Vísir - 03.09.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 03.09.1928, Blaðsíða 3
VISIR anfjalls nokkuð á þriðju klukkustund. Hafði menn sér til aðstoðar. Upp yfir næsta dag, 4 stundir á Egilsstaði. Gekk vel. Grænlandsfarið Gustav Holm kolaði hér þ. 24.—25. ágúst. Á skipinu voru tveir Bskimóar, sem fara lil Danmerkur til þess að læra til prests, annar prestssonur frá Scoresbysund. Fiskafli nokkur. Síld engin. Eftir liöfuðdag sunnanátt, ÆÓl og þurkur. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 st., Isa- firði 8, Akureyri 12, Seyðisfirði 14, Vestmannaeyjum 11, Stykk- ishólmi 10, Blönduósi 10, Rauf- .arhöfn 10, Hólum í Hornafirði 10, Grindavík 10, Færeyjum 11, Julianehaab 6, (engin skeyti frá Angmagsalik), Jan Mayen 6, Hjaltlandi 13, Tynemouth 14, (engin skeyti frá Eaupm.höfn). Mestur liiti hér í gær 14 st., minstur 9 st. Úrkoma 7,2 mm. Djúp lægð fyrir norðaustan land á leið til norðausturs. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: í dag allhvass og hvass vestan. Skúr- ir. í nótt sennilega allhvass norðvestan. Breiðafjörður: í . dag hreytileg átt. Skúrir. í nótt sennilega allhvass norðvestan. Vestfirðir: í dag og nótt all- hvass og livass norðan. Skúra- •veður. Kaldara. Norðurland, norðausturland: í dag allhvass suðvestan. Skúraveður. I nótt sennilega allhvass norðvestan. Úrkoma. Kaldara. Austfirðir: í dag óg nótt alllivass vestan og norðvestan. Úrkomulítið. Suð- austurland: f dag livass suðvest- an. f nótt minkandi vestan og norðvestan átt. Sumstaðar skúr- ír. Axel Thorsteinson forstjóri Fréttastofunnar, fekk fyrirspurn í morgun frá London um það, hvort liingað hefði horist skeyti frá Græn-" landi, er segði Hassel kominn fram þar vestra. — Má því ætla, að slík fregn hafi borist þaðan, en ekki hefir hún verið send um ísland. Bréf frá skrifstofu sendiherra Dana barst Visi í morgun ásamt grein úr norsku blaði um flagg- jnálið í Færeyjum. Verður hún birt i blaðinu á morgun. Jónas H. Jónsson fasteignasali er nýkominn úr ferð norðan úr Húnavatnssýslu. 70 ára er i dag Guðlaugur Hannes- son, Urðarstíg 8. I Templar, sem nýlega er kominn út, er sagt frá því, að stórstúkan hafi ákveðið að Templarar gangi skrúðgöngu á pingvelli 1930, og siðan i Reykjavík, meðan flestir hátíðagestir eru viðstadd- ir þar. Fjögur ár eru i dag síðan Mr. Howard Little settist hér að til þess að kenna ensku og sem fregnritari enskra blaða. Á þessum tima hafa yfir 300 manna notið til- sagnar lijá honum og hefir ald- ur nemendanna verið frá 6 ár- um til 60, eða þó vel það. Er ekki efi á því, að Mr. Little hef- ir unnið hér liið þarfasta verk með kenslu sinni, enda hafa eigi allfáir af fremstu mentamönn- um bæjarins haft tilsögn hjá honum. þá er og vist, að við höfum ástæðu til þess að vera honum þakklátir fyrir fregnrit- arastarfið, þvi með skrifum sínum hefir hann áreiðanlega stuðlað eig'i lítið að þvi að vekja athygli landa sinna á okkur og fræða þá um hagi okkar, at- vinnulíf. framkvæmdir og verslunarmál. Greinar lians um fslandsmál hafa birst i Times, Spectator, Truth, Financial Times, Tlie World Today, Com- mon Weal og fleiri blöðum og tímaritum. Observator. Skipafregnir. Gullfoss kom til Kaupmanna- liafnar á föstudaginn um lcl. 6 að kveldi. Brúarfoss kom til Aberdeen í gærmorgun. Esja var á Blönduósi í morg- un. Dronning Alexandrine kom til Kaupmannahafnar kl. 8 i morgun. Botnia kom liingað laust fyrir hádegi í gær. Meðal far- þega var ungfrú Liv Ellingsen og allmargir enskir ferðamenn. Sundmótið á Álafossi fór mjög vel frani í gær, og voru þar sýnd margs- konar sund og sundæfingar. Veður var mjög óhagstætt og dró það úr aðsókninni. Skemtun kvennaheimilisins fór fram í gær eins og áform- að hafði verið, þrátt fyrir af- leitt veður. í gærmorgun voru veðurliorfur engan veginn góðar, en þó leit ekki út fyrir að verða mundi gjörófært, og vildu forstöðukonurnar því ekki láta undan síga