Vísir - 11.06.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 11.06.1928, Blaðsíða 3
V F S ! R Trúlofun sína opinberuðu í gær, ungfrú Guðný Árnadóttir, Nýlendugötu 15 og Ólafur Hannesson, vélsmiður, sama stað. Síra Stefán Björnsson á Hólmum og frú hans og son- ur voru meðal farþega á Esju, sem hingað kom í gærniorgnu. Bifreið í Mýrdal. Um næstsíðustu helgi fór Óskar Sæmundsson frá Garðsvika á bif- reið austur til Mýrdals. Hefir hann í hyggju, að nota bifreiðina til flutninga um Mýrdalssand og bygð- ina í Mýrdal, eftir því seni verða má. Fjórir hestar drógu bifreiðina yfir Þverá undan Miðkoti í Fljóts- hlíð. Tókst ])að greiðlega. Ræðismaður Frakka bauð Galaisförunum og stjórn I. R. til veglegrar veislu síðastliðið laugardagskveld. í. R. Calais-kvenflokkurinn sýnir fim- leika á íþróttavellinum annað kveld kl. 9. Þar verður áreiðanlega mann- kv'æmt. Olíuskip kom í fyrrinótt kl. 2, nteð 1600 smálestir af olíu í geymum til Olíu- verslunar íslands. Olíunni var dælt i nýju geymana hér við höfnina, og var því lokið kl. 2 í gær, en skipið fór í morgun. Lyra er væntanleg hingað í kveld um kl. 10. 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedaliur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en npkkur annar kaffibætir. Notið að eins V E R O. pað marg borgar sig. í heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík. „Box“-skeyti. Fréttastofan hefir fengið neðan- skráð skeyti, sem Ólafur Guð- mundsson á Felli í Árneshrepp í Strandasýslu fann sjórekið þar 24. maí: „13. maí 1928. Erum staddir 15 mílur N-V. af Kögri. Allir friskir. 27 menn um borð. Finnandi geri svo vel að gera fréttastofu Reykja- vikur viðvart, hvar boxið rekur. E.s. Draupnir." Síra Ragnar E. Kvaran prestur Sambandssafnaðar i Winnipeg, hefir sagt söfnuðinum upp þjónustu sinni, að því er segir í Lögbergi, frá næstkomandi októ- bermánuði að telja. — (F.B.)., Fyrsti lúterski söfnuður i Winnipeg á hálfrar aldar af- mæli á þessu ári, og stendur til að minnast þess með hátíðahaldi. Hef- ir nefnd verið kosin til þess að gangast fyrir því, og er prestur safnaðarins, Dr. B. B. Jónsson, for- maður hennar. — (FrB.). Skoskir knattspyrnumenn. Nýlega hefir verið ákveðið, að fá hingað erlendan knattspyrnu- flokk í sumar, til þess að keppa við félögin hér. Fr það úrvalslið úr knattspyrnufélögum 4 háskóla i Skotlandi. Verða þeir gestir knatt- spyrnufélaganna meðan þeir dvelj- ast hér, og eiga að keppa í 6 kapp- leikum. Fá félögin alt, sem inn kemur, til að standast kostnaSinn. Skotarnir koma með Gullfossi 9. júlí og dveljast hér í 10 daga, og fara aítur með sama skipi 20. júlí. — í. S. í. og knattspyrnuráðið eru nú að ganga frá fullnaðarsamning- um og á morgun verður skipuð sér- stök móttökunefnd. — Knatt- spyrnufélögip hér munu hafa full- an hug á að standa sig betur en þegar Skotarnir voru hér síðast, 1922. Knattspyrnu-íþróttinni hefir áreiðanlega farið hér mikið fram síðan, og ef félögin æfa sig vel, má búast við góðum árangri. Sambandsþing S. í. S. verður háð hér þessa viku og komu margir fulltrúar á Esju í gær. í morgun komu þeir alþingis- mennirnir Ingólfur Bjarnarson og Einar Árnason á Eyrarlandi frá Borgarnesi. Höfðu ])eir farið ríð- andi að Svínavatni í Svínadal, en ekið þaðan í bifreið til Blönduóss og þaðan suður í heiðarsporð á Holtavörðuheiði. Gengu þaðan að Hvammi í Norðurárdal og þaðan í bifreið til