Vísir - 17.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 17.07.1928, Blaðsíða 2
VlSIR )) Hhmm & Qlsiew í Mveiti: Cream of Manltoba. Glenopa. Canadlan Mald. Onota. Buffalo. Ódývt I Nýkomið: Burma Hríspjón ítölsk do. A, Ob®nliaiipt< Ullar ballar 7 Ibs. fyrirliggjaii di. Þðrður Sveinsson & Co. magnínu,. ,,og“ — bætir Ekinan vi'Ö Símskeyti —o— Khöfn 16. júli. FB. Deilur Pólverja og Lithaua. Frá Genf er símað: Þjóða- bandalagið hefir látið hirta skýrslu stjórnarinnar í Pól- landi um tilraun til samninga á milli Pólverja og Litliauen- manna, en samningatilraun þessi har engan árangur. Segir í skýrslunni, að Lithauen hafF lagt það til, að Pólland og Lit- hauen viðurkenni, að Vilna- svæðið sé umþráttað svæði, og lofi að útkljá deiluna um það á firðsamlegan hátt. Lithauen liefir neitað að fallast á tillögu Póllands um öryggissamning, nema Vilnamálið sé útkljáð fyrst. Pólland liefir neitað að fallast á þessa tillögu Lithauen. Leitin að líki Malmgrens árangurslaus. Frá Stokkliólmi er símað: Sænsku leiðangursmennirnir á Spitzhergen hafa tilkynt, að frekari leit að Malmgren sé þýðingarlaus, þar eð sleðaleið- angur liafi um síðastliðin mán- aðamót árangurslaust leitað kringum Brockseyju. Þrjár , sænskar flugvélar, sem verið hafa á Spitzbergen, liafa verið sendar heim. Landslcjálftar í Litlu-Asíu. Frá Smyrna er símað: Land- skjálftar liafa komið i Litlu- Asíu. Mörg hús hrunið. Bærinn Torbali gereyðilagst. Utan af landi. —o— Akureyri, 17. júlí, F.B. „Gullfoss með glaða fólkið“, eins og Norðlingur kallar það, fór héðan á miðnætti i gærkveldi eftir tveggja daga dvöl hér. Fyrri dag- inn fóru allir farþegar að Saurbæ cig komu við á Grund og Krists- nesi í bakaleiö. Þann dag var veö- ur mjög kalt, svo farþegarnir uröu að hafa sig alla við, til þess að halda á sér hita, þangað til dans- inn byrjaði um kveldið, og stóð * * . - i hann til kl. 3. Annar dagurinn rann upp eins fagur og best getur verið á Norðurlandi og fóru flestir í Vaglaskóg, en aðrir að Möðru- völlum í HörgárdaL Voru allir ánægðir, er heinr kom, þ. e. a. s. til Akureyrar. Um kveldið var „opið hus ‘ um borð og komu margir til þess að dansa og stóð dansinn til kl. nþý en tíminn eftir það til rqaðnættis, var notaður fyr- ir kveðjur og kossa. Þegar skipið var að kasta Iandfestum, kom Gotti með kallara og bar kveðju Heklu og Sunnlendinga með þökk fyrir viðtökurnar og bað Akur- eyrarbúa lengi lifa, en ÁgustKvar- an sendi Sunnlendingum somn kveðju aftur og var enginn nær- staddur, sem ekki tók þátt í því. Þegar Gullfoss lagði frá, sendi Gunnar Halldórsson og Tómas á Iíoltinu kveðjur í land með skot- iiríð mikilli, en óæfður söngflokk- ur, sem stjórnað var frá París, söng við raust. Outsider. Heimsókn í sænska trjáviðarvefksmiðju. (Fréttabréf til Vísis). —o—- Gestrekaland í Norður-Svíþjóð má teljast eitt helsta iðnaðarhérað landsins. Þar .eru málmar miklir í jörðu, og járnvinsla hefir verið þar frá því er sögur hófust. Einn- ig eru víðlendir skógar um þessar slóðir ,og lifir þar mikill hluti íólksins á skógarhöggi og trjá- vinslu. Stærsti bærinn í Gestrekalandi er Gefle, iðnaðar- og verslunarbær, með rúmlega þriðjungi fleiri íbúa en Reykjavík. —- Þangað vorum við komnir, 25 stúdentar >frá öllum ríkjum Norðurlanda, og vorum að Ieggja af stað í ferðalag um Sví- þjóð, til þess að kynnast sænskri