Vísir - 30.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1928, Blaðsíða 2
VISIR Nýkomið: Laukup í pokum. Kaptðflumj el. Nýkomið: Jarðarberjasnltutau og Hiudberja do. mjög góðar tegundir, ódýrap. A. Obenliaupt, + Frú Astrid Kaaber. MinningarorS. pegar nemandi hefir hlotiS góða einkunn við burtfararpróf úr skóla, er það gleðiefni ölluni góðum -félögum hans. peir sam- fagna honum og minnast með gleði hvernig gengið liefir að komast fram úr erfiðleikum þeim og þrautum, sem fyrir nemandann hafa verið lagðar. pegar góður nemandi hverfur burt úr lífsins skóla að loknu prófi, þá ættum við að gleðjast yfir því, að nú eru allar þrautir og. erfiðleikar yfirstaðnir. Að frú Astrid Ivaaber hefir lokið erfiðu iburtfararprófi, er öllum vinum hennar gleðiefni, þó að þeir liefði gjarnan kosið, að mega vera lengur samvistum með henni. Lengi munurn við minnast þess, hve hún var sam- vinnuþýð, glöð og hugrökk, livað sem að höndum har. í stað þess að harma hurtför hennar, ættum við heldur að reyna að taka hennar miklu mannkosti okkur til fyrirmyndar og stefna að þvi, að geta sagt á burtfarar- stundinni: ,rIn nobis regnat ille.“ M. K. Sfmskeyti Khöfn, 29. júni. F .B. Stuðningslið þýsku stjómar- innar. Fræ Berlín er símað: Stjórn- málamenn socialista, demo- krata, miðflokksins, bayerska þjóðflokksins og þýska þjóð- ílokksins styðja Mullers-stjórn- ina nýju. Flokkarnir hafa þó ekki enn heitið stjórninni sluðn- ingi, þar eð samkomulag á milli flokkanna hefir ekki komist á um stefnu stjórnarinnar. Kröf- ur þýska þjóðflokksins hafa valdið aðal ágreiningnum. Leitin að Ámundsen. Frá Osló er símað: Norsk l)löð hafa gengist fyrir samskot- um til leiðangurs til þess að leita að Ámundsen. Safnast hafa 70 þús. kr. Tryggve Gran stjórnar leiðangrinum. Leggur hann af stað í dag. (Tryggve Gran er fæddur 1888. Hann tók þátt í Suður- pólsleiðangri R. F. Scott’s 1910 —13 og gekk þá ásamt fleirum upp á eldfjallið Erebus (1912). Lýsir þann þeiin ferðaæfintýr- um sinum í bók sem kom út í Osló 1915: „Hvor sydlyset flam- mer; leir og ekspeditionsliv paa Antarktis“. — p. 30. júlí 1-914 flaug Gran yfir Norðursjóinn, frá Englandi til Noregs, á á1/^ klst. pótti það mikið afrek þá. — A seinni árum heimsstyrjald- arinnar var hann í breska flug- herliðinu, gat sér góðan orðstír og hlaut majórstign. Árið 1919 kom út eftir hann bókin „Unde7- britisk flag; krigen 1914—18“), Vatnsleysið. Eins og öllum er kunnugt, hefir mjög víða bori'Ö á vatnsleysi hér í bténum í vor. Kvartanir hafa kom- ið frarn úr mörgum áttum, en ekk- ert hefir verið gert til að bæta úr vatnsleysinu, svo að kunnugt sé, enda fráleitt hægt í skjótri svipan. Virðist bersýnilegt, að vátnsveitan muni vera orðin niikils til of lítil, og var hún þó aukin ntjög fyrir fá- um árum. Er það gamla sagan um allar verklegar framkvæmdir bæj- arfélagsins, að alt er haft of lítið í upphafi. — Allir vita hvernig ástatt er um rafmagnsveituna. Hún er langt of lítil. Hálærður verk- fræðingur hafði sannað, að vatnið í Elliðaánum væri langt of litið til þess, að verulegt gagn væri að því til lýsingar þessum l)æ. Svo liðu mörg ár og íbúar Reykjavíkur tvö- földuðust á þeim árum. Þá kemur enn til sögunnar sami hálærði verk- fræðingurinn og. kemst þá að þeirri einstöku niðurstöðu, að nú sé vatnsaflið í Elliðaánúm nægilegt til lýsingar bænunt! Vatnsafl ánna hafði þó staðið í stað, en bœrinn stœkkað nm helming. — Nú munu ekki mjög skiftar skoðanir um það, að bygging rafmagnsstöðvar- innar við Elliðaárnar hafi verið óðs manns æði. Og á næstu árum verður óumflýjanlegt, að sækja afl til lýsingar þessu bæjarfélagi aust- ur í Sog. Þangað átti