Borgarness. Höfðu þá farið um 200 km. í bifreið. Líður nú óðum að því, að fara megi í biíreið úr Borgarnesi og alt norð- ur í Bólstaðarhlíð, vestan Vatns- skarðs. Að Álafossi var gestkvæmt i gær, á móti því, er Sigurjón Pétursson stofnaði þar til. Var giskað á, að þar mundi saman komið hátt á annað þúsund manns. — Mótið hófst, eins og auglýst var, með ræðuhöldum, hljóðfæraslætti og söng. Síðan voru sýndar leikfimisæfingar og sund- íþróttir. Syntu ])ar bæði konur og karlar, þar á meðal 5 ára gömul stúlka, Jóhanna, dóttir Erlings Pálssonar. Að lokum var leikinn sundknattleikur og keptu þar sund- félagið „Ægir“ og glímufélagið „Ármann“. Bar „Ármann“ sigur úr býtum, með 2:1, en „Ægir“ var einum manni liðfærri. Er leikur þessi mjög skemtilegur. Að verð- launum hlaut „Ármann“ fagurlega útskorinn bikar, eftir Ríkarð Jóns- son, gefinn af Pétri Sigurjónssyni. Litla sundstúlkan hlaut silfurskeið fyrir sín afrek. — Mótið var hið ánægjulegasta, enda stofnað til þess af mikilli rausn, sem vænta mátti af Sigurjóni Péturssyni. Enginn síldarafli á Siglufirði í fyrri nótt og varla vart nóttina þar á undan. Snjóað hafði niður í sjó í Eyjafiði í fyrri nótt. Þá var svo mikið frost á Holtá- vörðuheiði, að klaka lagöi á steina i lækjum. Skím og vígsla kappróðrabátanna fer fram í kvöld kl. 8V2, úti við sundskála. Þar verður einnig sundsýning, er þeir stjórna Jón og Ólafur, sundkenn- arar. Bátar ganga frá steinbryggj- unni. Öll börn fá ókeypis aðgang, en fullorðnum verða seld merki á fimtíu aura, og skoðast það í raun og veru ekki sem aögöngueyrir, heldur sem skírnargjöf til bátanna. Ennþá vantar þó nokkuð til þess að borga þá, og það sem þeim til- heyrir, fyrir utan það, að sund- skálinn er alt af í fjárþröng. Bát- ánir eru nýr liður í íþróttasögu þessa bæjar, og ekki sá ómerkasti, því varla er það vansalaust, fyrir þjóð, er á sjómannastétt sem taliu er sú ágætasta í heimi, að geta sér ekki einnig frægð fyrir róður. — Þeir, sem ætla að íá bátana lánaða til róðraræfinga í sumar, ættu að gefa sig fram í kveld. II. M. F. Velvakandi heldur fund í kveld kl. 9 í Iðnó, ttl að ráSa til lykta þýSingarmiklu stórmáli fyrir félagið. Barnaheimili í sveit. Tvær konur hér í bæ hafa í hyggju að stofa barnaheimili í sveit í sumar, ef nægileg þátttaka fæst. Þær hafa fengið loforð íyrir hús- inu Haga skamt frá Ölfusárbrú og geta þar haft 30—40 börn. Ætlast er til að heimilið taki til starfa 1. júlí og verður tekið á móti börn- um, sem eru 6—12 ára gömul. — Börnunum verður kent ýmislegt og séð um, að þau hafi það gagn og ])á gleði áf sumardvölinni, sem framast má verða. — Allar nánari uppl.. um þetta efni geta menn fengið hjá Metúsalem Stefánssyni, búnaðarmálastjóra, sem hittist á skrifstofu Búnaðarfélagsins alla virka daga kl. 10—7 eða í Berg- staðastræti 17. — Æskilegt væri, að foreldrar gæfi sig sem allra fyrst fram. HjartHS smjörlíkíð er vlnsælast. Bökarfregn. Johannes Jörgensen: Den hel- lige Katerina af Siena. Gyl- dendalske Boghandel 1928. Góð bók, sem er lesin með at- hygli og ihugun, göfgar sálu sér- hvers manns, og glæðir hjá hon- um ást á öllu hinu góða. Fátt hefir jafn mikil áhrif á imyndunarafl mannsandans eins og bókalesturinn; hann þenur út sjóndeildarhringinn og gefur mönnum kost á, að kanna hyldýpi bugsananna, eða lyfta sér með hin- um arnfleyga anda höfundarins upp i v'rðblámans ómælisveldi, þar sem alt er hjúpað