náttúru, lifnaðarháttum 0 g at- vinnuvegum. — Okkur hafði verið boðið að skoða eina stærstu og fullkomnustu trjáviðarverksmiðju Svíþjóðar, Kastets Ságvefk, sem er kippkorn frá Gefle. Hér verður reynt að segja nokkuð frá þeirri heimsókn. Við héldum frá Gefle á litlu gufuskipi, og var tframkvæmdar- stjóri verksmiðjunnar, Wilhelm Ekman, í för með okkur. Hann er lágur maður vexti, grannur, þunn- leitur í andliti; látlaus mjög i fasi og berst ekki á í klæðaburði, en er talinn meðal fremstu atvinnurek- enda í Svíþjóð. Þegar við nálgumst verksmiðj- una, sjáum við, að hún liggur við lón eða vík, sem full er af trjáviði. Lesandinn getur hugsað sér Reykjavíkurhöfn fulla af síma- staurum og þaðan af stærri trjám, þannig að hvert liggi við annað að kalla. Svipað því var það, er við okkur blasti, og við þurftum að komast yfir, til þess að geta skoð- að verksmiðjuna. — Átti gufubát- urinn að ])ræða milli trjánna til lnnds, eða var ætlast til að við hoppuðum tré af tré á land? Okk- ur hætti alveg að lítast á blikuna. Þá Ieggur annar minni gufubátur að farinu hjá okkur, og í snatri er skift um skip. Þessi litli bátur síglir beint áfram, eins og ekkert sé um að vera, yfir trjábolina og viðarflekana. Hann hefir sérsták- an útbtínað tií að kaffæra trén, sem verða á vegi hans, og til að varna því, að þau fari í skrúfuna. AÖalverksmiðjuhúsið er gríðar- stórt, og vita gaflar út að lóninu, sem við höfum siglt eftir til lands. Um ji>að bil £rá miðri hæð hússins liggja 10 langar, nokkuð bogadregn- ar rennur, út í lónið. Þrjú eða fjög- ur tré eru áltaf á ferðinni upp eftir hverri rennu, úr lóninu og inn í hús- ið. Fyrst verður ekki annað séð, en að þau taki sig upp og skríði al- veg sjálfkraía þarna inn. En skyn- sentin mælir á móti, að svo geti verið. Við skjóta athugun sjást all- margir karlar ganga tré af tré, nteð langa stjaka í höndum. Þeir ýta við trjánum og beina jieim bersýnilega leið, hvert þau eigi að fara. Og jiegar nær kemur sést, að í rénn- unum hreyfast tannreimar, sem halda trjánum föstum og flytja þau: inn i verksmiðjuna. Þegar -inn kemur, taka sagirnar við. Tíu tré koma inn í einu, og eftir nokkum hluta úr mínútu er búið að kljúfa jiau. öll að endi- löngu, í misþykk borð. Þatt halda áfram göngu sinni; koma að öðr- um sögum, klófna á annan veg, eru bútuð sundur, svo að jjatt fá mis- munandi lengd o. s. frv. Alt af sýn- ast jtau ferðast mest af sjálfsdáð- um. Það er rafmagnskrafturinn, sent íær mest af stritinu við að hreyfa þau. Menn sjást einungis stjórna sögunum og velta trjánum við stöku sinnum. Við höldum áfram gegnum verk- smiðjuna. Ekman stjórnar ferðinni og er tilbúinn til að greiða úr 'öll- um, spurningum, og þær eru hvorki fáar né fábreyttar. Flann sýnir okk- ur kjallarann, Jtár sem vélarnar eru smurðar og litið er eftir þeim. Það sýnist alls ekki hættulaust, en al- staðar eru grindur og annar útbún- aður til öryggis. Fjögur ár eru síð- an nokkurt slys, sem teljandi sé, hefir borið þarna að höndum. — Einhver undrast, hve húsið er ný- legt, hátt undir loft og rúmgott. Við fáum þá að vita, að fyrir fám árum brann verksmiðjuhúsið, og þá var Jietta bygt upp á einu misseri. Við komum í aníiað hús, þar sem fullkomustu gufuvélar eru. En Jiær standa ónotaðar; er aðeins gripið til jæirra, jiegar bilun verður á raf-. brosandi, — „þegar við þurfum að semja mn rafmagnsverðið, er gott að geta kynt undir gufukötlunum. Sag og spænir eru ekki svo dýr vara hér.