Vísir - 10.04.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 10.04.1928, Blaðsíða 3
VlSlR 4'6 lierbergja íbúð í nýju mjög sóli'iku steinhúsi, með öllum þægindum er til leigu 14. maí. Tilboð, merkt „lbúð“, leggist Inn á afgreiðslu þessa blaðs. Þingvallaprestakall. K.F.U.K. Yngri deildin. Fundur i kvöld td. 8 Allar stúlkur frá 12 — 16 ára velkomníir. Francisco Goya. >0000« □ A Alþingi er nú ílutt frumvarp um aÖ leggja niöur Þingvalla- prestakall, leggja kirkjurnar á Þingvöllunr og Úlfijótsvatni undir jiágrannaprestaköllin Mosfell og Arnarbæli, og setja prestinn á biö- íaun. í greinargerð frumvarpsins seg- ir svo: ,,Þaö er talið líklegt, aö nú þyki rétt að leggja niður Þing- vallaprestakall, eins og ráðgert var að komið gæti fyrir, þegar lög nr. 37 frá 1927 voru sett (lögin um endurreisn Mosfellsprestakalls).“ Þessi greinargerð er nokkuð ein- stæð um sannfærandi rök og ákveðið orðalag. En þó virðast mér þetta ekki nægilega sterk rök fyrir nauðsyn þessa frumvarps, og er því líklegt, að eitthvað merkara liggi að baki. Dettur manni þá fyrst í lntg frum- varpið ttm friðun Þingvalla, aö hennar vegna þurfi að ná jörðinni v.r höndum prestsins þar, enda mun þetta tilgangur frumvarpsins. En nú „tel eg liklegt, að rétt þyki að gera ráð fyrir því, að komið gæti fyrir,“ að þessum til- gangi mætti ná með öðru móti, en því að flæma alla presta burt úr Þingvallasveit. Setja mætti lög ttm það, aö upp frá þessu skuli engin ábúðarjörð fylgja Þingvallapresta- Þealli, en prestur þar fengi að halda þeint húsum, sem nú eru á prestsetrinu, og fá aö leggja ak- braut þaöan út á þjóðveginn, svo -nð hann gæti óhindraður farið ferða sinna, en hafi annars engin yfirráð yfir hinu friðlýsta svæði. Sjálfsagt væri að bæta prestinum rneð auknunr launum þann fjár- liagslega halla, sem hann biði af því, að mega ekki stunda búskap í Þingvallalandi. — 'Væri vel, að Alþingi íhugaði þessa tillögu, þvt að frá sjónarmiði kirkjunnar er nauðsynlegt, að prestur sé í Þing- vallasveit, þar sem langt er til presta og yfir 20 km. fjallveg að sækja að Mosfelli. Eins má á hitt lita, að frá sögulegu sjónarmiði er ekki vansalaust að flæma prest burt af Þingvöllum, þvt að, hvern- ig sem litið er á kristni og kirkju, verður því ekki neitað, aö kristni- takan á Þingvöllum árið 1000 er merkasta samþykt, sem þar var gerð um menningu þjóðarinnar. j. veir merkustu staðir íslensku kirkjunnar, Skálholt og Hólár, eru «u afræktar annexíur og væri illa farið, ef Alþingi gerði sér það til liátíðabrigða á 998 ára afmæli sínu að reka prestinn burt af Þingvöll- lun líka. Á páskadag 1928. Einar Magnússon cand. theol. Francisco Goýa var si>ánversk- nr málari, fæddur 1746, dáinn 1828, og er því i ár liöin ein ölci írá dánarári hans. í tilefni af því cr haldin sýning mikil á Spáni á Jiessu ári af helstu listaverkum hans, málverkum og raderingum. Goya var ekki viö eina fjöl feld- ur á yngri árum. Lifði hann þá svall-lífi, flakkaði um og háði ein- \ ígi á 'stundum. Loks varð hann að flýja land. Fór hann með nauta- atsmönnum nokkurum til Italíu. Var hann síðan um skeið í Róma- l.'org og lenti þar í mörgum æfin- týrum og fór enn slæmt orð af honum. En nú fór hann aö helga sig listinni æ meir. Veitti