Vísir - 21.05.1928, Side 3

Vísir - 21.05.1928, Side 3
VISI&R Dánarírc5>-n. 18. þ. tu. andaðist hér í feæn- una Bggert Th. Giskison bóndi :frá Laugey á Brefðafirði. JarSarför fni Kristinar Olafsdótttu’ frá Kálfhoiti fer frani á morgun og kefot nteð h'úskveðju kl. 1 í Mi'ð- stræli 8. VetSrið í morgun. Hvti í Reykjavik 9 st., ísafarði .8, AJcureyri xr, SeyöisfirSi 10, \restmavmaeyjim> 7, Styjkkishólnii' Blönduósi 8, Raufarhöín 10, Hólvim i Hornafir'ði 9, (engin skeyti frá 'Grrndavík og /Vngroag- salik), Færeyjuni 7, Julianehaab 4, Jan Mayen o, Tynemouth 7, Kaup- raannaJvöfn 11 st. — Mestur hiti hér í gœr n st., minstur 7 st. Úr- koma j,i mm. — Lægö yfir Græn- lamlshafi á au.sturlei'ð. Hæi5 milli Skotlands og íslands. — Horfux: Suövesturland, Faxaflói, Breiða- íjörSur, Vestfirðir: í dag og nótt -sunnan og su'övestan. Stundum all- hvass. Regnsknrir. Norðurland: 1 dag og nótt sunnan átt. Dálítil -rigning. NorSausturland, Austfirö- ir; 1 dag og nótt sunnan og suö- austan. Sennilega úrkomulaust. SuSausturland: í dag og nótt su'ö- •vestan. Regnskúrir. Karlakór K. F. U. BJL heldur samsöng í dómkirkj- tmni á morgun kl. 9 síðdegis undir stjórn Jóns Halldórssonar söngstjóra. A'ðstoðve.ita frú Guð- rún Agústsdóttir, frú Elísabet Waage, Óskar Norðmann, Emil Tlioroddsen, Kjartan Jóhannes- son og flokkur 12 kvenna. Arnarhólstún hefir nú verið girt með vir- neti og hóllinn kringum lik- neski Ingólfs Amarsonar þak- inn, þar sem skellur voru koinnar í hann. Vörður hefir ísrqrið settur þar til þess að verja hólinn skemdum, og veitir ekki af þtd. Hingað til hefir gróður verið traðkaður niður eftir hverja aðgerð, svo að legið hafa tólf moldargötur upp eftir hólnum öllum megin og eru þar þó fjögur breið steinsteypurið. Sjá menn nú vonandi sóma sinn í því a'ð ganga hetur um þenna stað en áður. Leikhúsið. „Æfintýrið“ var leikið í gær- kveldi fyrir fullu húsi áhorf- enda og fengu miklu færri að- gang en vildu. Var það í 5. sinn, :sem leikurinn er sýmdur að þessu sinni. Af veiðiun hafa koniiö síðan í fyrrakveld: Draupnir, Baröi, Gyllii’, Sindri, Tryggvi gamli og Menja. Afli cr nokkuö misjafn. Fiskur er að T.verfa af Hvalbaksnriðum og veör- átta hefir verið stormasöm þar eystra. Sum skipin voru a'ö veið- um austan við Horn, en urðu að fara þaðan, vegna hafíss. K. P. U. M. í Hafnarfirði hefir selt gamla húsið sitt, og er nú hvrjað á áð reisa sér nýtt hús. Hefir það fengið grunn við Hverfisgötu og er þegar farið aÖ vinna í honum. Húsið íiætl- að að kosti liðugar 20 þús. kr. pað er ráðist í mikið fyrir fátækt félag, en innan féfag- anna, því að K. F. U. K. er i sainvinnu ttm þetta, er mikil fórnfýsi ög félagið á marga vini i Hnfnarfirði, sem verða fúsir til að rétta því hjálparhönd. Vitar og sjómerki. Samkyæmt auglýsingu frá vita- málastjóra, sem birt er i „Iéögbirt- ingahláðinu" 16. þ. m., um „Vita og sjónierki", ]>ar sem getrð er um fyrirhugaÖar breytingar og umbæt- nr á vitum og sjómerkjum ví'Ssveg- ar um land, —- er í ráði að reistur verði i sunrar nýr viti í Grindavík (á Iiópsnési). Verður hanu 6 metra hár. og á aö hafa i6j4 sjómilu ljós- rnagn. Ljós vitans verður hvítt. 3 leiftur 20. hverja sek. Logtími 15. júií—1. júni. Ennfrernur yerða^á þessu sumri sett radíóvitatæki í Dyrhólavitann, sem gefa inerki fyrstu 10 mín. á hverrí klukkustund. Ef þoka er eða dímmviSri, verða merkin gefin þrisvar á kl.t., rneð 10 mín. milli- bili. Merkin verða gefin á 1000 metra öldubreidd og tónhæð 900. Með venjulegum, góðum móttöku- tækjum mun jafnan verða hægt að miða nákvæmt í 100 sjómilna f jar- lægð. Starfstími radíóvitans verð- ur alt árið. ísland kom í uótt norðan af Akureyri. Skipafregnir. Gullfoss kom til Aberdeen morgun. Go'ðafoss fer frá Hamborg í dag. Brúarfoss fer frá Lefth í dag. Esja var á Dýrafirði í morgun. Hjúskapur. S, I. