Vísir - 18.04.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 18.04.1928, Blaðsíða 2
VlSIR )) í Qlseni C Þakj árn bárótt og slétt, np. 24 og 26, nýkomið. t £ • ITyrf rligg jandi s Rio-kaffí og Strausykur. A. Obenlianpt. Símskeyti Khöfn 17. apríl. FB. Norska krónaa í gullgengi. Frá Osló er símaS: Konungs- urskuröur var gefinn út á ríkis- rá'ðsfundi í gær, ðg er samkvæmt honum ákveðið, að norskir pen- ingaseðlar skuli innleysanlegir með gulli, eftir ákvæðisverði, frá x. maí. Gullútflutningur er sam- tímis leyfður til landa, sem inn- leysa sleðla með gulli og leyfa gullútflutning. Af Atlantshafs-flugniönminum. Kanadiskri flugvél hefir hepn- ast að lenda á Greenly-eyjunni. Höföu kanadisku flugmennirnir tæki meðferðis til þess að gera við Bremen. Koehl ætlar sér að íljúga áfrarn til New lYork, svo framar- iega sem viðgerðin á Brernen geng- ur að óskum. Frá Nobile. Frá Berlín er símað : Nobile hef- ir lýst yfir þvi, að loftskipið hafi reynst ágætlega í óveörinu. Hefir liann í hyggju aö halda kyrru íyr- ir í Stoip um háJfs nxánaðar tíma, áður en hann heldur áfram ferð sinni norðtir á bóginn. Frá Alþingi. í gær'voru þessi mál til um- ræðu: Efri deild. Starfslok deildarinnar. Þar var ekkert mál að ræða, og þakkaði forseti deildarmönnum þvi góða samvinnu, en Jón Baldvinsson þakkaði honum fyrir hönd deild- arinnar ljúfinannlega fundarstjórn. Neðri deild. 1. Frv. til laga um hvalveiðar (ein umr.) var afgreitt sem lög frá Alþingi eins og efri deild gekk frá því. 2. Tillaga til þingsályktunar urn útvarp, atkvæðagreiðsla. Tillaga þessi var samþykt, en hún fer frant á að skora á ríkisstjórnina að revna að sjá fyri'r því, að út- varpsstarfsemi verði sem skjótast upp tekin aftur. K. F. U. M. U.-D.—fundur í kveld. (Solvi). A.-D. annaí5 kveld. Áðalfundur. Felagar fjölmenni. Ylflngar og Væringjar mætið í K. F. U. M. kl. 2*/, á morgun. 3. Tillaga til þingsályktunar um visindarannsóknir í þágu atvinnu- veganna, ein umr. Flutningsinenn cru Bjarni Ásgeirsson og Ásgeir Asgeirsson, en tillagan hljóðár svo: „Neðri deild Alþingis áíykt- ar að skora á ríkisstjórnina að láta rannsaka' fyrir næsta þing, á hvern bátt verði best fyrir komið vís- indarannsóknum fyrir atvinnulíf landsmanna, svo sem efnafræði- rannsóknuni,, rannsóknum í lif- eðlisfræði og fjörvirannsóknum (vitamina), og m. a. athuga, hvort ekki muni hyggilegt að stofna við háskólaun sérstakt emhætti í ]xess- um tilgangi.“ Tillagan var af- greidd sem ályktun neðri deildar. 4. Tillaga til þingsályktunar um varnir gegn gin- og klaufaveiki, ein umr. Mál þetta var tekið inn á dagskrána með afbrigðum. Er tillagan flutt af Jörundi Brynjólfs- svni og Pétri Ottesen, og er um að skora á stjórnina að beita til hins ítrasta þeim hömlurn, e'r lög- in um varnir gegn gin- og klaufa- veiki heimila á innflutningi ýrn- issa vörutegunda. Var tillagan samþykt með nokkrum atkvæða- mun. Eftir þetta var fundi slitið, en kl. 5 var annar fundur, og fóru þá fram: Starfslok deildariimar. Forseti þakkaði deildinni góða samvinnu og mikið starf, en kvað þetta ]>ing einkum hafa unnið tvent sér til ógætis. Fyrst það, er allir flokkar voru á einu máli um uppsögn samhandslagasamningsins, og ]>að amiað, er samþykt var a'ð kjósa utanríkismálanefnd. — Jón Ólafs- son og Sveinn Ólafsson þökkuðu forseta stjórnina, og var síðasta fundi deildarinnar síðan slitið. affl3E5 CW8EBg=..... : Ksooooooísoooísíy-'ísöoeíoooooot Sbiss Okon filmup. Notlð það besta. SportTöruhús Reyfcjavihur. (Einar Biörnsson ) Símar: 1053 & 553. Bankastr. 