akademí- iö i Parma honum önnur verðlaun fyrir myndir, sem hann haföi mál' aö, og sagt er, að honum hafi ver- ið faliö að mála myndir i clóm- kirkjuna i Zaragossa. Eftir heimkomuna til Madrid varð hann frægur maður og átti miklum vinsældum að fagna við hrðina. Einna frægastur varð hann fyrir myndir sínar úr spán- versku þjóðlífi. Hann var frjó- samur og hugmyndaauöugur lista- maður, sem með öryggi og valdi í hverjum litsterkum drætti skóp sér frægð og vann sér aðdáun allra þeirra, sem unna málaralistinni. Goya hafði verið þrekmaður. Ekk- ert lét hann buga sig, en sannar- ltga átti hann ekki altaf sjö dag- ana sæla. Snauður var hann af fé lengi vel og hlaut litla sem enga tilsögm í list sinni. Heyrnarsljór var hann um all-langt skeið. Loks komst hann i góð efni, en glataði síðar öllurn eignum sínum á árum ófriðar og- hörmunga. En vilja þreki sinu liélt hann altaf óskertu og gætir einkenna þrekmennisins i flestum myndutn hans. Margir eítirkomendur Goya í málaralist- inni eiga honum mikið upp að unna. Þeir lærðu af verkum meistar- ans. Andlitsmyndir Goya þykja ílestar snildarlegar. í þeim gætir eigi öfga í þá átt að fegra um of beldur h.ins, að lýsa rétt meö pensildráttum. Goya var um skeið forstjon akademisins i San Fernando, en flutti síðar búferlum til Bordeaux í Frakklandi og þar andaðist hann. Málverk Goya skifta hundruð- itm og eru þatt auðvitað misjöfn að gæðurn, þó öll beri þau einhver einkenni afburðamannsins. Þótt hann hlyti mikla frægð fyrir þjóö- lífs og kirkjumálverk sín, þá ætla þó margir hann snjallastan í ra- deringum síntim. Um skeið var hljótt um nafn Goya, en rnenn síðari tima virðast kunna að meta hann vel, jafnvel enn betur en samtiðarménn lrans á fræg-ðarskeiði lífs hans. (F.B.). Bæjarfréttir Slysfarir. í gær féll Pétur Andrésson frá Nýjabæ í Vogutn út af vélbát og druknaði. Höfðu þeir róiö til fiskjar og voru nýbúnir að leggja net syt. Pétur var einkasonur Andrésar Pétursspnar bónda í Vogurn og konu hans, 20 ára að aldri. \'ar hann bæði vélstjóri og formaður á bátnum. Síðdegis i gær vildi til þaö sorglega slys, að maðttr féll fýrir borð og druknaði af mótorbát, sem var að flytja fólk héðan úr bæntim til Viðeyjar. Var það ung- ur tnaður, Kristján Eiriksson að nafni, ættaður af Austfjörðum (sonur Eiríks Sigfússonar kaup- manns i Borgarfirði eystra). — Kristján heitinn var verslunarmað- ur hjá Kára-félag-inu i Viðey. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 8 st., ísafirði 4, Akttreyri 4, Seyðis- íirði 3, Vestmannaeyjum 7, Stykk- ishóhni 3, Blönduósi 4, Raufar- liöfn 5, Hólutn i Homafirði 7, Grindavík 7, Þórshöfn i Færeyj- um 7, Hjaltlandi 8, Tynemouth 7, Kaupmannahöfn 5, Jan Mayen 2, Julianehaab frost 5 st. (Vantar skeyti frá Angmagsalik). Mestur liiti í Reykjavík í gær 10 st., minstur 4 st. Úrkoma 0,2 mm. — Djúp Iægð við vesturströnd ír- lands. — Horfur: Suðvesturland i dag og í nótt: Allhvass austan. Regnskúrir. Faxaflói og Breiða- fjörður: í dag og í nótt: Austan átt, sennilega úrkomulaust. Vest- firðir, Norðurland, norðaustur- land og Austfirðir : í dag og í nótt hægur vindur. Milt og gott veður. Suðausturland: í dag og í nótt: Austan átt. Dálítil rigning. Leikhúsið. „Villiöndin“ eftir Henrik Ibsen var