vitanlega að sækja það í upphafi, en skammsýni ;,forráðamannanna“ kom í veg fyr- ir, aö það væri gert. En eg var að tala um vatnsleys- ið. Það er nú orðið svo alvarlegt, að ekki er við unandi. Eg á ekki heima í miðbæiium, í kvosinni sjálfri, en þar er mér sagt, að ekki beri á neinni vatnsþurð. Heimili mitt er langt véstur i bæ. Ástandið er þann veg, að vatnslaust tná heita tneiri hluta dags. Eg fór á fætur fyrir „allar aldir“ í morgun og ætl- aði að „birgja mig uþp“ að vatni til dagsins. En þá brá svo yið, að vatnsæðin var tóm að kalla og fór langur tíini til þess, að láta seytla í eina fötu. Og svona var þetta í öllum húsum þarna í grendinni. Mér hefir skilist, að húseigendur á þessum slóðum sé látnir greiða vatnsskatt, engu síður en aðrir, og mér finst ekki nema sjálfsagt, að þeir krefjist þess, að þeir sé látnir fá það vatn, sem þeir eru búnir að borga. Það munu jafnan taldir beinir prettir, að taka fé fyrir ein- hvern hlut, og svíkjast svo um að láta hann af hendi. Beri eldsvoða að höndum, má búast við því, eins og nú er ástatt, að ekki náist í vatn, og að hús geti brunniÖ til kaldra kola af þeim sök- um. Gæti þá farið svo, ef vindur, væri íúikill og óhagstæður, að eld- urinn yrði óviðráðanlegur og stór hverfi bæjarins brynni til ösku. Þarf væntanlega ekki ■ að lýsa ■hörmungum þeim, er af því gæti hlotist. — Er og vonandi, að slík ógæía komi ekki fyrir, en trauðla ætti þó „forráðamennirnir“ að sofa öllu lengur óhultir og bíða átekta. — En hvað sem þessu líður, erti þó óþægindin af vatnsleysinu svo mikil og alvarleg, að ekki má við una. — Bæjarstjórnin verður að sjá bæjarbúum fyrir nægilegu vatni. Og það er ekki einhlítt, að hún „hugsi sér“ að gera það einhvern tíma seinna -— við tækifæri. Hún verður að hefjast handa þegar í stað. Verið getur, að vatnsleysið hér í bænum stafi að einhverju leyti af því, að óhóflega sé með vatnið far- ið. Fráleitt eru þó svo mikil l)rögð að þvi, að nægilegt vatn gæti feng- •ist hvervetna í bænum með spar- . legri notkun. Höfuð-orsökin er víst sú, að vatnsveitan er of lítil. — Bæjarstjórnin hefir löngum forð- ast það sem heitan eldinn, að hafa nokkurn hlut „við vöxt“, af því sem hún lætur framkvæma. — Þar er sjón sögu ríkari. — Rafmagns- veitan er of lítil, vatnsveitan oí lít- il, göturnar of mjóar, skolpræsin í götunum of mjó, svo að iðulega verður að rifa pípurnar upp eftir fáein ár og setja aðrar gildari í staðinn. — Þá hefir ]>að og verið mikill siður hér, að koma aldrei nokkurri ])ípu fyrir í nýrri götu um leið og hún er lögð, ef ekki er sam- tímis farið að reisa ]>ar hús. Tví- verknaðurinn þykir víst viðfeldn- ari og haganlegri. Stundum kemur það fyrir, að alveg ný-malbikaðar götur eru rifnar upp með ærnum kostnaði vegna þess, að þar þarf að koma fyrir pípum, sem allir vissu fyriríratn, að nauðsynlega hlytu að koma innan stundar. Svona eru verkhyggindin og framsýnin í þessum bæ. ■—■ Þarf erigan að undra, þó að bæjarfélag- ið sé nú sokkið i skujdir, er svo hefir verið stefnt að undanförnu. Sjálfsagt rekur nú líka að því innan skamms, sakir mistaka og sundrungar og ráÖleysis kjósenda þeirra, er standa að núverandi meirihluta bæjarstjórnarinnar, að jafnaöarmenn nái undirtökunum í stjórn bæjarins, og munu þeir þá taka við „drekkhlaðinni. fleytunni" þar sem hinir verða frá að hverfa, og stýra b.eint í voðann. En ])á er hætt við, að margur maðurinn vakni við vondan clraum, sá er treyst hefir íhaldinu og „forráðamönnum" þess á undanförnum árum. Mun þeim þá skiljast, að betra hefði ver- ið ,að hafa víðsýna menn, frjáls- lynda og góðviljaða, með í ráðutn hin síðari árin. Því verður ekki neitað, að margt