Alþýðublaðið - 06.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1920, Blaðsíða 4
■4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afl Njarðar-stöflyarskála (við Rauðará) óskast nú þegar konur og karlar til fiskþvottar og þurkunar um lengri eða skemmri tíma eftir ástæð- um hvers eins. Verkstjórinn semur á stöðinni kl. 9—12 f. m. og 5—7 e. m. Pór. Arnórsson. ^ími 703. Ními 703. K. R. gamla Landsbankanum selur ódýrast saltk jöt. Spyrjið um verðið áður en þér kaupið annarstaðar. íSíttii 703. ^ími 703. jKoli konungur. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). Skömmu eftir að myrkt var orðið, byrjuðu mennirnir að koma upp Konur þeirra biðu þeirra við uppgönguna og föðmuðu þá að sér, grátandi af þakkiátssemi; en þær sem áttu bændur sína í nr. eitt, stóðu álengdar og horfðu tárvotum augum á fagnaðarfund- ina. Þær sáu menn síaa líklega aldrei framar iifandi. Einhver hinn síðasti sem kom upp var Jack Davíðs, sem var með höfuðverk vegna biðarinnar Hallur varð honum og konu hans samferða heim. Haili þótti gaman að heyra, hvað J * ck sagði um á- standið, þvf Stóri Jrck var æfður og lesinn námuverkamaður, sem hafði hugsað töluvert um námu slysa málið. I þessu eina ríki voru drepnir eins margir menn og f öllum öðrum héruðum til samans. Jack vfsaði til hagtíðindanna og staðhæfði það, að ástæðan væri ekki sú, sem féiagið héldi fram, að sérstaklega væri erfitt að vinna þessar námur, að þar væri meira sprengiloft eða Ioftið þurrara Ástæðan var blátt áfram skeyt- ingarleysi og trassaskapur stjórn- endanna, sem gat þrifist vegna þess, að mennina vantaði samtök til þess að vernda sig með og sjá um, að lögin væru haidin. Ef lög væru sett, sem segðu sex — lög, t. d. sem ákvæðu, að fé- lagið borgaði erfingjunum þúsund dali, í hvert sinn sem maður biði bana, og alveg sama væri hver valdur væri að siysinu. Þá skyldi maður sjá, hve stjórnendurnir yrðu önnum kafnir við það, að finna ráð við hinum „óvanalega" mörgu hættuml Eins og nú var, vissu þeir, að hversu sekir sem þeir væru, sluppu þeir með mjög lítil- fjörlegt tap. Málfærslumenn þeirra voru vafalaust þegar komnir á þrepskjöldinn. Þegar að þvf kæmi að fyrstu líkin yrðu flutt upp, myndu þeir vera við hendina og koma sér saman við fjölskyldurn- ar. Ekkju myndu þeir bjóða fár- seðil heim til gamla landsins; margmennri barnafjölskyldu fimm- tfu til hundrað dali. Og um ekk- ert var að velja — ef það ekki var þegið, fengu þau ekkert! Þetta og hitt. Selir friðaðir. Á Nýja Sjálandi og á öllum út- eyjum er því fylgja, eru selir frið- aðir algerlega nú um þriggja ára bil. Orsökin til friðunarinnar er sú, að þeim lá við algerri útrým- ingu sökum ofdráps. Stjórnin í Tasmaniu hefir tekið sérleyfið af útgerðarfélagi því, er hafði veiðiréttinn á Suður-íshafs- eyjunni Macquarie, sökum þess hve það misbrúkaði réttinn. Enskir náttúruvinir eru að vonast til að alt dýralff (ræðarar [pengvin], sel- ir, sæljón og sæfflar) verði friðað gersamlega á eyju þessari, sem sýnishorn af Suður-íshafs dýralffi, og að jafnframt verði sett þar á fót vísindaleg athugunarstöð er þá jafnframt sjái um að dýrin fái að vera óáreitt. Alþbl. kostar l kr. á mánuði. Merkilegt húsdýr. Ekki myndu allir þora að hafa húsdýr það, sem hjón ein í Berlín hafa fengið sér, nefnilega Ijón. Það er úr dýragarði Hagenbecks f Hamburg. Berlínarbúum þótti svo mikið til þessa koma, að eitt blaðið sendi fréttaritara heim til hjónanna til þess að spyrja þau um „Roland*, en svo heitir ljónið. Roland er mesta meinleysis- skepna, hann hefir aðeins eitt sinn étið páfagauk og hund, en annars étur hann sömu fæðu og eigend- urnir, nema brauð. Á nóttunni sefur hann í eldhúsinu og mun víst óhætt öllúm íbúum hússins, þvf þjófar munu ekki voga sér að „visitera* þar, þar sem allur bærinn veit, að Roland sefur þar, þvf árennilegur er hann ekki. Telpu, röska og góða, vant- ar okkur í sumar. Guðrún og Steindór. Grettisgötu xo uppi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.