Vísir - 03.09.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 03.09.1928, Blaðsíða 2
VISIR Höfum fengið: GARNASALT. Einnig hentugt sem smjörsalt og matarsalt. Fyrirliggjandi: Hrísgrjón pól. 2 teg. og ópóleruð — Hrísmjöl og Kartöflumjöl, Superior. A. Obenliaupt. Öræfaferðir. Umboðsmenn General Motors bifreiða: Jóh. Ólafsson & Co., Rvík. Bindigarn fypipliggjandi, ÞÖRÐUR 8VEIN880N & 00 Enskir Linoleumdúkar Afbragös teg. Afar ódýrir í Versl. B. H. BJARNASON. eru seld fyrir liálfvirði lijá- H. P, Duus, Símskeyti Khöfn, 2. sept. F. B. Amundsen látinn? Flothylki fundið af flugvél Amundsens. Má telja. víst, að þeir félagar hafi farist. Frá Osló er símað: Fiskiskip- ið Brodd hefir fundið flothylki undan flugvél nálægt Fugleö, en til eyjar þessarar er fimm klst. sigling frá Tromsö. Norsk- ir og franskir liðsforingjar hafa skoðað flothylkið (pontoon). Álíta engan vafa á því, að það sé undan flugvél Ámundsens, Latham. Flothylkið er málað blágrátt eins og Latham. Neðan á flothylkinu er dálítil málm- plata. Forstjóri flotastöðvar- innar í Bergen segir, að málm- platan hafi verið sett á flot- liylkið í Bergen. F.r þess vegna alment álitið, að Ámundsen og félagar hans hafi druknað. Sér- fræðingar álíta sennilegast, að flugvélin liafi farist skamt frá Noregsströndum þ. 18. júní. „Strassburg“ er á leiðinni til Tromsö. Frá Genf. Frá Genf er símað: Nefnd sú, sem þjóðabandalagið skipaði til þess að undirbúa alþjóðasamn- ing um eftirlit með vopnafram- leiðslu hélt fnnd í vikunni sem leið. Samkomulag hefir ekki náðst, þareð Bretland, Frakk- land, ítalía og Japan vilja ekki fallast á víðtækt eftirlit með Vopnaframleiðslu lianda land- lierjum. Fáir menn hér á landi munu hafa meiri mætur á fjallaferð- um en Gúðmundur Einarsson listamaður frá Miðdal. Hann liefir oft hvatt menn til þess að ganga á fjöll og kynnast ör- æfum landsins, og ekki lætur hann sjálfur sitja við orðin ein. Hann er liinn vaskasti ferðamaður og víðförull mjög, hefir hæði ferðast ntan lands og innan, og mun leitnn á þeim manni, sem knnnngri sé en liann á öræfum Islands. I siiniar hefir liann tvívegis farið um fjöll og firnindi og sagði hann Vísi svo frá þeim ferðum sínum: „Um þessar tvær ferðir mín- ar í sumar get eg með sanni sagt, að það hafi verið ein- liverir þeir fegurstu sólardag- ar, sem eg hefi lifað. Lengst dvaldist eg við Hvítárvatn og Fögruhlíðar og á ofanverðri Arnarvatnsheiði. Fyrri ferðin var kringum Langjökul. Þá var kona mín með í för. Hún hefir ferðast mikið um fjöll erlendis, en óviða fundist fegurra og ein- kennilegra en hér. Við geng- um á Langjökul úr Fögruhlíð- nm; þaðan er dásamlegt út- sýni yfir austuröræfin. Meðal annai-s sem við sánm nýstár- legt i þessari ferð, voru þrjú hreindýr á Kili, og í Þjófadöl- um sáum við snæuglu. í seinni ferðinni voru með mér þeir Ósvaldur Knudsen og Þórarinn Arnórsson. Við fórum af Landi með 9 liesta til Fiskivatna liinna eystri og dvöldum þar í tvo daga. Þar er indælt að koma. Mitt í sand- auðninni liggja vötnin, inni- lukt háum öldum og hrunn- um fjallahryggjum. Jurtagróð- ur er ])ar þroskameiri og feg- urri en víðast hvar i öræfum, og veiðin í vötmmum ótrúlega mikil. Þaðan fórum við aust- ur að Vatnajökli; ætluðum að Langasjó, en okkur hrást gras við Tnngnaárhótna. Yfirleitt eru öræfa-ver mjög víða gróð- ursnauð þetta sumar, vegna þurka og af sandfoki. Þá stefndum við á Hágöngur við Tnngnafellsjökul og liöfum sennilega komið að gjá þeirri, sem sendiherra Dana, Fon- tenav, hefir skrifað um og kallar Heljargjá. Eg lít svo á, að þetta sé ekki gjá, heldur landsig, allbreitt víða. Ekki varð okkur það neinn farar- tálmi. Allvíða eru á þessari leið vörður á öldukollum og hól- um. Iiagleysið er bagalegt, og lítið nm vatn. Allgott vað er á Köldukvísl, ofan til við. Sauðafell, og þaðan skamt í Illugaver. Yfir Þjórsá fórum við á móts við Arnarfell hið mikla, og gengum á fjallið. Þar er livannstóð mikið og hlíðarnar litaðar af hlómum. I