“ Svona höldum við áfram, og loks komum við að húsi, þar sem 102 járnbrautarvagnar standa á sporum, hlið við hlið. Borðviðurinn er flokk- aður- á jafnnmrga vegu, eftir stærð og gæðum. Það er gert að miklu leyti með vélum. Hvert borð fellur niður, jiegar ji>að kemur yfir þann vagn, þar sem það á heima. Á efri hæð hússins eru menn sem stjóma vélunum. Koma við ákveðið hand- fang, j>egar borð af ■ einhverri á- kveðinni tegund fer fram hjá. Að öðru' leyti geri'st alt „af sjál'fu sér“. Eftir jjesssa meðferð eru sænsku skógartrén tilbúin til að fara út í heiminn, og gegna sínum hlutverk- um> sem kassaf jalir, húsaviður, hús- gagnaefni og alt annað, sem vitrir menn geta úr þeim smíðað. (Niðurl.) P. Veðrið í morgun. ‘ Hiti í Reykjavík 10 stig, Isafirði 9, Akureyri 11, Seyðisfirði 10, Vestmannaeyjum 9, Stykkishólmi 12, Blönduósi 11, Raufarhöfn 9, Hólum í Hornafirði 12, Grindavík 11, Færeyjum 10, Julianehaab 15, Jan Mayen 1, Angmagsalik 6, Tynemouth 14, Kaupmannahöfn 15 st. Mestur hiti hér í gær 15 st., minstur 8 st. Lægð fyrir austan land og noröan. Hæð fyrir sunnan land. — Horfur: SuSvesturland og Faxaflói: í dag og nótt norSvest- an kaldi, skúrir seinni partinn, einkum til fjalla. BreiSafjörður og VestfirSir: í dag og nótt hægur vestan, skúraleiSingar. NorSur- land, norðausturland og Austfirð- ir: í dag og nótt hægur vestan og norSan. ViSast þurt, en sumstaðar skúraleiðingar. SuSausturland: í dag og nótt hægviöri, skúrir. Fimtugsaf mæli á í dag Magnús Jónsson lagaprófessor. Hann er stúd- ent frá 1898 og las síðau lög við háskólann í Kaupmanna- höfn, en að því námi loknu stjórnfræði og hagfræði og tók einnig gott próf i þeim grein- um. Var liann siðan lengi í Kaupmannahöfn og gegndi þar embætti í borgarstjórninni. Þegar sambandslaganefndin sat hér á rökstólum 1918 varð hann skrifari hennar og lagði herini til ýmsar upplýsingar, sem greiddu þar fyrir úrlausn málanna, því að liann er fróð- ur maður. 1920 varð hann pró- fessor við háskólann hér og nokkuru síðar fjármálaráð- herra um stund, er Sigurður Eggerz myndaði stjórn 1922. Magnús er kvæntur danskri konu og eiga þau tvo syni upp komna, Úlf stúdent og Vagn. Magnús prófessor dvelur nú með fjölskyldu sinni i sumar- bústað, sem liann á við Þing- vallavatn. Ilann er eigandi Úlfljótsvatns í Grafningi og þar upp alinn. Næst-síðhsti lcappleikurinn verður í kveld milli Skota og íslendinga. Skotar voru ekki búnir að ákveða kapplið sitt í morgun, en áreiðanlega vanda þeir valið á mönnum sínum, sem keppa eiga á móti fyrsta úrvals-kappliði (B-liði) íslendinga. í B-liðinu verða þessir menn: Markvörður Axel Þórðarson. Bakverðir: Pétur Sigurðsson, Sigurjón Jónsson. Framverðir: Kristján Gests- son, Erlingur IJjaltested, Sig- í. S. 1. Meistaramót í. 8. í. fer fram n. ágúst og næstu daga. Kept veröur í hlaupum: ioo, 200, 400, 800, 1500, 5000 °g 10000 stiku hlaupi og iio st. grinda- hlaupi. Stökkum með atrennu: Hástökki, Langstökki, Þrístökki, Stangarstökki. Köstum beggja handa: Kringlukasti, Spjótkasti, Ivúluvarpi. Boðhlaup 4Xi°o stikur og Fimtarþraut. — Þátttakend- ur geri svo vel og gefi sig fram við undirritaSa fyrir 5, ágúst næstkomandi. Knattspyrnufélag Reykjavíkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.