Vísir - 30.08.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 30.08.1928, Blaðsíða 3
VISIR BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstíg 37. Sími 2035. Kri-jtaltúttur mjög sterkar, aðeins 25 au. pr. stk. , i nnn—ti III Ný PontiaC'bitreið - lokuð - með 4 hurðum, til sölu af sórstökum ástæðum. Semjið við Tryggva As- grímsson Hverfisgötu 16 B. St. Minerva nr. 172 ' heldur funcl anna'S kveld kl. SJ4- Knattspyrnumót Rvíkur. 8. kappleikur mótsins fór fram í gærkveldi. Fóru leikar svo, aS Valur a-liö sigraöi 1>liö Vals meö ■6 geg'ii 3 mörkum. -—• í kveld kl. bjú keppa a- og b-liö K. R. Nýja Bíó sýnir þessi kvöldin hina ágætu tnynd Carmen. ■Gamla Bíó sýnir gamanmyndina Svei, svei Rósa. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá Z. og Þ., 10 kr. frá ónefndum, kr. 1,50 frá ’N. N. í Keflavík, 2 kr. frá Fjólu, 40 (fjörutiu) kr. frá H. H. Magnús Egilsson steinsmiður, Suðurpól, sjötugur í dag. —o— Nöfn þeirra manna, sem viö anargt eru riðnir, fara víða og inna .af hönduni mörg opinber störf, lifa svo að segja á hvers manns vörum. Hínir, sem fáu sinna, eru næstum alla æfina á sömu þúfunni og beina huganum tæpast út fyrir daglegan verkahring, eru oft með öllu .gleýmdir, þegar þeir eru komnir undir græna torfu. Þvi er sem sé oft veitt miður eftirtekt en skyldi, að smátt merkir stundum „stórt“. Eitthvað á þessa leið kom mér i hug, þegar eg vissi, að Magnús Egilsson steinsmiður átti sjötugs- afmæli í dag. Verkin, sem eftir hann Uggja, bæði á sjó og landi, eru í alla staði þess verð, að þeim •sé ekki gleymt sama daginn sem hann kveður þenna kalda heim. Magnús er fæddur á Þorgríms- stöðum í Hjallasókn í Ölfusi 30. Ag. 1858. Litlu siðar fór hann meö foreldrum sínum að Gerðakoti i sömu sókn, sem í það mund byrj- uðu þar búskap. Hjá þeim dvaldi .hann til 16 ára aldurs. Þá fór hann vistferlum til Finnboga bónda Árnasonar á Syðri-Reykjum í Mosfellssveit. Var Magnús þar vinnumaður í fjögur ár og reri þann tíma allar vertíðir ársins hjá 'Þórði heitnum i Ráðagerði á Sel- íjarnarnesi. Fram úr því var hann svo vinnumaður hjá Þórði eitt ár. Áður en Magnús fór frá föður •sínum, mun hann eitthvað hafa vanist við sjó hjá honum, því að hann var mörg ár formaður í Þor- Jákshöfn. Egill, faðir Magnúsar, hafði orð á sér fyrir það að vera mjög laginn og séður til allra verka, sem hann gekk að, Hygg eg, að Magnús Egilsson beri þar ein- hvern keim af föður sínum sáluga.. Nú hneigðist hugur Magnúsar aftur að sveitalífinu, svo að hann réðist vinnumaður til Halldórs Halldórssonar á Vatnsleysu í Bisk- upstungum, sem þá bjó þar viður- kendu rausnarbúi og alinent nefnd- ur „Halldór ríki“. Þarna var hann i samfleytt fimm ár og var þá til sjóróöra á vetrum í Þorlákshöfn. Fékk Magnús Egilsson þá þann vitnisburð, að hann væri lang lið- tækasti maðurinn, sem þá færi þar á flot í fiskivoðum. Eg leyfi mér að tilfæra hér eina sögu af sjóferð- um hans á þessum árum: Einu sinni þraut salt á Eyrar- bakka. Var þá lcitað til Þorláks- hafnar, að fá salt þaðan. Jón frá Norðurkoti á Eyrarbakka var þá fenginn til að ílytja einn skips- farni austur eftir. Var hanu nafn- kunnur formaður og sjógarpur. Hóf hann þessa för einn sunnudag laust eftir páska. Sumir af mönn- um hans skáfust úr leik að íylgja honum. Þóttust frjálsir að neita á helgum degi. Fékk Jón þá eitthvað af mönnum af öðrum skipum, og var Magnús Egiísson einn i þeim hópi. Landsynningur var og útlit fyrir aS hvessa mundi og þyngja i sjóinn. Var.