Vísir - 07.07.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 07.07.1928, Blaðsíða 3
V I !> t H BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstíg 37. Sími 2035 Fjölbreytt úrval af barnanær- fatnaði. Allur ungbarnafatnaÖ- ur tilbúinn og einnig saumaður eftir pöntunum. Símskeyti Khöfn, 7. júlí. F. B. Lundborg heimtur úr helju. Frá Stokkhólmi er símað: Skeyti bafa borist frá Quest, sænska lijálparskipinu, þess efnis, að sænski flugmaðurinn Schyberg liafi bjargað Lund- borg. Flaug hann með liann til Quest. Einar Paul Lundborg. Sænski flugmaðurinn Lund- borg, sem bjargaði Nobile á dögunum, og nú hefir sjálfum verið bjargað úr svipaðri raun, er Iautinant i lier Svía. Einar er prestssonur, en eigi lmeigð- íst hugur lians tii andlegra starfa, heldur til viga og svaðil- fara. pótti Einar snemma frá- bær íþróttamaður, einkum skíðakappi mikill og reiðmaður góður. Hann geklc í her þjóð- verja á styrjaldarárunum og hlaut járnkrossinn af 1. og 2. stigi fyrir vaska framgöngu. pegar hann kom lieim, bárust honum fregnir um stríðið á milli Finna og Rússa. Fór hann þegar í finska Iierinn og varð þegar kapteinn. Fyrir framúr- skarandi framgöngu, er tvær herdeildir rússneskar höfðu um- kringt 3 finska tanka, hlaut hann heiðursmerkið „hvítu rós- ina“. Varði liann tankana við annan mann — hinir voru fallnir — móti herdeildunum rússnesku, uns Finnar komu. Síðar varð hann herdeildarfor- íngi í her Finna. þegar Finnar og Rússar hættu að berjast, eirði Einar ekki i Finnlandi, fór til Eistlands og Lithaugalands, því nú börðust þeir við Rússa. Siðar gekk hann aftur i Svíaher. Hann er nú 32 ára, fræknasti flugmaður Svia, og segja félag- ar hans, að hann kunni ekki áð hræðast. (F. B.). Þýska þingið lýsir trausti á stjórn Miillers. Frá Berlín er símað: Rikis- þingið hefir rætt stefnuskrá Miillersstjórnarinnar. Sam- þ}rkti það traustsyfirlýsing til stjórnarinnar með 261 atlcv. gegn 134. Utan af landi. Akureyri 7. júli. FB. Frá Stórstúkuþinginu: Fund- ur liófst i gærmorgun kl. 9. Fulltrúar nú 142. Ræddar voru í gær skýrslur embættismanna, reikningar afgreiddir o. fl. Stórstúkan sendi prestastefn- unni á Hólum heillaskeyti og skoraði á hana að sjá Svo um, að allir pres'tar landsins flyttu bindindisprédikanir i kirkjum sínum síðasta sunnudaginn í október. — Almenn ánægja að- komandi fulltrúa yfir góðum viðtökum og fögru veðri. Bæjarfréttir .Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. 11, sira Friðrik Hallgrímsson. Engin siðdegismessa. Landakotskirkja: Hámessa kl. 9 f. li. Engin siðdegisguðs- þjóiiusta. Spitalakirkjan i Hafnarfirði: Hámessa kl. 9 f. li. Engin sið- degisguðsþjónusta. Sjómamíastofan: Guðsþjón- usta á morgun kl. 6. Allir vel- komnir. K.F.U.M. Almenn samkoma annað kveld kl. 8%. Jóhannes Sigurðsson talar. Veðrið í morgun. Iiiti í Reykjavík 11 st., ísa- firði 9, Akureyri 12, Seyðisfirði 14, Vestmannaeyjum 10, Stvkk- ishólmi 11, Blönduósi 10, Hól- um í Hornafirði 10, Grindavik 10, Færeyjum 10, Julianehaab 9, .Tan Mayen 2, Angmagsalik '4, Hjaltlandi 9, Tynemouth 11, Kaupmannahöfn 13 st. Mestur hiti hér í gær 16 st., minstur 9 st. Úrkoriia 12,9 mm. — Lægð (740 mm.) um 600 km. suðvest- ur af Reykjanesi á norðaustur- leið. Hæð um Bretlandseyjar og norður um Færeyjar. — Horfur: Suðvesturland og Faxaflói: Stormfregn. í dag livöss sunnan átt og rigning. í nótt og á morgun: Alllivass suðaustan. Skúrir. Breiðafjörð- ur, Vestfirðir, Norðurland: í dag og nótt allhvass sunnan. Rigning. Suðausturland og Austfirðir: I dag vaxandi sunn- an átt. í nótt allhvass suðvest- an. Dálítil rigning. Suðaustur- land: í dag og