Vísir - 16.05.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 16.05.1928, Blaðsíða 2
V I S I R )) ffetM I Olseíni C N or e gssaltp éturinn kemur með „Nova“ á í’östudag. Verður væntanlega at- Jtentur á ltafnarbakkamun iaugardag, mánudag og þriðju- dag. Nylcomid s Sterkai* Vepkamannabuxup. Coeos-gólfmottup, Chlopodont tannkrem. A* Obenliaixpt, Símskeyíi Khöfn, 15. maí. FB. Varúðarráðstafanir stórveld- anna í Kína. Frá London er símað: Stór- veldin hafa 9000 hermenn í Tientsin. J?au ltafa ákveðið að verja sérréttindasvæði sín þar, ef Suðurherinn gerir tilraun til þess að ráðast inn á þau. — Chamlterlain hefir tilkynt, að liðsauki verði sendur þangáð, ef nauðsyn krefji. Breyting á kosningalögum ítaia. Frá Rómaljorg er simað: ílalska senatið hefir samþykt frumvarp um breytingar á kosn- ingalögum og tilhöguu þingsins. Frumvarpið mætti þó óvæntri mótspyrnu. Allmargir senator- ar sögðu frumvarpið svifta Ital- íu kjörfrelsi og væri það þess vegna ósamrýmanlegt stjóraar- skránni. Stresemann veikur. Frá Berlin er símað: Strese- mann er alvarlega veikur af magasjúkdómi. Læknar bans hafa bannað honum að leggja nokkuð á sig fyrst um sinn. Utan af landi. þjórsá, 15. maí. FB. Einmunatíð i allan velur. — Skepnuliöld góð og voru hey- l)irgðir bænda yfirleitt miklar í vetrarlokm. Nógur gróður er kominn fyrir sauðfé, má segja, að gróður sé bátt upp undir 3iiánuð á undan venjulegum tiina. Nýir vegir verða ekki lagðir liér nærlendis i sumar, en gaml- ir verða endurbætir á köflum. Sýslufundur Ámessýslu var haldinn i apríl og voru venjuleg sýslunefndarmál til umræðu og svo skólamálið. Ákveðið var, að hluíast til um að sýslunefndir beggja sýslnanna kæmi saman, til þess að ræða um skólamálið á þeim grundvelli, sem gert hafði verið ráð fyrir i vetur.* Siðan hefir frést, áð byggja eigi skóla á Laugavatni, og verður eigi um sagt að svo stöddu, hvaða aístöðu menn alment taka til þeirrar ráðstöfunar. Vegir eru þurrir og góðir, eins og um liásumar, og umferð orð- in mikxl. Hleypt var á Skeiðin og Fló- ann fyrir alllöngu. Fornliúningar. Til eru sjálfsagt þeir menn, sem telja þaö ilt verk og óþjóölegt, aö mæla gegn því, að íslendingar fari aö klæðast' fornbúningum þeim, sem nú er verið aö hvetja ] á til aö lcaupa og nota. Hinir rnunu þó langt um fleiri, sem ekki geta séð, að nein nauðsyn beri til, aö íslendingar hverfi aftur i gráa forneSkju um klæðabúnað. Þeir vita sem er, að fötin gera ekki „manninn að nianni“. Og auk þess þykir þéim búningurinn ljótur. Jíann er svo ljótur, að fáir mundu fást til að „skrýðast" honum, þó að mikið væri í aðra hönd. En fombúningar þessir hafa fleiri ókosti en þá, að vera ljótir. Þeir eru líka óhentugir. Og í þriðja lagi munu þeir vera skjól- minni en venjulegir klæðnaðir. Mér fyndist því harla misráðið, að fleygja skjólgóðum, hentugum og sæmilega fögrum klæðum og taka þessa nýju búninga í staðinn. Og svo er annað. — Það er óspart látið í veðri vaka, að þetta sé eitthvað sérstaklega islenskt. Þetta nýjá klæðasnið á að vera há- íslenskt, og líklega nokkumveginn' heilagt líka, sakir ]x:ss að Islend- ingar hafi notað fatnaði svipaða þessum á fyrstu döguni íslands b.ygðar og langt fram eftir öldum. — En mundu ekki landnáinsmenn íslands hafa komið með ibúninga ]>essa hingað til lands í öndverðu? Og mundu ekki svipaðir klæðnað- ir hafa verið notaðir um öll Norð- urlönd og