vegna J)ess, aö ];restaköll eru laus, til þess aö gveiða ferðakostnað prestvígöum manni, einum eöa fleirum, „til efl- i’igar andlegri samvinnu meöal presta og kristilegra áhrifa á söfn- uöi úti uin land.“ Eins og fjárlagafrv. lítur nú út, er á Jxvi áætlaöur rúml. 32 þús. kr. tekjuafgangur. Neðri deild. Á laugardag var fundur i neðri deild og hófst kl. 30 aö morgni. Rætt var um: Frv. til laga um breytingar á lögum um Landsbanka íslands, 2. umr. Umræðunni varö hvergi nærri lokið, og var hætt kl. 4, í miðri ræðu hjá Magnúsi Jónssyni. Smáplstlar frá Noregi Eftir Indriða Einarsson. -o- Bergens-brautin. Við íslendingarnir, Þorsteinn Gíslason ritstjóri, Friöíinnur Guð- jcnsson leikari, sonur hans og eg vorum á fótum kl. 5 þann 13. mars. „Lyra“ lá róleg við landfestar í Bergén, og veörið hafði veriö hiö besta alla leiö. Viö Þorsteinn flýtt- um okkur aö ná í járnbrautarlest- ina til Óslóar, til þess aö geta vei'- ið á ferðinni að degi til, og litlu [ eftir klukkan 8 hélt hún af stað með okkur. „Aö feröast meö Berg- ens-lestinni til óslóar er skemti- legasta ferö með járnbraut i víðri veröld,“ sagði Larsen-Ledet við mig 1924, og- hann hefir viða farið. Öll vötn, seni sáust út um lestar- gluggana voru rend og hálffrosin. Lækirnir runnu milli skara og voru allagðir þegar ofar kom. Fjöllin i Noregi eru óskaplega bröli, og úr járnbrautarlestargluggunum sést ekki upp fyrir J)au, Jægar ek- ið er neðst i hlíðunum. ísland hætt- ir að vera fjallaland í huga manns, þegar þarna er farið. Það e"r land með háar, flatar heiðar. í nánd [iöQÖÖGÖÖÖÍSÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÍÍÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÍÍÖÖÖÖGÖÖÖtÍ [ Hessian j fypipliggjaxsdi. f | Þdrður Sveinsson & Co. Í’iÖÖÖGööíSOÖÖöÖÖÖGÖÖÖÖÖÖíSGÖÖÖÖÖÖÖÖGÖíSOÖÍÍGÖQÖCÖÖöaöíHg Nýkomið: Sænsk Jarðyrkfnverkfærl t. d. Skóilnr, Stnngnspaðar, Kvislar, Arfagref, Garðhríínr. Éanfremnr: Hverflsteinar fyr- ir sláttnvélaljái, alm. Hverfl- sfelnar mfsm. stærðlr, Steypn- fötur afar sterkar með á- hnoðnAnm eyrnm á kr. 1.75 stk Tmlskonar Byggingar- vö nr, Yerkfæri og Bú^áhöld af ölln tægi — Nýfar vörur með hverri ferð. — Sam- kepntsfærlr á öllnm svlðnm. Versl. B. H. BJARNASON. við Bergcn eru húsin bygð með töluverðum tilbreytingum frá pakkhússlaginu eða „sykurkassa- laginu“, sem hér tíðkast. Ef ekki er aiinað til prýði, þá eru súlur báðum nxegin við innganginn. Útskornar vindskeiðar eru tíðar. Norðmenn liafa nóg af timbrinu og kunna að smíða úr því. Þegar hærra dregur, smækka húsin, og gluggarnir minka, og ]>ar sem brautin liggur hæst, eru þau ekki neina liðugar 5 álnir á lengd, og gluggarnir, t. d. 4-1-úðu gluggar, svo smáir, að allar rúðurnar eru ekki stærri en ein fremur lítil rúða. Þetta eru fjallakofar, sem Norð- menn frá bæjunum búa í við og við á súmrum og vetrum. Þegar ferðamaðurinn horfir á þessa fjallaþyrpingu, kemur honum ó- sjálfrátt ýhug hversu torvelt muni vera að herja i fjöílunum oghversu ágætt er að vei-ja J)au. Upp eftir ollum þéssum hliðum er skógur- inn. Maður minnist ósjálfrátt leik- rits Oehlenschlágers: „Axel og Valborg", og lýsingum J)ar á Nor- egi: „Og frodigt blander Birken sig méd Granen“. Alt eru ])að ýmist lauflaus birkitré eða sígræn greni- tré, sem standa eins græn upp ur snjónum og klakanum í mars eins og þau gréru á Iðavöllum Völu- spár í júní. Hlíðin er snarbrött. Fyrir ofan járnbrautina eru ,,klakafossar“' í hlíðinni, alveg nið- ur að braut. Þeir litu út eins og klakafossarnir i Surtshelli. Þeir, ■sem eru vanir við að sjá Jiessa fossa óstirðnaða og „í lifanda lífi“ furða sig á-, að þeir skuli ekki steypast ofan á járnbrautina. En þtíssir norsku klakafossar hafa eflaust i æsku fengið gott og ráð- sett uppeldi, og líklega strangara en nú er títf. „En ef við klæddum fjallið?“ Eitt rneð J)ví snjállasta, sem Björnson hefir skrifað, er lýsingin á því, hvernig trén niðri í dalnum horfa upp eftir hlíðinni, því að hátt uppi hlýtur að vera meira að sjá. Og svo byrja þau að þoka sér upp eftir. Alstaðar festa Jiessi tré rætur, og uþp eftir halda þau, en aldrei komast Jiau nógai hátt, fyr en Jiaö fremsta sér niður af fjallinu hinum megin og hrópar upp .af undrun yfir útsýningu þar. Svo guðdómlega hugmynd fá jafvel stórskáld ekki nema einu sinni á æfinni. Nú hafa birkið og grenitrén klætt norsku fjöllin, og við öfundum Norðmenn af þess- um fjallabúum þeirra. í augum Norðmauna er þetta aðeins skóg- ur, — „bare skog-“ — og livers- dagslegur hlutur. Bergens-brautin er mesta þrekvirki Norðmanna. 'Brautiu er því nær 500 kíló- metrar á lengd. Norðmaður, sem með okkur var, sagði, að hún héfði kostaö 100 miljónir króna, þegar hún var bygð, eða sama sem 250 miljónir nú. Hún er kölluð í dag- legu tali háfjallabrautin, og hjá Finse er hún 4200 fet yfir sjávar- mál. Undir fjöll og kletta eru graf- in 30—40'göng. Langar leiðir er hún yfirbygð, og víða eru grind- ur fram með henni, til að verja bana fyrir snjónum. Fönnin leggst ])á i skafla upp með grindunum að utan, og niður með þeim að innan. Það er alveg sama aðferð- in, sem Ivofoed Hansen lýsir, þeg- ar hann er að kenna okkur að slöðva sandfokið. Nógur hiti var í jámbrautarlestinni og nægan mat gátum við fengið, ef hann var pantáður fyrirfram. Frh. 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins VERO/ enda er hann helinsfrægur og hefur 9 sinnum hlotið gull- og silfurmedalíur vegna fram- úrskarandi gæða sinua. Hér á landi hefur reynslan sannað að VEBO er miklu betri og drýgrl en nokkur annar kaffibætir. Notlð afteins VERO, það marg borgar sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.