Vísir - 20.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 20.06.1928, Blaðsíða 2
VISIR ■ÖlsemC Höfum tils Umbúdapappír í rúllom. 57 cm. breiðan, gráhvítan á lit, sérstaklega sterkan. Milka Velma liið óviðjafnanlega átsiikkulaði frá Suchard. A. Obenliaupt, Símskeyti Khöfn 19. júní. FB. Atlcintshafsflugið. Frá London er símað: Stultz og Miss Earliart lentu í gær ná- lægt Llanelly (í Carmarthen shire í Suður-Wales). Bensín- forðinn var að þrotum kom- inn, er þau lentu. Lincoln Ells- worth flaug með sem farþegi. Miss Earhart er fyrsti kven- maðurinn, sem flogið liefir vf- ir Atlantshafið. — Mikill fögn- uður í Ameriku, yfir því að flugið hepnaðist. Frá Nobile. Frá Ósló er símað: Riiser- Larsen og Lutzow Holm flugu i gær vfir Foyneyjuna og þar í kring, en sáu ekkert til No- bile ogflokks hans. Skeyti hef- ir horist frá Nobile og kveðst liann hafa séð til flugvélanna. Flugvélarnar leggja líklega af stað aftur í dag. Amundsen er floginn af stað til Spitzbergen. Kosningarréttur kvenna. Frá London er símað: Laga- frumvarpið, sem veitir kven- mönnum sama kosningarrétt og karlmönnum, hefir nú verið samþykt í efri málstofunni. Gengur það strax í gildi. Utan af landi. —o— Borgarnesi 20. júní. FB. Talsverð úrkoma í gær eftir langvarandi þurka og svalviðri. Hlýtt og gott veður í dag. Gras- vöxtur hefir be'ðið stórkostlegan hnekki undanfarið vegna þurka. Hefir sumstaðar brent af túnum og skemst í kartöílugörðum. Smíði Hvitárbrúarinnar miðar vel áfram og mun nálega alt efni komiS upp eftir. Framsóknarfélag Borgfirðinga, sem starfar bæði i Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu, hefir boðað til tveggja landsmálafunda. Verður annar haldinn í Reykholtsdalnum, en hinn i Borgarnesi. Borgarnes- fundurinn verður á sunnudaginn og kemur þingmaður kjördæmisins á hann, einhver ráðherranna að sögn, og miðstjórnum íhaldsflokks- ins og Alþýðuflokksins hefir verið boðið að senda menn á fundinn. Búast menn við mikilli þátttöku í Borgarnes f undinum. Hreppsnefndakosning fer fram hér í dag. Fyrsta vatnsafls-rafljósastöð á sveitaheimili i Borgarfirði verður bygð í sumar og haust á Stóra-Ási í Hálsasveit. Undirbúningur undir verkið er nýlega hafinn. Stykkishólmi 20. júní. FB. Grasspretta til eyja er ekki góð og horfir til vandræða, að brenna muni af hólum og hæðum, ef þurk- arnir halda áfram. Engin úrkoma hér um slóðir í meira en hálfan mánuð. Skúrir munu hafa komið á Fellsströnd í gær og ef til vill í Dölum, en náðu ekki hingað. — Hér hafa verið svalviðri í vor, yfir- leitt stormasamt og ókyrr veðrátta. ;— Kvefsamt hér um þessar mundir. Húsbruni. I gær um kl. 3 varð vart við eld u]5pi á lofti í búsinu nr. 4B við Týsgötu. Það er tvílyft steinhús með lágu risi og kjall- ara. Loft öll og stigar voru úr tré. Einliver dráttur varð á að brjóta brunaboða, en eldurinn magnaðist svo skjótt, að liúsið var orðið alelda, þegar slökkvi- liðið kom upp eftir. Etí þá vildi svo illa til, að lítið vatn náðist fyrst í stað, því að þetta var um það leyti dags, sem vatns- notkun er hvað mcst víðsvegar um bæinn. En þegar vatnið jókst, tókst að slökkva eldinn og var liúsið þá meira og minna brunnið og sviðið að innan. Eigandi þessa liúss er Jón Magnússon trésmiður, og bjó hann uppi á lofti, en þar varð eldsins fyrst vart. Húsráðandi var að heiman við vinnu og kom ekki heim, fyrr en húsið var brunnið. Þar bjó einnig Þórður Eyjólfsson, aldraður maður. Hann var heima, en Nýkomið Rnðugler