því tekinn „barnings- róður“. Þegar komið var austur undir Eyrarbakkasund, var það sýnilega ófært, enda var þá komið sterkviðri og sjór orðinn úfinn. Formaður sat þögull við stýrið og ætlaði að leggja hiklaust á sundið. Þetta álitu skipverjar hið mesta óráðsflan og lmgðu sina daga talda. En hvað skeði? Þá stóö Magnús Egilsson upp, skipaði að varpa salt- inu í sjóinn upp á sína ábyrgð, og snúa síðan við út i Þorlákshöfn. Þessu var tafarlaust hlýtt. En á meðan verið var að „létta“ skipið og breyta um stefnu, þótti sem það mundi þá og þegar ganga undir. Var svo haldið til Þorlákshafnar undan sjó og vindi. Og þá var það hjálpin í lendingunni, að fjöldi manna stóð í vörinni og tók á móti skipinu, þegar það kendi grunns að framan. Hvað mannlega ráðstöfun snerti, var það allra álit, að hér hefðu 17 menn átt algerlega Magn- úsi Egilssyni líf sitt að þakka. — Á Vatnsleysu kyntist Magnús stúlku þeirri, sem síðar varð eigin- kona hans. Hún hét Jóhanna Guð- ríður Sigurðardóttir, ættuð frá Jaðri í Hrunamannahreppi. Þau fluttust svo til Reykjavíkur og giftust þar. Bjuggu þau sarnan i hjónabandi í 10 ár hér í Rvík. En eftir þriggja ára legu misti Magn- ús konu sína frá fjórum sonum þeirra í ómegð. Þessir synir Magn- úsar eru: Ágúst, Magnús, setu báð- ir eru verkstjórar hér í borginni, þá Eiríkur, meðlimur í hljómsveit Reykjavíkur, og Sigurður, sem nú er erlendis. — Magnús er nú bú- inn að vera ekkjumaður í 28 ár og á þeim tíma komið sonum sínum vel til manns. Eftir að Magnús Egilsson kom til Reykjavíkur, byrjaði hann að stunda steinsmíði hjá Júlíusi Schou, sem margir kannast við. Hefir hann nú verið við þá iðn í 36 ár. Þeir, sem ganga hér um göt- ur borgárinnar, munu tæplega fara langan spöl svo, að ekki verði und- ir fótum þeirra steinar, sem ]>ang- að eru komnir beint eða óbeint úr höndum Magnúsar. Ný'lega hitti eg Magnús að máli. Mintist hann þá lítið eitt á sum at- riði úr liðna tímanum. Meðal ann- ars sagðist hann þakka öllum fyrir samferðina, sem með sér hefðu ver- ið á genginni leið, en þó einkiun og scrstahlega hr. Knud Zimsen borg- arstjóra í Reykjavík. Og fanst mér hann leggja áherslu á það. Guð blessi Magnús Egilsson á ófarinni braut! Jón frá Hvoli. Mi ber -- barður vetor. —o-- í ungdæmi minu trúði sumt gamla fólkið því statt og stöð- ugt, að þegar mikið væri um ber að sumrinu, boðaði það ávalt barðan 'vetur. — Man eg sérstaklega eftir einum göml- um manni, sem fullyrti með miklum sannfæringarkrafti, að það hefði aldrei brugðisl og gæti ekki brugðist, að eftir mik- ið berjasumar kæmi fimbulvet- ur og því harðari yrði hann og grimmari, þvi meiri sem væri berin. Sagðist gamli maðurinn hafa veitt þessu athygli alla sína löngu ævi, en á undan sér faðir sinn og afi og allir for- feður. Eg minnist þess ekki nú, að nokkur yrði til þess, að