víða fyrir svo sem átta ti! tíu öldum? — Eg geri ráð fyr- ir því. En hafi svo verið — hvað er þá sérstaklega íslenskt við ])essa bún- inga? — Eg sé það ekki. —• Og er þá ekki v.erið að hvetja menn hér ti! að taka upp gamlt klæðasnið íramandi ]>jóða, svo sem Norð- manna eða Dana? — öðru máli væri að gegna, ef búningar ]>ess- ir hefði hvergi verið notaðir nema hér á landi — ef íslendingar hefði Til athugnnar. Nýtilbúið fiskfars, nýtil- búið kjötfars, ísl. smjör á 1,50 i/2 kg-> kartöflur á 10 kr. pokinn, útsæðiskartöfl- ur ofan af Skaga í stærri og srnærri kaupum. ¥on. tekið sér þetta klæðasnið einir allra þjóða. Þá mætti með sanni segja, að klæðabúnaður þessi væri íslenskur. — En nú er vist mála sannast, að „fornbúningur" sá, scin ixér um ræðir, hefir verið sameiginleg eign margra þjóða. I-’ess vegna finst mér öldungis frá- leitt að kenna hann við íslendinga fremur en aðra. Eg á enga ósk heitari en þá, að ailir synir þessa lands reynist góðir íslendingar. En mér er með öllu óskiljanlegt, að fötin út aí fyrir sig geti skift miklu máli í þeim efnum. Og eg fæ ekki meö neinu móti séð, að eitt erient kh'trðasnið sé öðru betra eða lík- legra til að gera okkur mikla rnenn og minnuga þess, að við sé- mn Islendingar. Mér þykir lang- líklegast, að öll föt reynist nokk- urnveginn jafn-gagnslaus til þeirra hluta. íslenskir karhnenn klæðast nú að hætti annara nálægra ])jóða, ál- vcg eins og þeir gerðu á svo r.efndri „gullöld" þjóðarinnar. Hvers vegna eigum við þá, eiuir sér, að taka okkur út úr og fara að tína saman og nota flíkur þær, sem allir hafa fleygt fyrir löng-u, bæði við og aðrir-? — Mér getur ekkji skáfist, að það auki gildi okkar á nokkurn veg. Menn verða að gæta þess, að niapngildið á ekkert skylt við fötin. — Þó væri ef til vill sök sér, að taka nú upp þennau forna sameignarhúning margra þjóða, ef hann væri til- takanlega fallegur eða miklu þægilegri og hentugri í notkun en búningur sá, sem karlþjóðin not- sr nú. — En það er nú eitthvað annað, éins og áður hefir verið tekið fram. Búningurinn er Ijót- ur, afkáralegur og óhentugur. íslendingar hinir fomu voru merkilegir menn á ýmsa lund og eftirbreytnisverðir um margt. En inerkilegastir eru þeir fyrir hók- mentastörf sín og varðveislu tungu og þjóðemis. — Mér finst það vera að fara aftan að siðunum, að stæla þá í því, sem minstú máli skiftir eða alls engu. Klæðabún- aðurinn skiftir engu máli. — Hitt væri mikilsvert, ef ungir menn vildi — samfara líkamsment og í]>róttum — temja sér orðsins list cftir föngum og reyna að líkjast um það sem mest fornum ritsnill- ingum þjóðarinnar og andlegum höfðingjum. — Öll viðleitni í þá áft væri merkileg og þakkarverð. En hennar gætir furðu lítið, því miður. Eg geri þetta mál ekki lengra aþ sinni, en vænti ]>ess, að „Vís- ir“ sýni mér þá gestrisni, að hirta þesSar athugasemdir. Þrándur. .'lTfé'C,*'! Eins og 1 Millennium i ber af öðru hveiti, svo ber g Yernons Flaked Oaís | af öhru haframjöii. 1 Fæst í flestum vepslunum. Messur á morgun. í dómfcirkjunni kl. u (ekki kl. I. eins og misprentast hefir ann- r.rs staðar), síra Bjanii jónsson. Kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni hér kl. 5 síðd. síra Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. t, síra Ólafur Ólafsson (ferming). 