Vísir - 11.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1928, Blaðsíða 2
v T F> I n Höfum fengið: Ullapballa 7 lbs Gsddavíp Gfanchida, Vírlykkjup do. Nýkomið: Handkoffort 2 tegundir, mjög ódýrap. A. Obenliaupt. Símskeyti Khöfn 10. júní. FB. Nobile sennilega á lífi. Frá Kingsbay er símað: Skipstjórinn á Citta di Milano kveðst hafa haft radio-sam- band við Nobile nokkurum sinnum i gær. Segist Nohile hafa lent við Foyns-eyju, sem er smáeyja að' norðanverðu við norðaustur Spitzbergen. — Hyggur skipstjórinn, að allir skipsmenn loftskipsins séu á lífi. Álitur hann óliklegt, að loftskevtin séu fölsuð. Riiser- Larsen flýgur af stað til Foyn- leýju undir eins og veður ievfir. Peking tekin herskildi. Frá London er símað: Suð- urherinn hefir tekið Peking mótspyrnulaust. Herstjórnin hefir lofað að vernda útlend- inga. Fjörutíu þúsund Suður- hersmenn hafa næstum því umkringt Tientsin. Norðurlier- inn og Suðurhcrinn liafa skot- ið á hresk og japönsk herskip á Peiho-fljótinu. Ástralíuflug Smiths. *Frá London er símað: Smith er lagður af stað frá Fijdieyj- um áléiðis til Brisbane i Ástralíu. —o— \'ísir gat nýlega um hátíðahöld þau, er þá stóöu yfir i Oxford i tilefni af útkomu ensku oröabók- aiinnar miklu. Til viöbótar þvi, sem þá var sagt, má geta þess, eft- ir bréfi, sem umboösmaður Oxford University Press hér hefir fengiö, að 5 afmælisdag Bretakonungs (3. júní) var atialritstjóri oröabókar- ínnar, W. A. Craigie prófessor, sæmdur riddaranafnbót. Auk þess sæmcíi Oxford-háskóli bæöi hann og nokkura fleiri af ritstjórunum doktorsnafnbót (D. Litt.), 0g dag- inn eftir varö Sir William aö fara til Cambridge, til þess að taka þar á móti sama virðingarmerki. Aörir háskólar höföu, sem kunnugt er, áöur sæmt hann doktorsnafnbót. Við veisluhöldin mælti Baldwin forsætisráðherra fyrir minni Sir Wilhams og samherja hans, en Sir William svaraöi fyrir sina hönd og þeirra. Hið ævagamla og vellauö- uga Gullsmiðafélag bar kostnað- inn af veisluhöldunum, en áður hafði það lagt stórfé til orðabók- arinnar og kostað algerlega eitt bindi hennar. Vísir árnar hinum góðfræga og víðfræga öðlingi allra heilla i til- efni af þeim heiðri, sem honum hefir verið svo maklega sýndur. Vísindunum og bókmentunum ósk- ar hann þess. að Sir Williams megi enn lengi njóta við, og þá vitan- lega helst að hann eigi enn eftir að skrifa ‘nokkuð um íslensk fræði, ekki síst þann þáttinn, sem hann mun fyrir ýmsra hluta sakir vera allra m'anna færastur um að skrifa, en það eru rímurnar. Þess- at árnaðaróskir Sir William og bókmentunúm til handa veit Vísir að hann bér fram fyrir munn allra íslendinga. Allir biðja þeir Sir William lengi lifa. Vidtal við Fritz Dietzmann. Eg hitti Fritz Dietzmann að máli á „Hótel ísland“, þar sem hann sat og hresti upp á cello sitt eftir sjó- ferðina. Eg spurði herra Dietzmann hvernig ferðin hafi gengið. „Ja — hvað skal segja — við höfðum átta metra storm (á sek- úndu) — en Ægir hefir til þessa ekki getað hnébeygt ntig né félaga minn, Folmer-Jensen. Einu sinni voru aðeins 11 farþegar við borðið af 47“. „Hvernig líst yður á landið?“ „Því miður sáum við ekki Vest- mannaeyjar, vegna þess, að viö vorutni þar um nótt, en við þorum ekki að koma heim án þess að hafa séð Eyjarnar, og einkum þó Þing- velli“. „Hvernig list yður á Reykja- vik?“ „Eg skal segja yður eitt. Eg hefi aldrei haldið að Reykjavík væri neinn skrælingjabær! Eg hafði heyrt að íslendingar væru mjög hneigðir fyrir músik og hefi þess vegna valið lögin með sérstakri umhyggju". „Hvað ætlið þér að spila?'“ „Eg spila á hljómleikunum-á ]:>riðjudaginn Sáint Saéns, Grieg, Chopin og Popper og herra Fol- mer-Jensen spilar einnig Chopin solo“. Eg tek eftir því, að hljóðfæri Dietzmanns er rnjög gamalt og æruverðugt að útliti og spyr um það. „Það er svonefnt „Amato“-cello, 250 ára gamalt, sem gömul frú gaf mér fyrir mörgum árum og var fyrir stríð metið á 20 þús. krónur“. „Þér hafið verið í Vesturheimi ?“ „Já, ég var þar í hálft ár 1917 og spilaði m. a. á einkahljómleik- um miljónamæringa og ég verð aö segja, að mér var sýnd þar vinátta og samúð, enda var eg þá ungling- ur. Nú vona ég að mér hepnist að vinna samúð og vináttu hinnar gönrlu menningarþjóðar, íslend- inga“. J- v. Bæjarfréttir í >0 cxrx* Jarðarför. Axels Ingvarssonar fer fram á morgun og hefst kl. iJ4, á heimili foreldra hans, Hverfisgötu 49. