Vísir - 20.04.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 20.04.1928, Blaðsíða 2
VlSIR D ffeimiNi i Ölm( • * bápótt og slétt, np. 24 og 26, nýkomið. Fyripligg jandi: Rio-kaffi og Strausykur. A. Obenhaupt. Eftirstöðvar af enskum manchettskyrtum veroa seidar fyrir háífviröi. Gnðm. B. Vikar. Laugaveg 21. Sími 658. Símskeyti Khöfn 19. apríl. FB. Kommúnistar handteknir í Finnlandi. Frá Helsingfors er símaS til Ritzau-fréttastofunnar, að finska lögreglan hafi tekið höndum rokkra kommúnista, þar á meðal einn þingmann og einn ritstjóra. Hefir lögreglan menn þessa grun- aða um landráðastarfsemi. Landskjálftar í Japan. Frá Tokio er símað : Eitt þúsund byggingar, þar á meðal sjúkrahús, kirkjur, skólar og bankar hafa hrunið í bænum Hirosaki i norð- urhluta Japan. I fregnunum er ckki getið um manntjón. (Hirosaki er á eyjunni Hondo. íbúatala ca. 35.000—40.000). Utan af landi. Keflavik 20. apríl. FB. Yfirleitt góður afli. Bátar komu að i gær með 9—17—18 skpd., en j ílestir íengu 10—13 skpd. Bátar ; hafa róið alla þessa viku og aflað 'vel i hverjum róðri. Heilsufar allgott. Eigendur nokkurra mótorbáta hér hafa tekið sig saman um að j láta byggja bryggju fyrir mótor- ; báta norðanvert á Vatnsnesi, í 1 svonefndum Vatnsnesbás, en haf-' j skipabryggjan, ef hún kemur, ; verður sunnanvert á nesinu. Þar sem mótorbátabryggjan á að vera er sker, sem á að hlaða ofan á og verði gerð 1 sumar. Elínmundur Ólafs, eigandi Keflavíkur, er að láta gera slipp í Grófinni. Verður það allmikið mannvirki. Er búist við, að það verði fullgert í sumar. Þingf ulltrúi Islenskra kvenna. Þegar við konur kusum ungfrú Ingibjörgu H. Bjamason á Alþing, gerðum við það í fullu trausti þess, að hún, öðrum fremur af þeim konum, sem kostur var á til þing- setu, mundi vel skipa foringjasæt- ið og fylgja ötullega þeim málum, sem á viti væru bygð og kæmu frii okkur konum inn á hið háa Alþing eða áhrærðu okkur konur á einhvern hátt. Einnjg vonuðum við, að hún mundi, öðrum konum fremur, bera gæfu til þess, að skipa okkur í tylkingu um sig og sameina þann- ig kjósendur sína, svo að hún sem full'trúi kvenna gæti vitað vilja þeirra og rætt hin ýmsu mál við þær. Þetta var og nauðsynlegt til þess, að hún gæti vitað, hvem stuðning konur vildu veita henni, eða einhverri annari konu, til þingsetu í framtíðinni. En því miður hefir fulltrúinn brugðist okkur í þessum tveimur atriðum, sem við konur teljum mjög mikilsverð, og eins í n\örg- um fleiri málum á Alþingi. Til þess að geta eflt samheldni kvenna cg heyrt skoðanir þeirra, varð jiingfulltrúinn að halda þingmála- tundi með kjósendum sínum. En það hefir hún, því miður, aldrei gert, ekki einu sinni hér í Reykja- vik, þar sem aðal stuðningskonur hennar eru, þó hafa konur beðið hana að gera það og boðist til þess, að vera henni hjálplegar við íundarhaldið. Þegar svona er hér, þá má nærri geta, að hún hefir ekki veriö íúsari til fundahalda úti um land. Með þessu hefir fulltrúinn girt fyrir að geta sagt okkur kjósend- um sínum frá gerðum sínum og haráttu í málum þeim, sem hún hefir látið til sín taka á Alþingi. Fróðlegt hefði þó verið að heyra um afdrif ýmsra mála, sem konur hafa sent inn á Alþingi og fulltrú- inn samkvæmt stöðu sinni hefði Þakklátar þingfúlltrúa okkar hefðum við og verið, hefði hún frætt okkur um önnur almenn mál, sem varða alla