11. soooooooootxxxsooooooooooot Hvert okkar skyidi ekki liiakka til sumardagsins fyrsta. Sá dagur ei' einskonar séreign okkar íslend- ínga. Eg Jækki enga þjóð sem minnist hans a'ð undanskilclum ís- lendingum. Þessa okkar séreign eigum við að virða og elska. Ef við gáum að, þá ex hún töluvert mikUs virði. Vel sé löggjöfum ckkar fyrir aö hafa löghelgað dag- inn. Enginn, sem alimi er upp í sveit, mundi nokkuratima geta látið daginn fram hjá sér fara, án þess að gera sér og sínum hann ánægjulegri eu aðra daga. Viö sveitabörnin vorum valcin þann dag með sálmasöng fullorðna fólksins og húslestri, sem fram fór áður en nokkurs var neytt. Og kaffið tneð sætabrauðinu kom svo þegar lestrinum var lokið. Þá má nú ekki gleyma sumargjöfunum, sem voru, þó litilfjörlegar þættu tiú á dögum, tilefni óendanleg's fugnaðar, bæöi fyrir unga og ganda. Tímarnir breytast og mennirnir með. Sumardagsfagnaðurinn er nú annarskonar, einkum í bæjunum. Hér í Reykjavík hefir dagiir þessi nú í allmörg undanfarin ár verið kallaður Barnadagurinn. Nafniö er vel við eigandi, því börain íijóta manna best sumars og sólar. En við getum altaf verið böm og þá njótum við eins og börn. Gleð- in er öllum gefin, smáum sem stórum. Á morgun er sumardag- urinn fyrsti, viö skulúm hlakka til! Alla, sem gleðjast, langar til að gleðja aðra um leiö. Tækifær- ið er boðiö, öllum sem vilja nota það, og það verða margir. Undan- farin ár hafa sýnt, að Reykjavík- urbúar elska börnin og láta kær- leika sinn lcoma niður á þeim yfir- leitt. Barnaviuafélagið Sumargjöf hefir nú, eins og að midanförnu, fjársöfnun í því skyni, að nota féð, cftir'bestu manna ráði, til hjálpar börnum, ]>enn, sem svift hafa ver- ið æskugleði sinni, hjálpa þeim til ]>ess að íinna hana og njóta henn- :,r, eins og börnum ber að gera. Munið því, að þegar þið kaupiö aðgangsmiða fyrir ykkur og fjöl- skyldu ylckar, annaðhvort í Bíóin eða í Iðnó á morgun, eða þi'ð kaupið merki eða ársrit Sumar- gjafarinnar, að þá eruð þið að senda sólargeisla inn á eitthvert heinxili, ])ar sem sól sjaldan sést, cðá að þið eruð að stinga brauð- , bita upp í lítinn munn, sem hefir ekki nægju sína að borða. — Skemtið ykkur vel á morgun, en skemtið öðrum um leið með aur- tmum ykkar. Gleðilegt sumar! Hólmfríður Ámadóttir. I gærmorgun var blaðamönnum boðiö að skoða olíugxryinslustöð Skelfélagsins við Skerjafjörð. Stöðin er senn fullgerð, og er hún hi'ð mesta mannvirki. Geymarnir eru þrír; steinolíugeymir (4000 tonn), bensíngeymir (2500 tonn) og hráoliugeymir (1500 tonn). Á stöðinni era ekki færri en sex bvggingar, úr járai eöa stein- steypu: dæluhús (þar sem f,ylt er á tunnúr), vélahús, forðabúr, bíla- hús, skrifstoíuhús og íbúðarhús eftirlitsmanns. 