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Maria pórðardóttir og Ingimar porkelsson, bæði til heimilis á Skólavöröust. 11. Bæjarfógeti gaf þau saman. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónahand Kristin Bjömsdóttir hjúkrunarkona frá GauksmýTi í Húnavatnssýslu og Kristjón þorvarðsson frá Leik- skálum. Sira Bjarni Jónsson gaf þau saman. Skátafélagið Ernir. Fundur í Bamaskólanimi á þriðjudagskv. kl. 8 síðd. Mjög áríðandi að allir félagar og Ylf- ingar mæti. Leiðrétting. þess var getið hér í blaðinu f\TÍr skömmu, í aðsendri smá- grein, að „Kinnarhvolssystur“, eftir J. C. Hauch, hefði verið sýndar á leiksviði hér í Reykja- vik 62 sinnum, og „Fjalla-Ey vindur“ Jóhanns Sigurjónsson ar 53 sinnum. — Hvorttveggja er rangt. — „Fjalla-Eyvindur' hefir verið leikinn 55 sinnum af Leikfélagi Reykja\Tkur, en „Kinnarhvolssystur“ að eins 36 sinnum. — Hitt er rétt, sem í greininni segir, að leikendur héðan liafa tekið þátt í sýningu þessara skáldverka bæði á Ak- ureyri og í Vesturheimi, og eru þær sýningar vitanlega ekki taldar með hér. ' Knattspyrnumót 3. flokks hefst í kveld á gamla íþrótta- \-ellinum. Kl. 8—9 keppa Fram og Vakir. Kl. 9—10 K. R. og Vík- ingur. Áheit á Strandarkirkju, afli. VLsi: 5 kr. frá G. S. Bansæfing hjá Hartmami kl. 9 í kveld, í Iðnó uppi. V AMSTERDAM BANK U fæst í Albrecht Dtirer. Fjögra alda dánarafmælis þýská málarans Albrechts l>úrer er í ár minst í Númlærg i Þýskalandi, fæðingarbæ meistarans. Minníngar- hátíðin hófst í jíáskavilamni meÖ lnítíðlegri athöfn við gröf Dúrers, en rauuar rná segja, að minningar- hátíðin standi yfir i alt sumar, fram i september, því að þangað til verð- ur á ýmsan hátt unnið að því í Núrnlrerg, að fræða borgafbúa og hátíðargestina um Dúrer og list hans. Fegar minningarhátíðin hófst þyrptust þýskir listamenn úr öllu landinu til Núrnberg og fóru í blys- för, sem endaði við myndastyttu af Dúrer þar í borg, en þar voru minningarræður haldnar og Ijóð sungin um meistarann. Eintak af „Illustrierte Zeitung“ (Leipzig 29. mars) var nær eingöngu helgað minningu Dúrers og voru myndir í blaðinu af helstu listaverkum hans. Dúrer var fæddur 1471 og var sonur g-ullsmiðs nokkurs frá Ung- verjalandi, er sest hafði að í Núrn- berg. Árið 1486 fór Dúrer að læra að mála, en fjórtmr árum síðar fór hann utan, til þess að fullnuma sig í listinni. Fór hann til Elsass, Sviss og Ítalíu. Þegar hann kom heim aftur, tók hann til að mála af miklu kappi, einkum andlitsmyndir. Árið 1498 lauk hann við mynd af sjálf- um sér, sem er víðfræg. En Dúrer lagði og mikla stund á tréskurðar- teikningar og koparstungu og valdi sér m. a. efni úr píslarsögunni og eru þær myndir hans stórfrægar. í fyrri verkum Dúrers þykir gæta áhrifa frá Mantegna og Schon- gauer. Árin 1505—1507 var hann í Feneyjum og varð þar fyrir áhrif- urn af Leonardo da Vinci og Giov. Bellini. Þroskaðist Dúrer mikið í Ítalíuförinni. Stóríræga rnynd, sein hann málaði af sjálfum sér; mun hann hafa málað, er hann kom heim frá Ítalíu. Dúrer lagði inikla stund á að mála mannslikama, og af slíkum málverkum hans þykir „Adain og Eva“ frægast (1507). Árin 1513—1514 náði hann há- marki í kojrarstungulist sinni („Riddarinn, dauðinn og djöfull- inn“, ,,Þunglyndið“ og „Hinn heil- agi Jeronimus“). Árin 1512—1515 vann hann að teikningum og tré- skurði fyrir Maximilian keisara. Þegar keisarinn létst 1519 fór Dúrer til Antwerpen og ferðaðist um Niðurlönd (1520—1521) og þroskaðist liann enn mikið í þeirri för, eigi síður