and- mæla þessari skoðun karlsins og fullyrðingum, en ekki varð eg þess var, að hændur tæki neitt tillit til herja-mergðarinn- ar að sumrinu, er þeir settu á heyin að liaustinu. Samt létust margir vera þeirrar skoðunar eða jafnvel trúa því fastlega, að mikil her hoðuðu áreiðanlega harðan vetur. — En gamli mað- urinn, sá er eg nefndi áðan, pré- dikaði stinningsþétt í réttunum á haústin, ef her höfðu verið með meira móti að sumrinu, og livatti hænciur til gætilegrar ásetningar, „því að nú væri fimbulvetur í aðsigi og hafþölc af ís til fardaga.“ En á næsta hæ var annar gamall karl og hann var ekki alveg sömu skoðunar um berin. Taldi hann það einstaka heimsku og lijátrú, að láta sér detta i hug, að krækiber eða hlá- her gæti nokkur hoð borið til mannanna um tíðarfar á næstu misserum. Hann sagðist nú vera orðinn gamall í hettunni og mörgu bafa athygli veitt um dagana og það gæti liann full yrt af reynslu sinni, að berin segði ekkert til um bafísa og óáran. — peir, sem á slíkt tryði, væri blátt áfram aumkunar- verðir garmar og fáráðlingar. E'n sjálfur gæti hann ávalt sagt til um veðrafar á komanda vetri með svo mikihi vissu, að elclci skeikaði. — Eg spurði hann einusinni að því, hvernig liann færi að því að vita með öruggri vissu um tiðarfarið, svona löngu fyrirfram. petta var að liaustlagi skömmu eftir réttir. „Komdu eftir helgina, stúfurinn minn,“ sagði karlinn, „og þá skal eg segja þér hvernig tíðin verður i vetur og svo get- urðu sagt pabba þinum það. Hvergi eins gott: Spikfeitt dilkakjöt, nýtt kjötfars og fiskfars, lifur, hjörtu. svið, ný- lagaðar Vínarbjúgur, súr hvalur, glænýtt smjör. Þeir, sem kunna að meta góða vöru kaupa í Kjötbúð Hafnarfjarðar. Hahn tapar varla á þeim upp- lýsingum, karlskepnan!“ Eg fór til hans eftir helgina. Karl var þá mjög alvarlegur í bragði og sagði, að nú væri ilt í efni. Hann sæi ekki betur, en áð veturinn mundi leggjast að mjög bráðlega, með stórhrið- um, frostliörkum og fannkomu, en síðan vrði óslitinn illviðra- bálkur til fardaga að minsta kosti. „Og nú skaltu segja pahba þínum að skera og skera alt hvað af tekur, þvi að það er betra en að strádrepa skepnurn- ar úr hor í vor.“ — Eg spurði, livernig liann færi að vita um þessi óttalegu harðindi, og hvort liann vissi þetta alveg áreiðan- lega. — „Já — eg held nú það — aldeilis eins og Guð er uppi yfir mér,“ sagði gamli maður- inn. „Og nú skal eg segja þér, hvernig eg fer að því að vita þetla. Eg spái í garnir, drengur minn. pað er list út af fyrir sig. Og eg segi þér alveg gull- satt, að mér liefir aldrei skjátl- að.“ — Eg glápti á karlinn. Eg hafði aldrei heyrt þessa garna- spádóma nefnda og var mjög undrandi. — ,,.Tá, það er von að þú sért hissa. petta er sérstök náðargáfa. sem. engum blotnast nema fáeinum útvöldum. Lik- lega er eg nú eini maðurinn á öllu landinu, sem kann þessa íþrótt, síðan faðir minn sálugi dó. — Athugi eg garnirnar úr gamalli kviarollu á blóðvelli, sé eg undireins livernig veturinn muni verða. Eg sé fannalögin, hriðarnar, hafísinn og alt sam- an.