kjósendur. Mætti þar til nefna tollmálin, gengismál- ið, 'árnbrautarmálið, landsspítala- málið og mentamálin, auk ýmsra fleiri málla, sem fróðlegt væri aö íá vitneskju um. Fulltrúi okkkar hefir haft mjög hæga aöstöðu tU að beita séi* í ýmsum merkustu inálunum. Þann- ig hefir hún átt sæti i mentamála- nefnd efri deildar ölt árin síðan hún koin á þing, þar til nú. Það var og fyllilega réttmætt, að þessi fulltrúi var settur í þessa nefnd, því að hún hafði í mörg ár veriö kennari, og einnig hef-ir hún nú lengi verið skólástjóri við aðra stærstu nieiitastofnun kvenna hér á landi. Hún hlaut því altaf með tillögum sínum að hafa mikil áhrif á mentamálin og þá einkum skólamál. En eg vil riú sýna, hvernig full- trúinn hefir einmitt brugðist okk- ur i skólamálum, þeim inálum, }>ar sem við bárum sérstakt traust tll hennar. * Snemma á þingsetutíma sínum bar hún fram frumvárp þess efnis, að ríkið tæki að sér rekstur Kvennaskólans í Reykjavík, af því að hami var ]>á orðinn 50 ára gamall og hafði verið vel starf- íæktur og haganlega rekinn í öll þessi ár. Þessu er auðvitað ekki hægt að neita. En það var annar skóli, þessum hliðstæður, sem l.afði alveg sömu sögu að segja, sem sé Blönduósskólinn. Hann var einungis tveimur árum yngri cg var frá sjónarmiði norðlenskra kvenna, og margra kvenna hér sunnanlands, jafn verðugur og Reykjavíkurskólinn til að vera íikisskóli. Þetta skildi þó fulltrúi okkar ekki, hún beitti sér gegn því, að Blönduósskólinn yrði gerð- ur að ríkisskóla, og varð sú að- staða hennar til þess, að hennar eigin skóli féll einnig, og spilti luin þannig alveg fyrir Jiessum umbótum á kvennaskólunum. — Þetta var því fyrsta stóra glappa- skot fulltrúans, að ætla að gera svona upp á milli sunnan og norð- on skóla. Þegar fram var borið frumvarp um stofnun húsmæðraskóla á Stað- arfelli, þá var fulltrúi kvenna ekki með því, heldur kom hún því til lciðar, að frumvarpinu vai* vásað til stjórnarinnar, og tafðist málið við það um langan tíma. Ennfremur mælti fulltrúinn á móti húsmæðraskólafrumvarpi þingmanns Sunnmýlinga, Ingvars Pálmasonar. Hefði þó verið mun skemtilegra, að hún hefði fært það mál í það form, sem hún hefði viliað styðja það í, í stað þess að eyða því og greiða at- kvæði á móti þvi. Enn leiðara er þó, að hægt skuli vera að kenna þingíulltrúa okkar íslenskra kvenna um það, að sam- skólafrumvarpið, sem var svo mikið atriði í mentamálum æsku- lvðs Revkiavíkur, komst ekki í gegu á þinginu 1927. Það var mik- ið óhappa verk. Þá hefði mátt ætla, að þingfulí- trúi okkar, ‘sem verið hefir mjög ákveðinn vinur heimilisiðnaðar, hefði lagt með styrk þeim, sem Alþingi hefir veitt Halldóru B’arnadóttur. Ó nei, ekki hefir 1'ingmaðurinn gert það. Þó veit hún, að H. B. vinnur allra kvenna mest að endurreisn heimilisiðnað- ar hér á landi. Hér í bænum er félag, sem heit- ir Heimilisiðnaðarfélag íslands,. 0g cr það stofnað af Ingibjörgu H. Bjarnason skólastjóra og nokkr- frá. Búast rnenn við að bryggjan £tt að styðja með hug og dug. Fine Vipgínia No. 1 eru meipa viröi en þæp kosta. 