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 6 st„ ísafirði 5, Akureyri 3, Seyðisfirði 3, Vest- mannaeyjum 7, Stykkishólmi 8, Blönduósi 2, Raufarhöfn 2, Hólum í Horafirði 5, Grindavík 7, Jan Mayen o, Færeyjum 6, Julianehaab 6, (engin skeyti frá Angmagsalik), Hjaltlandi 6, Tynemouth 10, Kaup- mannahöfn 15 st. — Mestur hiti hér í gær 12 st„ minstur 2 st. Lægð (740 mm.) rnilli Hjaltlands og Nor- egs. Hæð (762 mni.) yfir Græn- landshafi. — Horfur: Suðvestur- land: í dag og nótt norðan átt. Víð- ast þurt veður. Sumstaðar smá- skúrir. Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir: í dag og nótt norðan og uorðaustan átt; Þurt veður. Norðurland: í dag og nótt norðan átt. Snjóél i útsvettum. Léttir til með kveldinu. Norðausturland, Austfirðir: í dag og nótt norðan allhvass og snjóél í útsveitum. Batnar með kveldinu. Suðaustur- land: í dag og nótt hægur norð- austan. Sumstaðar skúraleiðingar. G.s. Island kom kl. ijú í gær og mun þetta ein af fljótustu ferðum milli Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur. — Meðal farþega voru : Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra og frú, Jónas Jónsson ráðherra og frú, Eggert Laxdal, Gísli J. Ólafson landsímastj. og dóttir, Axel Tul- inius framkv.stj. og frú, Árni Riis, Fr. Nathan stórkaupm., frú Stein- unn Vilhjálmsdóttir, ungfrúrnar; Kristjana Thors, Jakobína Magn- úsdóttir, Anna Borg, Margrét Jó- hannsdóttir, frú Eygló Gísladótt- ir og börn. Ennfremur ráðgjafar- nefndaritiennirnir: Kragh ráð- herra, H. Hendriksson, fólksþm. og frú, Erik Arup prófessor, Borg- berg ritstj. o. fl. Leikhúsið. „Æfintýrið“ var leikið í gær- kveldi við góða aðsókn. Heyrst hefir, að ekki muni eiga að sýna G. M.C. (General Motors Truck). Kr. 3950,00. Kr. 3950,00 G. M. C. vörubíllinn er með 6 „cylinder“ Pontiac vél, með sjálfstillandi rafmagnskveikju, lofthreinsara, er fyrirbyggir að ryk og sandur komist inn í vélina, loft- ræstingu í krúntappahúsinu, sem heldur smurnings- olíunni í vélinni mátulega kaldri og dregtu- gas og sýru- blandað loft út úr krúntappahúsinu svo það skemmi ekki olíuna og vélina. 4 gír áfram og 1 afturábak. Bremsur á fram- og aft- urhjólum. Hjólin úr stáli og óbilandi. Hvalbakur aftan við vélarhúsið svo auðvelt er að koma yfirbyggingunni fyrir. Hlíf framan við vatnskassann til að verja skemd- um við árekstur. Vatnskassi nikkeleraður og prýðilega svipfallegur. Burðarmagn 3000 pund, og yfirbygging má vera 1000 pund í ofanálag eins og verksmiðjan stimplar á liverja bifreið. Hér er loksins kominn sá vörubíll, sem bifreiðanot- endur hafa þráð til langferða. Hann ber af öðrum bíl- um að styrkleika og fegurð og kostar þó lítið. G. M. C. er nýtt met i bifreiðagerð hjá General Mot- ors, sem framleiðir nú helming alka bifreiða í veröld- inni. Pantið í tima, þvi nú er ekki eftir neinu að bíða. Öll varastykki fyrirliggjandi og kosta ekki meira en í Chev- rolet. Sími 584. Sími 684. Jéii. Ólafsson & Co, Reylíjavík. Umboðsm General Motors bíla. Notuð íslensk frímerki eru ávalt keypt hæsta verði í Bókauersluninni, Lækjar^ötu S2. þaÖ oftar en einu sinni eða tvisvar enn aÖ þessu sinni. Súlan fór til Akureyrar í morgun. Keni- ur við á Siglufirði. Farþegar voru: Ungfrú Sesselja Fjeldsted, sínia- mær, Maggi Magnús læknir og blaÖamennirnir Skúli Skúlason og Árni Óla. Súlan kemur hingað sennilega ekki fyr en á morgun. Skipshöfnin af Menju kom til Hafnarfjarðar kl. 7 í gærmorgun á Surprise. Vísir haíði tal af Kolbeini skijistjóra Þorsteins- syni i morgun, og sagði hann það rétt hermt, sem áður hafði frétst, að óstöðvandi leki hefði alt í einu komið að skipinu, þegar þáð var að veiðum, og varð lekans fyrst vart í vélarúminu, og hefir skipið eitthvað gefið sig, án þess að um nokkurn árekstur á ís væri að ræða, því að. alhir ís var horfinn af þeim slóðum. -— Veður var gott, en tals- verð kvika. Skipverjar, 26 talsins, komust allir í skipsbátana og urðu ekki fyrir neinu volki, því áð Im- perialist var örskamt frá ]>eim. Lít- ið gátu skipverjar tekið með sér af íarangri sínum og verða þeir því fyrir talsverðum skaða. fT'p Nýkomlð: %f Oxford- Ú buxur stakar, í gráum og brúu- uid litum, enníremur: Manchettskyrtur fallegar. Sportskyrtur Sporthelri o. m. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.