Vísir - 12.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 12.07.1928, Blaðsíða 2
VISIR M 0 Hofum tils í pokum. Nýkomið: MILKA, VELMA hið óviðjafnanlega átsúkkulaði fpá Suchard. A. Obonhaupt. Swastika 24 Stk. Fást hvarvetna. 1 kröna. Símskeyti Khöín, ii. júlí, siðd. FB. Svíar eru gramir Nobile. Frá Stokkhólmi er sim'aÖ: — Gremja Svía í garÖ Nobile fer vaxandi út af því, aö vonlaust virÖ- ist meÖ öllu, að Malmgrenflokkur- inn finnist. „Svenska Dagbladet" spyr, hvers vegna Malmgren hafi yfirgefiÖ Nobileflokkinn, enda þótt víst sé, að hann hafi skort sveín- poka og skotfæri handa sér og þeim, sem með honum fóru. Heiint- ar blaðið, að Nobile segi allan sannleikann um viðburðina á ísn- um. Illvirki í Moskva. Frá Berlin er símað: í skeyti frá Moskva stendur, að samkvæmt til- kynningu frá ráðstjórninni hafi tveir andkommiínistar, sem voru nýkomnir frá París, varpað sprengi- kúlu á byggingu tékunnar. Einn rússneskur hermaður íórst. Annar tilræðismanuanna var lifisforingi í Wrangelhernum. Hann var drepinn á flótta, en hinn var handtekinn. Dauðadómum breytt. Samkvæmt skeyti frá Moskva til Ritzau hefir sex dauðadómum í Donez-málinu verið breytt í tíu ára fagelsi, en hinir verða framkvæmd- ir. Skoíar og Valnr. —O--- Skotar vinna með C>: i. Kappleikurinn i gærkveldi var f jölsóttur en tæplega svo sem skyldi, þvi að þegar á alt er litið var liann skemtilegri og fjörlegri en kappleikurinn milli K. R. og Skotanna. Yindur var enginn og nutu skosku ' stúdentarnir sín livi fyllilega. Valsmenn léku og vel, sérstaklega varnarliðið, framlierjar þeirra aftur á móti litlir skotmenn fyrir framan mark. Þeir gerðu fáein góð upphlaup, en mistu knöttinn i nær öll skifti áður en þeir voru komnir i gegnuni vörn Skotanna. Fyrri hálfleikur: 3:1. Hálfleikurinn byrjar með sókn hjá Valsmönnum, en hún stendur að eins nokkrar min- útur, þá fá Skotar yfirhönd- ina og lialda knettinum Vals megin á vellinum mikið af liálfleiknum. Steele, vinstri framvörður Skotanna, kemst fyrst í færi, en Axel Þórðarson, markvörður Vals, nær knett- inum. Rétt á eftir komst Nicholson i færi, en skaut yfir mark. Nú verða tvö liorn lijá Val, livert á fætur á öðru, en ekkert verður úr þeim. Þeir Hólmgeir, Agnar og Ámundi gera upphlaup, en Rankin, miðframvörður Skotanna, stöðvar þá. Nú eru réttar 10 mínútur af leik og 4 mínútum síðar leggur Elder knöttinn fyrir Nicliolson, sem skorar mark. Aftur liggur lenötturinn á vallarhelmingi Valsmanna. KI. 8,57 verður liorn, Gowans, liægri framvörður Skota, skall- ar, en Axel hendir knöttinn fallega á lofti og bjargar. Nú herða Valsmenn sig, en prýði- leg uppldaup þeirra stranda á bakvörðum Skotanna. Ámundi hefir fengið það inn i höfuðið, að liann verði að leika á Mac Leod, vinstri bakvörðinn, en Mac Leod stöðvar hann tvisv- ar, í seinna skil'tið með bragði, sem mikið skemti áborfendum. Kl. 9,03 er Val dæmt fríspark á miðjum velli. Pétur tekur það og leggur knöttinn fyrir Ámunda, sem skotrar honum til Arnar Ingólfssonar, sem aftur skorar mark með föstu hægri fótar sparki, sem kem- ur alveg flatt upp á markvörð- inn, J. C. Blair. Nú er leikurinn orðinn nokkuð jafn. Valsmenn leika liðlega og fallega og mark Skotanna er oft i hættu. En skyndilega verður hér breyting á, þvi að þegar 7 minútur eru eftir af liálfleik, skorar Elder mark, og rétt þar á eftir verð- ur horn, sem Mac Farlane tekur og Gowans skallar knött- inn inn. Síðari hálfleikur: 3: 0. Skotar hefja þegar í stað öfluga