en í Ítalíuförinni. Þegar hann kom heirn aftur tók hann að mála af kappi að tiýju. í dagbók sína og rissbækur frá þess- um ármn hefir hann skrifað margt um listir, þjóðlif og náttúrufegurð, þeirra staða, sem hann dvaldi á, Dúrer fékk ágæt tilboð um að setj ast að í Antwerpen og Feneyjum Bpistol. en hann kaus heldur aö starfa í heimalandi sínu. Siðabótin hafði mikil áhrif á Dtirer og list hans („Postulariúr fjórir“). Sum mestu listaverk hans eru frá þessum ár- mu. léíirer er af mörgum talinn mestur myndlistarmaður, sem Þýskaland hefir átt — jafningi hínna mestu rtölsku méistara. (F.B.). Lögtak. Kristalsápa Grænsápa Handsápa Stangasápa prottaduft Undanfama daga hafa „rukkar- slt“ verið á ferð hér um bæinu að innheimta kirkjugjöld, og boða jeim af gjaldendum lögtak á nefndúm gjöldum, er eigi gætu greitt þau þegar í stað. — Nú munu flestir taka mjögnærri ser og heimili sínu, til þess að reyna að leysa sig undan hinum illa þokkuöu „heimsóknum" lög- taksgerenda, er mega — lögum samkvæmt svo að segja draga aí gjaldendum skóna og fletta af þeini skyrtunni. Eg býst við að margir segi, að lögtaksheimild sé óhjákvæmilegt tryggingarákvæði fyrir þvi, að opinber gjöld innheimtist; og lög- taki sé sjálfsagt að beita, svo ekki tapist nema sem minst af lögboðn- um gjöldum. Þetta getur sjálfsagt veriö rétt, að því er snertir sumt af gjöldunum. — En ég spyr: Eru öll hin lögboðnu og opinberu gjöld réttmæt í eðli sínu og þarafleið- andi nauðsynleg þjóðfélaginu? Eg svara þessari spumingu neitandi. — Hvað kirkjuna snertir, sem sér- staka stofnun, þá virðist eSíilegast aS hún styddist eingöngu við frjáls og óákveðin fjárframlög, frá þeim mönnum, — eða flokki manna, er eigi telur sig geta án kirkjufélags verið. — Hitt finst mér vera æði ófrjálslegt, að þröngva þeim til að gjalda til prests og kirkju, sem alls eigi vilja aðhyllast neina kirkju- deild, og láta sig trúmál litlu eða engu skifta. Það mun að sönnu vera boðið i núgildandi lögum, að utansafnaðar- menn hér á landi skuli árlega gjalda til Háskólans jafnmikla upphæð, og kirkjugjaldi þeirra nemúr. Ef þeir greiða eigi gjöldin á þennan hátt, er þegar fallinn á þau lögtaksréttur, og þau eru hlífðar- laust innheimt í kirkjunnar sjóð. — Hvað er óréttlát þvingun, ef ekki þetta? Sannarlega á kristindómsstarfið ekki að vera unnið i anda eigin- girni og ófrelsis. Það er beinlinis óþolandi, að kirkjugjöld og prests- gjöld skuli vera innheimtanleg meS lögtaksrétti. Aðskilnaður rikis og' kirícju \æri æskikgur, með þvi, að það getur tæjjlega átt við að löghelga eina kirkjudeild, sem ríkiskirjcju. 5. maí 1928. Gamall þulur. Ath. Vísir hefir ekki viljaS synja utn iúm fyrir framan skráða grein, þó að honum finnist að visu óánægja höftmdarins tilefnislítil. Mitt og þetta, „The Royal“ heitir nýtt gistihús i London, sem nú er stærsta og fullkomnasta gistihús þar í borg. Það var bygt við JRussel Square, er 600 feta langt og í því eru 1000 herbergi fyrir gesti. Veitingasalur mákill er á neðstu hæð, en auk þess 30versl- unarbúðir, allar stórar. Samkomú- salir gistihússins eru taldir hinÍT skrautlegustu í allri Lundúnaborg. í sambandi við gistihúsið er rekírt viðgerðastöð fyrir bifreiðar. F.B.). Konunglega breska björgunarfé- lagið hlaut nýlega eitt htmdrað sterV ingspund að gjöf frá Mssrs. Píc- kering & Haldane’s Steam Travfl- ing Co., í þakklætis skyni fyrÍT björgun sex manna af skipshöfn- inni á Lord Devonport, er hanfl. först hjá Straumnesi við Orkneyj-' ar. Talið er víst, að öll skipshöfn- in af Lord Devonjxirt hefði faríst, ef björgtmarbátsins hefði ekki npt- ið við. (F. B.).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.