1 Landakotskirkju: Hámessa kl. o árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með predikxtn. — í spítalakirkj- tmni í Hafnarfirði: Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með predikun. Hjálpræðisheririn: Samkomur kl. 11 árd. og kl. 8 síðd. Sjómannastofan: Guðsþjónusta kl. 6 síðd. Allir velkomnir. Jarðarför frú Ragnhildar Ólafsdóttur fór fram i gær að viðstöddu fjölmenni. Sira Bjarni Jónisson flutti húsi- kveðju og ræðu í kirkjunni. Mishermt var í dánarfregn í Vísi í gær um aldursári frú Kristínar Ólafsdóttur. Iiuu var fædd 2. október 1893. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 7 st„ fsafirði 8, Akureyri 10, Seyðisfirði 7, Vest- roannaeyjum 6, Stykkishólmi 8, Blönduósi 1 8, Raufarhöfn 5, Grindavík 8 (engin skeyti frá Hólum i Ilornafirði), Færeyjum 7, Julianehaab 7, Angmagsalik ^jjan Mayen 3, Hjaltlandi 8, Tyneinouth 5, Kaupm.höfn 6 st. —; Mestur hiti hér í gær 10 st., minstm- 6 st. Úr- koma 0,1 mm. — Lægð fyrir norð- an land á austurleið. Hæð íyrir suðvestan land. Norðangola á Strandagrunni. (Hiti þar o í lofti en 5 í sjó). Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður: f dag og nótt norðvestan og norðan átt. Skýjað loft, sennilega þurt. Vest- firðir, norðurland, norðausturland: í dag og- nótt norðvestan og norð- Vur átt. Þokuloft og súld í útsveit- um. Austfirðir, suðausturland: í dag hægviðri og þokuloft. í nótt norðvestanátt. Léttir sennilega til. Vísir kemur út tímanlega á morgun (uppstigningardag). Tekið móti augl. í dag á afgreiðslumii’ til kl. 7, og eftir það í Félagsprentsmiðj - nnni (sími 1578) fram til kl. 9 í kveld. Við slysi lá i gær í Ingólfsstæti. Þar hafði stór fólksflutningabáfreið verið skílin eftir, níilli Laugavegs og Hverfisgötu. Fjögra ára drengur fór upp i hana og rjáfaði eitthvað við hemhirnar Fór þá bifreiðin af stað ofan götuna og lenti á ljósa- staur á homi Hverfisgótu og Ingölfssttrætis. Staurinn brotnaði og féll inn á nýju girðingtma á Arnarhólstúni og skemdi hana nokkuð, en hifreiöin laskaðíst talsvert. Maður, seni sá á eftir.bif- reiðirmi, hljóp til hjálpar og náði drengnum út úr henni, þegar hún hafði rekist á, og var hann ó- meiddur en yfir sig hræddur, sean von var. — Þetta atvik aetti að minna bifreiðastjóra á að ganga gætilega frá bifreiðum, þegar þeir yfirgefa þær. Leikhúsið. Æfintýri á gönguför verðnr leikið kl. 8 annað kveld. Aðsókn að þessurn skemtilega leik hefir verið svo mikil, að betra er að tryggja sér sæti sem fyrst. „Bamavinafélagið Sumargjöfin“ býður hörnum í skemtifei-ð á morgun vestur á Ráðagerðisl>akka. Lagt verður af stað írá Lækjar- torgi kl. 2 síðd. Böm er skemtu og hjálpuðu til við fjársöfnunina fyrsta smnardag ganga fyrir. — Vesturfrá verður farið í ýmsa knattleika. Förinni stjórnar fjár- söfnunarnefndin. Botnía fer í kveld kf. 8 síðd. áleiðis til útlanda. Notið liin nýju Tliiele glepaugu. Hvers vegna? Al' því að það eru einu gler- augun, sem útiloka hina skaö- legu ultraviolettu geisla. Af því að þau veita augunum unaðslega hvíld, auk þess sem inaður sér jafn skýrt hvort held- ur er í gegnum mitt glerið eða kantinn á því. Þau fást við allra hæfi, einnig þeirra, sem ekki þurfa að nota gleraugu, en vilja vernda augun fyrir hinum skaðlcgu geislum. Augnlæknar nota þau. Komið og skoðið Jjessi dá- samlegu Thiele-gler, sem fást í gleraugnaverslun Thlele, sem er i Kirkjustx*œti ÍO og hvergi annarsstaðar Munid þaðl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.