fyrir veðr- inu. — Kl. 3 lagði siðan skrúð- fylking af stað frá Iðnaðar- mannahúsinu. Gengu skáta- stúlkur fremst, en á eftir þeim kom bifreið, sem hafði verið búin eins og víkingaskip, með gapandi trjónum, og var mjög haglega frá því gengið. En á eftir kom önnur hifreið, al- skreytt hlómum. I fvrra skip- inu sátu allmargar konur, bún- ar að fornum sið, og féll gullið hár um herðar niður. Bar ein mjög af hinum, og þóttust fróð- ir menn þar þekkja Hallveigu, kouu Ingólfs landnámsmanns. En i stafni sat kallari, sem hvatti menn til.að hjálpa til við bygging Hallveigarstaða. Þessi fylking fór um nokkrar götur og horfði múgur manns á, þótt rigning jrrði loks svo mikil, að ófært mætti teljast utan dyra. Fór svo að lokum, að sá varð einn kostur nauðugur, að tjalda svörtu á víkingaskipinu, til að verjast ágjöfinni. Varð þar að leita aðstoðar hjánútímamenn- ingunni, því að tjaldað var með regnhlífum. — Loks var numið staðar á Hallveigartúni við Arnarhól. Þar setti frú Stein- unn Bjarnason hátíðina, en frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir héldu ræður. Hljómsveit Reykjavíkur liafði lofað að spila, en lagði ekki út í rigninguna. Varð því ekki af því atriði skemtiskrár- innar. Veilingar voru í tjöldum á túninu, og danspallur, er tjaldað var yfir. Var aðsókn mikil að danspallinum, og komust færri að en vildu. Lif- andi blóm voru seld á götUn- um, til ág'óða fyrir Hallveigar- staði, og seldust þau öll á skömmum tíma. — Allar þær konur, sem að þessu unnu, gerðu það með hinum mesta sóma og prýði, en veðráttan varð til stórspillis og dró mjög úr þeim ágóða, sem Kvenna- heimilið hefði ella haft af þessu. Knattspyrnumót II. flokks hófst í gær með kappleik milli Fram og pjálfa, félags úr Hafnarfirði. Lauk kappleiknum með sigri Fram 3 : 0. Veður var mjög óliagstætt svo að leikur- inn var ekki eins góður og hann hefði ella getað orðið. Hafnfirð- ingar voru auðsjáanlega óvanir vellinum og átti Fram yfirhönd- ina i leiknum. Kept var um „Kna ttspyrnumanninn“, styttu, sem Valur vann í fyrra. 5 félög taka þátt í mótinu: Fram, K. R., Valur, Víkingur og þjálf i. I kveld kl. 6 keppa K. R. og Vík- ingur. Aðgangur kostar 50 aura fvrir fullorðna en ókeypis fyrir börn. þýskur botnvörpungur kom hingað í gær til þess að leita sér aðgerðar. Byggingu barnaskólans nýja í Skólavörðuliolti miðar vel áfram. Verður liann ekki hærri, og er nú verið að slá upp mótum fyrir múrbrík sem á að vera á þakbrúninni. Ekkert ris verður á húsinu. Verð á aðgöngumiðum að konsert frú Annie Leifs er kr. 2,00, 2,50 og 3,00. E.s. ísland kom frá Kaupmannaliöfn í gær. Meðal farþega voru: Hall- dór Sigurðsson, P. Petersen og frú, Marteinn Einarsson kaup- maður, Davíð Stefánsson, ung- frú V. Meinliolt, Gustav Funk kaupm., frú G. Valfoss, ungfrú Helga Ivrabbe, Ivamilla Ólafs- son, j'rú Margrét Leví, Benedikt G. Waage og frú, Benedikt S. pórarinsson kaupm., 0. J. 01- sen, Obenliaupt, Sig. Guð- mundsson, Ólafur Jónsson vél- stjóri, frú Sigriður porláksdótt- ir, frú P. Muller, Einar Árna- son, Sigm. Jóhannesson, Mar- grét porkelsdóttir, S. H. Björns- son o. m. fl. — Skipið fer til Norðurlands annað kveld. Lömb hafa verið flutt liingað í flutningabifreiðum undanfarin sumur, og þykir það betri meðferð en að reka þau langar leiðir. En nákvæmni þarf aS hafa við þessa flutn- inga, ef vel á að fara. Nýlega tókst svo illa til, að lamb drapst í einum þessum flutningavagni, og var það skoðun þeirra, sem málið atliuguðu, að öruggara væri að liafa tvær stíur á vögn- unum, til þess að afstýra slík- um slysum. Ef vel væri, þyrfti og að vera inaður i vagninum með bifreiðastjóra, til þess að íafa gát á lömbunum. í rign- ingum þyrfti og að strengja segl eða striga yfir vagninn. — peir, sem lömb flytja til bæjarins, taka þessar bendingar væntan- lega til greina. Áheit og gjafir til Frikirkjunnar í Reykja- vík, afhent Ásmundi Gestssyni, 10 kr. frá „2+9“, 5 kr. frá konu. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi, 5 kr. frá S. E. (gamalt áheit), 10 kr. frá G. G. (gamalt álieit). Lög við ljóðaflokk (kantata). Undirbúningsnefnd Alþing- ishátiðar tilkynnir: Skorað er á þau íslensk tónskáld heima og erlendis, er vilja freista þess aö semja lög vi'ð ljóðaflokk þann (kantötu), er fluttur verður á Þingvöllum 1930, að senda há- tíðarnefndinni skriflega tilkynningu um það sem fyrst, og verður þeim þá sent afrit af ljóðum þeim, sem valin verða, jafnskjótt sem dómur er upp kveðinn, en það mun verða í nóvembermánuði næstkomndi. Tilkynningurini skal fylgja skuld- binding keppanda um að birta ekki kvæðin né láta af hendi eftirrit af þeim. Lögin eiga að vera samin fyrir „blandaðan" kór (sópran, alt, ten- ór, bassa) og litla symfóníu-hljóm- sveit, með allri þeirri tilbreytni unr notkun söngraddanna, sem ljóðin gefa tilefni tils og tóriskáldin kunna að óska. Piano-undirleikur skal þó talinn góður og gildur með þeirn skildaga, að höfundur beri kostn- aðinn af þvi að búa hann í hendur hljómsveit („instrumentera" hann), ef verk höfundar verður tekið til söngs við aðalhátíðina, og dregst þá kostnaðurinn frá verðlaunun- um. Lögin ber að senda Alþingishá- tíðarnefndinni fyrir 1. október 1929, nafnlaus, en merkt einkunn. Nafn tónskáldsins skal fylgja í lok- uðu umslagi, er merkt sé sömu einkunn og lögin. Fimm mánuðum áður, eða i síð- asta lagi 1. mai 1929,' skulu kepp- endur tilkynna nefndinni hvers af þeim má vænta, svo að hún geti gengið úr skugga um það, að verk- inu miði áfram. Hátíðarnefndin mun leggja til við Alþingi, að greiddar verði 2500 kr. (1. verðláun) fyrir þann lagaflokk, er kjörinn verður til söngs við aðalhátíðina, en 1000 kr. (2. verðl.) fyrir þann, sem næstur því kemst, enda ráöi hátiðarnefnd- in yfir báðum flokkum frarn yfir hátíðina, og er tónskáldunum sjálf- um óheimilt að birta lög sín, flytja eða láta aðra flytja þau opinber- lega fyrr en henni er lokið. Ef keppeendur kynnu að óska skýringa um einhver atriði, sem að ofan getur, má senda nefndinni til- mæli um þær, og mun hún þá sjá fyrir því, að upplýsingar verði gefnar, eins og um er beðið. FB. 1. sept. a*. Karlmanna- sokkar, ull, ísgarn og baðmull. Fjöl- breytt úrvál. - -- SÍNA.k 158:1358 'POCSOOÍSOOOÍ SC Sí Sí 5Í500000CXXXXX Stórt úrval af allskonar ^ Fataefnum nýkomið. VerSití lágt. Enn- fremur manchettskyrtur, enskar húfur, flibbar, háls- bindi. 0. m. fl. KomiS sem t fyrst. ö 8 1 G. B. Vikar. K Sími 658. Laugaveg 21. SOOOOOCSOCSOOOCSCSCSCSOOOOOOOOÓC Fylla við ísland. „Berl. Tid.“ skýra 15. ágúst frá starfsemi strandvarna- skipsins „Fylla“ í síðastl. júlí-' mánuði á þessa leið: „í júlí hefir varðskipið Fylla gegnt landhelgisstörfum við vestur-, norður- og suðurströnd Islands og kornið við í Reykja- vik, Hafnarfirði, Akurevri og Heimaey. Þýskur togari, sem liafði ólöglegan útbúnað veiðarfæra í landhelgi við Ingólfshöfða var aðvaraður. Leit var gerð að smáfíúð í innsiglingu Skerjafjarðar og fanst hún, einnig voru gerðar haffræðilegar athuganir í Faxaflóa. Matsveinn á þýskum togara naut læknishjálpar frá varð- skipinu. Meðan á ketillireinsun stóð á Akureyri fór skipshöfnin riðandi i Vaglaskóg eftir boði islenska dómsmálaráðherrans, og knattspyrnuflokkur Fyllu kepti við knattspyrnufélag Ak- ureyrar þ. 12. júlí; var dans stiginn um borð um kveldið, og tóku meðlimir hins íslenska knattspyrnuflokks þátt í lion- um. Petersen, forstjóri Gamla Bió í Reykjavík, liefir auðsýnt áhöfn Fyllu mikla velvild með því þrásinnis að bjóða lienni á sýningar og meðan á vélaeftir- liti stóð i Reykjavik, bauð Hjalti Jónsson, framkvæmda- stjóri, áliöfninni í bifreiðaför til Þingvalla. Hið ameríska leiðangurs- skip Carnegie kom við í Reyk- javík í lok mánaðarins. I lok þessa mánaðar er eft- irliti skipsins við íslands- strendur lokið.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.