Vísir - 13.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 13.06.1928, Blaðsíða 2
V 1 S I R s Hðfum til: H veiti: Cream of Man!tob*», Canadian Maid, Buffdlo, Onota. Rúgmj öl frá Havnemöllen Hálfsigtimj el frá Aalborg Dampmölle. A leiðinni: Strausykup. Fypirliggjandi: Hrísgrjón, Kartöflumjöl, Hrísmjöl, Kaffl. A. Obenliaupt, Nýkomið: Ferðajakkar, vatnsheldir. Sportbuxur. Rykfrakkar, beltis- lausir, hneptir upp í háls, mjög góðir og ódýrir. Nærföt ágæt- is tegundir. Hálsbindi, mikið úrval, Sokkar, mikið úr\al. Kven- bolir. Kvenbuxur. Kvenundirkjólar, úr silki og lasting. Silki- og ullarsokkar, mikið úrval. Morgunkjólar og svuntur. Lífstykki o. m. fl. Versl. BR0ARFOSS, Laugaveg 18. R e y k i 5 Teofani eigareítur, 20 stk. 1,25. Símskeyti Khöfn, 12. júní. F. B. Frá leiðangri Nobiies. Frá Kingsbay er símað. Föru- nautar Nobile hafa skifst í þrjá fiokka. Fyrir aðalflokknum er No- bile og eru 7 menn í flokki bans, F'ótbrotnuöu 2 þeirra í lendingu. Annar flokkurinn er 30 kílómetra au.stan við Nobileflokkinn, en 3. flokkurinn er lagður af stað til lands. Flestir mennimir eru kaln- ir á böndum og fótum. Matvæla- forSi lítill. ísinn næstum ófær. Stöðugt á reki. Rússar senda ísbrjót til hjálpar Nobile. Frá Moskwa er símaö: Rúss- neska stjórnin hefir ákveöiö aö senda stærsta ísbrjót sinn til bjálp- ar Nobile og mönrium bans. Khöfn, 13. júní. iF. B. Frá Kína. Frá Peklng er símaö: Ágrein- ingur fer vaxandi milli hershöfð- ingja Suðurhersins, einkum milli Feng Yu-hsiangs marskálks og Yenhsisians. Vildi hvor um sig ráöa yfir Peking. Borgarbúar úr- skuröuöu, að Yenhsisan skyldi hafa yfirráðin á hendi. Herliö Feng Yu-hsiangs safnast saman fvrir utan Peking. Utan af landi. Borgarnesi, 12. júní. F. B. Svalviðri undanfariö, sólskin og Jmrkar. í morgun-hafði veriö hvítt ai hélu í Þverárhlíð og í gærmorg- un var sumstaðar frosiö á poll- um. Grasi fer lítið farm þessa dagana vegna þurka og kulda. I morgun var farið meö gríðar mikla steypuvél upp að brúarstæö- inu viö Hvítá. Undirbúningi und- ir aö steypa stöplana mun nú lokið. , Gott heilsufar. Fyrir góðurri mánuöi hófst vega- gerö í Norðurárdal. Moldrokið. Ólíft má nú heita á götum úti hér í bænum daglega fyrir mold- roki, og svo er jafnan þegar þurk- ar ganga. Marga daga undanfarna hefir veriö norðan kaldi og rykmekk- irnir hafa þyrlast um göturnar og í vit allra þeirra, sem úti hafa ver-. iö. Og varla getur heitið, aö fært hafi verið aö opna glugga í hús- um við sumar götur bæjarins, því aö rykiö hefir þá horist inn í stof- urnar og spilt andrúmsloftinu. En bæjarstjórnin gerir ekkert til þess, að vökva göturnar, svo aö borgurunum sé fært aö fara feröa sinna undir berum himni. Fyrir nokkurum árum var þó vatnsvagn haföur í förum hér urn bæinn, þegar moldrokiö var sem allra mest, og þótti þaö vera til mikilla bóta. En nokkur sum- úi undanfarin hefir honum ekki verið flíkaö á almannafæri, og má vera, að hann sé nú orðinn ónýtur. Eins og allir mega skilja, er mjög mikil óhollusta að þessu moldryki og óþægindi fyrir alla, sent úti í því þurfa aö vera. Er næsta óyndislegt, aö sjá t. d. lítil börn hrekjast aftur og fram um göturnar, nálega hulin „þykkum moldarmekki". En eins og m’enn vita, á allur þorri barna hér í bæn- un> hvergí athvarf utan húss — nema á götunum. Hér í Reykjavík er sjaldan logn og kyrt veður, nema þá, ef til vill, helst um síökveld og nætur. Venjulega blæs vindur úr ein- hverri átt, og æfinlega er moldrok hér á götunum, ef ekki rignir degi lengur. — Þetta veit bæjarstjórn- in. Samt er ekki kunnugt, að hún hafi gert neinar ráöstafanir til ])ess, að ráöa bót á hinu tíða, með Fílnum og B. H. B. stimplinum. — Endurbætt bit. Bita allra blaða best og skila mestum hey- feng, Lj ábrýni, H ver fi- steinar, Brúnspónn, Steðjar, Kiöppur — Skllvinduolía, Þak- járn galv. Girði og alt annað sem búend ur þarfnast er spurs- málalaust best og ódýrast í Versl. B. H. BJARNASON. óþægilega og háskalega mold- roki. En þetta er alveg óviðunandi. Bæjarstjórnin veröur að afla sér tækja til þess, að geta látið dæla vatni á götur borgarinnar, þegar þörf krefur. — Og hún verður aö vinda svo bráðan bug að þessu, aö komiö geti aö haldi í sumar. Skólamálið. —o— Þær fregnir berast nú aust- ur hingað, að „einvaldur“ landsins, mentamálaráðherr- ann, sá