best og ódýrast i bæn- um. Leitið tilboða. Versl. B. H. BJARNASON. H. STEFÁNSSON læknir. Laugaveg 49. Vonarstræti 12. Sími 2234. Sími 2221. ViStalstími kl. 1—3 og 5—6. vissi ekki af eldinum fyrr en liann var orðinn mjög magn- aður. Niðri í liúsinu bjó kona með tveim dætrum sinum, frú Sig- riður Halldórsdóttir, móðir Einárs Magnússonar, cand. theol. Nokkuru var bjargað af innanstokksmunum hennar, en af efri liæðinni bjargaðist alls ekkert. Manntjón eða meiðsli urðu ekki af brunanum, sem betur fór, en allir, sem í húsinu bjug'gu, urðu fvrir miklu tjóni, því að ekkert var vátrygt af innanstokksmunum. Fólkið varð vel við skaða sínum, sem þó hlýtur að vera mjög tilfinn- anlegur. Upptök eldsins voru sögð þau, að börn hefði farið ógæti- lega með eldspýtur á loftinu, en ókunnugt er Vísi um nánari atvik að því. —o— Þegar hús brenna hér í bæn- um eða annars staðar á land- inu, má ganga að því vísu, að einhver missi óvátrvgðar eig- ur sínar, og þá helst þeir, sem fátækastir eru, og síst mega við því. — I bruna þeim, sem hér er um að ræða, mistu allir muni sína óvátrygða. Þó að menn finni til þess við hvern bruna, að hættulegt sé að eiga alt sitt óvátrygt, þá fer mörgum svo, að þeir gleyma hættunni og skjóta öllu á frest. Þetta er að sumu leyti ekki svo undarlegt, sem virðast kann í fljótu bragði. I ung- dæmi þeirra manna, 'sem nú eru miðaldra eða vel það, var sjaldan minst á vátryggingar. Þær mega heita nýr siður liér á landi, og eru þess vegna ekki teknar upp í einni svipan. Ef til a411 treysta sumir því, að eigur þeirra sé öruggar i stein- húsum, en reynslan liefir sýnt, að svo er ekki, allra síst þegar sligar og loft eru úr timbri. Sumir kunna og að liorfa í kostnaðinn, en hann er miklu minni en margir ætla. Sumir vita eflaust ekki, livert þeir eigi að leita til þess að tryggja eigur sínar, jafnvel þó að það sjáist stundum auglýst, eða gefa sér ekki tíma til þess að snúast í því, og ætla að það sé meiri fyrirhöfn en er. Ef vel væri þyrfti liér að koma upp félag, sem legði sér- staka stund á vátrygging inn- anstokksmuna. Það þyrfti að liafa menn í sinni þjónustu til þess að fara í Iivert hús og leið- beina mönnum í þessu efni, bæði um kostnað og annað, og fá þá til þess að tryggja eigur sínar. Xeofani 20 stk. 1.25. - Seldar hvarvetna. í 5. tölublaöi Strauma, er út kom 1. maí síðastl., stendur,, aS Ásmundur Guðmundsson skóla- stjóri frá Eiðum hafi verið skip- aður dó.cent við guðfræðideild Há- skólans, samkv. tillögu háskóla- ráðsins, og hafi hann tekið við kenslu i gamla testamentisfræðum eftir próf. Harald Níelsson. Er þess þá jafnframt getið, aö síra Sveinbjörn Högnason, prestur að Breiðabólsstað, muni vera lærð- astur í þeim fræðum allra íslenskra manna. Hafi hann lagt sérstaka stund á þau við háskólann í Höfn, Iokiö þar prófi með mjög hárri fyrstu einkunn, og hafi hann síðan iyrir meðmæli háskólaráðsins fengið styrk hjá Alþingi til frek- ara náms í þessum fræSum og hafi fiann stundað framhaldsnám í þeim i Þýskalandi í heilt ár. Er greinarstúfur þessi í Straumum mjög merkilegur ýmsrá hluta vegna. Það iná strax geta þess, aö dómur Strauma um það, að síra Sveinbjörn sé læröastur allra íslenskra manna í þessum fræðum, er ekki dómur út í bláinn, því að að útgáfu Strauma standa þeir menn einir, sem sérstaklega fylgj- ast með í þessuin málum. Það, sem fyrst vekur athygli nianns er frásögnin um það, að settur hafi verið maður til að hafa á hendi kenslu í