“ — Eg yinpraði þá eittlivað á því, að mig liálflangaði til að fá að læra þessa merkilegu íþrótt. En við það var ekki komandi. — „Dettur þér virki- lega í hug, stúfurinn minn, að eg sleppi öðru eins og þessu við þig, óvitann ? — Nei-nei-nei-nei! Nefndu það eldd við mig. parna má engu muna, eins og þú ætt- ir að geta skilið, ekki einu sparði auk lieldur meira, því að þá getur spádómurinn orðið bringa-vitlaus. Eg held lielst, að eg triii engum fyrir leyndar- málinu að mér látnum. pað fer þá í gröfina með mér, eins og sumt annað.“ Veturinn leið og var einn hinn hesti í manna minnum. Eg hitti karlinn um vorið og sagði eittlivað á þá leið, að ekki hefði nú „garna-spádómurinn“ ræst sem best. — „Og minstu ekki á það ógrátancíi,“ sagði karlinn, „eg fór í vitlausan enda, og það hefir aldrei hent mig fyr. Líklegast þykir mér að eg sé nú lirað-feigur. Ójá, stúf- urinn! Ekki er lán lengur en léð er!“ — En karlinn lifði mörg árin eftir þetta og lék sér að því, að spá í garnir á hverju einasta hausti. Nú er óvenjumikið um ber í sumar og ætti þá, samkvæmt ifiis-kall gerir alla glala. gamalli trú, að vera von á grimmum vetri og hörðum. — Eg hygg nú reyndar, að trúin á það, að berja-mergðin sé ör- uggur leiðarvísir í þeim efnum, sé heldur tekin að clofna. — Og um „garna-spádóma“ liefi eg tæplega heyrt getið, síðan er Gvendur gamli gekk veg allrar veraldar fyrir rúmum fjörutíu árum. Norðdælingur. Hitt og þetta. Golf straumurinn. Það vakti mikla athygli i Lundúnum í byrjun ágústmán- aðar, er tveir kunnir breskir skipstjórar, sem um langt skeið hafa siglt skipum símim á milli Evrópu og Ameríku, tilkyntu að í miðju Atlantshafi hefði Golfstraumurinn breytt um stefnu, færi þar i hálfhring og svo i vesturátt, í stað þess að áður fór liann í austur. Vöktu fregnir þessar allmikla athygli og kom í ljós ótti um, að loftslag myndi kólna á Bretlandseyjum. Sir Napier Shaw, kunnur veðurfræðing- ur, kvaðst aldrei hafa beyrt getið um slika breytingu á Golfstraumnum fyrr, en eigi væri ástæða til þess' að ótlast veðurfarshreytingu af þessu. (FB). Itölsk flugfélög fluttu 12.517 farþega árið sem leið. Engin slys urðu. Flogið var alls 10.000 stundir, alls um 800.000 énskar mílur. Auk far- þeganna voru flutt í flugvélum félaganna 122 tonn af farþega- flutningi, sjö tonn af pósti og 37 tonn af ýmiskonar verslun- arvarningi. (FB.). Forsetakosningarnar. Kunnur hlaðamaður ame- rískur, Marlc Sullivan, sem er stjórnmálaritari merkra blaða í Washington, hefir látið í ljós þá skoðun sína, að meiri þátt- taka verði í forsetakosningun- um í ár en nokkuru sinni fyrr í sögu Bandaríkjanna. Gerir liann ráð fyrir, að 35 miljónir kjósenda muni neyta atkvæð- isréttar síns. (FB.). Sagnfræðingaþingið í Ósló. Sagnfræðingar frá 29 þjóð- um sóttu alþjóðaþing sagn- fræðinga, sem liófst i Ósló 14. ágúst. Þetta er sjötta alþjóða- þing sagnfræðinga, sem hald- ið er. Verndari þingsins er Hákon VII. Norð 1 n a n n akon- ungur. — 1 maí 1926 var stofn- uð í Genf alþjóðlega sagn- fræðivisinda-nefnd, sem gengst fyrir þinghaldinu. „The Laura Spellman Rockefeller Memori- al“ gaf nefndinni 25.000 doll- ara til eflingar sagnfiæðileg- um vísindum með alþjóðlegti samvinnu. (FB.),

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.