Vísir - 20.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1928, Blaðsíða 2
VlSIR wroiiTíHffl i ölsímI Höfum til: Umbúðapappír í ströngum 20, 40 og 57 cm. Umbúðapoka, ímsar stærðir, Smjörpappír 1 20 cin. ströngum. Nýkomið: Príma galv. {laksaumur 2\ með stdrum haus. A» Obenhaupt, Símskeyti —o— • Khöfn, 19. júli. F. B. Nýtt leikhús í Liibeck. Blöðin í Khöfn skýra frá því, að Níordische Gesellschaft opni leikhús i haust í Liibeck, þar sem eingöngu verða leikin leik- rit eftir Norðurlandahöfunda. Leikrit Gúðmundar Kambans, „Stjarna eyðimerkurinnar“, verður meðal fyrstu leikritanna, sem tekin verða til meðferðar i leikhúsi þessu. Bresk utanríkismál. Frá London er símað: Cham- berlain utanríkismálaráðherra hefir svarað fyrirspurn í þing- inu viðvikjandi setuliði Bret- lands í Rínarbygðunum. Kvaðst hann vera hlyntur því, að setu- liðið væri sent heim, en áleit forgöngu Bretlands i því máli ekki mundu koma að gagni eins og sakir standa. Churchill fjármálaráðherra kvaðst reiðubúinn til þess að ræða skaðabótamálið, en áleit hreska forgöngu í því máli ó- ráðlega. Chamberlain tilkynti stjórn Bandaríkjanna í gær, að bresku sjálfstjórnarnýlendurnar (do- minions) liafi fallist á ófriðar- hannstillögur Bandaríkjanna. Utan af landi. Einkaskeyti til Vísis. Siglufirði, 19. júli. Komin hér á land 50Ó0 mál af bræðslusild þrjá síðustu daga, mestmegnis Skagafjarðarveiði. Björgvin 520 mál, Ingólfur 200, Hrefna 700, Hermóður 950, Ólafur Bjarnason 660, Eljan 700, Langanes 730. # Sb. „Yacht Carnegie" bið fræga rannsóknaskip Carn- egie Institution í Wasbington kom hingað í morgun frá Ham- borg. J?etta skip vinnur bæði að hafrannsóknum og jarðsegul- rannsóknum og er svo gert, að í því er ekkert járn. J?að er úr tré en allir naglar úr eiri. Akk- eri eru úr eiri og akkerisfestar eru kaðlar. Skipið er nú í þriggja ára leiðangri og lagði af stað frá Washington 1. maí í vor. J?að verður hér eina viku við vísindarannsóknir. Yacht Carnegie kom hingað fyrir 14 árum, sumarið 1914, skömmu eftir að lieimsstyrjöld- in skall á. Skipið liafði þá ekki loftskeytatæki og vissu skip- verjar ekkert um styrjöldina fyrr en Jieir komu hingað og þóltu fregnirnar ekki alls kost- ar sennilegar i fyrstu. Sícipstjóri var þá Mr. J. P. Ault, og liann er það enn, en hefir nú aðra skipshöfn. Sjö vísindamenn eru á skipinu, auk skipstjóra og heila: Mr. W. C. Parkinson, Mr. O. W. Torreson, Dr. J. II. Paul, Mr. H. R. Seiwell, Mr. F. M. Soule, Mjr. W. E. Scott, Mr. L. A. Jones. Skipið fer héðan áleiðis til Barbados. Úrslltakappleikurinn. Skotar sigra enn, með 3 : 1. —o—■ „það fór þá þannig, að Vík- ingur gerði það best,“ sagði maður um leið og bann fór út af vellinum í gærkveldi. Auð- vitað var maðurinn gall-harður Vikingur, svo að það er engin ástæða fyrir aðra en Vikinga að taka mark á honum! En rétt á litið hafði maðurinn bæði rétt og rangt fyrir sér, eins og gengur, rétt að því er jafn- teflið snerti, en rangt að þvi er leik snerti, því að úrvalsliðið lék belur það sem J?að var. En þó er rétt að geta þess, að samleik- ur úrvalsliðsins var bágborinn i samanburði við samleik Skol- anna. Á þessu sviði þarf islensk- um knattspyrnumönnum að fara mikið fram; mundi það draga úr hinum fasta, já stund- ur liarkalega leik, sem því mið- ur auðkennir leik félaganna hér alt of mikið, og þó að það komi ekki knattspyrnunni í gærkveldi við, þá ættu menn að. muna, að knattspyrnan á fyrst og fremst að vera „fair play“, og að völlurinn er enginn vettvangur félagsrígs og kapp- girni einstakra manna. 1. hálfleikur. 1 : 1. Skotar leika á móti hægum suðvestlægum vindi, sem liefir lítil áhrif á leikinn. Benedikt G. Waage er dómari. Á fyrstu min- iitum verða upplilaup á báða bóga. porsteinn Einarsson (K. R.) lcemst upp með knött, en Mac Leod nær honum á tá. Rétt á eftir, eða 3Y2 mínútu af leik, gera Skotar hart upphlaup, knötturinn velkist milli Devlin og Nicholson, J?órir (Vík.) ldeypur fram, en Nicholson nær vinstri fótar spyrnu og skorar mark; hann liggur sjálfur á vell- inum, hefir fengið hart spark á legginn. — Leikur byrjar aft- ur, Nicholson er lítið eitt halt- ur, en fylgist vel með. Gísli Guð- mundsson (K. R.) kemst í færi, en Rankin er rétt á hælunum á honum og nær knettinum, J?or- steinn og Örn (Valur) komast í gegn, en upphlaupið strandar á Trevarrow. íslendingar gera nú skæð upphlaup og endar eilt þeirra með því að Hans Kragli (K. R.) nær föstu liægri fótar skoti á mark yfir bakverði Skota og Rankin, sem alstaðar er nálægur í vörninni, og skorar Ijómandi fallegt og rösklegt mark. 7 mínútum síðar nær Blair lágum knetti, en 'fellur með hann og fær ekki að gert fyrir áhlaupum framherja A- liðsins. Dómari flautar og dæm- ir Skotum aukaspyrnu fyrir stympingarnar við markvörð, sem var alveg varnarlaus. Nú gera Skotar mjög skæð upp- hlaup, en J?