töfraljóma hill- inganna. Iin til þess að geta haft þannig löguð áhrif, þarf bókin að vera í hverri einustu linu þrungin af stilsnild og frásagnarlist. Þess vegna ættu ritsnillingar að hafa það hugfast, þegar þeir rita, að í raun og veru eru þeir að skrifa bindandi lögmál fyrir lesendurna, og að þar af leiðandi er það skylda þeirra, að skrifa að eins eitthvað gott og göfgandi og sem að gagni má verða. Eina slíka bók hefir hinn frægi danski rithöfundur, Johannes Jör- gensen, nýlega lokið við. Eg á v.ið æfisögu hinnar heilugu Katrínar frá Siena, sem er einhver hin ein- kennilegasta kvenvera sem sögur fara af. Heilög Katrín er fædd um miðja 14. öld, af góðum og guðhræddum foreldrum; hún var 23. barn foreldra sinna, en þar sem ómegðin var svo mikil, naut hún engrar mentunar, og var snennna látin vinna eftir því ,sem kraftar hennar leyfðu. Þrátt fyrir strit og erfiði daglega lífsins, var hugur hennar og hjarta ávalt gagntekið af þrá eftir sínu himneska föður- landi, og þegar hún var orðin nægilega þroskuð, gekk hún í reglu hins heilaga Dominikusar, til þess að geta algerlega helgað sig guðsdýrkun, með bænum, föst- um og góðverkum. Bráðlega fór hún að vekja á sér athygli fyrir heilagleik sinn, og menn skiftust í 2 flokka um hana, í öðrum voru aðdáendur hennar, en í hinum mótstöðumenn, sem sögðu „að hinar merkilegu vitran- ir hennar, væru ekkert annað en ímyndun eða máske fyrir fulltingi illra anda, sem hún væri í sam- bandi við“. „Hinar löngu og ströngu föstur, sem hún leggur á sig“ sögðu þeir, „eru ekkert annað en blekking; hún neytir áreiðan- lega matar, þegar enginn sér til“. Kraftaverkum gat hún einnig af- rekað fyrir mátt bænarinnar. Ein- kennilegt var það, þegar hinir skæðustu óvinir hennar, sem oft- ast voru lærðir menn, komu til h.ennar og ætluðu að flækja haiia í neti vandasamra spurninga, þá urðu leikslokin þau, að hún varð sigurvegarinn, og ]>eir sem höfðu ákært hana harðast, urðu nú hinir ákveðnustu fylgismenn hennar. Á þessum tímum var hin méista óöld innan kirkjunnar. Allmargir klerkar og kennimenn höfðu látið jarðneskar unaðssemdir leiða sig í villu og vanhelgað köllun sína. margir fundu þetta vel, en enginn var nægilega þrekmikill, að sýn.a þá rögg af sér, sem við þurfti, til aö koma þessu í lag. Páfinn var í Avignonar-útlegðinni og hafði mjög erfiða aðstöðu; í öllum átt- um voru furstar, konungar og keisarar, sem vildu koma viniun sínum og ættingjum í hin æðstu kirkjulegu embætti, og einmitt af þessari orsök stafaði öll sú ógæfa, sem dundi yfir kirkjuna á þessum timum. En þegar neyðin var stærst var hjálpin næst, þá kom Katrín til sögunnar. — Höfundinum tekst mætavel að lýsa því, hvernig hinni fátæku Nunnu tekst snildarlega að leysa hið vandasama hlutverk af bendi, að tala svo um fyrir kirkju- furstunum, að þeir sneru hryggir í huga heim til föðurhússíns Rómaborgar, sem sannarlega var þurfandi fyrir komu þeirra, því að ekki einungis andlegum málefnum. heldur einnig tímanlegfum hags- munu.ni hafði hnignað tilfinnan- lega þar, þau 50 ár, sem páfinn var í Avignon. Bókin er ljómandi skær stjarna á himni danskra bókmenta, sálar- lífslýsingar eru hrífandi, hugsunin skýr, frásögnin nákvæm, auðskilíð og smekklegt mál. Bsk þessi verðskuldar að vera lesin rækilega. Sá lestur mun án efa hafa gott eitt í för með sér. Steinn K. Steindórsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.