20 stk. 1 kr. um öðriun 24. júní 1913. Á I. H. B. mikið loí skilið fyrir þami áhuga, sem húu þá sýndi í þessu máli. Féiag þetta hefir að vísu átt við nokkra bemskusjúkdóma að etja, en um slíkt er ekki að fást, þvi að það er algengt, tnda virðast þeir ug vera famir að eldast af því, og skal eg ekki ræða frekara um þá hlið ]>ess máls hér. Eg hefi því ætíð talið alveg víst, að I. H. B. mundi verða með styrki til þessa féJags. Á fjárlögunum fyrir árið 1928 hafði fyrrverandi stjórn fært styrkinn t.il Sambands íslenskra heimilisiðnaðarfélaga nokkuð nið- r.r. Núverandi stjóm hafði svo látið þessa lægri upphæð halda sér í fjárlagafrv. þvi, sem hún lagði fyrir þingið. En þegar fjár- veitinganefnd neðri deildar hafði kynt sér starfsemi Heimilisiðnað- arfélags íslands í vetur og lieim- sótt námskeið þess, lagði hún til, að styrkurinn til S. í. H. yrði hækkaður úr 4700 kr. upp í 6000 kr. Þessi tillaga nefndarinnar var samþykt í neðri deilcl með öllum þorra atkvæða. Svona horfði mál- ið við þegar það fór til efri deild- ar. Velunnarar málsins voru því vel ánægðir með gerðir neðri deildar og töldu nú víst að málinu væri borgið, því að í efri deild mátti búast við einhverjum allra oruggasta stuðningsmanni máls- ins, sem sé, Ingibjörgu H. Bjarna- son. En hitt var vitað, að þessi þingmaður er einmitt sérstaklega laginn á að koma fram þeim styrkbeiðnum, sem hún er með og beitir sér fyrir. En það lítur út ívrir, að fulltrúinn sé nú búinn að gleyma þessu óskabarni ' sínu, heimilisiðnaðinum, því að fyrir hennar atbeina er S. í. H. gert að skyldu að styrkja Geir Þormar ár- lega tneð 800 kr. Er þar með hæsti kúfurinn farinn af viðbótarstyrk þeim, sem neðri deild ætlaði S. í. H., og þar með Heimilisiðnaðar- félagi íslands, því að það var með tilliti til þess áð styrkurinn var sukinn. Eg get ekki neitað því, að mér sárnar^ að fulltrúi okkar kvenna (I. H. B.) skyldi ekki afstýra þessu, ])ví að eg er fullviss um að hún hefði getað það. Framkoma hennar í þessu máli er því kyn- legri, ])ar sem henni hlýtur að vera vel við þenna félagsskap, sem hún tók þátt í að stofna og þar sem hún hefir setið x stjórn alt frá upphafi og fram á síðastliðið sumar. Það hljóta því nú, eins og 1913, að vera margar framtíðax- vonir hennar, um menningu og velgengni íslénsku þjóðarinnar, bundnar við þenna félagsskap. Margt er enn þá ógert fyrir þetta góða mál og stuðnings góðra manna ])arf enn með því til fram- clráttar. í þessu sambandi vil eg sýna, hve miklu þessi þingmaður fær áorkað, þeg*ar hún vill beita sér fyrir málum eða fjárstyrkjum. Kona ein, frú Stein-Bjamason, sækir um styrk til framhaldsnáms í málaralist. Þessi listakona er af- ar lítið kunn hér á landi og hefir, aldrei sýnt hér á landi. opinberlega verk eftir sig, og má því ætla, að þingmenn hafi verið nokkuð treg- ir til þess, að veita henni styrk. En Ingibjörg H. Bjamason beitti sér fyrir styrk þessum og fær hann samþyktan, 1500 kr. Þetta litla mál sýnir mjög ljóslega, hve niikils þingfulltrúi kvenna má sín í fjárveitingum, þegar hún vill beita sér, enda er hún í fjárveit- inganefnd. Eg hefi nú drepið á nokkur mál, sem við konur erum óánægðar með framkomu fulltrúa okkar í. Og eg er sannfærð um_ það, að fulltrúinn hefði komið á annan hátt fram í þeim málum, ef hún nokkurntíma hefði hirt um að kynna sér vilja kjósenda sinna. Eg cr þá komin aftur að þvf, sem eg byrjaði þessa grein með, en það er skylda sú, sem hvílir á fulltrúa ktjf' m >/'/, ''//i Yandaðar vörnr: Lé reft^ T^isttau, Flónel, óðu rtau. Hand læðl, Rekkjuvoðir, Sænuu rdú u»»-. JiauiCihiiJhnaí&t.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.