Vísir - 30.06.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 30.06.1928, Blaðsíða 3
VI S I R G. M. C. (General Motors Truck). Kr. 3950,00. Kr. 3950,00 G. M. C. vörubíllinn er með 6 „cylinder“ Pontiac vél, með sjálfstillandi rafmagnskveilcju, lofthreinsara, er fyrirbyggir að rylc og sandur komist inn í vélina, loft- ræstingu í krúntappahúsinu, sem heldur smurnings- oliunni i vélinni mátulega kaldri og dregur gas og sýru- blandað loft út úr krúntappahúsinu svo það skemmi ekki oliuna og vélina. 4 gír áfram og 1 afturábak. Bremsur á fram- og aft- urhjólum. Hjólin úr stáli og óbilandi. Hvalbakur aftan við vélarhúsið svo auðvelt er að koma yfirbyggingunni fyrir. Hlif framan við vatnskassann til að verja skemd- um við árekstur. Yatnskassi nikkeleraður og prýðilega svipfallegur. Burðarmagn 3000 pund, og yfirbygging má vera 1000 pund í ofanálag eins og verksmiðjan stimplar á hverja bifreið. Hér er loksins kominn sá vörubíll, sem bifreiðanot- endur hafa þráð til langferða. Hann ber af öðrum bíl- um að styrkleika og fegurð og kostar þó lítið. G. M. C. er nýtt met í bifreiðagerð hjá General Mot- ors, sem framleiðir nú lielming allra bifreiða í veröld- inni. Pantið i tíma, því nú er ekki eftir neinu áð bíða. Öll varastykki fyrirliggjandi og kosta ekki meira en í Chev- rolet. Sími 584. Sími 584. Jóli. Ólafsson & Co, Reykjavik. Umboðsm. General Motoj-s bíla. MDC Bæjarfréttir Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. II árd., síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni hér tkl. cj/2 árdeg*- ís, síra Árni Sigurösson. Landakotskirkja: Hámessa kl. 9 f. h. Engin síðdegisguðs- þjónusta. Spítalakirkjan í Ilafnarfirði: Hámessa kl. 9 f. h. Engin síð- degis guðsþjónusta. í Sjómannastofunni veröur eng- ín guösþjónusta á morg-un. K. F. U. M. Samkoma kl. 8)4 á morgun. Jóhannes Sigurösson tal- íir. Allir velko'mnir. K. F. U. M. og K. í Hafnarfiröi. 'Guösþjónusta í' Hafnarfjarðar- kirkju kl. 8)4. Ólafur Ólafsson kristnilxtði talar. Jarðarför frú Hrefnu Tulinius fer frarn næskomandi mánudag frá dóm- kirkjunni og hefst kl. 2/2. Dánarfregn. Eiríkur Magnússon, Spítala- .stíg 4 andaðist 27. þ. m. Hjúskapur. ídag verða gefin saman i hjóna- band ungfrú Guðrún Andrésdóttir pg Dagbjartur Sigurðsson, kaup- maður, Miðstræti 5. í dag verða gefin sanian í hjóna- band ungfrú Laura Hafstein (dótt- ir Gunnars Hafstein bankastj.) og Magnús Thorsteinsson, bankastj. á ísafirði. Austan úr Skaftafellssýslu eru nýkomnir hingað Snorri læknir Halldórsson og síra Björn O. Björnsson. Nýjan biskupsskrúða liefir biskup í samráði við landsstjórnina látið gera fyrir biskupsvígsluna á Hólum. Er hann að öllu hinn vandaðasti, kápan er gerð af dökkrauðu silkibrokade, fóðruð með hvítu silki, lögð með gullborðum og gullkögri. Hið fornkirkjulega fangamark (monogram) Ivrists hið gríska „XP“ er saumað með silki á kragann ásamt grísku stöfunum A og 0 (þ. e. uppliaf og endir). Rikkilínið er úr „cambridge“, með liandgerðum knipplingum. — Skrúðinn er BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstíg 37. Sími 2035 Smekklegt úrval af sumar- kjólaefnum fyrir börn. Enn- fremur lientug efni i skírnar- kjóla. Saum afgreitt eftir pönt- unum. saumaður af ungfrúnum Sig- ríði Briem og pórliildi Helga- son, og verður hann til sýnis i skemmuglugga Haralds i dag og á morgun. — Um leið sýna ung- frúrnar altarisklæði og hökul, er þær sauma fyrir kirkjur. Ve'ðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 11 st., ísafirði /, Akureýri 8, Seyðisfiröi 8, Vest- mannaeyjum 11, Stykkishólmi 8, Blönduósi 7, Hólum í Hornafirði 10, Grindavik 11, (engin skeyti frá Raufarhöfn), Færeyjum 9, Juliane- h.aab 6, Angmagsalik 10, Jan May- en 