sókn, annars er þessi hálfleikur mjög svipaður hin- um. Borland, hægri útherji Skota, kemst oft i færi en miss- ir marks i hvert skifti. Hann virðist alls ekki vera í essinu sínu. Aftur á móti standa fram- verðir Valsmanna sig vel, svo að vörnin er í lagi. Kl. 9,46 tekst þó Mac Farlane að ldaupa upp með kantinum og leggja knöttinn fyrir Elder, sem skorar mark, og í miðjum hálfleik skotrar Nicholson knettinum til Devlin, sem skorar 5. markið. Nú hefst besti þátturinn í kappleiknum. Valur á sóknina að mestu leyti, en framherjar Vals glopra knettinum úr höndum sér í hvert skifti er þeir nálg- ast vítateiginn. Kl. 10,06 kom- ast allir framherjar Vals, nema Agnar Breiðfjörð, i gegnum varnarlið Skotanna, en knött- urinn er of langt á undan þeim, svo að Blair nær lionum með því að hlaupa út. 2 mín- útum síðar leikur Nicholson með knöttinn þvert í gegnum varnarlið Vals og skorar mark. Hafa þá Skotar sett 6 mörk hjá Val, en Valur 1 mark hjá þeim, og þar við stendur leik- inn út, því að Magnús Pálsson eyðileggur ágætt tækifæri í lok hálfleiksins, eftir að liann, Örn og Hólmgeir hafa gert fallegt uppldaup, með þvi að skjóta fram hjá markinu, sem Blair hefir hlaupið fram úr og skil- ið eftir varnarlaust. L. S. Frá írlandi. Segja má, aÖ í írlandi séu nii tvær aðalstefnur rikjandi um fram- tíð atvinnumálanna. Annari stefn- unni fylgja þeir, sem vilja leggja a'Öaláhersluna á aÖ gera landið að iðnaðarlandi, en hinni stefnunni þeir, sem vilja efla landbúnaðinn sem mest og telja, að ekkert myndi meir auka velgengni íbúanna en að koma landbúnaðarmálunum í gott horf. Atvinnumálaráðherra írska fríríkisins, P. J. Plogan, hefir liar- ist með oddi og egg fyrir þeirri stefnu innan stjórnarinnar, að unn- ið verði að framgangi hinnar síðar- néfndu stefnu af hennar hálfu. Vill hann láta örva bændur til aukinnar framleiðslu og heita þeim aðstoð stjórnarinnar á allan hátt, svo framarlega sem „þeir einnig sýni vilja á, að hjálpa sér sjálfir." — írsku bændurnir efnuðust vel á heimsstyrjaldarárunum, en hin góða aðstaða þeirra þá leiddi það af sér, að þeir fóru að draga af sér. Vegna káfbátahernaðarins gátu þeir selt allar afurðir sínar i Bret- landi fyrir geypiverð. Þeir voru svo vissir um, að þeir hefði unnifi markaðinn, að þeir fóru að slá slöku við að bæta gæði afurðanna, jafnvel héldu ekki horfinu. Þetta kom þeim illa í koll, þegar allar siglingaleiðir opnuðust aftur. Árið sem leið fluttu Bretar inn srnjör fyrir £ 48.000.000, þar af fyrir að eins £ 4.500.000 frá írlandi, egg fluttu Jieir inn fyrir £ 16.000.- 000, þar af fyrir að eins £ 3.000.- 000 frá írlandi og loks flesk fyrir £ 38.000.000, þar af fyrir að eins £ 2.500.000 frá írlandi. írskir bændur eiga því nú í harðri sam- kepni viö aðrar þjóðir, ekki síst Dani, en hraðari ferðir á milli Bretlands og Ástralíu, Suður- Afríku og Nýja Sjálands hafa leitt það af sér, að bændur þessara landa eru að afla sér tryggra mark- aða í Brefelandi. Hefir þetta leitt af sér talsverða verðlækkun á land- búnaðarafurðmn i Bretlandi á síð- ari árum, á fleski, eggjum, smjöri og nautakjöti. Hogan leggur mikla áherslu á, að vinna að því að írar afli sér tryggs markaðs fyrir landbúnaðarafurfiir sínar í Bretíandi. Baráttuna hóf hann heima fyrir með því að stuðla að vöruvöndun, lét semja reglu- gerðir og lög um meðferð afurð- anna, flokkun o. s. frv. Lét hann sér ekki nægja að vinna að þessu á skrifstofu sinni og í Dail Eireann, heldur fór hann í ferðalag um