nótt: Allhvass sunnan og suðvestan. Rigning. Súlan kom hingað um kl. 11 í gær- kveldi, austan af Seyðisfii’ði. Hafði flogið suður um land og komið við i Hornafirði og hrept andviðri og rigningu á leið þaðan, en farnaðist ann- ars mjög vel. Vísir kemur út tímanlega á morgun. TekitS verSur á móti auglýsingum í sunnudagsblaSið á afgreiðslunni (simi 400) fram til kl. 7 í kveld, eri eftir þann tíma og fram til kl. 9 í FélagsprentsmiSjunni (sími 1578). Skozku knattspyrnumennirnir koma í fyrramálið á Gull- fossi. Móttökunefndin biður alla knattspyrnumenn og aðra íþróttamenn að fjölmenna á liafnarbakkann, til þess að taka á móti þeim. Ólafur Haukur Ólafsson, verslunarmaður, liefir verið viðurkendur brasilskur vice- konsúll i Reykjavik. Karl þorsteins kaupmaður hér i bænum, lief- ir nýlega verið viðurkendur portúgalskur vicekonsúll i Reykjavik. Egill Jónsson frú Egilsstöðum, settur hér- aðslæknir í Seyðisfjarðarliér- aði liefir nú fengið veitingu fyrir því embætti. Skoskir knattspyrnumenn. „The Glasgow University Football CIub“ heitir knatt- spyrnuflokkur skoskra stúdenta, sem liingað kemur á sunnudag- inn með Gullfossi til þess að keppa við knattspyrnufélögin hér í bænum. Eru flestir Skot- arnir frá Glasgow en nokkrir þó frá öðrum liáskólabæjum í Skotlandi. Skoskir og enskir stúdentar eru svo sem kunnugt er miklir íþróttamenn og ágætir knattspymumenn, svo óhætt er að lofa bæjarbúum góðri skemt- un, er þeir eiga að keppa við knattspyrnufélögin fjögur og tvö úrvalslið nú á næstunni. — Skotarnir eru gestir knatt- spyrnufélaga bæjarins á meðan þeir dveljast hér. Skemtiskipið Carinthia fór héðan i gærkveldi norður um land og áleiðis til Noregs. Voru farþegar liepnir með veðrið og lofuðu mjög komu sína hingað. Kl. 8 í gærkveldi fóru um borð i skipið söng- flokkur, nokkrir glímumenn og allmargir boðsgestir. Var efsta dekk skipsins tjaldað vegna rigningar, og þar sungið og ghmt, og fekk hvorttveggja ágætar viðtökur. Síðan var stig- inn dans fram til kl. 11. Boðs- gestir komu prúðmannlega fram og ekki sá vin á nokkr- um manni, enda ekki veitt í skipinu. Er rétt áð geta þessa, því að misjafnar sögur hafa af skipum þessum farið, milli þeirra, sem ekki þekkja til. h. Tímarit V. F. í. Fvrsta hefti þessa árgangs (1928) er nýkomið út og flytur þetta efni: Jóhannes Kjartans- son, verkfræðingur, noklcur minningarorð eftir Á. D„ Karl Thalbitzer, verkfræðingur, eft- ir J. þ., „Um hagnýting síldar og fiskiúrgangs“, eftir Jón þor- láksson, verkfræðing. Flutti höf. erindi þetta á fundi i V. F. í. síðastliðinn vetur, en efni þess er tekið að miklu leyti úr skýrslu lians til ríkisstjórnar- innar um „rannsókn á kostnaði við stofnsetningu á nýtísku síldarbræðslustöð á Norður- landi.“ Næst er þýdd grein, sem lieitir „Fiskirækt með raf- magni“ og loks „Vatnsafl not- að á íslandi 1927,“ eftir S. J. Sólskinsstundir í júnímánuði þessa árs voru 339, eða 11 st. og 18 mín. á degi hverjum til jafnaðar, samkv. mælingum Veð- urstofunnar, sem gerðar eru á hverjum sólarhring frá kl. 3 á nóttu til kl. 9 áð kveldi. Var sól- skin alla daga nema einn. Siðan mælingar þessar hófust, mun aldrei liafa verið meira sólskin í júní. Nam það 62,6% af því, sem mest gæti verið. Árið 1924 voru 311,8 sólskinsstundir í júní, eða rúmlega 50% af þvi, sem mest gæti verið. Skemtiskipið Reliance, eign Hamborgar-Ameríkufé- lagsins er væntanlegt lringað á morgun frá New York og stend- ur hér við einn dag. Gullfoss kemur til Vestmannaeyja kl. 5 i dag, en lringað snemma á morgun. Limonadi- púlver ódýrasti. bedi og ljúlfeagasti svaladrykkur í sumarhit- anum er sá gosdrykkur, sem framleiddur er úr þessu limonaðipúlveri. — Notkunarfyrirsögn fylgir hverjum pakka. Verð að eins 15 aurar. — Afarhentugt í öll ferðalög. Biðjið kaupmann yðar ætíð um limonaðipúlver frá H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Magni, hinn nýi dráttarbátur liafn- arinnar, kom í nótt frá Kaup- mannahöfn. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í lijónaband ungfrú Unnur Pét- ursdóttir (slökkviliðsstjóra) og Einar Pétursson heildsaþ. Síra Friðrik Hallgrimsson gaf þau saman. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman i lijónaband Guðný Jakobsdóttir frá Hrauni i Aðal- dal og þorsteinn Stefánsson frá Fossi i Grímsnesi. Sira Friðrik Hallgrimsson gaf þau saman. Miðvikudaginn 4. þ. m. voru gefin saman í hjónaband cand. phil. Guðrún Guðmundsdóttir og cand. med. & cliir. Einar Ástráðsson. Síra Þorsteinn Ást- ráðssson á Staðarhrauni gaf þau saman. Prófessor Finnur Jónsson er af bæjarstjórn Akureyrar kjörinn lieiðursborgari Akur- eyrar, i virðingarskyni og’ við- urkenningar fyrir unnin vís- inda-afrek sem fæddur Akur- eyringur. — (F.B.). „Carnegie". 1 skeyti frá Hamborg til New York Times þ. 26. f. m„ er þess getið, að skipið „Carnegie“, eign Carnegie-stofnunarinnar i Wasliington, sé komið til Ham- borgar, og fari þaðan til ís- lands. Skipið lagði af stað þ. 1. mai i þriggja ára visindaleið- angur, sem á að standa yfir til vorsins 1931. Rannsakar það segulmagn jarðar. — (F.B.). Leiðrétting. Frásögnin um brunaslysið í Visi i gær, var ekki rétt að öllu leyti. Sigurjón Pálsson, sem fyrir slysinu varð, stundar múrara-iðn. Hann var að drekka kaffi með þrem ung- um mönnum, sem unnu að sama liúsi. Tveir þeirra voru málarar. Annar þeirra vætti málarapensil í terpentinu og bar aftan á treyju Sigurjóns og bar svo að eld, og vissi Sigur- jón ekki fyrr til en fötin log- uðu. Auðvitað var þetta gert í ganmi og fullu athugaleysi, en ætti að verða öðrum til varúð- ar. — Frásögn þessi er höfð eftir verkstjóra Sigurjóns. Skýrsla um Kennaraskólann i Reykja- vík 1927—1928 hefir Vísi verið send nýlega.— Nemendur voru 20 í þriðja bekk, 26 í öðrum scxscoaoííoossKSísaooocöoooooí \mM\n 09 Kopíerioo. Fljót og örugg af^reiðda. Lægst ve vd. Sportvömhá? Reyhiavikar. (Einar B|örnsson ) Sími 553. Binkastr. 11 XSOOOÖOOOOOO! X X X SOOOQQOOQQC Fastar bílferðir austur á Land mánudaga. fimtudaga og laugardaga. Bifrelðastöð Einars & Nöa. Sími 1529. og 13 í fyrsta bekk. Tala kenslustunda á viku liverri var alls 116. Flestum kenslustund- um var varið til íslenskunáms (16), en þar næst er enska með 10 stundir á viku. Kennara- prófi luku 19 nemendur. — „Nemendasjóður“ skólans er nú orðinn rúmar 2500 kr. og ágóði af sölu „kenslubókaBoga Melsteds, sem hann liefir gefið kennaraskólannm til sjóðs- stofnunar“ ('% andvirðis) er orðinn alls með vöxtum full- ar 500 krónur. — Stjórn kenn- arasambandsins afhenti skóla- stjóra (M. H.) 500 kr. 10. f. m. með þessum formála: „Þessar 500 kr. eru afhentar sem visir að sjóði, sem kendur sé til nafns sira Magnúsar og nem- enda hans, og sé á sinum tima varið nemendum í kennara- skólanum á einlivern hátt til gagns, eftir nánari ráðstöfun sira Magnúsar sjálfs. Svo er og til ætlast af gefendum, að sjóð- urinn taki framvegis við því, sem í liann kann að verða gef- ið sira Magnúsi til sæmdar og minningar, og sé þetta fram tekið í reglum um sjóðinn.“ Áheit á Strandarkirkju, afh. Visi: 4 kr. frá Ástu og Dóru, 2 kr. frá sjúklingi í Landakoti, 5 kr. frá S. K. Gjafir til Hallgrímskirkju i Saurbæ, afh. Vísi: 5 kr. frá S. K. 2 kr. frá Hönnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.