hinn sami, sem kaus Suðurlandsskólanum stað hér uppi við fjöllin, sem lengst af alfaraleið, hafi látið það hoð út ganga, að ekki skvldi nema 25 nemendur teknir í fyrsta hekk Mentaskólans á liausti komanda, hversu margir sem stæðist inntökúpróf í vor. Hin- um er að sögn vísað á vonina í húsnæðislausum og allslaus- um skóla, sem ráðgert er að setja á laggirnar. Sá skóli get- ur þó með engu móti komið i stað gagnfræðadeildar Menta- skólans, eins og lil hans er stofnað. Fig geri ráð fyrir, að þetta ofheldisverk ráðherrans sé f\rrst og fremst sprottið af rót- gróinni óvild hans til Reykvík- inga. Það er kunnugt, að hann muni hafa nokkura löngun til að þröngva kosti þeirra, svo sem auðið verður, hæði í skóla- málum og ýmsum málum öðr- um. - En liann gætir þess ekki, sá góði maður, að miklar lik- ur eru til, að þessi takmörkun komi einna þyngst niður á okkur sveitamönnum. Við höf- um ekki aðslöðu til, að láta kenna krökkum okkar svo undir skóla, að miklar likur sé til ])ess, að Reykjavíkur-börn standi sig ver við inntökupróf- ið. Líkurnar mæla beihlínis allar með því, að kaupstaða- unglingar verði hetur undir inntökuprófið húnir yfirleitt. Það gæti því farið svo, að sveita-unglingarnir yrði flestir gcrðir afturreka, því að vitan- lega verða þeir 25 teknir, sem hæstar einkunnir fá við prófið. Hinir verða allir reknir lieim, jafnvel þó að þeir standi sig vcl í prófinu og fái hærri ein- kunnir, en til þess þarf, að komasl inn í skólann. En í þeim flokkinum getur vitan- lega verið margt af gáfuðustu unglingunum, þó að aðrir hafi liaft betri undirbúningskenslu og hlotið hærri vitnisburði við prófið. Núverandi kenslumálaráð- herra mun lengi hafa búið yfir þessari ráðagerð. Hann var eitthvað að skrifa um því lík mál hér á árunum, og upp úr þeim skrifum var farið að tala um „gáfnaprófið“ svo nefnda, aðallega i skopi. Hann þykist nú líklega vera að framkvæma skólamála-hugsjónir sínar með þessari vitleysu. Eg hafði hugs- að, að rpðherrann væri í raun og veru sæmilega frjálslyndur maður, en iiltektir hans í skólamálunum sýna, að lnmn er hinn mesti afturlialdsmaður í mentamálum þjóðarinnar. -— Öðru máli væri að gegna, ef komið liefði verið á fót full- komnum gagnfræðaskóla i Reykjavík. Þá liefði gagn- fræðakenslan í Mentaskólanum mátt falla niður og sennilega fallið niður af sjálfu sér. I Mentaskólann hefði þá ekki aðrir farið en þeir, sem ætluðu sér frá uþphafi að ná stúdents- prófi. — Meðan ekki er stofn- settur fullkominn gagnfræða- skóli i Revkjavík, er það eklc- ert annað en gerræði og skræl- ingjaháttur, að nieina æsku- lýðnum að sækja þann eina gagnfræðaskóla, sem til er hér sunnanlands. Eg vona að fregnin um þetta „afreksverk“ ráðherrans reyn- ist ósönn. —- lig trúi því 'ekki fyrr en í allra síðustu lög, að núverandi kenslumálaráðlierra sé í raun réttri einhver allra harðsvíraðasti afturhalds-gaur- inn í kenslumálum þjóðarinn- ar. Sveitakarl. □ EDDA. 59286167 = 2. Veðrið í morgun. Hiti í Rekjavík 9 st„ ísafirði 7, Akureyri 9, Seyöisfiröi 4, Ve9tm,- eyjum 8, Stykkishólmi 11, Blöndu- ósi 8, Raufarhöfn 8, Hólum í ííornafiröi 11, Grindavík 10, Fær- eyjum 5, (engin skeyti frá Juliane- haab, Jan Mayen, Hjaltlandi, Tynemouth), Angmagsalik 7, Kauptnannahöfn 10 st. — Mestur hiti hér í gær 11 st„ minstur 7 st. Úrkoma 0,04 mm. Mjög grunn lægö yfir mröju íslandi á suöur- leið. Hæö viö Suöur-Grænland og noröur eftir Grænlandshafi. —• Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiöafjöröur,' Vestfiröir: í dag og nótt: Hægur norðan. Sumstað- ar skúraleiðingar. Bjart veður í nótt. Norðurland: í dag og nótt hægur norðan. Skýjaö loft. Úr- komulaust. Noröausturland, Aust- firöir: í dag og nótt austan átt. Skýjaö. Úrkomulítiö. Suðaustm-- land : í dag og nótt hægviðri. Víö- ast þurt. óðinn kom í gærkveldi meö þýskan botnvörpung, Regulus fra Geeste- múnde. Hafði hann veriö aö veið- um í landhelgi skamt frá Eldey, en hélt til hafs þegar varöskip- iö kom. Varð óðinn aö skjóta n skotum á Regulus áður en hann nam staðar. Máliö veröur raim- sakað í dag. Leikhúsið. „Æfintýrið“ veröur leikiö ann- aö kveld. Alþýðusýning'. Aö- göngumiöar seldir í dag og á inorgun. Súlan flaug héöan kl. 9)4 í morgun á- leiöis til Vestmannaeyja, með far- þega og póst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.