leikin í fyrsta. sinn í gæi'- kveldi. Áður en sýning hófst flutti Þorsteinn ritstjóri Gíslason mikið og snjált kvæði, er hann heíir ort um Iienrik Ibsen. Hafði hann áð- ui flutt kafla úr því á hátíðahöld- rnum í Ósló og þótti þar mikið til þess koma. — Áhorfendur tóku leiknum vel og klöppuðu lof í lófa, en nokkuð þótti hann ganga seint. Var sýning ekki lokið fyrr en eftir kl. 12. Dómur um leikinn verður birtur hér í blaðinu mjög bráðlega. — Næst verður leikið i kveld kl. 8. Silfurbrúðkaupsdag eiga á morgun frú Jónína Jós- efsdóttir og Guðmundur Guð- mundsson, Laugaveg 117. Glugga tjölð og Glugga- tjalda- efni, fjölbreytt úpval. Verslnnin Björn Kristjánsson. Jón Björnsson & Co. 1 Hjálppædisliepinn. BARNALEIKÆFINGAR fimtudaginn og föstudaginn þ. 12. og 13. apríl kl. 8 síðd. Inng. 50 aura liverl kveld. Adj. Árni Jóliannesson verður viðstaddur. Stuapts & Jacks, Musselbupgli, Skotlandi. Sérfræðingur frá firmanu dvelur hér í nokkra daga, er reiðubúinn að gefa allar upplýsingar viðvíkjandi SlLDARNÓT- UM og SÍLDARNETUM, gefur einnig tilboð um verð og sölu- skilmála. Trúlofun. Laugardag fyrir j>áska birtu •trúlofun sína ungfrú Soffía Jónas- clóttir frá Ytra-LIóli í Landeyjum cg Helgi S. Thorarensen frá Hró- arsholti í Flóa. Söngskemtun nemðnda Signrðar Birkis í Gamla Bíó í gær var prýðilega sótt og þótti takast vel. Arngrímiu: Valagils heldur söngskemtun í Gamla Bió næstkomandi fimtudagskveld F.mil Thoroddsen aðstoðar. Til viðtals á skrifstofu Oeips H. Zoéga (Eimskipafélagslnis nr. 28.) Sýning Ríkarðs Jónssonar hefir verið mjög fjölsótt. Nær 20 teikningar' hafa selst og all- margir smíðisgripir pantaðir. Sýn- ingin verður opin í dag og á morg- un kl. ii—9. Allmörgum teikning- um o. fl. hefir verið bcétt á sýn- inguna. Af veiðum komu í gær botnvörpungarnir Geár (90 tn.) og Royndin (13701.). Þýskur bo.tnvörpungur kom að leita sér aðgerðar og „Lord Fish- er“ kom frá Englandi. — í morg- un kom Skallgrímur (136 tn.), og ennfremur frakkneskur botnvörp- ungur. Tryggvi gamli er væntan- legur af veiðum síðar i dag. Um 20—30 færeyskar fiskiskútur hafa kom- ið hingað á höfnina um páskana. Ársrit ,Hins íslenska Garðyrkjufé- lags‘ 1928 er nýlega komið út. Einar Helgason minnist þar i hlýlega ritaðri grein Árna lieit- ins Thorsteinsonar, landfógeta, en að öðru leyti er efnið þetta: „Venjið unglingana á garð- vúnnu14 eftir Á. Thorsteinson. Var grein þessi upphaflega birt Schannongs iegsteinar ávalt lyrirliggjaadi. SigurBur lónsson (c/o Zimsen) árið 1900, en E. H. telur, að hún eigi enn erindi til lands- manna; „Áster“ eftir H. Th.; „Rafmagnsnotkun til ræktun- ar“, eftir Einar Helgason; „Grænkál“ eftir H. Th.; „Glaðn- ing“ eftir S. G.; „Reykhúsagarð- ur“ eftir Eirík Briem; „Kafli úr bréfi“ frá Aðálsteini Halldórs- syni; „Yfirlit vfir þroska gul- rófna-afbrigða i „Skrúð“ sum- arið 1927“ o. fl. — Ársritið er hinn þarfasti ritlingur og ómiss- andi þeim, er við garðrækt fást. Verslunarmannafélagið Merkúr heldur fund í kvöld kl. 8)4, á Hótel Heklu, en ekki í Iðnó, eins og til stóð, sökum þess að þar eí leikið. Þetta eru félagsmenn beðn- ir að -athuga. Karlakór Reykjavíkur æfir í kveld, á venjulegum staö og tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.