þessum fræði- greinum, sem ekki stendur fremst- ur að þekkingu og lærdómi í þeim. Brýtur það í bága við þá reglu, sem skólar hér og annarsstaöar hafa, þá, að kappkosta að fá til skólans þá menn, sem hafa mesta og besta þekkingu í þeim fræðum, sem þeir eiga að kenna. Virðist, ef velja ætti háskólakennara eftir öðru en lærdómi og þekkingu i faginu, að valið mundi verða all- mjög af handahófi, og mundi slíkt ekki örfa unga menn til þess að afla sér Jiekkingar og lærdóms umfram aðra menn, ef þeir eiga það á hættu, að teknir verði í em- bætti menn, er standa þeim að baki. f greininni stendur, að háskóla- ráðið hafi mælt með hinum setta dócent. í háskólaráðinu eiga sæti 5 menn. Mun það venja, að það mæli meö þeim manni, er deilda- kennarar benda á. Það er því í raun og veru formsatriði, að með- mælin koma frá háskólaráðinu, en ekki deildarkennurunum. Þeir, sem því réðu valinu á hinum setta do- cent, voru prófessorarnir Sigurð- ur Sivertsen og Magnús Jónsson. Ýmsir höfðu látiö í ljós við síra Sveinbjörn Högnason, að hann mundi líklegur til þess að taka við kenslu við guðfræðideild Háskól- ans, er embætti losnaði. Á meðal þeirra voru prófessorar guðfræði- deildarinnar. En til þess, að svo gæti orðið, yrði hann, sem kennari í gamla testamentisfræðum,að hafa sérstaklega góða kunnáttu í he- bresku. Staðfestu þeir þetta i með- mælaskjali, er þeir gáfu síra Svein- birni Högnasyni, er hann sótti um styrk til framhaldsnáms í he- bresku. Meðmælaskjal þetta er stílað af þáverandi forseta deild- arinnar, prófessor Sigurði Sívert- sen, og undirritað af öllum kenn- urum deildarinnar. Kemst prófess- orinn á þá leiö að orði, að jafnvel þó liebreska sé ekki kend sérstak- lcga við guöfræðideild Háskólans, þá verði þó deildin að halda fast við þá kröfu, að kennari í gamla testamentisfræðmn verði bráðnauð- synl. að hafa þekkingu í hebiæsku. Dr. Jón Helgason biskup gaf síra Sveinbirni einnig meðmæli og tel- ur þetta einnig nauðsynlegt. Þó í nieðmælabréfi deildarinnar felist enganveginn beint loforð um það, að síra Sveinbjörn Högnason skuli fá embætti við guðfræðideild Há- skólans — sem ekki var heldur vi'ð að búast, þegar af þeirri ástæðu, að deildin hefir ekki veitingarvald —• þá getur þó engum blandast hugur um það, að deildin gefur það ótvírætt í skyn. En hún verði hinsvegar að halda fast við þákröfu, að kennarinn verði bráðnauð- synlega að hafa þekkingu í he- bresku. Til þess að geta fullnægt þeim kröfum, sein deildiii þannig gerði til hans sem kennara, siglir hann til Þýskalands og stundar þar nám í gamla testamentisfræö- um í heilt ár. Eins og kunnugt er, losnaði em- bætti við guðfræðideild Háskólans s. 1. vetur, við fráfall prófessors Haralds heitins Níelssonar. Það þúrfti því áð taka kennara að Há- skólanum, og þar sem sá kennari átti að taka við kenslu í gamla testamentlsfræðum, var búist viö ]iyí, að deildin mundi nuela með þeim manni, sem henni, jafnt sem útgefendum Strauma, var kunnugt um, að hefði fullkomnasta þekk- ingu allra íslenskra manna í þess- úm fræðum, og þá með sérstöku tilliti til kunnáttu hans í hebresku, og það því frekar sem deildin hafði áður sérstaklega mælt með þessum manni, og henni var kunn- ugt um, að hafði stundað fram- haldsnám í þessum fræðigreinum í þeim tilgangi einum, að geta full- nægt þeim kröfum, setn deildin hafði sett fyrir því, að verða kenn- ari. Reyndin varð þó sú, að deildin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.