órir nær liverjum knetti, sem skotið er á mark. í sókn Skotanna bar mest á O’- Hara, sem er eins og þeylispjald fram og aftur um völlinn og ásækinn við sér miklu stærri menn. Bakverðir A-liðsins standa vel í sínum stöðum og um tíma má segja, að hinir óskeikulu bakverðir Skotanna, þeir Trevarrow og Mac Leod, og bakverðir A-liðsins, þeir Pétur Kristinsson (Valur) og Sigurður Halldórsson (K. R.) séu bestu mennirnir á vellinum. Síðari hálfleikur 2 : 0. Hálfleikur byrjar með því að Elder veður upp á bægra kanti en pórir gripur knöttinn og rétt á eftir veður Steele upp á binum kantinum, en Sig. Halldórs tekst að stöðva liann og setja xit af. 3 mínútum síðar kemst Mac Leod í kynni við Sig. Sigurðsson (K. R.), sem sækir svo fast á bakvörðinn; að úr verður liorn. Ekkert verður þó úr því. Örn og Gísli Guðmundsson gera hart á- ldaup, en Mac Leod tekst að lauma knettinum yfir þá, og á- hlaupinu er hrundið. Nicholson er nii orðinn góður af fyrri byltu Hessian Bmðigarn Ullarballar Fys*iPligg|andi. SOOOOííQÍÍOOOtSOOOtSCíOOííOÍÍOÖCSOÍiOOOOCSeíÍíiOOÍSíXSíSÍSOOÍiOOttO ? ÞÓRÐUR 8VEIN880N & 00. sinni og sýnir bann nú listir sín- ar, nær knetti á miðju og hleyp- ur eins og örskot inn að bak- vörðum A-liðsins. Pétur Krist- insson stöðvar liann, en ferðin á Nicholson er svo mikil og þeir rekast á og fær Nicholson eina byltuna enn. Heltist hann nú meira en áður, en lagast þegar frá líður. J?orsteinn Einarsson kemst nú í færi við mark Skotanna, en Blair rétt nær til knattarins með hendinni og rekur liann ut fyr- ir marklínu í horn. Gísli tekur hornspyrnuna og setur knött- inn laglega fyrir niark, en Hans Kragli skallar yfir stöngina. Nú gengur á ýmsu. I þessum liálf- leik eins og liinum fyrri reynir mikið á framverði livorltveggja liðsins. Leikur Skotanna ber þó af leik A-liðsins, sérstaklega er Rankin alstaðar nálægur og alt- af liárviss í meðferð sinni á knettinum, en leikur framvarða A-liðsins virðist vera nieira af striti en viti, og eiga þeir sinn þátt i því að leikar fóru svo ójafnt. pað nægir ekki áð fram- verðir séu sterkir menn, þeir verða einnig að vera lægnir og liprir og kunna að nota samleik við framherjana, hvort sem um vörn eða sókn er að ræða. En liér skorti mikið á hjá A-liðinu í gærkveldi. Annað mark Slcotanna gerir Nicholson eftir sendingu frá Devlin þegar 22 mínútur eru af hálfleik. Eftir það fer leikurinn til muna að liggja á A-liðinu. J?ó gera íslendingar hörð upplilaup við og við. Sigurður Sigurðs- son nær sendingu frá J?orsteini og liefir opið mark, en Mac Leod er alveg á hlið og Sigurður spyrnir utan hjá. J?egar 8 mín- útur eru eftir af leik, sendir O’Hara knött til Nicholson, sem spyrnir af miklu afli beint í markásinn, Nicholson ætlar að skalla inn, en pórir kemur höggi á knöttinn og bjargar marki. Rétt á eftir tekst Mac, Farlaue að senda til Delvin, sem skorar þriðja mark Skotanna. Leikurinn endar með liörðu upphlaupi Skota. L. S. Gistihúsið við Þrastaskúg. —o— Ungfrú Elín Egilsdóttir, veit- ingakona, bauð blaðamönnum í gær að skoða hið nýja gisti- liús sitt, er liún liefir reist, skamt frá Sogsbrúnni, hjá Þrastaskógi. — Lagt var af stað frá Reykjavík kl. iy2 og kom- ið austur kl. 3%. — Þá var matur framreiddur og sest að snæðingi. Eftir það var farið að skoða húsið. Það snýr frá vestri til austurs, og er 16,54 m. á lengd og 8,40 m. á breidd. Steyptur kjallari er undir hús- inu, og i honum eru búr, klefi fyrir frvstivélar, geymsla, ljósamótor, þvottahús o. fl. Á liæðinni er stór forstofa, bvgð við aðalhúsið, og inn úr henni er gengið í veitingasalinn, sem er 7,10 m. á lengd og 5,60 m. á breidd, og liggur mót suðri. Er salur þessi mjög vistlegur og loftið haglega skreytt. Úr Joess- um sal er gengið inn í rúmgóða stofu, mjög vistlega, er snýr eins og veitingasalurinn, en er dálítið minni: 4,57 m. á lengd 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedalíur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannaS aS VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. það marg borgar sig. í heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.