3, Tynemouth 1 st. — Mestur hiti hér í gær 14 st., minstur 8 st. — Lægð (735 mm.) við Færeyjar, hreyfist hægt norðaustur eftir. Hæö (762 mm) yfir Austur-Græn- landi. Horfur: Suðvesturland: í dag og nótt noröan og norövestan. Þurt veöur. Faxaflói, Breiöafjörö- ur, Vestfiröir; í dag og nótt norö- an og noröaustan. Þurt veSur. NorSurland : 1 dag og nótt norö- austan átt. Þokuloft. Sulnstaðar súld í útsveitum, Noröausturland: Austfirðir: í dag og nótt mink- andi norðan vindur, sumsstaöar rigning. Suðausturland: 1 dag og nótt norðaustanátt. Sennilega þurt veður. Fiðluleikarinn Willy Hörtung, sem var hér á Hótel ísland s. 1. vetur, hefir samið lag (vals), sem hann tileinkar íslandi, „Dreaming of Iceland“. Lagið kemur bráðlega á markaðinn. Útgefandi er Hljóð- færahúsiö. Vísir kemur út tímanlega á morgún. TekiB verður á móti auglýsingum í sunnudagsblaðiö á afgreiðslunni (sími 400) fram til kl. 7 í kveld, en eftir þann tíma og fram til kl. 9 í Félagsprentsmiðjunni (sími 1578). Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðvikudögtun kl. i—3- Dansleikurinn í Iðnó. Allir starfsmenn og þátttakend- ur Allsherjarmótsins eru boðnir á d^psleikinn, sem haldinn verður í Iðnó í kveld. Ennfremur allir knattspyrnukappliðar og vara- ■menn þeirra. Auk verðlauna frá Allsherjarmótinu og knattspyrnu- mótinu, verðlaun frá fimleikakepn- inni í vor. St. Dröfn nr. 55 heldur engan fund á morgun, vegna skenitunar umdæmisstúk- unnar. Esja fer héðan á mánudagskveld kl. 12 á miðnætti, vestur og norður um land til Akureyrar. Nantucket, skólaskipið, fór héðan í morgun áleiðis til Noregs. Strákaðall (kokos) s n M 5” nokkrar rúllur fyrirliggjandi. g Þúrður Sveinssou & Co. SÍMAR I58Ú9S8 «ocxsoesíxsoexsí x x x xxsoooooooí Stdrt úrval af fataefnum fyrirliggjandi, af ðllum teg. Koiniö sem fyrst. Gnðm. B. Vikar Sími 658. Laugaveg 2. sésesaoesesesesexxxxsesesesesesesesesesesex Ný uppskera. Nýjar ítalskar kartöflur komu nú með síðasta skipi, og verða seldar í pokum og lausri vigt, sér- staklega ódýrar á þessum tíma árs- ins. Von og Brekkustíg 1. MúiM gerif alla glaða. Kappróðurinn milli Bandaríkjamanna og Is- lendinga fór svo í gærkveldi, að Óðinsmenn báru hærra hlut. Róið var frá Zimsens-bryggju út að Ör- firisey og var nokkuð hvasst og talsverð kvika. Óðinsmenn voru 4 mín. 37)4 sek., en hinir 5 mín. 32 sek. Utan af landi. Akranesi, 30. júní, F.B. Norðanstormur, sífeldir þurkar að undanförnu. Víðast búið að birða af túnum hér. Einn bátur farinn norður á síld. Línuveiðar- inn „Ólafur Bjarnason" fer norð- ur á síld innan skamms; er ferðbú- inn, 'bíður hagstæðs byrjar. Vél- báturinn „Hrefna“ er í Rvík, mun vera um það bil að fara norður. Vélbátar fara héðan með færra móti norður í ár, sumir ætla að stunda veiðar hér í íshúsin. Allur fiskur að kalla þurkaður. í görðum stendur heldur illavegna of mikilla þurka. Heilsufar er gott. Auglýst hafði verið, að lands- málafundur yrði haldinn hér þ. 28. þ. m„ en af honum varð ekki, hverjar sem orsakirnar eru til þess. Keflavík, 30. júní, F.B. Ekki gefið á sjó nokkra daga vegna storms. Bátar, sem fóru norður til þorskveiða, eru komnir aftur; leist ekki á að stunda veið- ina þar lengnr nú. Það voru fjór- ir bátar, eru tveir alveg hættir, en annar hinna fékk 160 tunnur síld- ar í þremur róðrum, en hinn kom með 12—14 skpd. fiskjar og 25 tn. síldar fyrir þremur dögum síðalí. Þriðji báturinn héðan, eign Elín-‘ mundar, hefir aflað um 90 tn. af síld. Fiskþurkur gengur vel, en tals- vert eftir óþurkað, enda af miklú að taka. — Fleilsufar gott. í görðum stendur vel ennþá, en menn eru hálfsmeikir um, að far! að skemmast í görðum, ef þurlc-* arnir halda áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.