316 metra löng bryggja gengur í sjó fram, og liggja á iienni digrai' járaæöar. Hvílir efri hluti bryggjunnru- á steinst'öplum, en fremri hlutinn á trjám. Umhverfis stöðina er hár járngarður, enda fær euginn inn- göngu nema með sérsöku leyfi, sökum eldhættu. Vélaverkstæðin ,,Hamar“ og „Héðinn“ hafa ann- ast alla járnsmíði, en Sigurður Ól- afsson, verkfræðingur, hefir haft á hendi umsjón með öllu verkinu. Stöðin er öllum þeim, sem unnið lxafa að byggingu hennar, til hins mesta sóma. Geymarnir era hlaðnir á þann hátt, að flutningsskipin sjálf dæla olíunni (eða bensíninu) í gegnum járnæðarnar, sem liggja á bryggj- unni. Þegar lokið er olíudæling- unni er clælt sjó í æðarnar, þar til öll olía er komin úr þeim í geym- inn. Þá er lokað fyrir æðarnar að ofan og sjónum Rleypt úr þeim. Af þeirn sökiun liggur aldrei olia eða bensín í æðunum. Blaðamönnum var einnig gef- mn kostur á a'ö slcoða hið nýja skip Skelfélagsins, Skeljung, sem lá við bryggjuna, nýkominn til landsins. Skeljungur er mótorskip, bygt í Hollandi og hiö prýðileg- asta að öllúm útbúnaði. Var oss sagt, að fá skip jafntraust mundu vera til hér á landi. Er tilætlunin að skipið flytji olíu til stöðva fé- lagsins úti á landi, eti auk þess mun það geta byrgt fiskiskip, sem það hittir á leið sinni. Skelfélagið hefir þegar komið upp olíustööv- um á ísafirði, Akranesi og í Vest- mannaeyjum, og mun þess ekki langt að bíða, að það eigi olíu- stöðvar i flestum hinna stærri kauptúna. 20 tegundir af alltkonar kexi og kaffibraudi nýkomiS. Ármannshnð. Njólsgðtu 23 Sími 664. stig, 2. og 3. verðl. sldftu með sér Bnldur Guðmundsson frá púfnavöllum og Jcxn Guðmunds- son (6% st.), 4. lilís Ó. Guð- mundsson (6 st.), 5. Ólafur Ivristmundsson (5% st.) og 6- Ásgrímur Ágústsson (5 st.). Fyrstu verðlaunum i 1. flokki fylgir nafnbótin „skákmeistari lslands“ og verða þeir Ari og Einar þ\i að heyja einvígi um tignina. J>ví er þannig liáttað, að þeir tefla þar til annar hefir unnið 3 töfl (jafntefli ckki tal- in með), og er sá meistari til næsta skákþings. þessi kapp- tefli fara frani nú í vilomni. Aðalfundur Skáksambands Islands var haldinn í sambandi við Skákþingið. í stjórn voru kosnir Pétur Zóphóníasson, for- seti, Garðar þorsteinsson, ritari, og Elís ó. Guðmundsson, gjald- keri. Samþykt var að gefa ís- lenskl skákblað út í Reykjavík næsta ár og var ritsfjórnin fal- in Brynjólfi Stefánssyni. Tvö félög hafa nýlega gengið í samhandið, annað í Vestm.- eyjum, en hitt í Hafnarfirði. Utan af landi. Akureyri 17. apríl. FB. Sýslufundi Eyjafjarðarsýslu laulc í dag. Á meðal annars var ákve'ðið, að veita 50 þúsund til vega og í því skyni hækkaður vegaskattur úr 3%c í 6%0. Ágætur fiskafli á Eyjafirði. „Æfintýri á gönguför“ var leík- ið í 9. og síðasta sinni fyrir fullu húsi á sunnudagskveldið. Skákþingið 1928. —o— FB. 16. apríl. Skákþingið var liáð í Reykja- vílc 2.—13. apríl. Var kept i tveim flokkum og voru ellefu teflcndur í hvorum flokki. þar af utan Reykjavikur þrír í 1. fl. og Iveir í 2. fl. —• í 1. fl. urðu jafnir að vinningum og jafn- framt liæstir Ari Guðmundsson frá Akureyri og Einar þorvalds- son, Rvik, átta stig. þriðji í röð- inni varð Eggert Gilfer, sjö og hálft stig, þá Brynjólfur Stefáns- son, sjö, Ingólfur Pálsson sex og hálft og Sigurður Jónsson sex stig. 1 2. flokki vann fyrstu verð- laun Garðar þorsteinsson, 9VÍ> 1 70 ára reynsla og visindalegar rannsóknir tryggja gœði kaffibœtisins enda er hann heimsfrægur og hefur 9 sinnum lilotið gull- og silfurmedaliur vegna fram- úrskarandi gœða sinna. Ilér á Jandi hefur reynslan sannað að VERO er miklu hetrl og drýgri en nokkur annar kaffibœtir. Notið aðeins VERO, það marg borgar slg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.