land- ið þvert og endilangt til þess að hvetja bændur til þess að .auka framleiðsluna og vanda betur vörur sínar. Var hann svo atgangssamur í sókn sinni, aö hann aflaði sér margra óvina, því að hann sagði mönnum óvægilega til syndanna af fullri hœinskilni, sem lítilsigldir menn sjaldan kunna að meta, en nú mun svo komið, að jafnvel þeir, sem voru römmustu andstæðingar hans um skeið, viðurkenna nú, að hann vill bændum og þjóðinni í heild sinni vel og hefir komið miklu áleiðis. Sjálfur er hann ánægður yfir árangrinum af ráðstöfunum sínum, sem eru mýmargar, en til dæmis má taka, að liann hefir kom- ið því til leiðar, afi alt smjör, sem út er flutt, er skoðað og rannsak- að af þar til skipuðum skoðunar- mönnum og síðan stimplað með ríkisstimpli eða þjóðstimpli, sem á að vera trygging fyrir því, að land- ið setji heiður sinn í veð fyrir því, afi um fyrsta ílokks vöru sé að ræða. Þessir skoðunarmenn rann- saka vatnsmagn, þyngd, bragð, hreinleika o. s. frv..Ef smjörið hef- ir ekki þau gæði til að bera, sem krafist er í þar að lútandi reglu- gerð, þá er það sent heim til fram- leiðanda aftur á hans kostnað. Hann fær ekki að senda það út úr landinu, fær það ekki stimplað með ríkisstimplinum, sem er trygging vörugæðanna. Flogan álítur, aö ír- land hafi ekki góð skilyrði til þess að verða iðnaðarland, vegna námu- fátæktar, en öll skilyrði til jiess að margfalda framleiðslumagn land- búnaðarafurða sinn og eigi vafa- laust þá framtíð fyrir hölidum, ef þjóðin skilji köllun sína, að verða í fremstu röð búnaðarlanda'heims- ins. (FB). Utan af landi. Iveflavík 12. júlí. FB. Ekkert aflast undanfarið, sem heitið getur, vegna storma. Bátar fóru út í fyrradag, komu að í gær, einn með 38 tn. síld- ar, annar með 16. Nokkrir bát- ar á sjó nú, nokkrir á sildveið- um, aðrir með línu. — í fyrri- nótt fór maður einn til fiskjar á litlum vélbát í Miðnessjó, fékk liann fullan bát fiskjar og seldi aflann í Reykjavík, að sögn fyrir 90 kr. Tveir bátanna, sem komu að norðan í vor af þorskveiðum, fara aftur norður innan skamms, til síldveiða, ætla að vera komnir norður fyrir 25. þ. m. Sláttur á útgræðslum byrj- aði fyrir nokkru og er búið að hirða af þeim. Sláttur á göml- um túnum byrjar innan skams. Grasvexti liefir farið vel fram síðustu daga, og eins í görðum. Var mikil þörf úrkomunnar sem verið liefir undanfarna daga. Borgarnesi 12. júlí. Fp. Lík Ólafs bónda á Hvítár- bakka verður jarðsungið á Hvanneyri á laugardaginn. Gengið með skúrum undan- farið, liefir það lijálpað gras- vexti, nema þar sem jörð var orðin svo skemd, að um bata gat ekki verið að ræða héðan af. Utjörð batnað. Ungmennasamband Borgar- fjarðar gengst fyrir skemti- samkomu og íþróttamóti við Hvítá hjá Ferjukoti á sunnu- daginn kemur. Er þetta aðal- hátíð Borgfirðinga á hverju sumri og mætti benda mönn- um á það, að að þessu sinni er það vert sérstakrar athugunar, að skamt frá skemtistaðnum er verið að byggj a brú yfir Ilvítá, mesta mannvirki af þeirri tegund, sem gert liefir verið hér á landi. Mun marga fýsa að sjá brúna í snúðum. — Margt verður til skemtunar á samkomunni. Ræður flytja Halldór skólastjóri Villijálms- son á Hvanneyri, cand. theol. Ludvig skólastjóri Guðmunds- son og síra Eiríkur Albertsson á Hesti. Halldór Flelgason flytur kvæði. Karlakór Borg- arfjarðarbéraðs, „Bræðurnir“, skemtir með söng. Kept verð- ur i íþróttum. Keppa félögin í flokkum um skildi, eins og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.