Nauthaga dvöldnm við tvo daga. Þar er störin mittishá og lieitar laugar, sem langferða- mönnum eru þægilegar. Það- an gengum við á Ilofsjökul. Af honnm sér maður Skjaldl)reið, suður til Tindafjalla og norð- ur til Dyngjnfjalla. Jöknllinn var allvíða sprunginn og illur vfirfcrðar sunnan til. Ur Naut- haga fórum við sem leið ligg- ur í, Þjórsárdal. Mikið hefir verið látið af hinni stórkost- legu fegurð dalsins, en ekkert nm of. Söknm hitanna voru vötn öll mikil og víða illfær. Það væri nauðsyn að fjölga ferjum á vötnnm hálendisins, því að sum þeirra geta orðið alveg ófær þessa 2 sumarmán- uði, sem lieppilegastir eru til ferðalaga.“ Guðinundur gerði allmikið af myndum á þessu ferðalagi, og hýst við að halda sýningu á þeim og fleiri mvndum í haust. Knattspyrnumötið. —O--- Víkingur vinnur K. R. með 3: 2. Fyrir kappleikinn í gær hafði K. R. 6 stig, en Víkingur 4 stig á knattspyrnunióti Reykjavíknr. en eftir kappleikinn' eru félögin jöfn að stigatölu, þvi að Víkingur vánn K. R. og bætti þannig við sig 2 stigum. Verða því félögin að keppa aftur til úrslita. Fyrri hálfleikur 3: 0. Vindur stendur skáhalt á mark K. R. og þeir eiga að sækja móti sól á milli skúra. En alt aö einu ætlar K. R. sér að eiga sóknina í byrjun hálfleiksins. Þeir fá þó ástæðu til þess að sjá eftir slíku ofurkappi, því að vindur og varn- arlið Víkings hrinda áhlaupum þeirra, sem voru mörg skæð fram- an af hálfleik. Víkingar virðast eigi vera í essinu sínu, eru hikandi og ósamtaka, en sókn K. R. stappar í ]>á stálinu og 10 mínútur af leik hafa þeir náð yfirtökunum á K. R. 13 mín. af leik stöðvar Björn Fr. Björnsson bakvörður hjá Vík- ing knöttinn og sendir hann í lofti yfir endilangan völlinn, inn fyrir bakverði K. R. Eiríkur Þorsteins- son, markvörður, hleypur úr marki á móti knettinum, en missir hans og Tómas eins og örskot fram og skorar fyrsta mark Víkings. Rétt á eftir stöðvast upphlaup lv. R. á hendi, sem Gísli Guðnuindsson gerir skamt frá marki Víkings. I lok hálfleiksins sækir Víkingur fast á K. R. Ragnari Péturssyni tekst í þeirri hríð að hjarga marki, en skömmu síöar leggur Helgi Eiríksson knöttinn fyrir Tóntas, sent skorar mark annað sinn, og mínútu síðar verður horn hjá K. R., sem Þórður Thoroddsen tekur mjög laglega, en Helgi Eiríksson hætir ])ví við, sem upp á vantar, og skorar mark. Síðciri hálfleikur o: 2. K. R.-menn hafa sjálfsagt hugs- að til hefnda er þeir fengu vindfnn með sér í síðari hálfleik, enda lá knötturinn nærri óslitið á vallar- helmingi Víkings. En Vikingar vilja ekki láta sinn hlut og verjast af kappi. Þórir Kjartansson, mark- vörður þeirra, hjargar hverju rnark- inu á fætur öðru. í síðari hluta hálfleiksins ber á þvi, að Víkingar verjast nteð útafspyrnum, en það var öldungis ó]tarfi, ]tví að í upp- hlaupum, sem þeir gerðu í hálf- leiknum sýndu ])eir, að þeint var önnur vörn lagnari, og ntunaði minstu í einu upphlaupinu að þeir gerði fjórða markið hjá K. R. Hálfleikur hyrjar með upphlaupi Víkings, en K. R. nær fljótlega yfirhöndinni og 14 mínútur af leik skorar Gisli Guðmundsson rnark úr þvögu frarnan við Víkings-ntarkið. Leikur stendur þá þannig, að Vík- ingar hafa 3 mörk gegn einu þang- að til ein mínúta ér eftir af leik, en ])á verða tvö horn í röð og eftir síðari hornspyrnuna tekst Daníel Stefánssyni aö skalla knöttinn í rnark. L. S. Utan af Iandi. Seyðisf. 1. sept. FB. Þ. 18.—25. ágúst liafði Kven- félag Seyðisfjarðar heimilis- iðnaðarsýningu hér. Var henni smekklega fyrir komið og inargir góðir munir á henni. Guðmundur bifreiðarstjóri í Reyðarfirði kom hingað í hif- reið yfir Fjarðarlieiði. Var sex klukkustundir frá Egilsstöð- um, Fardagafossbrekkuna of- Kolynos tannkrem er hragð- gott og liressandi, það lireinsar tennurnar afar vel og drepur sóttkveikjur, sem eyða þeim. pað leysir hverja ögn af mat- arleyfum, svo munnur yðar er algerlega lireinn og sótthreins- aður eftir notkun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.