hefir verið gert í þessum bæ síð- ustu áratugina, og hefir sumt af því horft til framfara. — En allar hafa framkvæmdir bæjarfélagsins oröið ærið dýrar og þungbærar gjaldþegnunum. — Um það skal þó ekki sakast hér. Þó að kostnaður- inn hafi orðið mikill og þungbær, þá er þó hitt stórum verra, að flest- ar framkvæmdirnar virðast að eins miðaðar við líðandi stund. — Er engu líkara, en að augu „forráða- mannanna" hafi verið þann veg haldin, ’að þeim hafi verið tneinað að sjá „eina spönn“ fram í tírnann. Þess vegna erum við nú vatns- lausir dag eftir dag, og þess vegna getum við átt von á því, að verða að sitja í myrkinu — ef „haustrign- ingarnar bregðast". Stafkarl. Sjötugsafmæli. Einar Guðmundsson stein- smiður, Grettisgötu 28, hér i bænum, er sjötugur í dag, 30. júní. — Hann er ættaður úr Vestur-Skaftafellssýslu og er al- bróðir Guðmundar lieitins frá Vegamótum, er mörgum Reyk- víkingum var að góðu kunnur. Einar l'luttist bingað til bæj- arins fyrir 45 árum, og hefir hann átt hér heimili öll þessi ár. Hann liefir jafnan verið hinn mesti sæmdarmaður í sinni stétt, iðjumaður með afbrigð- um og áreiðanlegur í viðskift- um svo að aldrei liefir skeikað. Hann er friðsamur, tryggur í lund, og trúr í orðum. Einar er vel skynsamur maður og fylg- ist með því sem skrifað er um opinber mál. Fremur mun hann þó fara dult með skoðanir sín- ar á stjórnmálum, en þáð hygg eg, að liann sé fylgjandi frjáls- legri umbótastefnu. Einar hefir verið liraust- menni um dagana og liann hef- ir líka beitt vinnuþreki sínu dyggilega við stranga vinnu all- an ársins hring og ár eftir ár. En nú á síðast liðnum tveimur árum eru kraftar lians nokkuð • teknir að bila, og heilsan að lin- ast. pó stundar hann vinnu enn' í dag, reyndar af veikara afli en áður, sem eðlilegt er. peir, sem þekkja Einar GuS- mundsson, munu bera hlýjan hug til hans. peir munu flytja honum í dag innilegar árnaðar- óskir á sjötugsafmælinu, og biðja, að ellin megi verða lioa- um mild, fögur og friðsæl. M. Kappreiðar. ——O-- Á mórgun (i. júlí). efnir Hesta- mannafélagi'S Fákur til seinni kappreiða ársins. í þetta sinn verSa reyndir færri hestar en viS síSustu kappreiSar, sem stafar af því, aS nú koma fáir hestar úr öSrum landsfjóröunguiu, og annaS þaS, aS sumir af þeim hestum, sem síSast voru reyndir, eru fjarverandi. I ])etta sinn reynir enginu kvennaflokkur, en þess í staS verö- ur nú sýnt tölt. Sumir af tölthestunum, er reynd- ir verða, eru meS þeim allra snjölí- ustu, sem völ er á, má því vænta, aS almenning fýsi mjög aS sjá þá þeytast yfir völlinn á sunnudaginu kemur. Nokkrir nýir ágætis hestar verSa nú reyndir. ViS komu þeirra á völlinn má búast viS, aS þeir af- mái glansinn af eldri uppáhöldum. Vekringar verSa í þetta sinn meS langflesta móti, og vænta þeir, sem til þekkja, aS sumir þeirra verSi hvorki eigendunum né áhorfendunum til ama, enda mætti þaS síst verSa, því fyr og síSar hafa góSir skeiðliestar veriS mesta yndi og uppáhalcl íslendinga. AS endingu skal ég geta þess, aS félagiS er nú aS láta bera ofan i skeiövöllinn ])á tegund ofaníburS- ar, sem hvorlci þyrlast upp í vit né á klæSi áhorfenda, og ennfrem- ur verSur til öryggis dælt vatni á völlinn, ef veSur verSur þannig, aö þess gerist þörf. Geta má þess, aS góSar veiting- ar verSa á staSnum, svo hvorki hungur né.þorsta þurfa menn aS líða þar. Þessar stuttu béndingar ættu aö nægja til þess, aö á sunnudaginn lcemur fjölmentu konur og karlar á SkeiSvellinum viS ElliSaár. Dan. Dan. Hinap frægu Frister & Rossinann saumavélar eru komnar aftur, bæði stignap og handsnún- ar. J4mafJ t i ifmof.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.